Jafntefli er niðurstaðan eftir hörkuleik á White Hart Lane. Leikurinn var opinn og nokkuð skemmtilegur og spennandi fram að lokaflautunni. Tvisvar sinnum komust Tottenham yfir í leiknum og jafnharðan jafnaði Wayne Rooney fyrir okkur.
Nokkrar hugleiðingar og viðbrögð
- Í þessum leik sannaðist enn og aftur að það er hreinlega ekki næg breidd á miðjunni.
- Danny Welbeck virkaði ekki alveg 100%.
- Anderson virðist einungis vera á bekknum til að varamenn séu 7 talsins.
- Tom Cleverley spilar ekki mjög „cleverly“.
- Wayne Rooney er klárlega besti leikmaður deildarinnar það sem af er.
- Enn og aftur gefum við aukaspyrnur á stórhættulegum stað og er okkur refsað fyrir það.
- Sá Patrice Evra sem lék í dag er ekki sá sami og við höfum verið sjá síðasta árið.
- Chris Smalling getur ekki gefið boltann fyrir.
- Eins gott að eina ástæðan fyrir því að Smalling sé tekinn framyfir Rafael séu meiðsli síðarnefnda.
- Danny Welbeck, Phil Jones og Chris Smalling léku allir úr stöðu í dag og það sást.
- Erum 9 stigum á eftir toppliði Arsenal en mig grunar að margt eigi enn eftir að breytast áður en yfir lýkur.
Maður leiksins er að sjálfsögðu Wayne Rooney
Liðið sem byrjaði leikinn
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Valencia Cleverley Jones Welbeck
Kagawa
Rooney
Hannes says
Jafntefli á white hart lane er yfirleitt ágætis úrslit en í þeirri stöðu sem við erum í , 9 stigum frá toppnum þá þurftum við 3 stig. Eitt sem fer rosalega í taugarnar á mér er að hvernig í ósköpunum getur Smalling, atvinnumaður í fótbolta með milljónir á viku ekki gefið almennilegar fyrirgjafir ? þoli ekki þegar ég sé svona byrjendamistök í ensku úrvalsdeildinni.
Runólfur says
Í fyrra töpuðum fyrir Tottenham á heimavelli og gerðum jafntefli á útivelli, með það að sjónarmiði eru þetta svo sem allt í lagi úrslit. En þegar maður horfir á stóru myndina þá er þetta lélegt Tottenham lið, án Gareth Bale með lítið sjálfstraust og við þurfum nauðsynlega á 3 stigum að halda.
Það gerir mig einstaklega pirraðan.
Það sem pirrar mig meira er samt að horfa upp á magnið af skíta mörkum sem liðið fær á sig. Ég meina, menn eiga að standa í veggnum. PUNKTUR. Þetta eru bara byrjendamistök leik eftir leik sem eru að kosta okkur.
Held að í fyrsta skipti sé ég bara sáttur ef liðið lendir í 3. eða 4. sæti og nær í CL á næsta ári. Moyes er greinilega ekki sami kraftaverkamaðurinn og Sir Alex var, liðið þarf alveg 2-3 ALVÖRU leikmenn til að eiga breik í þessa deild.
Valdi Á says
Alveg sammála Hannesi. Þótt að Smalling vilji og eigi kannski að spila sem miðvörður verður hann að geta komið með betri bolta fyrir. Ánægður með Valencia, Rooney og Kagawa. Mjög mikilægur leikur í vikunni á móti Everton sem er fyrir ofan okkur. Bara „must win“ leikur þótt að allir aðrir leikir séu samt í rauninni það einnig.
Karl Garðars says
Af hverju í fjandanum þarf liðið að gefa allar þessar aukaspyrnur beint fyrir utan teig leik eftir leik!! Við vorum agalega slakir varnarlega og eins gott að Tottenham eru ekki með einn grimman, heitan klárara á sínum snærum svo ég tali nú ekki um aukaspyrnusérfræðing. Þá hefði leikurinn farið vægast sagt hræðilega. En mér finnst þetta bara fínt, þá kannski drullast þeir til að kaupa inn á þessa blessuðu miðju núna í Janúar.
Guðjón Ingi says
Þetta var ömurlega lélegt hjá okkur – vona bara að minnst 3-4 gæða leikmenn, þ.e. leikmenn sem þegar hafa sannað sig, verði keyptir í janúarglugganum. Okkur vantar bakverði, miðvallarspilara – þar af almennilegan playmaker – og útherja.
Thorleifur Gestsson says
Fannst þetta stórskemtilegur leikur, hraður fullt af færum og góðum tilþrifum, úrslitin fara að detta okkur í hag .Mér finnst bara mun skemtilegra að horfa á svona bolta heldur en þann bolta sem liðið hefur spilað síðustu 2 til 3 ár hundleiðinlegir leikir sem við vorum að vinna 1-0 or sum. Kallinn er að stimpla sig inn með liðið sem hann treystir til að spila flottann bolta ekkert væl núna, 1 stig á útivelli á móti Tottenham er fínt !
Glory Glory :)
Kristjans says
Byrjaði Kagawa ekki í holunni og Rooney fremstur? Svo í seinni hálfleik var Welbeck kominn fremstur, Rooney í holunni og Kagawa á vinstri vænginn. Kagawa er ekki kantmaður, hans staða er í holunni.
Mikið væri gaman ef Rooney myndi hugsa um hagsmuni liðsins fremur en sína eigin hagsmuni og spila á miðjunni, amk meðan enginn í hópnum (fyrir utan Carrick) gerir alvöru tilkall til þess að spila þar. Rooney og Carrick á miðjunni, með Kagawa í holunni og Persie fremstur?
