Það hefur oft verið að sagt að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og leikurinn í dag var engin undantekning.
Byrjunarliðið leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Jones Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Fellaini, Kagawa, Nani, Young, Hernandez.
United byrjuðu leikinn mjög grimmt og ætluðu augljóslega að skora snemma og það tókst þegar Wayne Rooney lagði boltann óeigingjarnt á Antonio Valencia sem skoraði laglega
á 9.mínútu, dæmigert United mark. Það tók ekki nema 11 að bæta við öðru marki en það gerði Robin van Persie laglega á 20.mínútu eftir fína sendingu frá Adnan Januzaj sem virðist vera búinn að eigna sér vinstri kantstöðuna. Robin van Persie gerði sér svo lítið fyrir og lagði upp mark fyrir Wayne Rooney á 22.mínútu. Það stefndi allt í rótburst og leikurinn í raun búinn í hálfleik.
David Moyes gerði þrjár breytingar í hálfleik en Rafael, Evans og Cleverley fór útaf vegna meiðsla eftir háskafull brot frá grófu Fulham liði og Kagawa, Fellaini og Smalling komu inn í þeirra stað.
Það var greinilegt að það átti að eyða minna púðri í seinni hálfleikinn og var hann ekki mikið fyrir augað. Spurning hvort United hafi hreinlega verið að spara sig fyrir komandi átök. Fulham tókst loks að minnka muninn á 65.mínútu þegar Alex Kacaniklic og Wayne Rooney skoruðu í sameiningu og Fulham komnir með smá von og bættu svo Darren Bent inná til þess að freista þess að skora meira en það dugði ekki til.
Ljótt atvik átti sér stað þegar Sascha Reither traðkaði á Adnan Januzaj en dómarinn sá atvikið ekki og því ekkert dæmt. Það var hreinlega óþolandi í hvað Fulham menn fengu að sparka hann niður í þessum leik. En strákurinn lærir af þessu og verður bara enn betri næst.
Einhverjir voru mögulega að hissa yfir að sjá ekki Giggs í hópnum í dag en það þýðir bara eitt. Hann verður í eldlínunni á þriðjudagskvöld í seinni leiknum gegn Sociedad.
PS: Mikið þarf Shinji Kagawa að sýna meira heldur hann gerði í dag og í leiknum gegn Stoke, það verður ekki endalaus krafa um að hann verði í hóp ef hann nýtir ekki sjensana betur.
Menn leiksins: Adnan Januzaj fyrir að vera sparkaður endalaust áfram en hætta aldrei að reyna og Wayne Rooney fyrir að vera sá eini sem virtist pirraður yfir spilamennsku Rauðu djöflanna í seinni hálfleik.
Þrjú stig eru þrjú stig en eru sérstaklega sæt þar sem Chelsea tapaði sínum leik fyrr í dag.
Takk fyrir í dag og Glory Glory Man United!!!
Stefán says
rétt að vona að chicarito fái allan seinni hálfleikinn, hann á það skilið. Hraðasti strikerinn okkar og við þurfum á honum að halda big time.
Sveinbjorn says
Vel valid lid hja Moyes. Tokum thetta 3-1 og Januzaj verdur valinn madur leiksins.
Sigursteinn Atli Ólafsson says
á einhver mjög gott stream á leikinn?
Thorleifur Gestsson says
Hefði viljað sjá Kagwa fá að spreyta sig líka,þarf að koma honum í spil æfingu annars gott :)
Hjörtur says
Það kemur ekki annað til greina en sigur í þessum leik, og hellingur af mörkum. Chelsea tapaði áðan, og svo vonar maður að Arsenal og liverpool geri jafntefli, þá dregur Utd á efstu liðin.
Runólfur says
Það virðist allavega ekki mikið að tánum á Van Persie í þessum fyrri hálfleik.
Pat says
Hvaða fíflagangur voru þessar skiptingar í hálfleik?
Voru allir 3 meiddir?
