Búinn að vera velta fyrir mér hvernig það væri best að byrja þessa skýrslu. Kannski bara með einni spurningu. Er þetta versta byrjun á fótboltaleik hjá United allra tíma? Örugglega ekki en það er amk erfitt að muna eftir jafn skelfilegri byrjun á fótboltaleik fyrir okkar menn.
Moyes stillti liðinu svona upp:
De Gea
Rafael Evans Smalling Evra
Valencie Fletcher Cleverley Young
Rooney Welbeck
Á þriðju mínútu fékk Hull ranglega dæmda hornspyrnu og eftir afspyrnu slæma vörn United lenti boltinn hjá fyrrerandi varnarmanni United, James Chester, sem var galopinn fyrir framan markið og hamraði honum í netið. (GIF).
Skelfileg byrjun en núna sá maður ekkert annað en leikmenn United spýta í lófana og sækja. Það varð ekki raunin. Á þrettándu mínútu komast Hull menn í sókn og eftir mikinn darraðadans í teignum ná Hull menn skoti sem Evans potar löppinni í og kemst framhjá De Gea og inn í netið. Skelfileg vörn hjá okkar mönnum, tvö núll undir og það gegn liði sem aðeins hefur fengið þrjú mörk á sig á KC Stadium á þessum tímabili.
Svo til að gera hlutina enn verri þá meiðist Rafael stuttu eftir þetta sem þýddi að Januzaj var skipt inn á fyrir hann og fékk Valencia það hlutverk að vera hægri bakvörður liðsins.
Semsagt, skeeeelfileg byrjun en hlutirnir fóru sem betur fer upp á við eftir þetta.
Á 19′ mín vinnur Januzaj aukaspyrnu hægra megin rétt fyrir utan vítateig Hull. Rooney tekur aukaspyrnuna og lendir boltinn á höfði Smalling sem kemur honum inn (GIF). 1-2 fyrir Hull eftir 19 mínútur. The fighback is on! United var svo með nokkrar stórsóknir eftir þetta en McGregor í marki Hull varði glæsilega oft á tíðum.
26′ mín kemur Welbeck boltanum til Rooney fyrir utan teig. Hann tekur á móti boltanum og á þessa stórglæsilegu spyrnu sem fær boltann til að enda í marki Hull. (GIF, VINE 1, Vine 2).
Það er ekkert grín að Moyes var að tala um að Rooney væri maðurinn til að drífa liðið áfram. Eftir 26 mínútur er hann búinn að gefa eina stoðsendingu (sú níunda í deildinni á þessu tímabili) og skora sitt níunda mark í deildinni (Númer 150 fyrir United). Fyrri hálfleikur endaði svo 2-2.
Það var ekki alveg sami kraftur í fyrri hluta seinni hálfleiks. Steve Bruce gerði tvær skiptingar strax í byrjun er hann tók út markmanninn McGregor og Meyler. Það verður svo ekki sagt að Moyes hafi gert varnarsinnaðar skiptingar í þessum leik. Fyrst að setja Januzaj inn fyrir Rafael og svo á 60′ mín er Fletcher skipt út (fínar 60 mínútur hjá honum) og inn kemur Javier Hernandez.
Sex mínútum síðar skorar Jimmy Chester stórglæsilegt sjálfsmark. Young með sendingu inn í teig sem stefndi beint á kollinn hans Rooney en Chester bjargaði svona frábærlega er hann skallaði boltann beint í sitt eigið net. 2-3 fyrir United (GIF)
Síðasta skipting Moyes kom á 78′ mín er Carrick (Jeij, hann er kominn aftur) kemur inn fyrir Young. Young með fínan leik í dag sem er frábært fyrir okkur. Klárlega einn af óvinsælli leikmönnum United en þegar Young er í góðu formi þá er hann stórhættulegur sóknarmaður sem við þurfum vel á halda.
Leikmenn liðsins vægat sagt virkilega pirraðir út í dómara leiksins. Rooney fékk gult fyrir munnbrúk og á 91′ mínútu lætur Valencia skapið taka yfir og fær sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu í reiði. Sem þýddi það að United voru manni færri síðustu 2-3 mínútur leiksins. Leikmenn Hull voru í stórsókn síðustu mínúturnar. De Gea gerði skelfileg mistök er hann reyndi að kýla boltann í burtu en endaði með að gefa þeim hættulegt færi. Hann hinsvegar bætti upp fyrir þau mistök er Hull komumst í sannkallað dauðafæri, einn á móti markmanni en De Gea varði meistaralega í horn. Og þar við sat, United sigraði Hull með þremur mörkum gegn tveimur.
Maður leiksins?
Auðvelt, herra Wayne Rooney. Ekki fullkominn leikur hjá honum í dag en stoðsending, mark og að taka stjórnina á miðjunni í seinni hálfleik er svo sannarlega nóg. Hann er búinn að vera hreint útsagt stórkostlegur fyrir United á þessum tímabili. Hvar værum við án Rooney á þessu tímabili?
Það jákvæða
- Baráttusigur eftir hræðilega byrjun
- Rooney að spila frábærlega
- Sextíu mínútur fyrir Fletcher
- Fimmti sigurleikur United í röð í öllum keppnum
- Tíundi sigurleikur United í röð á ‘Boxing day’
- United komið upp í sjötta sæti með 31 stig, jafnir Spurs og Newcastle sem eiga leik til góða
Það neikvæða
- Jones hnémeiðsli, frá í 2 vikur
- Rafael meiddur
- Varnarvinna dagsins
Tilvitnanir
Rooney
We didn’t start well today and when it got to 2-0 [dpwn] we knew that we were going to have to dig deep and show our fighting spirit, We had to come back quick and thankfully we got the two goals before half-time.[Hvort markið sem hann skoraði hafi verið eitt það besta á ferlinum] Probably, but I haven’t seen it back properly yet, it bounced nicely for me and I had a go. It was a big goal for us at an important time in the game. Once we got the third goal we tried to kill the game off [with another]. That didn’t happen. But it’s a great result for us today. We are starting to show some real quality now, We’re having a go and we’re fighting for each other. We’re ready for the challenge and hopefully we can surprise a few people.”
Kristjans says
Eru menn timbraðir eftir jólapartýið?
Jóhann says
Reka þetta helvítis þjálvaragerpi mætti halda að hann væri með grautapott sem hann hrærði í fyrir hvern leik til að velja menn til að spila reka hann reka hann reka hann reka hann.
Ísak Agnarsson says
Jóhann þú mátt líka halda með Man City, við styðjum við Moyes eins og Ferguson bað um.
Jóhann says
Vorum með þjælvara sem vissi hvað hann var að géra enn þessi er eins og haus laus hæna
Grimzli says
Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Moyes að menn skuli meiðast hvað eftir annað í þessu liði. Varla hægt að kenna læknateyminu um það heldur spyr maður sig hvort að menn hafi verið í það lélegu formi fyrir leiktíðina að þeir séu ekki að höndla þau erfiðu æfingaprógrömm sem Moyes leggur upp með?
jonny says
strákar slakiði aðeins á maður ekki skíta í ykkur,,, phil jones og vanpersie eru bunir að vera meiddir svona 70% af ferli sínum þetta eru bara leikmenn sem eru injury prone sem er þreytt ,, bara umingjar
Gjemli says
Frábærum leik lokið, ekta united comeback og við skulum ekkert vera að plata okkur með að segja að svona hlutir gerðust aldrei á Fergie tímanum. Málið er að hluti af því hve við höfum verið sigursælir í gegnum tíðina er einmitt vegna þess að við höfum unnið svona leiki, komið aftur og barist til sigurs. Jafnvel þó svo að það hafi kannski alltaf verið „fallegt“ eða „öruggt“. ;)
DMS says
Menn töluðu einnig um öll þessi meiðsli þegar Ferguson var við völd. Þá hinsvegar efuðust fáir um ágæti æfinganna. Það er ekki eins og við séum að lenda í miklum meiðslum í fyrsta skipti á álagstímum. Eru menn virkilega svona fljótir að gleyma? Margir af þessum mönnum sem eru að hellast úr lestinni eru líka meiðslagjarnir og hafa verið í langan tíma – löngu fyrir tíma Moyes.
