Moyes sendi út lið sem tók mið af meiðslum og því að við eigum undanúrslitaleik í deildarbikarnum eftir 49 klst.
Lindegaard
Smalling Evans Ferdinand Büttner
Valencia Cleverley Fletcher Kagawa
Hernandez Welbeck
Varamenn: De Gea, Fabio, Anderson, Carrick, Giggs, Zaha, Januzaj
Þetta gerðist svona: Swansea skoraði strax á 11. mínútu, Hernandez jafnaði fimm mínútum síðar. Eftir það gerðist nákvæmlega ekkert í leiknum fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Rio Ferdinand fór meiddur af velli og kæmi engum á óvart ef það væri í síðasta sinn sem við sæjum hann. Fabio fékk loksins tækifæri og var svo uppveðraður yfir því að innan við fimm mínútum síðar fékk hann rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á vallarhelmingi Swansea. Wilfried Bony sá svo um að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af leikjaálagi í bikarnum með að skalla boltann í netið á 90. mínútu.
Nokkar sundurlausar hugsanir.
- United hélt boltanum vel, Fletcher góður á miðjunni, en það sköpuðust engin færi, þetta var algerlega bitlaust.
- United er með fullt lið af ‘squad players’, leikmenn sem eru fínir til að styðja 4-5 heimsklassa spilara en gagnslausir annars.
- United var í fyrra með fimm heimsklassa spilara, Vidic er búinn, Carrick á síðasta snúning, Rooney og Van Persie meiddir, og De Gea getur engu bjargað með þessa vörn fyrir framan sig.
- Það er enginn leikmaður utan Rooney og De Gea að spila jafnvel og í fyrra, aukaleikmennirnir eru allir slakari.
- Það skiptir engu máli hvort Moyes segist ætla að kaupa eða kaupa ekki, við vitum ekkert hvað verið er að reyna bakvið tjöldin. Það er í raun og veru verra að segjast ætla að kaupa, og kaupa ekki. Enda ættu leikmannakaup að gerast bakvið tjöldin, ekki á blaðamannafundum.
- Moyes er að tapa almenningstengslastríðinu, hann er í erfiðri aðstöðu en virðist alveg ófær um að segja réttu hlutina og snúa þá álitinu aðeins í réttari áttir.
Bottomlæn:
Moyes verður ekki rekinn, Hann hættir ekki. Það er ekkert útilokað að við kaupum í janúarglugganum. Það er ekki alveg útlokað að við slefum fjórða sætið.
Næsti leikur er á þriðjudaginn og svo kemur Swansea aftur í heimsókn á laugardaginn, þá í deildinni. Þetta verður löng vika.
Karl Garðars says
Undarleg uppstilling..
Ívar Örn says
Undarleg en hugsanlega ágæt
Steini says
ég hefði haldið að þetta yrði 442 með kagawa á vinstri kanti
Ilkay says
Ætli þetta verði ekki frekar 442 (44-1-1).
Karl Garðars says
Ef swansea á miðjuna í þessum leik þá er ég hræddur um að þetta verði ansi erfitt.
jonny says
bara plzzzzzzzzzzzzzzzzzz ferdinand hættu eftir þetta tímabil bara fínt að fá hann af launaskrá og gera eitthvað annað er farinn að skammast mín fyrir að sja hann þarna!
Bosi says
Frabaert ad sja Fletcher stjorna midjunni
Jóhann says
Svo segist gerpið ekki kaupa leikmenn í janúar er að skíta upp á bak.
Atli says
Vel gert Fabio!
Emil says
Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð með þessa innkomu Fabio!
Einar H Þórðarson says
@ Emil:
Keane says
Til hamingju moyes! Og þið sem ætlið að kenna fabio um þetta, hugsið aðeins og haldið kjafti. Moyes liðar hljóta að vera sáttir, meðalmennskan og neikvæðnin heldur áfram, lítið jákvætt í hans vinnubrögðum!
Ingvar says
2 atriði sem eru mér efst í huga eftir þennan leik.
