Enn og aftur fáum við á okkur mark á lokamínútunum. Hversu svekkjandi?
Byrjunarliðið var svona:
Moyes stillti upp svipuðu liði og gegn Tottenham nema Rafael kom inn í bakvörðinn og Smalling fór í miðvörðinn í stað Evans. Jafnframt kom Giggs inn fyrir Cleverley. Frábært að sjá Rafael á ný í bakverðinum enda gefur hann liðinu talsvert meira en Smalling í þeirri stöðu. Það kom mér verulega á óvart að sjá Welbeck halda áfram á kantinum. Það er svolítið skrýtið að sjá Moyes verðlauna Welbeck fyrir slaka frammistöðu gegn Tottenham á meðan Nani spilaði mjög vel í sömu stöðu gegn Leverkusen en er settur á bekkinn tvo leiki í röð. Hvað er það? Vonandi er þessi Welbeck-tilraun á kantinum fullreynd.
Leikurinn spilaðist nokkurnveginn eins báða hálfleikana. United var meira með boltann og Everton beitti skyndisóknum. Bæði lið sköpuðu sér færi og það var ótrúlegt að staðan skyldi vera 0-0 svona lengi. Kagawa, Welbeck, Rooney og Evra fengu allir mjög fín færi til að klára þennan leik en inn vildi boltinn ekki. Miðað við gang leiksins áttum við að vera búnir að ganga frá þessum leik áður en að Everton skoraði.
Það gekk hinsvegar ekkert upp og Everton-menn náðu að pota inn marki á lokamínútunum. Alveg týpískt fyrir þetta tímabil. Það vantar einhvern kraft í þetta United-lið og meiri heppni. Nú eru allir fáranlega pirraðir og við munum án ef að fá að sjá #MoyesOut á ný eftir ágætis hlé. Liðið skortir hraða, kraft, áræðni, fjölbreytileika og ég veit ekki hvað og hvað og það mun gleymast að liðið átti 100% skilið að vinna þennan leik. Ég nenni varla að fara með sömu gömlu tugguna um að við þurfum að standa á bakvið Moyes og hann þurfi tíma en það er engu að síður veruleikinn sem við erum í og við þurfum bara að sætta okkur við að hann á eftir að sitja í þessum stól næstu árin. Sir Alex Ferguson hafði alveg 100% rétt fyrir sér þegar hann sagði þetta:
Hananú!
Það var hrikalega pirrandi að tapa þessum leik og enn og aftur fáum við á okkur mark á lokamínútum leiksins. Liverpool, Arsenal, Chelsea og væntanlega City unnu alla sína leiki og því drögumst við enn meira aftur úr í deildinni. Það er svo hrikalega augljóst hvað liðið saknar Michael Carrick á miðjunni og menn hljóta að vera á fullu að teika upp einhver plön fyrir janúar-gluggann.
Ég sagði í upphitunni í gær að öll liðin í toppsætunum myndu tapa stigum í þessari desember-vertíð. Það gildir ennþá. Það er stutt í næsta leik og menn hafa því ekki tíma til að hengja haus. Newcastle mætir á Old Trafford á laugardaginn og ef liðið spilar eins og það spilaði í kvöld og með aðeins meiri heppni vinnum við þann leik.
ellioman says
Jei Rafael!
Jei Kagawa sem 10a!
Smalling og Vidic þurfa að vera á tánum gegn Lukaku.
Atli says
Afhverju Welbeck á kantinn thegar vid erum med Nani? Hvad getur Welbeck á kantinum sem nani getur ekki?
Gunnar Ingi says
Mikið er ég sammála!@ Atli:
Óðinn Ásgeirsson says
Jæja eins gott að Welbeck standi sig . Sammála Atla með að nota kantmenn einsog Nani nú eða Januzai.
Runólfur says
Sammála báðum hérna að ofan.
Moyes er augljóslega á tánum með því að velja okkar tvo hávöxnustu og líklega sterkustu hafsenta í kvöld.