Hjörtur says
Sammála Pat, hvaða fíflagangur er þetta að skipta þremur mönnum í upphafi síðari hálfleiks, nema þá að þeir hafi verið allir meiddir sem útaf fóru. En ég er andskoti fúll yfir þessum leik, þó hann hafi unnist. Liðið var leikið svo sundur og saman í seinni hálfleik, en átti aftur á móti þrusu góðan fyrri hálfleik. Maður spyr sig hversvegna liðið geti ekki leikið góðan fótbolta báða hálfleikina, maður var orðinn á nálum að þetta myndi tapast niður í jafntefli, já hundfúll yfir þessu.
Oskar says
drullu lélegur leikur fyrir utan fyrstu 25 min…maður hélt að við ætluðum bara að ganga fra fulham i dag…enn við vorum bara heppnir að þeir náðu ekki að pota inn öðru marki og koma ser inni leikinn…það þarf að kaupa alvöru miðjumann i janúar
Ingi Rúnar says
Flottur sigur, augljóst að menn slökuðu á í seinni. Stutt í toppinn.
Sæmundur says
Flottur leikur og seinni hálfleikur ansi litaður af því að okkar menn eiga Meistaradeildina á þriðjudaginn og með unninn leik.
Horfði á leikinn í gegnum CNBC á netinu og amerísku lýsendurnir hökkuðu Januzaj í sig og sögðu hann ekki hafa gert neitt í leiknum en þrátt fyrir það var hann minn maður leiksins og á flestum síðum sem ég hef litið á. Sýnir bara að Meríkanninn á ekki að horfa á sport þar sem meira en 60 sekúndur eru á milli auglýsinga :)
Magnús Þór says
@ Sæmundur:
Horfði einmitt á sama straum, er alveg hundrað prósent sammála þér.
Friðrik says
Þoli ekki þegar United slakar á og byrja að spara sig. Jújú gott að vera 3-0 yfir og allt en restin af leiknum var hundleiðinlegt.
Stefán says
Góður sigur en Hernandez átti að koma í seinni hálfleik. Kannski voru allir meiddir en þetta var allavega sigur, ég er sáttur með það. Fyrsti hálftíminn var stórkostlegur þar sem Cleverley og Januzaj voru stórhættulegir.
Svo kom seinni hálfleikurinn þar sem Fellaini er enn að aðlagast og Kagawa pretty much líka. Það kom allavega voða lítið úr þessu hjá þeim en þetta tekur tíma. Vonandi munu þeir bara fitta í þetta lið. Ég veit að Young gerir það ekki :P
siggi utd maður says
Menn sem spyrja hvaða fíglagangur það sé að hafa skipt þremur út í hálfleik; Rafael sneri sig á ökkla í fyrri, Evans var greinilega tæpur aftan í læri og Cleverley sá tvöfalt.
Annars var þetta hrottalegt brot hjá þessum Riether gæja á Janusaj og Fellaini fær stórt prik hjá mér fyrir að fara og hjóla í þessa gæja fyrir kjúllann.
Auðvitað breytir það öllu að skipta þremur inn á í hálfleik, en annars hefur United verið þannig síðustu ár að þeir gera bara nákvæmlega nóg til að vinna leiki, og slappa svo bara af. Reynslan maður. Góður leikur í dag hjá okkar mönnum og 4 sigurleikir í röð.
Heiðar says
Ef þessi orkusparnaður i´seinni hálfleik mun skila sér í betri úrslitum gegn R. Sociedad í vikunni, svo ég tali nú ekki um leikinn gegn Gunners um næstu helgi þá er ég sáttur. Hundleiðinlegt á að horfa fyrir stuðningsmenn engu að síður. Mér finnst líka alveg óþarfi þegar að eru komnar 90 mín+ á klukkuna og United á séns á upphlaupi að fara með boltann út að hornfána og tefja. Þá á ég við þegar að liðið er tveimur mörkum yfir. Fulham var aldrei að fara að skora 2 mörk í uppbótartímanum.
En allavegana, góð 3 stig. Næstu helgi er lífsnauðsynlegur leikur gegn Gunners. Sigur, og við erum með í þessarri baráttu. Tap, og við getum nánast kvatt titilinn bless.
Sævar says
fínn fyrri hálfleikur og mjög skiljanlegt að við slökum á í seinni, erfið vika framundann.
enn mál málanna er þessi vesalings fellaini, ég fullyrði það að þetta er einn al versti miðjumaður sem hefur spilað í treyjunni fögru. djemba djemba var hátíð við hliðina á þessu fífli