Góður baráttusigur í dag og gríðarlega mikilvæg 3 stig í hús. Mér fannst við pínu óheppnir að vera allt í einu 2 mörkum undir strax í upphafi. Fyrra mark Hull kemur eftir hornspyrnu sem hefði aldrei átt að dæma. Eitthvað hefði því nú verið flaggað á 433.is og fotbolti.net ef því hefði verið öfugt farið. En jæja, dekkningin í hornspyrnunni var hinsvegar arfaslök. Mér sýndist Evra missa af sínum manni. Svo seinna mark Hull var pínu óheppni og klaufaskapur í senn. Tvö prumpuskot frá Hull og Evans hefði betur sleppt því að reyna að pota í knöttinn, en stundum er erfitt að stjórna viðbragðinu. En Hull menn gáfu okkur svo eitt mark til baka í lokin þannig að ég kvarta ekki.
Ég veit ekki með ykkur en ég myndi bjóða L. Baines velkominn í janúar. Mér finnst Evra vera orðinn of mistækur varnarlega. Baines myndi vonandi bjóða okkur upp á meiri stöðugleika og frábærar fyrirgjafir. Luke Shaw er einnig spennandi kostur.
Hvað varðar leikinn í dag þá get ég alveg viðurkennt að í stöðunni 2-0 leið manni virkilega illa og sú hugsun slæðist alltaf upp hjá manni að réttast væri að reka þjálfarann þegar reiðin kraumar hvað mest. En hvað kæmi í staðinn? Hefur það eitthvað upp á sig að reka stjórann á miðju seasoni? Hver tekur við tímabundið? Steve Round eða P. Neville? Hvaða menn eru á lausu?
Nei í flestum tilfellum þegar maður róast aðeins þá er það langt í frá skynsamlegur kostur. Hvernig sem þetta tímabil mun fara þá á Moyes að fá tíma til að klára verkefnið og fá tækifæri til að fá til sín þá menn sem hann vantar til að styrkja hópinn. Ed Woodward er vonandi í kennslu hjá David Gill og verður tilbúnari í verkefnið næsta sumar, fingers crossed.
Hrós dagsins fer til Rooney fyrir að halda áfram að leggja upp og toppaði það svo með marki í dag. De Gea fær einnig hrós fyrir að bjarga okkur í lokin. En það er ljóst að hægri bakvarðarstaðan verður pínu vandræðastaða á næstunni. Rafael væntanlega frá vegna meiðsla, Valencia dettur í bann. Spurning hvort að Fabio fái ekki bara tækifærið. Ég vil helst halda Smalling í sinni stöðu, miðverðinum, því hann er steingeldur sóknarlega sem hægri bakvörður.
Koma svo, höldum trúnni. Við erum að hala inn stig núna sem er jákvætt. Svo er bara að vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum og þá nálgumst við toppliðin hægt og bítandi. Gleymum því ekki að staðan var erfið í dag, sérstaklega eftir brösulega byrjun. Hull hafa verið geysilega sterkir varnarlega á heimavelli þannig að þetta er ágætis afrek. Ekki svo langt síðan að þeir sigruðu Liverpool. Það eru engir auðveldir leikir eftir í ensku deildinni, það er bara þannig. Það þarf að hafa fyrir þessum stigum.
Kristjans says
Virkilega vel gert að ná í 3 stig í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Horfði á leikinn á SKY og í byrjun seinni hálfleiks kom fram að Utd liðið hefði bara komið á völlinn um það bil klukkutíma fyrir leik, lentu víst í umferðarteppu. Hefur án efa sett strik í reikninginn.
Ekki spurning um að Fabio eigi að spila sem hægri bakvörður ef Rafael verður meiddur gegn Norwich. Liðinu virðist vegna betur með „alvöru/natural“ bakvörð innanborðs.
Smalling og Jones eiga að spila sem miðverðir, eru frábærir þar!
Hvernig er annars meiðslalistinn hjá okkur? Er Nani meiddur núna?
Januzaj og Young á köntunum i næsta leik þar sem Valencia er í banni?
Og veit einhver hvar maður sér stöðuna varðandi spjöldin? Januzaj er einu spjaldi frá banni eftir að hafa fengið gult í dag.
Friðrik says
Ég fékk hnút í magann í hvert skipti sem Hull fékk hornspyrnur, ótrúlegt að menn geta aldrei mennina sína í hornspyrnum. Ég hafði samt einhvernveginn enga tilfinningu fyrir því að við myndum tapa þessum leik þegar Hull var 2-0 yfir. Um leið og Smalling skoraði 1-2 þá grunaði mig nú að þetta myndi fara 2-3. Þannig er það bara hjá United.
Arnar Freyr says
Mér finnst skrítið að enginn minnist á Welbeck. Frábær vinnuhestur og duglegur að bjóða sig á móti boltanum. Rooney er klárlega að hafa áhrif á hann. Ég var ekki en er klárlega í #teamwelbeck eftir frammistöðu hans í einustu leikjum.
Grimzli says
Fínasti leikur hjá United í dag ef frátaldar eru fyrstu og síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Rooney án efa maður leiksins og maður í raun getur ekki ímyndað sér hvar United væri statt á töflunni í dag ef hans nyti ekki við! Það er þó alltaf eitthvað sem betur má fara og ég tók til nokkra punkta sem mér finnst að finna
þurfi lausn á til framtíðar þótt ágætlega hafi gengið í síðustu leikjum.
Það er alveg greinilegt af leikjum okkar í vetur og þeim meiðslum sem við höfum lent í að United vantar klárlega einhvern sterkan bakvörð, þá helst vinstra megin. Rafael er flottur hægra megin þegar hann er heill en það er bara stundum eins og Evra sé kominn frá United í hausnum og gerir þarafleiðandi ein og ein klaufamistök sem geta orðið okkur dýr. Get lofað ykkur því að þetta er síðasta tímabil hans á Old Trafford. Baines er góður kostur en spurning hvort hann sé búinn að toppa? Að því leytinu til væru Luke Shaw eða Alex Sandro virkilega spennandi kostir.
Einnig finnst mér eins og United vanti einhverja sköpunargáfu á miðja miðjuna við hliðiná Carrick m.a. til þess að styðja við Rooney. Í rauninni einhvern sem getur fyllt í skarð meistara Scholes. Þótt Cleverley sé búinn að vera öflugur í undanförnum leikjum þá finnst mér hann ekki hafa þessa yfirsýn sem til þarf og ekki nógu áhættugjarn í sendingum, velur oftar en ekki öruggari kostinn. Lausnin á þessum vanda gæti verið Nick Powell! Ungur leikmaður, mjög efnilegur og nógu graður til þess að sækja fram völlinn og sýna hvað í sér býr ef hann fær tækifærið, enda búinn að vera frábær með Wigan í vetur. Vonandi að Moyes nái í hann og leyfi honum að fá tækifæri!
Varðandi athugasemdir mínar hér að ofan varðandi öll meiðslin sem hafa hrjáð okkar menn í vetur þá átti það nú að vera meiri gagnrýni á Ferguson heldur en á Moyes. Ég var í rauninni að velta því upp hvort að æfingarnar hjá Ferguson og félögum hafi verið orðnar of þægilegar fyrir leikmenn þannig að þegar Moyes kom og keyrði allt í gang, þá hafi menn bara ekki verið í standi til þess að þola slíka keyrslu. Jones og Persie eru vissulega meiðslagjarnir en það verður þó að viðurkennast að meiðslin hafa verið fleiri í ár heldur en undanfarin ár.