Hins vegar er þessi Welbeck tilraun pirrandi. Frekar að spila honum gegn Newcastle að mínu mati.
Megum svo búast við ágætis roatation í næstu 2 leikjum þar sem við eigum núna 3 leiki á 6 dögum.
Einhverjar fréttir af RVP? Er hann bara out fram að áramótum þessi elska eða?
Og reyndar skrýtið að sjá Jones ekki í hóp, hann er ekki meiddur skv. PhysioRoom.
birkir says
Hvaða rugl er þetta eiginlega alltaf ? kommenta aldrei hérna en nú er ég bara alveg að fá nóg.. Hvaða vitleysa er þetta að vera spila alltaf mönnum úr stöðum og hvað þá welbeck sem er ekki einu sinni búinn að sanna að hann sé í united klassa í sinni bestu stöðu.. Algjörlega sammála Atla. Hvað hefur welbeck sem nani hefur ekki?
Tryggvi Páll says
Jones er í banni.
Sveinbjorn says
Greinilegt ad vid munum setja alla pressu hægra megin, hugsa ad Welbeck verdi meira og minna inni teig og reyni ad pota inn fyrirgjofum fra Valencia medan Rooney dregursig fra endamorkum nær hægri væng.
Tokum thetta sexy, 3-1
Hannes says
Ef að Welbeck kemur með skítaframmistöðu eins og hann er búinn að vera spila allt tímabilið fyrir utan gegn Swansea þá á að frysta manninn til mars. Ef hann sýnir ekki núna að hann á skilið að klæðast United treyju þá á hann að sjá sóma sinn í því að biðja um sölu í janúar.
Einar says
Welbeck?????
Ilkay says
Miðjan getulaus fyrstu 10 mínúturnar.
Mátti búast við því.
Ilkay says
Taktu nú djöfulsins Welbeck út í hálfleik Moyes…Veit þú lest þessi skilaboð..
Einar says
loksins fór hann út af – mér finnst bara skárra að tapa en að gera enn eitt jafnteflið…. góðar stundir kæru félagar
Ilkay says
Enda er Moyes að tapa…
Grímur says
Grunnregla í fótbolta: Aldrei breyta varnarlínunni í miðjum leik nema nauðsynlegt sé. Sannaði sig enn og aftur í þessum leik….dapurt að Moyes sé ekki enn búinn að læra þessa reglu!
Ingi Rúnar says
Jæja, getum gleymt titlabaráttunni, berjast þá um meistaradeildarsæti í staðinn.
Valdi Á says
Við áttum ekkert skilið eftir svona leik. Engin hreyfing án bolta og miðjan var uppi í stúku. Það var eins og liðið fattaði ekki að það þyrfti að ná í stigin öll. Vantar drápseðlið. Everton var eins og á heimavelli.
Þá er það bara Newcastle næst. Taka 15 stig af 18 mögulegum í Desember.
garri says
Fellaini = hörmung
Welbeck = hörmung
Byrja með einn frammi á Old trafford? = hörmung
Ilkay says
Loksins náði David Moyes að skila Everton sigri á Old Trafford!!
Einar says
Öll hin liðin unnu – þrjú stig niður á alla – það er ekkert smáræði.
Karl Garðars says
Hahahaha þvílíkt djók sem þessi leiktíð ætlar að verða. :D
Hressilegur leikur samt alveg eins og Tottenham leikurinn og fleiri leikir.
DM kann sko að tapa skemmtilega og gera mögnuð jafntefli! Djöfull er ég spenntur fyrir öllum þessum leikjum í des.
Góðar stundir og GGMU.
Snobb says
KOMINN með upp í kok .. moyes out núna ..
við verðum að vera með lið í meistaradeild til að geta átt möguleika á að styrkja liðið .. og það er bara ekkert í spilunum sem segir að þessi maður sé að ráða við það verk
… hvað þá að koma liðinu í toppbaráttu
Ìvar says
SETJA KLÙBBINN À HAUSINN I JANUAR, EÐA HALDA AFRAM AÐ SKITA UPP A BAK !
