Fyrsta helgin á nýju ári og þá er bara eitt sem er að gerast: Þriðja umferðin í ensku bikarkeppninni.
Sama hverjar breytingarnar hafa orðið á síðustu árum, það er fátt rómantískara við fótboltann en ap sjá neðri- og jafnvel utandeildarlið takast á við stóru strákana á þessum degi. Það hafa auðvitað verið sorglega fá óvænt úrslit hin síðari ár enda bilið breikkað, En þetta er helgin þegar allt er hægt, draumar rætast, miðlungsleikmenn fá sitt tækifæri til að skína á völlum sem þeir annars sjá í sjónvarpinu.
Þannig að það liggur auðvitað beint við að United taki á móti Swansea á morgun. Fyrir fimm árum hefði verið hægt að nota þennan inngang og fara í löngu máli yfir Swansea sem stórlið sem mætti muna sinn fífil fegurri og svo framvegis. En þetta er núna og liðið sem kemur í heimsókn er spútniklið síðustu ára og hefur komið sér þægilega fyrir í efstu deild.
Flottasti leikmaður Swansea er án efa Michu og hann verður fjarri á morgun, verður frá fram í febrúar. Markahrókurinn Wilfried Bony sem hefur átt erfitt þennan fyrsta vetur sinn´i ensku deildinni virðist hins vegar kominn á nokkuð skrið, skoraði tvö mörk gegn Manchester City á nýjársdag og það má reikna með Swansea sem erfiðum andstæðingum.
Meiðslavesen United heldur áfram. Wayne Rooney verður ekki með á morgun, aðrir eru enn meiddir og það er því ekki hægt að hrókera mikið.
De Gea
Smalling Evans Vidic Evra
Carrick Fletcher
Valencia Kagawa Januzaj
Welbeck
Þeir leikmenn sem koma til greina aðrir: Cleverley, Anderson, Smalling og Ferdinand (það má alveg afskrifa að Zaha og Fabio séu eitthvað að koma nálægt þessum leik). Ég sé hreinlega ekki að neinn þessara myndi bæta þetta lið. Eitt af því sem fáa sem myndi kæta mig á morgun er ef Jesse Lingard sem snúinn er til baka úr láni hjá Birmingham myndi vera á bekknum, en þar sem búast má við að hann verði aftur sendur út á lán gæti það haft slæm áhrif að bikarbinda hann þannig að sú von er veik.
Þetta verður erfiður leikur. United hefur síður en svo verið sannfærandi á Old Trafford og það er ekki hægt að segja að Swansea eigi að vera hrætt við þessa liðsuppstillingu. Ég vona að Danny Welbeck sjái um þetta, því það má alveg segjast að gott gengi í bikarnum geti gert mikið til að hressa liðið við á þessu tímabili.
Leikurinn hefst á tiltölulega óvenjulegum tíma, kl 16:30
Atli Már Magnússon says
var ekki verið að skrifa um að Ashley Young væri meiddur og yrði frá í einhvern tíma eftir biltuna sem hann fékk fra markverði tottenham , meiddist á öxl ?
Björn Friðgeir says
Jú. Mér tókst að renna yfir physioroom listann á þess að taka eftir því og þetta var hreinlega óskhyggja að setja hann þarna inn.
Liðið að ofan er semsé breytt, Var upphaflega Valencia í bakk og Young á kanti.
Það er eitt að vera með þrjá kantmenn sem eru allir að spila undir getu. Annað að vera með tvo kantmenn meidda (Nani verður frá í þó nokkrun tíma í viðbót) og einn sem er að spila undir getu. HFF.
Ísak Agnarsson says
Skiptir engu hvort Evra fái alltaf 3 í einkunn, hann á alltaf stað í liðinu.
Nice vinna, þegar þú þarft ekki að gera neitt..
Annars nice að sjá Fletcher og Kagawa í byrjunarliðinu :)
Ísak Agnarsson says
@ Björn Friðgeir:
Já það er alls ekki nógu gott, þá ætti Zaha og fleiri að fá sénsa, fyrst hann vill ekki kaupa neinn…
Ísak Agnarsson says
Dont get me wrong, ég er ekki bitur Man Utd fan, ég hef trú á Moyes en því miður með þetta lið þá er ekki Ferguson sem kann að squeeze their talent to max.
Moyes á vonandi eftir að læra það en þangað til þarf hann top contenders. Amk 1-2
Og eins og Schmeichel gamli sagði þá þarf að taka til !
Gummi says
Er leikurinn ekki sýndur á stöð 2 sport??
Björn Friðgeir says
@ Gummi: Ekki hugmynd! Einhver?
DMS says
Gummi skrifaði:
Jú hann er í beinni á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 16:20
http://www.stod2.is/framundan-i-beinni/
Núna fær Kagawa vonandi tækifærið í sinni kjörstöðu. Tími til kominn að grípa gæsina og sína sitt rétta andlit.
Einar H Þórðarson says
Það sem hefur verið að klikka er varnarleikur, sem er sá þáttur sem hefur verið okkar sterkasta hlið. Rio er útbrunninn, þessi líka varnarjaxl.
Dagbjört says
@ Gummi:
Jú hann verður sýndur á stöð 2 sport kl. 16:30.
Ilkay says
Væri gaman að sjá fletcher byrja, tek hann fram yfir cleverley alveg sama hvað. Moyes og co hljóta að leggja mikið uppúr þessari keppni þarsem annað er ekki í myndinni. Vona að fletchi setji eitt.
Runólfur says
Drauma uppstilling: De Gea, Fabio-Smalling-Evans-Búttner, Fletcher-Cleverley/Anderson, Januzaj-Kagawa-Zaha, Welbeck. Leyfa mönnum að spreyta sig og hvíla nokkra sem þurfa á því að halda.
Annars er líklegt byrjunarlið sama og er spáð.
Roy says
Er þetta djók. Þvílíkir andskotans trúðar í þessu helvítist liði. Büttner, Kagawa, Hernandez, Smalling, Cleverly eru allt menn sem kæmust ekki í Derby, og ekki minnast á þennan fjandans Fabio. Valencia er bara góður í því að hlaupa. Hann er ömulegur í öllu öðru. Maður er orðlaus yfri þessu rugli. Halda góðu possession allan leikinn en ekkert gerist. Þetta er ekki eðlilegt hvað þessir drengir eru á hælunum, allir saman. Þetta er mesta samansamn meðalmanna og ræfla sem fyrir finnst hjé ensku knattspyrnuliði. Hvað á þessi Kagawa að fá marga sénsa áður en hann ´sýnir svo ekki sé meira en sæmilegan leik ? Svo Hernandez, jesús minn.. Skoraði þetta mark en fékk nokkur færi. Hann er ömurlegur fótboltamaður…
Þetta lið er svo leiðinlegt að það hálfa væri nóg…