Utd gerði í dag jafntefli við lið sem tapaði 6-0 um seinustu helgi og Arsenal vann sannfærandi sigur á liðinu sem Utd átti í basli með um seinustu helgi.
Magnús Þór says
@ Kristjans:
Held að það sé ekki gáfulegt að setja aðal markaskorarann á miðjuna. Hinir verða einfaldlega að stíga upp og gera tilkall til þess að fá að vera í þessu liði.
Egill says
Það er eitt sem má ekki gleyma varðandi stöðuna í deildinni og framhaldið. Liverpool og Arsenal hafa enga breidd í hópnum, Sturridge meiddur og þeir tapa 3-1 gegn Hull, Arsenal er eins og viðkvæmt blóm og getur hrunið hvenær sem er, sérstaklega þegar þreytan hellist yfir menn í jólatörninni og þegar meistaradeildin fer af stað aftur plús FA Cup. Chelsea er með sundurtætt framherjalaust lið og City hafa verið glataðir á útivelli.
Við erum með frábæra breidd í liðinu og erum eina liðið sem getur stillt upp mjög sterku liði trekk í trekk án þess að keyra menn algjörlega út. Við höfum alltaf verið sterkastir eftir áramót og það er ekkert sem segir að það geti ekki gerst núna.
Runólfur says
Arsenal á nota bene City og Chelsea í desember. Það er skít nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara girða okkur í brók. Það má samt vel benda á að eftir erfiða byrjun er Moyes ekkert að run-a neitt rosalega vel. Það eru ítrekað 3 af 5 bestu leikmönnum liðsins frá því í fyrra meiddir (RVP, Rafael og Carrick í dag).
Það sem fer mest í taugarnar á mér eru mörk eins og þetta Walker mark, þetta er bara gefins – eins og svo rosalega mörg mörk sem við höfum fengið á okkur í vetur. Ef við ætlum yfirhöfuð að fá á okkur mörk þá vill ég hafa þau eins og Sandro markið :)
DMS says
Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að öfunda lið sem eru með bakverði sem kunna að sveifla fætinum. Ég er pínu vonsvikinn að hafa ekki náð L. Baines í sumar eftir allt þetta fíaskó, við gætum alveg þegið betri fyrirgjafir. Hvað hægri bakvarðarstöðuna varðar þá er skelfilegt að horfa upp á Smalling taka þátt í sóknarleiknum. Mér finnst Phil Jones mun skárri þarna sóknarlega enda er hann með smá meira touch og leikni í sér – en hann er hinsvegar einnig notaður úr stöðu á miðjunni á meðan Fellaini dúsar á bekknum. Jones er fjölhæfur og það kemur honum kannski um koll þegar þarf að fylla upp í holur. Smalling er alls ekki fjölhæfur, hann er miðvörður – punktur.
Hvernig er staðan á Rafael og Fabio? Báðir meiddir? Fabio getur leyst báðar stöður, hægri og vinstri, þannig að ég var að vonast til þess að sjá allavega annan þeirra í liðinu. Gegn liðum þar sem við erum með mikið af boltanum þá vil ég eiginlega frekar sjá Valencia í hægri bak fremur en Smalling. Smalling er góður varnarlega en afskaplega klaufskur fram á við greyið.
Snorkur says
Hafði gaman af þessum leik.. svona fyrir utan úrslitin
.. maður hefði verið nokkuð rólegur yfir þessu ef við hefðum t.d. unnið Aron & co. seinast
Smalling er auðvitað ekki bakvörður .. en Rafael er væntanlega meiddur og við höfum sennilega ekki neinn skárri .. veit ekki með Fabío hann komst ekki í liðið hjá QPR (var reyndar mikið meiddur)
..nú það jákvæða er að við höfum spilað 2 skemmtilega leiki í röð
fyrir það höfðu flest úrslit og sérstaklega spilamennskan verið sorp
Einnig er ég ánægður með að Moyes hafi ákveðið að geyma Fellaini á bekknum .. margur stjórinn hefði rembast við að spila fyrstu kaupunum fram í hið óendanlega
… búinn að vera mjög pirraður á honum sem hlaupara á miðjunni, þar sem hann virðist fyrst og fremst vera duglegur að fylgja og elta uppi leikmenn en svo bara hættir hann, ekki ósvipað J. Allen hjá púllurunum í fyrra (minnir að það hafi verið talað um að „veiða og sleppa“)
8. sætið er skandall en getum þó huggað okkur við að ekki er langt í efstu lið (fyrir utan Nallarana)
Sigur í næsta leik.. sem ætti að geta orðið virkilega skemmtilegur gegn (léttleikandi) Everton í stuði :)
Ilkay says
Okkar prógramm hefur verið ansi strembið miðað við hinna liðanna í þessari baráttu.. Það þarf lítið til að eitthvað klikki hjá liðum eins og liverpool og arsenal. Þetta fer sæmilega af stað hjá Moyes, maður hefði kannski viljað sjá þá í topp 4 núna en það kemur með seiglunni held ég. Finnst einhvern veginn meira líf komið í liðið, það er mín tilfinning allavega.. En það þarf að laga varnarleikinn + að fá mann fyrir Evra og Rio sem er gjörsamlega úti á túni..
Elvar Örn Unnþórsson says
Fann loksins GIF af þessari snilldartæklingu hjá Vidic sem hóf sóknina sem reddaði okkur seinna markinu: http://i.minus.com/i9DgLjadg3YeG.gif
Karl Garðars says
Þessi maður er algjört kúbein! Walker flaug eins og hann hafi orðið fyrir lest. :) @ Elvar Örn Unnþórsson: