Á morgun spilar Manchester United við Bayern Leverkusen í Þýskalandi í 5. umferð riðlakeppnis Meistaradeildarinnar. Staðan í riðlinum er svona:
Með sigri getur því annaðhvort liðið svo gott sem gulltryggt sig áfram í næstu umferð.
Andstæðingurinn
Okkar menn spilaðu einn af sínum bestu leikjum á tímabilinu þegar Leverkusen kom í heimsókn á Old Trafford í september og náðu með ágætum árangri að stöðva hættulegasta leikmann Leverkusen, Sidney Sam. Hann meiddist hinsvegar um helgina í 0-1 útisigri á Herthu Berlín. Hinir tveir lykilmennirnir verða þó í fullu fjöri, framherjinn Stefan Kießling og kantmaðurinn Son Heung-Min og verðum við að finna leið til þess að stoppa þá tvo en þeir hafa skorað, ásamt Sam, megnið af mörkum Leverkusen á tímabilinu.
Leverkusen hefur aldrei byrjað tímabil jafn vel og þetta tímabil en þeir hafa unnið 10 af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Þeir eru taplausir á heimavelli og því ljóst að okkar mönnum bíður erfitt verkefni. Raunar hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í mars er þeir töpuðu fyrir Bayern Munchen. Þeir hafa unnið báða sína leiki á heimavelli til þessa líkt og við og kjöldrógu þeir sterkt lið Shakthar Donetsk 4-0 í þarsíðustu umferð.
Liðið beitir skyndisóknum af miklum krafti enda þeir félagar Son og Sam mjög snöggir að hlaupa upp völlinn. Turninn Kießling er svo fremstur með sína 191 centimetra bíðandi eftir fyrirgjöfum og sendingum.
Manchester United
Við höfum verið frekar passívir á útivelli í þessari keppni, setið til baka og tekið engar óþarfar áhættur. David Moyes er ekkert að finna upp hjólið í þeim efnum enda erum við alvön að sjá United spila mjög varfærinn bolta á útivöllum í Meistaradeildinni. Við vorum óheppin að fara ekki með öll þrjú stigin burt frá Spáni eftir síðustu umferð sem hefði gert stöðu okkar mjög þægilega fyrir þennan leik.
Við erum að fara á erfiðan útivöll og því engin ástæða til þess að ætla annað en að uppleggið fyrir þennan leik verði það sama og hefur verið í keppninni. Sitja til baka, sækja hratt og vera þéttir fyrir, ekkert sérstaklega spennandi og ekkert brjálæðislega árangursríkt en hefur þó gert það að verkum að Moyes og félagar eru taplausir í þessari keppni.
Miðjan er eftir sem áður helsta vandamálið fyrir þennan leik. Eins og kom bersýnilega í ljós gegn Cardiff var Michael Carrick ekki með. Fellaini nældi sér í rautt spjald gegn R. Sociedad og er því í banni. Phil Jones er kominn aftur til æfinga mér þætti líklegt að hann kæmi inní liðið við hliðina á Cleverley eða Giggs. Sumir myndu vilja sjá Anderson fá tækifæri en Moyes virðist hreinlega ekki treysta honum og því ólíklegt að hann komi í liðið.
Rafael og Vidic voru einnig mættir til æfinga og væri gaman að sjá Rafael koma aftur í hægri bakvörðinn. Smalling er ágætur leikmaður en hann er ekki að gera sig í hægri bakverðinum, það væri hinsvegar í fínu lagi að gefa honum séns í miðverðinum enda góður þar.
Robin van Persie flaug ekki með liðinu til Þýskalands og því er spurningin hvort að Danny Welbeck eða Chicharito verði frammi með Rooney. Chicharito var nánast ósýnilegur gegn Cardiff á meðan Welbeck komst nokkrum sinnum í góðar stöður en gat ekki nýtt sér það nógu vel. Spurning hvort að Welbeck fái byrjunaliðssætið á morgun í afmælisgjöf frá Moyes en sá fyrrnefndi á afmæli í dag.
Spái byrjunarliðinu svona:
*Uppfært* Moyes sagði á blaðamannafundi áðan að Vidic hefði ekki farið með hópnum auk þess sem að hann staðfesti að Robin van Persie hafi verið eftir heima. Líklegast heldur Rio Ferdinand sæti sínu í liðinu frá leiknum gegn Cardiff.
Vona að leikmennirnir nái að gíra sig vel fyrir leikinn gegn Tottenham um næstu helgi með góðum sigri annað kvöld. Um að gera að tryggja sig inn í 16. liða úrslitin sem fyrst.
Frá blaðamannafundinum:
Moyes um meiðsli Vidic og RvP:
„You knew Vidic had concussion. We don’t think van Persie is quite ready yet but we’re going to keep monitoring him. He had a bit of a problem with his groin. Neither are long term – with the concussion, we just want to give it a bit longer.“
Moyes um þjálfara Leverkusen, Sami Hyypia:
„He’s doing a good job. Leverkusen are a good side doing well in a very good league. Your first job is never easy and the key to your first job is always to win enough games to help you stay in the job and continue to improve. Sami is showing that at this moment in time.“
Moyes sagði þetta aðspurður að því hvort að Meistaradeildin væri eins og hann hefði búist við:
„You never know what to expect in any game.“
Chris Smalling var með Moyes á blaðamannafundinum og hafði þetta að segja um Wayne Rooney:
„Wayne is a top player, everyone sees how he plays and a lot of players train in the same way that they play. What you see on a Saturday afternoon is what we face every day in training.
You can see that hunger and passion in the way he plays. He’s just a bornwinner. That breeds through the changing room before games, at half-time and at the final whistle. That has an effect on the whole squad.“
Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19.45.
Hannes says
vill að liðið komi með ákveðið statement og hreinlegi klári þennan leik öruggt 0-2 og tryggja toppsætið og slökkvi á gagnrýnisröddum, það yrði gríðarlega sætt eftir vonbrigðin í cardiff að þeir vinni erfiðan útisigur í leverkusen.