Byrjum á góðu fréttunum. Samkvæmt The Telegraph hefur Chelsea samþykkt tilboð United í Juan Mata og allt er klappað og klárt, það eina sem eftir er læknisskoðun sem fram á að fara á morgun. Spennandi fréttir og vonandi fyrsta skrefið af mörgum til þess að bæta þennan leikmannahóp.
Þetta voru 119 mínútur af hreinræktuðum leiðindum, 2 mínútur af hreinni spennu og 5 mínútur af slökustu vítaspyrnukeppni í sögu knattspyrnunnar.
Byrjunarliðið var svona:
De Gea
Rafael Smalling Evans Büttner
Carrick Fletcher
Januzaj Welbeck Kagawa
Chicharito
Bekkur: Lindegaard, Evra, Jones, Cleverley, Giggs, Young, Valencia.
Sunderland: Mannone, Bardsley, Alonso, Brown, O’Shea (c), Cattermole, Colback, Ki, Johnson, Borini, Fletcher.
Fyrri leikurinn fór 2-1 og við þurftum því að skora meira en Sunderland til að fara áfram í kvöld. Það gekk ekki eftir. Það er nánast tilgangslaust að fjalla eitthvað um fyrstu 118 mínúturnar. Það var mikið um hlaup og mikið um baráttu hjá báðum liðum en afskaplega lítið um fótbolta. Okkur tókst þó að hnoða inn marki þegar Jonny Evans skoraði eftir horn. Leikurinn hóst af alvöru þegar David De Gea gerði sín verstu mistök í United-treyjunni til þessa. Á einhvern ótrúlegan hátt missti hann tiltölulega lélegt skot Bardsley í netið og staðan 1-1, Sunderland á leiðinni á Wembley. Virkilega slæmur tímapunktur til að gera mistök, David. Hann hefur verið slakur undanfarið en það er svo sem hægt að fyrirgefa honum það, hann hefur reddað okkur áður og það oft.
Við brunuðum í sókn og Chicarito gerði sitt allra besta til að skjóta yfir af 1 metra færi eftir frábæran undirbúning Adnan Januzaj en mistókst það og staðan því 2-1. Vítaspyrnukeppni staðreynd.
Darren Fletcher var sá eini sem skoraði úr víti fyrir okkur, Danny Welbeck og Phil Jones skutu yfir og Rafael og Januzaj létu verja frá sér. De Gea varði vítin frá Steven Fletcher og Adam Johnson, Graig Gardner skaut yfir en Ki-Sung Yueng og Marcos Alonso kláruðu sín víti.
Vítaspyrnukeppnin var alveg eins og leikurinn. Lítið um gæði en mikið um kraft enda kepptust menn við að negla yfir. De Gea hélt okkur inn í þessu með að verja tvo víti en þegar útileikmennirnir geta bara skorað úr einu af 5 er voðinn vís. Sunderland, já Sunderland sló okkur því út og verður því leitt til slátrunar á Wembley þegar liðið mætir City í úrslitunum.
Þessi leikur var í raun bara þverskurður af þessu tímabili. Liðið að spila illa en samt með forustu í leiknum 95% af honum og svo koma einhver fáranleg einstaklingsmistök sem kosta stigin eða úrslitin. Það segir allt sem segja þarf um hvað þetta lið þarf að fara í mikla endurnýjun að í leik eftir leik er Adnan Januzaj, 18 ára unglingur sem enginn vissi hver var fyrir örfáum mánuðum okkar langbesti leikmaður og það sem meira er, sá eini sem virðist vera tilbúinn til að leggja eitthvað á sig í leikjum liðsins. Er það tilviljun að hann er eini leikmaður liðsins sem spilaði ekki undir stjórn Sir Alex Ferguson? Eru leikmenn orðnir saddir og nenna ekki að leggja á sig það sem þarf til að rífa sig upp úr þessari lægð?
Moyes er vorkunn, enda mikið um meiðsli í hópnum en hann verður að átta sig á því að það er eitthvað ekki í lagi. Sumir leikmenn virðast áhugalausir og þeir sem eru slakir fá endalaus tækifæri. Afhverju má ekki gefa Fabio tækifæri fram yfir Evra? Hvaða tak hafa kantmennirnir okkar á Moyes og hversu slakur er Zaha á æfingum fyrst að hann kemst ekki í liðið á kostnað Valencia eða Young! Það má alveg prófa eitthvað nýtt!
