Klukkutíma fyrir leik kom í ljós að Wayne Rooney hafði orðið eftir heima í Manchester til að hvíla sig aðeins og ná sér af smá nárameiðslum. Liðið leit því svona út.
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Young Giggs Kagawa
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Welbeck, Fabio, Fletcher, Zaha, Januzaj.
United byrjuð leikinn vel og voru mikið meira með boltann. Spilamennskan var góð og Kagawa og Giggs voru að skipta nokkuð oft um stöður. Þeir sköpuðu þó engin afgerandi færi heldur var það Norwich sem átti fyrsta slíkt eftir kortérs leik. Komust þá upp hægra megin og inn í teig. De Gea varði vel , boltinn fór út í teiginn en Norwich maðurinn þar náði ekki að leggja boltann fyrirsig þannig að ekkert meira varð úr því. Norwich pressaði vel í hvert skipti sem þeir voru með boltann og voru komnir með fjögur horn í leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.
Sóknir United skiluðu afskaplega litlu, langar sendingar fram á Hernández skiluðu engu og það var ekki fyrr en Michael Carrick dúndraði yfir á 37. mínútu að United átti marktilraun, en þá voru komnar 7 hjá Norwich, flestar reyndar beint á De Gea.
Þannig að fyrri hálfleikur var hreinlega skelfilega slakur. Það vantaði alveg að halda boltanum, miðjan var slök og færslan fram þegar United fékk boltann var slök. Á móti pressaði Norwich United alveg upp að teig, átti fínar sóknir og sem fyrr segir fullt af skotum. Slakasti maður United var án efa Patrice Evra sem hvað eftir annað hleypti sóknum framhjá sér.
Moyes var ekkert að taka þessu aðgerðalaus og Danny Welbeck kom inná í hálfleik fyrir Ryan Giggs. United komu svolítið sterkir inn eftir þetta og Ashley Young tók tvo fína spretti og á 57. mínútu kom svo Danny Welbeck United yfir. Hann sóti af harðfylgi upp völlinn, missti boltann aðeins of langt frá sér en gaf ekkert eftir, blokkaði hreinsunina og boltinn á Chicharito sem gaf í veg fyrir Welbeck sem fór upp, fram hjá Ruddy og setti boltann í netið. Gríðarlega vel gert!
https://twitter.com/BathAlex/status/416967324349251584
Welbeck this season 6 league goals. Chelsea strikers this season 5 league goals. #MUFC #CFC
— Marwan A. (@MarwanAhmed_KF) December 28, 2013
Eftir markið voru United áfram betri, en Norwich var aldrei langt frá því að detta í gírinn frá í fyrri hálfleik, þá fyrst og fremst þar sem miðjan var ekki nógu sterk, þó Welbeck hefði vissulega breytt þar miklu, vann gríðarlega vel í holunni og aftur. Januzaj kom inná fyrir Kagawa og undir lokin Fletcher fyrir Javier Hernandez. Undir lokin var United farið að halda boltanum til spila upp á tímann og sigurinn var að lokum innbyrtur.
Þetta hafðist sem sé en auðvelt var þetta ekki. Fyrri hálfleikur hrikalega kraftlaus og vantaði alla vinnslu. Welbeck breytti algerlega leiknum þegar hann kom inná, kom með það sem þurfti.
Ótrúlegt en satt þá erum við nú með bestan árangur á útivelli allra lliða. 20 stig úr 10 leikjum, Arsenal og Spurs koma næst með 19 stig úr níu leikjum. Það er ekkert grín að spila tvo útileiki á þrem dögum og sex stig úr þeim eru vel þegin þó það hafi verið gríðarlegt streð að innbyrða þau. Það verður seint sagt að þetta hafi verið fallegur fótbolti og ekki sannfærandi en við erum komnir í sjötta sætið. Framundan er Tottenham í síðdegisleiknum á nýársdag og þá verða vonandi bæði Rooney og Van Persie með, það gæti breytt einhverju, sem og verður Carrick vonandi kominn í betra form, var ekki góður í dag.
Ljúkum þessu á manni leiksins:
Hannes says
er ég sá eini sem finnst þetta gerast mjög oft að klukkutíma fyrir leik , BOOM Rooney ekki í hóp ?
Björn Friðgeir says
Nú man ég aldrei neitt svona, einhver annar sem getur tekið undir þetta?
Annars held ég að það sé nú akkúrat málið að ef á að hvíla Rooney þá sé nú alveg rétt að halda því leyndu eins lengi og hægt er.
ellioman says
Langt síðan við höfum séð Kagawa á vellinum. Koma so, eiga stórleik takk takk.
Einar says
Hættulegt, okkur skortir ansi marga góða menn. Þessi leikur verður að vinnast!
DMS says
Verð að viðurkenna að maður er pínu stressaður miðað við þetta byrjunarlið. Rooney hefur verið drifkrafturinn undanfarið. Sjáum hvað setur….
Karl Garðars says
Úfff sammála síðasta ræðumanni. Þetta leggst ekki vel í mig. Rooney er búinn að halda okkur á floti.