1. Mikið hlýtur Rio greyinu að líða illa með að verða orði svona lélegur í fótbolta og ekki búinn að leggja skónna á hilluna. Var ekkert yfir mig sorgmæddur þegar hann þurfti að fara af velli.
2. Vona að allir þið Fabio lovers hafi fengið úr-onum þegar þið fenguð loksins að sjá hann í þessar frábæru 5 mínútur í dag. Svona á að nýta sjensinn.
Það eru álög yfir liðinu. Ekkert sjálfstraust. Svo virtist liðið vera sprungið í seinni hálfleik. Eftir rauða spjaldið þá vildi ég frekar að Swansea myndi skora en að þurfa spila annan leik. Fannst það skárra.
Hannes says
Hvaða leikmenn í sem byrjuðu í dag kæmust í byrjunarlið Arsenal , Chelsea að City ?? Enginn. Liðið er ekki gott og ekkert sem moyes getur gert við því, jú bíddu aðeins , hann getur verslað nuna í janúar og gefið sér einhverja smá von um að ná 4 sæti því ef þetta lið nær ekki meistaradeildarsæti , hvernig í fjandanum ætlar þá Moyes að reyna lokka til sín heimsklassa leikmenn næsta sumar ? Hann mun ekki geta boðið þeim meistaradeildarsæti og flestir heimsklassa leikmenn væru þar með að taka 2-3 skref niðurávið ef þeir myndi koma nema moyes finna einhverja nobodys en hef ekki mikla trú á því. Ef að þessar skítaniðurstöður fá ekki moyes til að versla einhvad í jan þá þarf hann fara strax og Ferguson tekur við út tímabilið og reynir að bjarga einhverju úr þessum brunarústum, þetta væri draumur en þetta er eina staðan sem ég sé ef Man Utd á að ná meistaradeildarsæti. Helst vill ég sjá að Moyes segi upp , Ferguson tekur við og klárar tímabilið og Jurgen Klopp verður ráðinn næsta sumar, hann er nokkurnveginn kominn á leiðarenda með Dortmund, Bayern að kaupa alla bestu leikmennina þeirra. Hann myndi síðan taka Reus með sér og fá Kagawa til að brillera eins og hann gerði hjá Dortmund. Þetta væri draumur, en því miður sé ég þetta ekki gerast.
Keane says
Er til fabio lover herra ingvar? Hann hefur nefnilega ekki sést á velli! Fær loksins séns og reynir að sýna smá eldmóð. Moyes ber alla ábyrgð!
Ingvar says
@ Keane:
Já „herra“ keane þá eru ótrúlega margir hérna sem eru búnir að bíða svo lengi eftir að hann féngi að spila. Er ekkert að kenna honum um þetta tap en hann sýndi það þessar 5 mínútur að það er vel skiljanlegt af hverju hann hefur ekki spilað. Það er mikill munur á því að koma inná með eldmóð eða koma inná eins og algjör djöfulsins hálfviti.
Keane says
Frumlegur..
Bambo says
Ég hef ekki skrifað hérna inná lengi, enda oft verið ansi pirraður og ekki haft erindi inná internetið á þeim tímum. Sem mér finnst fleyri inná þessari síðu mættu taka sér til fyrirmyndar.
Þetta tímabil er búið að vera í lakari kantinum, við sitjum í 7 sæti í deild, 11 stigum á eftir toppliðinu Arsenal, 5 stigum frá meistaradeildarsæti . Við komumst áfram í meistaradeildinni og mætum þar Olympiacos, við vorum að enda út á móti Swansea í FA cup og erum að fara að keppa við Sunderland í undanúrslitum í CC.
Semsagt alls ekki ásættanlegt tímabil, fyrir utan að við erum enn inní CL.
Núna held ég að ég hafi séð alla 38 leiki okkar á síðasta tímabili í deildinni og er búinn að sjá flesta leiki okkar á þessu tímabili og ég verð að segja að ég sé lítinn mun á spilamennsku okkar manna þessi 2 ár burt séð frá þjálfaraskiptunum. Við vorum slakir í mörgum leikjum í fyrra, en kláruðum þá samt. RVP var nánast einn í því að halda okkur í top 10 fram að desember það tímabil, og með hans framlagi og þessum „winner factor“ sem er í leikmönnum manchester united (sama hvað þeir heita) skiluðu okkur englandsmeistaratitlinum í fyrra.
