Eins og undanfarið var byrjunarliðið búið að leka til David McDonnell, blaðamanns á Daily Mirror, @DiscoMirror áður en nokkur annar birti það.
De Gea
Rafael Smalling Evans Evra
Cleverley Jones Anderson
Valencia Young
Welbeck
Varamenn: Johnstone, Hernandez, Nani, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha
Þegar þetta lið var birt var ekki laust við að ég óttaðist að þriggja manna miðjan yrði aðeins of neikvæð. Það kom í ljós að það reyndist nokkuð rétt og nákvæmlega ekki neitt gerðist í fyrri hálfleik, utan að dómarinn tók leikmenn útaf í 5 mínútur þegar hríðin var orðin svo þétt að hann sá ekki út úr augum. Reyndar hjálpar ekki að skýrsluhöfundur sofnaði yfir leiknum og svaf fram í seinni hálfleik. Moyes hefur líklega heyrt af þessu því hann kippti Anderson útaf og setti Hernandez inná. Það tók ekki langan tíma ða bera ávöxt. Ashley Young sem hafði verið jafn slakur og alltaf kom á blússandi ferð upp miðjuna, gaf á Hernandez og fékk boltann beint til baka og bombaði í netið utan teigs. Sørensen hafði fingur á boltanum en hefði eins getað verið að stoppa fallbyssukúlu. Gjörsamlega ótrúlegt mark úr ótrúlegri átt. Young fagnaði enda gríðarlega þessu fyrsta marki frá maí 2012, hvarf inn í stuðningsmannahópinn fyrir aftan markið og uppskar gult spjald fyrir.
United voru síðan mun betri eftir markið, fóru að spila mun betur. Young sýndi betur hvað hann gat með skemmtilegu skoti sem fór um 20m framhjá. Svona til að kóróna underlegheit þessa leiks átti hann síðan snyrtilega sendingu á Evra sem komst á auðan sjó í teignum og skoraði með frábæru bananaskoti.
Hápunktur þess sem eftir var þegar Fletcher kom loksins inná og fékk óð sér til heiðurs frá stuðningsmönnunum í gestastúkunni sem voru gjörsamlega frábærir í kvöld, héldu uppi stemming frá fyrstu til síðustu mínútu. Þeir sungu „If Fletcher scores, we’re on the pitch“ og fengu fyrir vikið óslitna línu vallarvarða fyrir framan sig. Fletcher skoraði þó ekki í leiknum, tók ekki ráðum stuðningsmanna sem hvöttu hann til að skjóta hvenær sem hann fékk boltann.
Þetta stefndi allt í leiðinlegasta leik vetrarins en tvö frábær mörk björguðu málum.
Tómas G says
Hvar er Fellaini? Er hann meiddur?
Held að þú hafir jinxað Flethcerinn
Valdi Á says
@ Tómas G:
Held að Fellaini sé meiddur í bakinu
Björn Friðgeir says
Það þarf að drífa Fellaini í þessa handaraðgerð svo því sé aflokið, tala nú ekki um ef einhver önnur meiðsli eru að halda honum frá.
ellioman says
Ef þetta er liðið í kvöld, þá er ég bara nokkuð spenntur að sjá hvernig þessi miðja mun standa sig.
Karl Garðars says
Ætlar maðurinn ekki að fara að setja þennan blessaða Young á haugana??
Hvað bara í ósköpunum er hann að smíða sem ég sé ekki???????????
DMS says
Fellaini er meiddur. Ég bjóst samt við að leikmenn á borð við Nani, Kagawa og Zaha myndu fá tækifæri í byrjunarliðinu í þessum leik.
Björn Friðgeir says
Moyes var í viðtali: Rooney er meiddur. Aðspurður sagðist Moyes vona að hann yrði leikfær fyrir jólatörnina.
Sæmundur says
Af hverju í fjandanum telur Moyes að við þurfum að spila alltaf einum færri þessa leiki?