David Moyes var ráðinn til Manchester United vegna þess að það er klúbbur sem ræktar hæfileika og klúbbur þar sem menn fá tækifæri til þess að vaxa í starfi, hvort sem að þú ert leikmaður eða knattspyrnustjóri. Svona hefur það verið, svona mun það vera og svona á það að vera. Moyes náði fínum árangri með Everton en fjandinn hafi það, það er ekki nógu gott fyrir Manchester United. Moyes þarf að sýna það að hann geti vaxið í þessu starfi líkt og Busby og Ferguson gerðu. Það væri fínt ef hann myndi byrja á því í næsta leik.
ellioman says
Ha? Hvar er Mata? Moyes er að klúúúúðra þessu!
Valdi Á says
Líst bara vel á liðið. Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir okkur United-menn. Það eina sem ég vil sjá er að menn séu með hausinn uppi og brjóstkassann úti. Spili fyrir MU.
Ingvar says
Farinn að búa mig undir vonbrigði, sun fer að jafna
Karl Garðars says
Úfffff þetta er rosalegt!
Og Mata í læknisskoðun á morgun segja þeir….
Einar Tönsberg says
Það er skammarlegt að vera að verja 1-0 forystu og reyna að klára ekki leikinn. Sunderland á skilið að vinna þetta fyrir að spila með hjartanu og gefa allt í leikinn. Smalling var góður – Welbeck var svo lélegur að ég skil ekki að hann hafi atvinnu af þessu.
Spennandi leikur þó en kommon, þetta er botnliðið í deildinni og við erum á heimavelli. Ansi sorglegt.
kv e
Valdi Á says
Þetta er örugglega ömurlegasta vítaspyrnukeppni sem hægt var að bjóða fólki upp á.
Einar Tönsberg says
Hann hætti snögglega við
Karl Garðars skrifaði:
Kristjans says
Til skammar, algerlega pathetic!
Timabilid i hnotskurn.
Karl Garðars says
Einfaldlega til skammar!
Þessir drengir eru vanir sigurvegarar! Meistarar! Og þessu þjálfaraliði hefur tekist að draga svo úr þeim tennurnar að þeir ná ekki að klára vítaspyrnukeppni á móti næstsíðasta liðinu úr deildinni!! Sunderland átti þetta fyllilega skilið og ég hreinlega veit ekki hvort er verra að skíta upp á þak í tveimur leikjum á móti þeim eða láta city ræpa yfir sig í úrslitum.
Þetta er svo lélegt að það nær ekki nokkurri átt.
Ljósir punktar: Smalling, Januzaj, Kagawa.
Haha says
Rosalega er nú dauf umræðan hér eftir svona tapleiki :/ Síðan er engin Evrópudeild á næstu leiktíð. En það skiptir samt engu máli því að við erum með undrabarn í brúnni og síðan erum við að fara kaupa Mata og þá held ég að við kaupum Ronaldo líka því að hann sér hvað þetta er metnaðargjarn klúbbur þegar að við kaupum besta leikmann deildarinnar :D :D :D :D :D :D #TheChosenOne #MoyesIn
Haha says
Getum við samt ekki fengið Alex furguson til þess að fara úr stúkunni, hann er bara gamall kall sem skemmir andan í liðinu!!! #Moyes #Campíone2014
Snobb says
Hörmulegur leikur í alla staði .. veit ekki hvað er í gangi hjá klúbbnum okkar en eitt er víst að þetta stjóra líki þarf að skottast heim til sín ..