Núna er nýr stjóri, nánast sömu leikmenn og mjög svipuð spilamennska en það vantar herslumuninn, mér finnst ósanngarnt að vera að tala um að Moyes sé að draga Manchester United niður, hann er kannski frekar að sýna þeirra rétta andlit. Hitt er annað mál hvort að hann sé maðurinn í að breyta þessu liði í Englandsmeistara á næstu árum og hvort yfir höfuð hann sé rétti maðurinn í að stjórna þessum sögufræga klúbbi. En hann hefur mátt þola ósanngarna gagnrýni í vetur þegar menn bera árangurinn í fyrra saman við árangurinn sem hann hefur (ekki) náð í vetur. Heppnin hefur einfaldlega ekki verið með okkur.
En núna eru 18 leikir, einn janúargluggi og allt stolt leimanna Manchester United undir, ég hef trú, þrátt fyrir þessi úrslit í dag að við munum rétta úr kútnum og sigla inní top 4 nokkuð þægilega. Hvort það þurfi stjörnu-janúar signing eða bara að berja leikmenn okkar saman þá mun það gerast og við munum klára þetta tímabil með sæmt og ætla ég að vona að moyes muni sýna okkur út þetta tímabil á því næsta afhverju hann var fenginn sem stjóri stærsta fótboltaklúbbs á Englandi.
guðjón says
Moyes og leikmenninrir passa ekki saman. Annaðhvort að skipta um stjóra eða lið. Sama hvor leiðin verður farin þá þarf samt að kaupa nokkra heimsklassa leikmenn til að koma hlutunum aftur af stað. Í liðinu í dag var enginn leikmaður sem á erindi í topplið – allt meðalmennskuspilarar og þaðan af lélegri. Ferguson hlýtur að hafa dáleitt þessa gaura í fyrra til að geta kreist eitthvað út úr þeim.
Elvar Örn Unnþórsson says
Ingvar skrifaði:
*Rétti upp hönd*
Mikið djöfull var maður dapur þegar hann gerði þessa tæklingu og fékk rauða spjaldið.
Sævar says
Djöfull nenni ég ekki þessu man utd liði. ef moyes segir ekki upp á morgunn er hann pottþétt með heilablæðingu og er farinn að missa minnið og vitið. Hvar er stjórn félagsinns. er hún kannski öll stödd í sýrlandi þar sem er hvorki sjónvarp né útvarp og þeir sjá ekki heimsveldið hrynja til grunna.Stærstu mistök ferguson á ferlinum var að mæla með þessum vanvita sem aldrei hefur unnið neitt. efast um að hann hafi unnið konuna sína í olsen olsen
DMS says
Ég held að við verðum að henda um 100 milljónum punda í liðið næsta sumar. Ég veit ekki hversu mikið er í boði núna á miðju seasoni. Það þarf að styrkja liðið verulega á miðsvæðinu, bakvarðarstöðuna og jafnvel miðvörðinn líka að því gefnu að Rio hættir í sumar og Vidic fer fljótlega að detta á aldur líka.
Við ættum að geta það. Ronaldo peningunum, hefur í raun aldrei verið eytt þannig séð (nema bara upp í skuldir þá). Ef eyðsla United er skoðuð þá höfum við ekki verið að eyða miklu á hverju seasoni ef sölur á leikmönnum eru teknar með í reikninginn á móti kaupunum. David Gill og Ferguson voru alltaf harðir á því að þessi peningur væri til og væri inn á bankabók sem væri tiltæk. Hinsvegar er skoska nískan engin gróusaga, það er alveg á hreinu að Fergie hafði sitt prinsipp þegar kom að því að signa leikmenn á stórar fjárhæðir. En svo var hann pínu gambler líka í eðli sínu, samanber Bebe kaupin. Svo veit maður ekki hvað mikið af þessu er satt. Er virkilega til peningur eða er það bara það sem Glazer vill að við höldum?
