Getum við spilað við Leverkusen í hverri viku? Langbesta frammistaða liðsins á tímabilinu og liðið komið áfram í 16. liða úrslit. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum og 0-5 útisigur staðreynd. Stærsti útisigur í þessari keppni frá því að liðið vann Shamrock Rovers 0-6 árið 1957 og fyrsta tap Leverkusen á heimavelli síðan í mars. Þessi David Moyes, ha? Hann kann ekkert á þessa Evrópukeppni!
Moyes stillti liðinu svona upp:
De Gea
Smalling Evans Rio Evra
Jones Giggs
Valencia Kagawa Nani
Rooney
Líklega besta liðið sem Moyes gat sent út á völlinn í kvöld miðað við alla þá sem eru meiddir. Fyrri hálfleikur var afskaplega góður hjá okkar mönnum. Vörnin var virkilega þétt og almennt virtust leikmennirnir vera áfjáðir í að tryggja okkur sæti í 16. liða úrslitunum og sleppa við að mæta Shakhtar í úrslitaleik í síðustu umferðinni.
Leverkusen-menn opnuðu vörnina í eitt skipti í hálfleiknum þegar Kiessling, eins og svo margir þetta tímabilið, rölti bara framhjá Rio án þess að blása úr nös og kom sér í gott færi. Sem betur fer var Evans mættur og náði að blokka skotið. Leverkusen-menn fengu horn en uppúr því kom 1. mark leiksins. Eftir hornið vann Kagawa boltann fyrir aftan miðju, gaf hann á Giggs sem kom honum á Rooney á kantinum, Kagawa hélt áfram hlaupinu og dró að sér alla athygli varnarmannana á meðan Valenica laumaði sér á fjærstöngina. Þangað kom boltinn frá Rooney og Valencia kom honum yfir marklínuna. Stuttu seinni fékk United aukaspyrnu á kantinum. Rooney tók hana og aumingja Emir Spahic sem átti líklega lélegasta leik ævi sinnar skallaði boltan aftur fyrir sig í eigið net. 0-2 í hálfleik.
Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. United komst aftur og aftur á bakvið Emre Can í vinstri bakverðinum og Spahic hélt áfram að grínast í miðverðinum. Mark nr. 3. kom eftir hornspyrnu. Boltinn barst til Jonny Evans sem hnoðaði boltanum í netið af stuttu færi. Áfram sóttu okkar menn og voru hættulegir í öllum sínum aðgerðum. Chris Smalling skoraði mark fjögur eftir frábæran undirbúning frá Rooney og Kagawa. Nani kórónaði svo frammistöðu liðsins í leiknum og fullkomnaði niðurlægingu Leverkusen eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs inn fyrir vörnina. Nani kláraði færið af stakri snilld og staðan því 0-5 sem urðu lokatölur.
0-5 á útivelli gegn liðinu í 2. sæti í Bundesligunni. Það er ekkert annað en frábært. Liðið spilaði hraðan og öruggan bolta, voru þéttir í vörninni og ógnuðu í hvert skipti sem þeir fóru fram á við. Hvar hefur þessi frammistaða verið í deildinni undanfarið? Fremstu fjórir leikmennirnir okkar spiluðu virkilega vel og Kagawa sýndi afhverju hann á að spila á bakvið framherjann en ekki á kantinum. Hann tengdi vel á milli miðjunnar og Rooney sem gerði það að verkum að fremsti maðurinn var ekki jafn einangraður og við höfum séð í mörgum leikjum á leiktíðinni. Höfuðverkur fyrir Moyes ef Kagawa fær fleiri tækifæri í holunni eins og hann á klárlega skilið eftir þessa frammistöðu.
Það er erfitt að velja mann leiksins þar sem svo margir spiluðu vel. Valencia og Nani skiluðu góðri vakt á köntunum. Evra og Evans voru þéttir í vörninni, Jones og Giggs voru óþreytandi á miðjunni og Kagawa spilaði einn af sínum bestu leikjum í United-treyjunni. Það er þó einn maður sem átti fjórar stoðsendingar í leiknum. Wayne Rooney verður að teljast vera maður leiksins fyrir að skapa öll þessi mörk. Þetta var þó frammistaða þar sem liðið stóð sig frábærlega sem heild.
Við viljum fá meira svona, þetta er liðið sem við könnumst við. Við spilum gegn Tottenham um næstu helgi, þeir verða særðir eftir stórtapið gegn City en við komum fullir sjálfstraust inní leikinn eftir þessa frammistöðu.
Atli Þór says
Verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. ánægður að sjá Kagawa í sinni stöðu en ég á soldið erfitt með að treysta Smalling og Giggs. Smalling er notla bara Smalling hann á ekki heima í bakverði og Giggs er orðinn gamall og ekki eins fljótur og sterkur og hann var, spurning hvort hann nái að halda miðjunni? En það verður spennandi að fylgjast með þessu!
Bósi says
Er Rafael meiddur ? Ef ekki afhverju i fjandanum er honum ekki spilað, þvílík bæting á honum.
Svo held ég að þetta verði kvöldið hans Kagawa, fær ekki betri séns til að sanna sig, kominn á kunnulegar slóðir í sinni bestu stöðu (holunni).
1-3 UTD (enda var stöðullinn 25/1)
Tryggvi Páll says
Rafael hefur verið meiddur, já. Hann meiddist gegn Fulham. Hann er hinsvegar farinn að æfa aftur og verður líklega kominn aftur í liðið innan skamms, jafnvel um næstu helgi.
Ilkay says
Þokkalega bjartsýnn fyrir þessu verð ég að segja.