Dolli says
Það verður að segjast eins og er, að aldrei hef ég séð jafn mikla andskotans klaufa upp við mark andstæðingana, og þetta blessaða Utd lið. Ég hef oft sagt það, að til að gera mörk þarf að skjóta á markið, en ekki að reyna að fara með tuðruna á tánum inn fyrir marklínuna. Everton menn þorðu að skjóta á markið, og uppskáru sigur. Vonin um eitt af fjórum er farinn að dafna hjá mér, það þarf mikið að lagast ef á að takast ná því.
guðjón says
Hvað sjá menn eiginlega við leikmenn á borð við Kagawa, Welbeck, Valencia, Rafael og Smalling? Enginn þeirra er í United-klassa. Heldur ekki Hernandez, Cleverley, Evans, Ferdinand, Anderson og Young. Því miður þarf bara að gera róttækar breytingar á leikmannahopnum og það sem fyrst. Það verður þó ekki hægt fyrr en í janúar, en vonandi þá í byrjun mánaðarins.
Hvað með að gefa Zaha sénsinn? Hann getur varla verið slakari en Valencia. Og svo er það algjört möst að hafa Januzaj á vinstri kantinum, ekki stundum, heldur alltaf eða því sem næst. Með þetta vonlausa kantspil sem verið er að reyna að bjóða upp á tekst ekki að opna neina einustu vörn sem á annað borð er þokkaleg.
Sigurjón says
í 21 ár hefur Everton ekki átt séns á Old Traffort fyrr en DM reddaði þessu fyrir þá !!! Hvað er þetta með Welbeck…hef á tilfinningunni að hann þurfi að grípa boltann og hlaupa með hann inn í markið til þess að koma boltanum yfir marklínuna !!! Jú,jú það er alltaf verið að tala um að gefa DM tíma….ég spyr : hvað fékk Martinez langan tíma til þess að setja mark sitt á Everton..svar : jafnlangan og DM !!! Af hverju þarf DM allan þennan tíma ?? hann er með sama mannskap og varð meistari í fyrra + Fallaini,Januzaj og ennþá betri De Gea ??
Verð að viðurkenna það að ég er að missa þolinmæðina, flest liðin sem eru fyrir ofan okkur eru með nýja stjóra eins og við !! og hvað ??
Einn alveg hrikalega pirraður….ÁFRAM MANCHESTER UNITED ALLTAF !!!
ps, þetta er orðið svo lélegt hjá okkur að http://www.manutd.is hefur ekki sett inn frétt frá því að við unnum Arsenal !
Sigurjón says
Eins og flest allir stuðningsmenn United er ég verulega pirraður á úrslitunum undanfarið, spilamennsku liðsins og andleysi leikmanna. Þó svo Moyes beri ábyrgð á gengi liðsins er ég þó ekki í #MoyesOut kórnum, ég er á því að leikmenn liðsins beri jafn mikla, ef ekki meiri ábyrgð á genginu og þurfi verulega að girða sig í brók. Í aðeins TVEIMUR leikjum á þessu tímabili hefur liðið hefur mætt út á völl 110% tilbúið í leikinn, það var gegn Arsenal (1-0 sigur) og Leverkusen (5-0 sigur). Í öðrum leikjum, sama hvernig þeir fóru, þá hefur verið liðið spilað á hálfum hraða og kæruleysislega. Til dæmis eins og í dag en þá var United heilt yfir betra liðið, en sumar BASIC ákvarðanir inn á vellinum (sendingar, dekkanir, og svo framvegis) opnuðu hurðir fyrir Everton að setja mark, sem þeir svo gerðu. Jújú, Moyes setur upp liðið og ákveður leikaðferð, en leikmenn verða að drullast til að framkvæma einföldustu hluti, hluti sem þeir hafa æft á hverjum degi síðan þeir voru 5 ára, og fá greitt fyrir milljónir á hverjum degi.