Ég veit ekki hvort það gagnist okkur að reka stjórann á miðju seasoni, sérstaklega þegar það virðist enginn annar vera tiltækur í augnablikinu. Ef stjórnin og eigendurnir myndu taka þá skyndiákvörðun að reka Moyes t.d. núna, þá myndi væntanlega Steve Round taka við til bráðabirgða með P.Neville sem sidekick. Er það eitthvað skárra? Ég held við verðum bara að bíta í skjaldarrendur og vonast eftir að liðið slefi í meistaradeildarsæti á þessu seasoni. Krossa svo fingur í sumar og leyfa Moyes að styrkja liðið og hreinsa út það sem þarf að hreinsa.
Menn fara vonandi að skila sér úr meiðslum. Hugarfar leikmanna skiptir svo ótrúlega miklu máli og það sést greinilega núna. Ferguson var með þann eiginlega að geta smitað alla af sínu hugarfari, hugarfari sigurvegarans. Pressan á Moyes er gríðarleg. Ég veit ekki alveg hvort hann er að höndla þetta allt saman í augnablikinu, miðað við viðtölin í fjölmiðlum finnst mér hann ekkert alltof confident.
Dolli says
Maður er bara hundfúll, að það skuli gerast trekk oní trekk að liðið tapi á heimavelli, og það fyrir liðum sem maður taldist til að væru mörgum stöllum neðar en Utd. En tilfellið er að Utd er barasta kominn í þennan hóp liða, sem hafa verið að verma neðri hluta deildarinnar. Ég held enn og aftur að það hafi verið herfileg mistök að ráða mann sem stjóra, sem hefur bókstaflega aldrei sínt neina getu til að koma liði í efri hluta deildarinnar. Ég er handviss um að Chelsea, Arsenal, City, eða e.h. af öðrum stærri liðum hefðu aldrei ráðið þennan mann sem stjóra. Og að láta allt teymið sem Ferguson hafði fara, og fá teymið hans Moyes með honum, var gjörsamlega útúr korti að mínu mati. En það sem ég sá af þessum leik, þá átti Svansea fyllilega skylið að vinna hann.
Gummi Kr says
Að horfa á þennan leik í dag var eins og allir aðrir leikir á tímabilinu lið með menn sem nenna þessu ekki og bera enga virðingu fyrir stjóranum sem stendur á hliðarlínunni og veit ekkert hvað hann er að gera! maðurinn er engan veginn klár í þetta starf og segir svo eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum „við vorum óheppnir“ þvílíkur trúður sem hann er. Að einn stæesti klúbbur í heimi skuli sætta sig við þetta.
Sveinn says
Veskið er tómt og 100M£ er ekki nægilega há fjárhæð til þess að fjármagna kaup í allar þær stöður sem þarf að stoppa í.
Ferguson er sekur um stærsta fótbolta „frame“ sögunnar að spila liðinu þar til að það er komið á endastö og þarfnast endurnýjunar. Vera svo með svo til rússneska ráðningu á eftirmanni og láta hann taka sökina.
Skipstjórinn sigldi sofandi að feigðarósi en gapir svo í fjölmiðlum að tímasetningin hafi verið rétt og hópurinn góður annað hefur komið í ljós tímasetningin var ekki góð a.m.k. ekki fyrir klúbbinn það er að koma í ljós núna.
Snobb says
Það þarf virkilega að reka kallinn og það sem fyrst ..
þetta er orðið mun vandræðalegra en Roy Hodgson hjá Liverpool …. man hvað ég sagði oft til að „hugga“ púllaravini mína: Þið verðið að gefa honum tíma
Það var nú bara sagt í gríni þó ég hafi auðvitað vonað að hann fengi eins langan tíma og þyrfti til að eyðileggja þann klúbb fyrir fullt og allt
Staðan hjá okkur er álíka núna (menn sem hata ManUtd tala um að það þurfi að gefa honum tíma, eitthvað sem alvöru stuðningsmanni myndi aldrei detta í hug að láta út úr sér)…….. sé ekki að við séum að fara að ná í meistaradeild á næsta ári nema kallinn fjúki. ef við komumst ekki þangað verður ekki mikið hægt að kaupa af heimsklassa mönnum … því fáir myndu vilja koma og fjárstreymið mun minna.. svo gætum við misst menn .. Rooney er t.d. ekki að fara að skrifa undir ef þetta klikkar
Nú þarf einhvern með píku (pungur er viðkvæmur) innan stjórnar til að losa kallinn … þessum saur þarf að linna og ekki viljum við að HANN fari að eyða seðlum félagsins í janúar
DMS says
Þetta kemur svo sem ekki á óvart, Rooney að sína sitt rétta andlit? Allt er þegar þrennt er, hann hefur leikið þennan leik áður.