Kagawa mun sennilega ekki blómstra í þessum leik, en hvað veit maður, þetta er í fyrsta skipti sem hann spilar að því er virðist í sinni stöðu. Vona hans vegna að hann eigi góðan leik, en algjör óþarfi að gera sér miklar vonir um stórleik frá honum núna. Spurning um taktík og hingað til hefur hann ekki alveg fittað inn því miður.
2-1 ManUtd.
Karl Garðars says
Líst ágætlega á liðið miðað við allt og allt. Myndi þó ekki tippa á meira en jafntefli.
Þetta verður erfiður leikur.
Ilkay says
Eina sem ég get sett út á leikinn er hreimurinn hans Jamie Carragher á Sky…
Karl Garðars says
eða hvað… :)
Ívar Örn says
Vá hvað ég samgladdist Evans þegar hann skorði : )
Ívar Örn says
OG ÖLLUM HINUM !!!!
Það var mikið að þeir gátu klárað leik með stæl !
Ingi Rúnar says
solid sigur eftir vonbrigdi helgarinnar. Lidid í heild fær toppeinkun í kvold.
Àfram med fokking gredduna……….
Ilkay says
Spilamennska í hæsta gæðaflokki !
Elvar Örn Unnþórsson says
Mikið er maður ánægður að sjá liðið spila vel og skora svona mörg mörk. Meira svona takk!
Atli Þór says
Er að spá í því að efast alltaf núna um Giggs og Smalling þegar þeir spila því í hvert skipti sem ég segi að þeir séu ekki alveg nógu góðir þá troða þeir svetium sokk uppí mig.
Friðrik says
Mér fannst Höddi segja allt sem þegja þarf í lýsingunni : 27.Nóvember 2013 dagurinn þar sem tímabilið fór í gang hjá United.
Pétur says
Við bara verðum að finna leið til að spila Kagawa, Rooney og RVP öllum í einu með Kagawa í holunni, spurning hvort Rooney gæti spilað í sömu stöðu og Ronaldo fyrir Real Madrid, vinstri kantari/framherji.. eða bara spila 4-3-1-2 og þá eru allir fremstu 3 ánægðir.
Vitna í vin minn Evil Kagawa:
@evilkagawa
Moyes congratulate Kagawa legendary perfomance.
Kagawa congratulate Moyes genius decision put Kagawa in hole.
We both legend Tonight!
Runólfur says
Ég verð greinilega að missa af fleiri leikjum!
Djöfull er það samt týpískt að skora 5 í þessum og klúðra svo svona 3-4 dauðafærum um helgina.
Runólfur says
Ps. Gerði Moyes virkilega bara EINA skiptingu í leiknum? Datt honum ekkert í hug að reyna að hvíla 1-2 leikmenn í stöðunni 0-3 / 0-4 fyrir Tottenham leikinn? …
Ilkay says
Gerði reyndar 3 skiptingar
Tryggvi Páll says
Já, Evra fór út á 70. mínútu og Valencia og Rooney á þeirri 80.
Runólfur says
Okay. Ég virðist hafa eitthvað mislesið. Góðar skiptingar á öllu heyrist mér. Evra þarf á „hvíldinni“ að halda.
Ísak Agnarsson says
Frábær leikur, Giggs og Rooney langbestir.
Var mjög ánægður með að Kagawa,Giggs og Nani spiluðu allan leikinn.
Vörnin frábær og Jones beast á miðjunni, Kagawa í sinni réttu stöðu. Margt gríðarlega gott við leikinn í dag.
Cantona no 7 says
Frábær frammistaða hjá liðinu.
Ég segi bara áfram Man. Utd, og Moyes.
G G M U
Georg says
Flottur leikur þó ég verði að segja að þrátt fyrir fimm mörk þá voru andstæðingarnir grútlélegir og við alltílæ.
Kagawa var alltof mistækur og datt útum allann völl gegn betra liði hefði okkur verið refsað trekk í trekk.
Giggs fékk of mikið pláss.
Þeir sem stóðu uppúr voru Rooney og Evans.
Miðað við lið í öðru sæti í Bundesliga þá er Þýska deildin ofmetin og Bayern Munich eru langbesta liðið þar og víðar.
Karl Garðars says
Eigum við ekki að halda okkur á jörðinni. Leverkusen áttu sinn langversta leik svo mánuðum skiptir þar sem ekkert gekk upp. Þeir voru líka án markamaskínunnar sinnar sem er búinn að vera on fire upp á síðkastið. Við áttum svo einn af okkar bestu leikjum á þessari leiktíð þar sem nánast allt gekk upp og niðurlæging á sterku liði, sem er í öðru 2æti Bundesligunnar, staðreynd.
Aukinheldur er óhætt að segja að dómarinn var heldur hliðhollari okkur en hitt og það er mjög ólíklegt að allir dómarar hefðu alltaf dæmt þegar Kagawa steinlá eins og einhver kom inná hér fyrir ofan. Við höfum séð þessar ákvarðanir detta hinum megin og allt galopið og í stórhættu í kjölfarið.
En góðir voru þeir engu að síður og öruggir okkar menn. Boltinn gekk vel á milli og menn voru grimmir aftur til að sækja boltann. Ég get ekki bent á einn einstakan leikmann umfram aðra því flestallir áttu sinn besta leik á tímabilinu nema kannski De Gea sem hafði lítið að gera fyrir utan eina snilldar markvörslu undir lok leiksins. Þetta var skemmtilegur leikur fyrir litla United hjartað en ég næstu leikir í deild verða fjandanum erfiðari.