Ég hef ekki séð Young eiga eina jákvæða sendingu, eitt gott hlaup með eða án bolta og ekki eitt einstakt skipti sem hann hefur unnið boltann í seinustu 5 leikjum. Maðurinn er svo agalega hræðilegur að hann kæmist ekki að í 3ju deild hérna á klakanum.
FFS, seldu hann í jan eða gefðu hann, bara ekki láta hann spila.
Ísak Agnarsson says
Allur þessi bekkur ætti nú að vera inná for crying out loud, vá..
Young ætti að vera að brillera í reserves, Evra og Young eiga bara ekki að vera þarna…
Runólfur says
Viðurkenni að Moyes fer í mínar fínustu núna. Búttner, Fabio og Zaha eiga allir að byrja þennan leik. Punktur. Og í raun Lindegaard líka.
Þetta er f*cking deildarbikarinn.
Sæmundur says
@ Sæmundur:
Afsakið, en á 56 mín þessa leiks gerðist hið ótrúlega.
Ashley Young átti sendingu sem rataði á samherja og það var meira að segja á vallarhelmingi andstæðinganna. Eftir 3 hornspyrnur og 2 aukaspyrnur sem hann hafði tekið, þá kom þessi ótrúlega sending á samherja loks úti á vellinum og það sem var ótrúlegast, þá var boltinn meira að segja rúllandi þegar hann átti sendinguna.
Kannski er enn möguleiki að hann eigi aðra sendingu í leiknum í dag?
Björn Friðgeir says
Ashley ‘blautur sokkur’ Young.
Sæmundur says
@ Sæmundur:
Og um leið og ég set þetta inn skorar kallinn :)
Ætli ég hafi haft þessi áhrif?
Karl Garðars says
FFS!!!
Grímur says
Maður veit varla hvort þetta mark sé gott eða slæmt…nú á Moyes eftir að gefa Young fleiri óverðskulduð tækifæri en á móti kemur þá gæti Young dottið í gírinn við þetta mark, þ.e.a.s ef hann hefur einhvern annan gír.
Ísak Agnarsson says
Hahahah einu gaurarnir sem ég vildi EKKI hafa í liðinu troða báðir sokk uppí mig.
Ánægður með þennan leik nema fleiri áttu að fá tækifæri!
En koma tímar, allavega frábærir 2 seinustu leikir.
Siggi Tomm says
Tómas G skrifaði:
Fellaini búin að spila með Everton í þessum bikar þannig…..
Karl Garðars says
En í það heila ágætis leikur. Það sem ég held að Phil Jones eigi eftir að eiga þessa deild eftir 2 ár!! Það er örugglega algjörlega galómögulegt að spila á móti þessum manni. Hann er plain óþolandi :)
Mér fannst Clev líka mjög fínn og Valencia átti ágætis rispur. Vörnin var nokkuð solid og Welbeck ágætur. Það sem ég hjó mest eftir var að leikurinn breyttist til mikilla muna þegar litla baunin kom inná. Hann er alveg magnaður framherji, vinnusamur og bókstaflega sogar til sín varnarmenn. Mér fannst fyrst þá opnast möguleikar fyrir hina leikmennina sem varð raunin og tvö glæsileg mörk litu dagsins ljós.
Önnur pæling, Anderson er kannski helst til digur og örlítið mistækur en hann má eiga það skuldlaust að tuðran fer í flestum tilvikum fram á við þegar hann kemur nálægt spilinu hvort sem hann fer sjálfur með hann eða sendir hann.
Góður sigur og ágætis dráttur i undanúrslitum. Ég vil þakka Young fyrir að útdeila blautum sokkum í okkur efasemdarmennina, þetta var mátulegt á okkur.
GGMU
Erna Martinsdóttir says
Góður sigur.
Gott að halda markinu hreinu.
Áfram Man. Utd.
Ísak Agnarsson says
Já sammála, Anderson er mjög sóknarsinnaður og fái hann meira confidence og mögulega nær að develope-a spil með Kagawa, þá erum við að tala saman :)