Sem veltir upp seinni hugleiðingunni, er leikmannhópurinn nægilega góður? Nei, hann er það alls ekki og við höfum vitað það í nokkur ár! Fyrir tímabilið í fyrra voru allir spekingar sammála þess efnis að Man City og Chelsea væru með langbestu hópana í deildinni, samt stóð United uppi sem sigurvegari og menn kepptust um að mæra Ferguson fyrir það hversu mikill snillingur hann væri að gera þennan hóp að meisturum. Núna er hinn yfirnáttúrulegi Ferguson ekki lengur í brúnni þannig að það þarf að grípa til sömu ráða og önnur lið hafa nú þegar gert, kaupa heimsklassa leikmenn og það í kassavís! Moyes reyndi í sumar en ekkert gekk (önnur og lengri saga) þannig að við verðum að vonast til þess að maðurinn afgreiði þessi mál fyrir næsta tímabil (ég tel hann ekki hafa tíma í janúar til að bjarga miklu). Það er reyndar skelfileg staða að vera í að þurfa lífsnauðsynlega á nýjum leikmönnum að halda, það verður bara til þess að verðmiðinn á mönnum rýkur upp, en það er kannski biti sem þarf bara að kyngja.
Það er eiginlega fljótlegra að telja upp þá leikmenn United sem eiga klárlega skilið að vera í byrjarliðinu, þeir eru að mínu mati: Rooney, Van Persie, De Gea, Jones, Vidic, og Carrick. Þá eru menn eins og Evra, Fellaini*, Evans, Hernández, Valencia, Nani, Rafael, Smalling og Kagawa allt menn sem væri gott að hafa í hóp og nota í róteringar. Það þýðir að Ferdinand, Anderson, Young, Welbeck, Cleverley og Giggs** eru hreinlega ekki nægilega góðir leikmenn til að vera einu sinni í hóp, því miður. Það er mér því augljóst að fyrst United er bara með sirka 6 alvöru byrjunarliðsmenn, að það þarf að kaupa inn 5-7 nýja leikmenn og láta annað eins fara.
*Ég reyndar er á því að Fellaini sé góður leikmaður, hann hafi bara ekki aðlagast ennþá. Menn vilja meina að verðmiðinn á honum hafi verið of hár, en ekki gleyma að 25 milljónir punda er það sama og 15 milljónir voru fyrir 5-6 árum.
** Giggs er reyndar búinn að vera ágætur undanfarið, en maðurinn er samt 40 ára gamall. Ég elska hann, en þetta er komið gott og það er óþarfi að láta hann spila endalaust bara vegna þess að hann reyndist okkur svo vel í fortíðinni.
DMS says
Mér fannst reyndar Fellaini ágætur í kvöld. Hann var að vinna marga bolta á miðjunni. Hinsvegar var klaufaskapur fyrir framan mark andstæðinganna okkur að falli í kvöld…sem og stundar einbeitingarleysi í markinu sem þeir skora. Menn gera sig seka um að horfa á boltann í stað þess að fylgjast með mönnunum sínum. Valencia gleymir sínum manni sem þiggur færið með þökkum eftir misheppnað skot frá Lukaku.
Það þarf að styrkja hópinn, það er á hreinu. Spurning samt hversu margir eru á lausu í janúar. Mér finnst Moyes þurfa að taka til í hópnum, hann má ekki vera of varkár. Þó að Fergie hafi komist upp með að hafa marga meðalmenn í hópnum þá er ekki þar með sagt að Moyes geti gert það sama.
Sigurjón says
DMS skrifaði:
Tek undir þetta, Fellaini var mjög fínn í kvöld og ég skil ekki alveg þá sem segja hann hafi verið slakur.
Hjálmar says
Fannst United fínir, það er ekki eins og Everton séu eitthvað slakir. Hafa átt mjög fínt tímabil!
Allavega er ég ekki að pirra mig á svona tapi þótt mér finnist krafan eigi að vera a.m.k. jafntefli á heimavelli miðað við að það er nýr stjóri og allt það.
