Það hlaut að koma að því. Ekki bara sannfærandi sigur heldur mörk frá þeim Danny Welbeck og Tom Cleverley sem hafa mikið verið gagnrýndir fyrir slakar frammistöður og þá sérstaklega Welbeck. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Darren Fletcher koma inná og fá 20 mínútur.
United stóð frammi fyrir því að mögulega tapa 3 leikjum í röð en það hefur bara tvisvar gerst í sögu úrvalsdeildarinnar (Bjössi við vitum að fótboltinn var ekki fundinn upp þá). United var nánast að spila 4-3-3 með Rooney sem framliggjandi miðjumann fyrir framan Cleverley og Giggs. Það var mjög mikill léttir að sjá Jones þar sem hann á heima á kostnað Ferdinand sem hefur alls ekki verið að gera góð mót hingað til. Hinn unga Januzaj er alltaf gaman að sjá í byrjunarliði og hann lýsti því yfir á dögunum að vilja að vera allt sitt líf hjá United. Einhverjir voru eflaust efins með þá ákvörðun að láta Welbeck byrja en það borgaði sig í dag, heldur betur.
Mörkin leiknum voru kannski ekki þau flottustu en guð minn góður hvað það var ánægjulegt að ekki bara að loksins kom mark heldur þrjú og frá mönnum sem veitti ekki af sjálfstraustinu sem fylgir því að skora. Lagleg fyrirgjöfin frá Rafael sem Januzaj skallaði í slá en var svo potað inn af Inga Birni Alberts Danny Welbeck. Seinna markið kom eftir fyrirgjöf frá Valencia og Welbeck afgreiddi boltann á sinn stað eins og sönnum potara sæmir. 2-0 eftir eftir 18 mínútna leik.
Tom Cleverley skoraði svo mark eftir sendingu frá Wayne Rooney en fagnið var mjög innilegt og greinilegt að markið skipti hann miklu máli. Mörk og tilþrif leiksins ásamt fagninu hans er hægt að sjá fyrir neðan í ‘Flott móment’ dálknum.
Maður leikins er Danny Welbeck (Jamm, þið lásuð rétt)
Flott móment
Lagleg hælsending frá Danny Welbeck til Antonio Valencia
Welbeck með sitt fyrra mark í leiknum
Tom Cleverley kemur United í 3:0
Fletcher og Young að ræða guð má vita hvað
————-
Byrjunarliðin eru komin í hús og stóru fréttirnar að Fletcher er mættur á bekkinn hjá United.
Annars lítur byrjunarlið United svona út:
De Gea
Rafael Jones Evans Evra
Valencia Cleverley Giggs Januzaj
Rooney Welbeck
Bekkur: Ferdinand, Lindegaard, Young, Fabio, Fletcher, Buttner, Zaha
Villa:
Guzan, Lowton, Clark, Baker, Luna, Westwood, El Ahmadi, Sylla, Albrighton, Agbonlahor, Benteke.
Bekkur: Steer, Bacuna, Weimann, Bowery, Gardner, Tonev, Kozak.
DMS says
Fínn leikur og vonandi hleypir þetta smá sjálfstrausti í menn. Gaman að sjá Cleverley skora eftir að hafa viðurkennt að hafa spilað undir getu undanfarið. Phil Jones var líka loksins spilað í sinni stöðu, mikið var maður feginn að sjá Rio á bekknum en ekki inn á vellinum í dag. Mér finnst líka vert að hrósa Rafael, þvílíkur munur á sóknarleiknum hægra megin þegar hann er í bakverðinum miðað við Smalling.
Kristjans says
Virkilega ánægjulegt að sjá Welbeck og Cleveley skora í dag. Sammála DMS hér að ofan, frábært að sjá Jones í sinni stöðu sem og að sjá Fletcher koma inn á.
Hefur Welbeck eitthvað spilað frammi á þessu tímabili fyrir utan fyrsta leikinn á tímabilinu gegn Swansea og svo aftur í dag? Viss um að hann verði betri og beittari ef hann fær tækifæri í þessari stöðu, fannst hann alveg getað skorað fleiri mörk í dag.