http://www.433.is/frettir/england/umbodsmadur-rooney-segir-ad-hann-muni-ekki-framlengja-vid-man-utd/
Rooney hefur verið og er okkur gríðarlega mikilvægur. Hann hefur verið okkar besti maður á tímabilinu. Hinsvegar hefur alltaf pínu pirrað mig allt þetta umstang í kringum hann. Ef Ferguson væri við völd þá hefði maður engar áhyggjur af því þó United myndi losa sig við hann – við höfum séð Fergie leika þann leik svo marg oft. Hinsvegar er önnur staða núna.
Í sumar sáum við leikrit þar sem Moyes byrjaði á því tala þannig að Rooney væri ekki endilega fyrsti kostur, RvP væri aðalmarkaskorarinn. Eða þannig túlkuðu ensku blöðin það. Sögusagnirnar héldu áfram að spinnast og svo fór Moyes að tala allt öðruvisi. Rooney var talaður upp í hverju viðtalinu á fætur öðru, gamall fjandskapur kveðinn niður (frá tímanum hjá Everton) og endalaust talað um hvað hann hlakkaði til að vinna með Rooney aftur. Tímabilið hefst, Rooney er hrósað við hvert tilefni áfram í upphafi tímabils. Þetta var alveg pínu augljóst. Meira að segja stuðningsmennirnir virtust „tipla á tánum“ í kringum hann, hann var klappaður upp þegar hann mætti aftur eftir meiðsli í upphafi leiktíðar, en einhverjir hefðu eflaust frekar viljað baula á kauðann.
Hinsvegar er Rooney á tímamótum. Hann þarf að ákveða sig hvort hann vilji fara í sögubækur United sem legend, sem mun slá markamet meistara Sir Bobby Charlton – eða yfirgefa félagið í leit að fleiri titlum áður en ferillinn klárast og eyðileggja á sama tíma áralanga veru og samband sitt við Manchester United. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé kominn með augastað á að vinna með Mourinho og verði því innan Englands.
Keane says
Það samræmist stefnu manutd ef rooney færi. Þ.e.a.s að gera þetta að miðlungsliði, hver sem ástæðan er.
Sveinn says
@ DMS:
Ferguson hefur plástrað þetta vandamál 2x hvað gefur það til kynna að hann hefði höndlað þetta öðruvísi í það þriðja og látið hann fara?
Það yrði virkilega súrt að horfa á eftir Rooney fara til chelsea og vera búinn að skrá nafn sitt í sögubækur klúbbsins með met sem verður ekki slegið svo auðveldlega.
Siggi P says
Þetta er farið að minna of mikið á myndina Damned United. Ef þið hafið ekki séð hana þá ættuð þið að gera það sem fyrst. Hún fjallar um ungan og efnilegan stjóra sem er ráðinn til Englandsmeistara Leeds United eftir að gamli farsæli stjórinn ákvað að hætta. Leit vel út en allt fór úrskeiðis. Stjórinn hafði miklar áætlanir um framtíðina og spila fallegan bolta en leikmenn tóku honum ekki vel og allt að því gerðu í því að mistakast. Hann var rekinn eftir stuttan tíma. Samt var þetta enginn drasl stjóri. Hann átti eftir að stýra öðru liði til sigurs í deildinni og Evrópu. Hann er líklega besti enski stjórinn frá upphafi og hét Brian Clough.