Einar says
Við bíðum bara eftir að fá mark á okkur – eins og við séum að verja stöðuna 0-0.
DMS says
Shit þetta er slæmt, mjög slæmt. Hreinlega bíð í ofvæni eftir að dómarinn flautar til leikhlés. Þetta getur vonandi ekki versnað í síðari hálfleik. Menn looka áhugalausir og eiginlega ráðvilltir inn á vellinum. Lítil hreyfing og engin hugmyndaauðgi. Evra lætur taka sig í ósmurt hvað eftir annað.
Nú þarf Moyes að taka upp hárþurrkuna….
Rúnar says
Af hverju fékk hernandez gult spjald??
Friðrik says
Þetta er hræðilegt að horfa á þetta , Norwich með 11 skot gegn 3 hjá okkur. Evra búin að missa manninn sinn innfyrir svona 4-5 sinnum. Ég hef ekki verið rosa hrifinn á þessu Baines tali en svona frammistaða hjá Evra skilur okkur eftir með enga valkosti. Ef það vantar Rooney eða RVP þá getur þetta lið ekkert skapað frammávið. Það þarf að styrkja hópinn strax í janúar, getum ekki alltaf stólað á Rooney og vera síðan með engin vopn á lofti þegar það vantar Rooney.
DMS says
Úff þetta var tæpt. Ég tek þessu hinsvegar fagnandi. Skítsama þótt sigurinn hafi verið „ljótur“, það sem skiptir máli eru 3 stigin og við erum að hala þau inn hægt og bítandi.
Welbeck á hrós skilið fyrir baráttuna sem skapaði markið. Kláraði færið líka eins og framherja sæmir.
Hjörtur says
Welbeck kom sá og sigraði í seinni hálfleik, var drikrafturinn í liðinu, og sá til þess að koma þremur stigum í höfn.
Einar says
3stig – vel gert Welbeck. Ljótt var það en sætur sigur
Ísak Agnarsson says
Ég er allavega þokkalega ánægður að Welbeck hatarar geta loksins farið að troða sokkum uppí sig.
Hann er að detta í gang þessi frábæri piltur, hann var allavega sá eini sem bjargaði okkur í þessum leik fyrir utan að Vidic og De Gea voru solid.
Gott að fá Carrick og Fletcher aftur.
Friðrik says
Chicharito því miður ekki góður, hentar best greinilega þegar hann kemur inná. Held að það sé ekkert svo vitlaus hugmynd að bjóða Chicharito + einhverjar milljónir í D.Costa hjá Athletico, held að þetta sé win win díll fyrir bæði lið, því að chicharito gæti ábyggilega slegið í gegn í spænsku deildinni.
Mc benz felgur says
#teamWelbeck eignaðist nyjan áðdáenda í dag
siggi utd maður says
Þegar Louis Saha var spurður að því í Soccer AM, hver væri besti „tacticsian“ manager sem hann hafði haft, svaraði hann David Moyes, ekki SAF.
Í dag átti DM virkilega sterkan leik hvað varðar taktík, þegar hann tók Giggs út og setti Welbeck inn á.
Ég ætla ekki að dæma Moyes fyrr en hann er búinn að kaupa allavega 4 leikmenn í byrjunarliðið, og losa sig við svona tvöfalt fleiri „farþega“
Sem kemur mér að næsta punkti, United þarf nauðsynlega að losa sig við nokkra leikmenn sem hafa einfaldlega ekki hungrið, löngunina eða trúnna til staðar fyrir svona umbreytingu sem á sér stað á OT þessa dagana. Menn eins og Patrice Evra og Rio Ferdinand (minn maður) eru einfaldlega búnir á því.
Kannski er Rio góður fyrir klefann, en Evra er eins áhuga- og metnaðarlaus og menn geta verið. Ég hef alltaf fílað hann, og hann hefur verið fyrirmyndarþjónn fyrir United, en svona menn eiga ekki að vera fyrirliðar. Hann er kærulaus, sérstaklega varnarlega og illa staðsettur oft á tíðum.
Ég vil minna menn þó samt á að þó að Liverpool séu með „besta“ leikmann í heimi, og hafa aldrei spilað jafngóðan fótbolta, að ef þeir tapa á móti Chelsea, þá munar bara tveimur stigum á þeim og á þessu „ömurlegaDavidMoyesdraslUnitedliði“.
ellioman says
@ siggi utd maður:
Hef einmitt hugsað út í þetta líka. Ef United hefði ekki verið svona hrikaleg slappt gegn Everton og Newcastle og unnið þá leiki, þá væri “ömurlegaDavidMoyesdraslUnitedliðið” í öðru sæti, einungis einu stigi frá „LiðinuMeðBestastaLeikmannahópAllraTímaÁEnglandi“. Sem sýnir okkur hvað United er ekkert langt frá því að vera meistaralið en sárvantar nokkrar skiptingar í leikmannahópnum til að komast þangað.
Einar H Þórðarson says
Óli Gunnar verður laus eftir árið.