En, all in all, flottur sigur og vonandi tapa toppliðin stigum í dag!
GGMU
lampamaður says
þess má til gamans geta að ronney er annar maðurinn til að skora 150 deildar mörk fyrir sama félagið
Runólfur says
Held að menn geti gleymt því að Evra fari eftir tímabilið miðað við hvernig Moyes talar um hann á manutd.com Sama hvað mönnum finnst þá er Evra einn af mikilvægustu mönnunum í klefanum í þessu liði. Þann hluta fótboltans má ekki vanmeta. Evra hefur alltaf verið mjög sókndjarfur og mistækur varnarlega, ekki að ástæðulausu að Park var oft þarna fyrir framan hann í stóru leikjunum.
Að leiknum sjálfum, þá er stórkostlegt að sjá alvöru United comeback – og það gegn liði sem hafði bara fengið á sig 3 mörk á heimavelli í einhverjum 7-8 leikjum.
Að framtíðar vinstri bakverði United þá heitir hann Luke Shaw. Ef Evra verður áfram þá ætti að kaupa Shaw í sumar og lána hann síðan beint aftur til Southampton og leyfa honum að spila þar út næsta season. Svo tökum við hann eftir 2 ár. Það er minn draumur.
Og já allt þetta meiðsla tal er kjaftæði. Venjulega höfum við reyndar hrunið í meiðsli í mars-apríl en þau koma aðeins fyrr núna. Ótrúlegt hvað menn eru tilbúnir að setja mikið á Moyes en ekkert á Sir Alex.
Karl Garðars says
Hundleiðinlegt dómarakvikindi er engin afsökun en hefur áhrif á menn. Erfiður völlur og jólasteikin greinilega þung í maga. Menn byrjuðu algjörlega á hælunum og ég stóð mig að því að margathuga streymið því það var engu líkara en leikurinn væri á 1/2 hraða til að byrja með.
En frábært comeback og góð baráttumörk. Rooney var frábær og ég er orðinn verulega hræddur ef þeir fá hann ekki til að krota undir mjög fljótlega.
Björn Friðgeir says
Rooney er annar leikmaðurinn til að skora 150 mörk í Premier League. En fótboltinn byrjaði ekki árið 1992 þannig þetta er ekkert sérstök staðreynd. Hann á t.d. enn nokkuð í land að ná Bobby Charlton sem skoraði 199 mörk fyrir United!
Cantona no 7 says
Góður sigur og vonandi eru okkar menn komnir í gang.
Gleði jól og farsælt komandi ár.
G G M U
DMS says
Ef Rooney skrifar undir framlengingu þá er nokkuð ljóst að hann mun ná Sir Bobby Charlton. Hann þarf því að ákveða fljótlega hvort hann vilji vera United legend sem skilur spor sín eftir í ótrúlegri sögu klúbbsins, eða leita á önnur mið og glata því tækifæri.
Ég man eftir viðtali við Rio Ferdinand fyrir einhverjum árum þegar hann ræddi um hvernig yrði talað um sig sem knattspyrnumann hjá United eftir að ferlinum lyki. Hann vildi leggja allt sitt í að sú umræða yrði á jákvæðum nótum. Það er nokkuð ljóst að hann þarf að taka stóra ákvörðun í sumar og ákveða hvort sú umræða verði jákvæð eða neikvæð – hann þarf sennilega alfarið að snúa sér að öðru en fótbolta að mínu mati (sem hann virðist nú vera búinn að gera ansi mikið af utan vallar undanfarin ár).
Þetta er eitthvað sem Rooney gæti haft til hliðsjónar þegar hann tekur sína ákvörðun. Framlengja og ganga úr skugga um að umræðan um sig hjá United verði jákvæð eftir að ferlinum lýkur, eða taka sénsinn og leita annað (Chelsea) og þurfa að byggja upp tengsl við nýja stuðningsmenn. Fernando Torres einhver?