Hinsvegar er það sem er að drepa þessa titilbaráttu hjá okkur og fer töluvert í mig er tap gegn WBA (heima), jafntefli gegn South. (heima, með stöðuna 1-0), jafntefli gegn Cardiff (úti, en með stöðuna 0-1 og leikinn í hendi sér). Þarna eru 7 stig sem gæfu okkur helling!
En, áfram United og flykkjumst á bakvið Moyes og allt liðið. Við vissum alveg að þegar Sir Alex stigi niður þá gætu komið erfiðleikar, það var nánast óumflýjanlegt sama hversu gott lið hann hefði skilið eftir sig. Pressan er bara það mikil og öll umfjöllun yrði á einn eða annan hátt neikvæð.
En það jákvæða er að við erum inni í öllum keppnum þótt deildin sé ekki að gera sig akkúrat núna en við eigum eftir að þjappa okkur inn í þann pakka þótt ég geri reyndar ekki kröfu um titil þetta árið;)
HG says
Sir Alex Ferguson sagði okkur að styðja við bakið á Moyes, þá gerum við það!
Sama á hverju bjátar þá má ekki gefast upp!
Þýðir ekkert að hengja haus, áfram með smjörið!
GGMU
Ìvar says
Okkur vantar Persie, leikmann sem hræðir varnamenn.
Bara að hafa hann illa spilandi innà opnar gàttir fyrir aðra að komast i gegn, hann sogar að sèr varnamenn.
Burt með Giggs…
Ársæll says
Sælir.
Ég er stuðningsmaður Southampton og sé hér á síðunni að margir ykkar vilja ekki hafa Moyes, og margir vilja ekki sjá ýmsa leikmenn sem liðið hefur. Nú spyr ég: þetta lið er nánast óbreytt lið sem rústaði deildinni í fyrra (reyndar +Fellaini), af hverju ætti liðið ekki að geta staðið sig jafnvel? Hafði Ferguson svona mikil áhrif?
úlli says
Já auðvitað hafði Ferguson mikil áhrif. Það er ekkert grín þegar það er skipt um fjölskylduföður eins og gert var.
Hins vegar er ansi áhugavert að fylgjast með Roberto Martinez. Það virðist vera meira en lítið spunnið í þann litla mann.
Bósi says
No MoyseOut# (not yet).
Ég ætla að halda mig við það sem ég hef áður sagt, að ég ætla gefa DM út tímabilið áður en einhverjir sleggjudómar fá að falla. Það er það minnsta sem er hægt að gefa nýjum stjóra á Old Trafford (og nauðsynlegt).
Þó Sir Fergie sé farinn þá er þetta sami hópur og sama félag sem kom alltaf sterkara til baka eftir áramót, og með goðum kaupum i Januar, sem bæði styrkja hopinn getulega sem og andlegan kraft með bættum liðs styrk, hef ég enga trú á öðru en að liðið stígi upp á réttum tíma. Aðalatriðið er að vera með í öllum keppnum og ekki vera búinn að missa top liðin i PL of langt frammúr okkur.
Everton,Liverpool,Arsenal,Southampton öll þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa ekki nógu breiðan hóp til að keyra a fullu tempoi allt tímabilið.(kanski Arsenal).
Ákkurat þegar þessi lið þurfa smá hvild, verðum við bunir að bæta við okkur og finnum taktinn !! !
Januarglugginn
1-2 heimsklassa miðjumenn, einn sem getur sótt upp kantana og annan playmaker (Reus,Sneijder,Herrera).
Og einn heimsklassa varnarmann.
Nauðsynlegt að ná valdi a miðjunni, varnarlega og soknarlega, höfum ekki enþá fengið að sja hvað við getum fengið útur Rooney og RVP saman þarna uppi með alvöru miðju bakvið sig. Þá meina ég i fyrra líka….
#spyrjaaðleikslokum
#sáhlærbestsemsíðasthlær
GGMU