Hvernig er annars staðan varðandi meiðsli?
Eru Anderson, Smalling, Chicarito, Vidic, Nani, Kagawa og Fellaini allir meiddir?
Og vill einhver giska á hver þessi risakaup hafi átt að vera?
http://www.fotbolti.net/news/15-12-2013/david-moyes-vorum-nalaegt-thvi-ad-ganga-fra-risakaupum
Magnús Þór says
Kristjans skrifaði:
Ég ætla að giska á að það hafi verið Fabregas, því miðað við áhugann frá okkar mönnum þá hlýtur eitthvað að hafa komið hinum megin frá sem gaf tilefni til.
guðjón says
Sálfræðilega góður sigur. Ennþá stöndum við samt Arsenal, City, Liverpool og Chelsea langt að baki hvað varðar gott flæði í sóknarleiknum. Hjá okkur er hann afar stirður og tilviljunarkenndur.
Verðum að hirða 9 stig úr þeim þremur deildarleikjum sem eftir eru á árinu og það kæmi okkur þá í baráttuna um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Maður biður ekki um meira með þennan mannskap.
En … frábært að sjá Fletcher mættan aftur til leiks. Hans hefur verið sárt saknað í mjög langan tíma.
Gummi Halldórs says
Grjótharður Poolari hér. Til hamingju með endurkomu Darren Fletcher sem er búinn að eiga erfitt undanfarin ár. Ekki alltaf sá hæfileikaríkasti á vellinum en baráttuhundur sem öll lið þurfa. Vonandi eru veikindin að baki.
Sigurjón Arthur says
Takk fyrir þetta Gummi Halldórs og til hamingju með ykkar menn í dag :-)
@ Gummi Halldórs:
Hanni says
Mig langar að skjóta því að stjórnendum þessara síðu að það gæti verið gaman að fá opna umræðu um Keane vs. Ferguson deiluna. Var að horfa á Best of enemies (Keane vs. Viera) og þar sagði Keane nokkra hluti um Ferguson sem ég gapti yfir. Væri gaman að heyra hvað mönnum finnst um þetta mál.
KPE says
Fékk gæsahúð þegar ég sá Cleverly fagna. Sést greinilega að hann er með United hjarta.
Ívar Örn says
Magnús Þór skrifaði:
Ég giska á Bale
Ísak Agnarsson says
Hefði viljað fá Fabio fá tækifæri inná í stað Evra sem átti bara að fara útaf, eini sem var arfaslakur í liðinu.
Gríðarlega ánægður með allt sem þú nefnir í pistlinum nema er ósammála að mörkin hafi ekki verið falleg.
Skallinn hjá Januzaj eftir frábæra sendingu Valencia, seinna markið hjá Welbeck sem átti gríðarlega kraftmikið hlaup og var super-Welbeck move og Cleverley miðjumaðurinn með gott poaching.
Ánægður að sjá Fletcher og Zaha en eins og Schmeichel sagði þá þurfum við að taka til og segja bæ við Ferdinand,Evra og Young og fá nokkra unga inn. Vonandi verða Fletcher og Fellaini nóg fyrir sterka defensive miðju en ég hef trú á restinni af leikmönnunum.
Vona bara svo innilega að Fabio og Hernandez fái meiri tækifæri ásamt Zaha og Young hætti að fá tækifæri, fannst það eina kjánalega við leikinn.
Annars yndi :)
Eyjólfur says
Annar Púlari hér og ekki síður grjótharður en Gummi!
Flott frammistaða hjá ykkar mönnum og verðskuldaður sigur. Gaman að sjá miðjuna standa sína vakt, loksins. :)
Þvílíkt tímabil sem er að bruggast, ég man varla eftir öðru eins. Ef City og Chelsea fara virkilega að finna sig, verður topp 4 slagurinn algjör klikkun! Everton eru fáránlega góðir. Ég býst við sígandi lukku hjá Arsenal og Southampton og Newcastle verða aldrei nálægt þessum slag. En það skilur samt eftir a.m.k. 7 lið. Úff! :)