Meltdownið heldur annars áfram … þetta er ekki maðurinn til að eyða peningum í nýja leikmenn
Hugsa með hryllingi til þess að hann sé að fara að móta „nýtt lið“ ….. þegar yfirburðar meistarar seinasta árs leika undir hans stjórn svo illa að ég yrði smeykur við leik gegn Kr
Friðrik says
Alltaf þegar liðið virðist vera komnir á botninn þá falla þeir neðar en það. Ótrúlegt að Englandsmeistara Manchester United geti ekki fokkin drullast til að slá sunderland út í tveimur leikjum. Ef að Moyes hefur það ekki í sér núna að koma með einhverja svakalega ræðu og hella sér yfir þessa helvítis aumingja þá á að segja upp samningi Moyes og þessum aðstoðarmanni hans sem ég veit ekki einu sinni hvad heitir. En ég er samt ekki alveg til í að skella skuldinn bara á Moyes, ég veit alveg hvad þessir leikmenn geta og þeir hafa allir nema 18 ára Januzaj spilað laaaaaaaaaaaaangt undir getu. Verst þykir mér að leikmennirnir skuli sýna aðdáendum svona mikla óvirðingu með þessari ömurlegu spilamennsku og er metnaðurinn ekki meira en þetta ??? alltof margir farþegar í þessu liði og það þarf að henda einhvad af þessu á haugana.
Selja :
Smalling (kann ekki að sparka í bolta)
A.Buttner ( kæmist ekki í U-21 lið leyton orient )
Evra
Rio ( ekki selja , gefa frekar)
Young
Fabio
Cleverley
Valencia (alltof lengi að krossa fyrir)
liðið næsta season
De Gea
Rafael – Jones – Vidic – Shaw
Carrick
Reus – Mata – Nani
Rooney – RVP
Sigurjón Arthur says
Gleymdir þú ekki að selja Welbeck ?
@ Friðrik:
Siggi P says
David De Gea gerði okkur mikinn greiða. Geta varla unnið Sunderland á heimavelli nema með miklum herkjum, hvaða séns gegn City á Wembley? Mesti sénsinn hefði kannski verið í vítaspyrnukeppni. Og þó.
Verð að viðurkenna að Mata dílnum átti ég ekki von á. Það er vonandi þau kaup setji liðið í stuð. Það er þörf á því.
Gummi Kr says
þvílíkir aumingjar svipta þá laun næstu 15 mánuði.
Bjarni says
Breytingar gerast því miður ekki á einni nóttu, en það þarf að endurbyggja lið hægt og sígandi, nema til komi einhver sheik með bunch of money. En viljum við það? Það er lítið jafnvægi í liðinu þessa dagana, ekkert flæði og enginn leikmaður sem vill stjórna leiknum. United hefur alltaf haft slíka menn í liðinu okkar sem stjórna leik liðsins eins og td Keano og Scholes, sem drífa menn áfram og gera aðra betri. Finnst eins og DM hafi ekki alveg gert upp við sig hvernig hann vill láta liðið spila, taktísk séð erum við ekki góðir og það sést best á því hvernig liðið spilar á heimavelli. Margir leikmenn spila langt undir getu, eru kjarklausir og hringsnúast í kringum sjálfan sig (Fletcher, Cleverley, Carrick) þannig að ekkert flæði er í sóknarleiknum, framherjar að sækja boltann (Welbeck, Rooney) aftur á vallarhelmingi okkar og svo varnarmenn (Rio, Evans, Smalling) sem bakka með mótherjann alveg inn í teig þangað til þeir eru komnir í skotfæri. Hef trú á að leikir vinnast þegar leikmenn koma til baka úr meiðslum en með þetta lið sem spilaði í gær vinnum við ekki marga leiki.
Okkar tími mun koma aftur :)
Hjörtur says
Hvað gera menn eiginlega á æfingum, klóra sér í rassgatinu eða hvað? Ég er nú ekki sammála greinarhöfundi að Moyes hafi náð einhverjum fínum árangri með Everto á þessum tug ára sem hann var þar. Náði hann einhverntímann að landa bikar?
Ilkay says
Moyes kom Everton líklega eins langt og hægt var miðað við budduna, við erum í smá lægð eins og er en það er óþarfi að örvænta held ég. Maðurinn þarf einhvern tíma til að vinna vinnuna sína og byggja upp nýtt lið sem gerist ekki með því að smella fingri.. Hann líka fékk frekar slakt lið í hendurnar frá SAF (jújú sama lið og vann deildina síðast) en hin stóru liðin voru líka með niðurgang á síðasta tímabili, og við vorum oftar en ekki ljónheppnir að stela 3 stigum miðað við spilamennsku liðsins sem var alveg skelfileg á köflum!