Moyes er alls ekki slæmur stjóri. Þessi innsetning bara mistókst og það er bara það. Það eiga allir sök á þessu: eigendur, stjórn, stjórnendur, leikmenn, Moyes og Ferguson. Samt er sá síðasttaldi sá eini sem kemst frá þessu óskaddaður. Þetta gerðist ekki bara í sumar. Þetta hefur tekið nokkur ár. En sjálf skiptingin klúðraðist, mögulega hafði hún aldrei séns. Maður hálf vorkennir Moyes, alltaf sama tuggan um að við spiluðum vel, en það er bara ekki svo. Þetta lið vantar drif, kraft og trú. Það má Ferguson eiga að hann náði því 110% úr liðinu.
Ég er undirbúinn undir að tímabilið endi á versta veg. Ef við erum ekki í CL næsta ár verður árangur næsta árs ekki góður heldur. Leikmenn fara og þó aðrir komi í stað verða það engar stjörnur. En vörumerki Manchester United er gríðar sterkt. Fyrr eða síðar þá verður breyting á, mögulega sala til fjársterkra aðila og innstreymi fjár verður óheft. Við verðum þá bara enn eitt Chelsea eða City. Tími rómantíkurinnar er liðinn, þetta er blákaldur bisness.
Hannes says
Næsta sumar verður ansi mikilvægt og miðað við hvernig Moyes fokkaði upp öllu síðasta sumar ( panic kaupin á fellaini , hefði verið hægt að fá Barkley fyrir þennan pening) þá er ég ekki að treysta Moyes fyrir því að signa heimsklassaleikmenn og hvernig ætlar hann að ná í þá ef Man Utd spilar ekki í CL næsta season ??
Keane says
http://thepeoplesperson.com/why-manchester-uniteds-expectations-of-shinji-kagawa-are-misguided/
Pillinn says
Já ég get nú ekki verið sammála Sveini hér að ofan að liðið hafi verið komið á einhverja endastöð. Miðjan er mjög döpur skal alveg viðurkenna það og hefur verið það í nokkurn tíma. Samt tókst Ferguson að vinna með miklum yfirburðum með þessu liði. Miðverðir eru alveg í fínum málum, Rio auðvitað orðin gamall og er að hætta, Vidic er svo að eldast og þetta var besta miðvarðapar Utd. En hins vegar eru þrír mjög öflugir miðverðir hjá Utd sem ekki eru gamlir, Evans, Smalling og Jones.
Í markinu er síðan frábær mjög ungur markvörður De Gea. Alltaf að bæta sig og hefur verið frábær í mörg ár og verður bara sterkari. Svo er fínn varamarkamaður í Lindegaard.
Adnan er mjög sterkur ungur og spennandi leikmaður en alltof mikið er lagt á hann til að byrja með. Valencia hefur verið góður fyrir okkur og fyrir utan í fyrra hefur hann alveg verið stöðugur og ekkert að þeim leikmanni. Því miður hefur Nani aldrei náð að sýna stöðuleika og hann mun aldrei ná því.
Frammi erum við í góðum málum. Þrátt fyrir meiðsli, ég er reyndar einn af þeim sem er hundleiður á Rooney og hans umboðsmanni. Eru hrikalega pirrandi þrátt fyrir að Rooney hafi verið að spila mjög vel á þessu tímabili held ég að hans mál séu bara að taka of mikið af tíma sem betur væri veitt í annað.
Síðasti gluggi var algjört klúður og voru þeir tveir sem sáu alveg um það Moyes og Woodward. Ef hefði verið keyptur leikmaður sem eitthvað getur en ekki Fellaini væri kannski miðjan ögn skárri. Þessu þarf að kippa í liðinn núna í janúar.
En með að þetta sé Ferguson að kenna og að hann hafi skilið við lið á endastöð þá bara get ég ekki verið sammála þar sem hann vann deildina í fyrra með þessu liði. Hins vegar hefur Moyes komið þarna inn og hann er bara hræddur, er ekki að ráða við verkefnið. Ég hef eiginlega ekki trú á að hann nái neitt að rífa þetta upp og ég spái lokaniðurstöðunni 7. sæti.