Þá er komið að því sem gæti hugsanlega orðið eini ljósi punkturinn á leiktíðinni. Sunderland kemur í heimsókn á Old Trafford og með því að vinna með tveggja marka mun, nú eða eitt núll og halda út framlenginguna getur United tryggt sæti sitt í úrslitaleiknum. Sá leikur yrði reyndar gegn City…
En það skiptir engu. Liðið þarfnast sárlega á öllum sigrum að halda til að lappa upp á laskaðan móralinn. Einhvern tímann hefðum við skutlað hálfu varaliðinu inná og ekki haft áhyggjur, nú mun hálft varaliðið þurfa að spila hvort eð er.
Liðinu spái ég svona
De Gea
Rafael Evans Jones Evra
Carrick Fletcher
Valencia Kagawa Januzaj
Welbeck
Annars er það auðvitað stórlega ólíklegt að Kagawa fái að spila, spurning hvort Hernandez og Welbeck verði báðir settir inn til að reyna að skora.
Síðan Sunderland unnu okkur rústuðu þeir Fulham 4-1 á útivelli og gerðu 2-2 jafntefli við Southampton. Þannig að það eru líklega fáir spenntir fyrir leiknum á morgun…
Annars hefur slúðrið verið óvenju öflugt síðstu 24 tímana. Nær öll blöð gera því nú skóna að United sé við það að gera tilboð í Juan Mata og talað um 40 milljónir punda í því samhengi. Ég býst því við að tilboðið hljóði uppá 10m punda og Anders Lindegaard…
Einnig átti miðvörðurinn Dante allt í einu að vera frágengin kaup frá Bayern München, en það var svo borið til baka en Dante segir samt United hafa áhuga. Dante er stór og sterkur strákur, þrítugur reynslubolti sem væri vissulega ákveðin lausn fyrir kjúklingana og gamalmennin sem vörnin hjá okkur virðist allt í einu vera orðin.
Þetta kemur allt í ljós næstu 9 daga, en í millitíðinni þurfum við að vinna eins og einn undanúrslitaleik!
Bjarni says
Tökum þetta 3-1, ekki spurning :)
TN says
Jones á heima í hafsentinum og vonandi sannar hann það í kvöld !
DMS says
Mér líst virkilega vel á þetta byrjunarlið. Skil ekkert í Moyes að hafa ekki byrjað með Kagawa í holunni gegn Chelsea eftir að leikur liðsins breyttist mikið til hins betra á móti Swansea þegar hann var færður þangað og Januzaj á vinstri vænginn.
Nú er bara að drullast til að rífa sig í gang og klára þetta Sunderland lið.
Ps: Má Juan Mata spila í deildarbikarnum?….þ.e.a.s. ef svo færi að hann gangi til liðs við okkur…..og ef svo færi að við myndum komast í úrslitaleikinn? Kannski einum of mörg ef?
Keane says
Varðandi Mata, hann er cup-tied því miður.. Væri helvíti stórt skref áfram að ná að landa honum.
Sigur í kvöld er algjört möst!
Keane says
http://fotbolti.net/news/22-01-2014/chelsea-hafnar-tilbodinu-i-mata-selja-hann-ekki-innan-englands
DMS says
@ Keane:
Í hvaða frétt ert þú að reyna að linka?
http://fotbolti.net/news/22-01-2014/ballague-allt-fragengid-og-mata-fer-til-united