Ef það er ekki nóg að búið sé að tilkynna að kaupa eigi Juan Mata þá er hér fínn morgunslúðurpakki:
Wayne Rooney er við það að skrifa undir nýjan samning sem færir honum lítil 300.000 pund á viku í tekjur. Þannig að enn einu sinni virðist ætla að taka að sefa hans órólegu sál með peningum, bæði til hans og með að sýna að okkur sé alvara í leikmannakaupum.
Skv. Mirror og Mail hefur United gert 22,5m. punda tilboð í undrabarnið Luke Shaw hjá Southampton. Shaw er 18 ára vinstri bakvörður og búinn að standa sig gríðarvel í vetur. Eina vandamálið við þetta er að Chelsea er líka á höttunum eftir honum til að koma í stað Ashley Cole, og Shaw ku gallharður Chelsea aðdáandi. En það má reyna.
Og að lokum var David Moyes á leik Bayern München og Borussia Mönchengladbach í gær. Af nógu var að taka í slúðri um hvern Moyes væri helst að spá í. Dante var nú bara að grínast með að það væri möguleiki á að hann færði sig, hann hefur engan áhuga. Mario Mandžukić er liklegra skotmark, enda vofa kaupin á Lewandowski yfir honum, þrátt fyrir að hann hafi bara skorað 14 mörk í 26 leikjum í vetur. Moyes skoðaði víst Mandžukić þegar Moyes var hjá Everton. En síðla kvölds í gær komu svo myndir af því að Moyes sat næstur umba Toni Kroos í stúkunni. Samningur Kroos rennur út á næsta ári og hann er ekkert að flýta sér að skrifa undir nýjan samning, vill fá almennilegan pening.
Þannig að það er aldrei að vita nema síðustu dagar janúar beri frekari góðar fréttir með sér.
Karl Garðars says
Og í dag eru 19 ár frá því að Kóngurinn refsaði stuðningsmanni Palace fyrir kjaftbrúk! Manni finnst nú ekki vera liðinn 19ár frá þessu atviki en líklega væru titlarnir 21 núna ef hann hefði látið þetta eiga sig…. :)
Bjarni says
Lengi lifi Kóngurinn.
DMS says
Nú keppast ýmsir við að gagnrýna þessi kaup og segja að Juan Mata sé ekki það sem við þurfum. Það er búið að gagnrýna félagið út í eitt fyrir að styrkja ekki miðjuspilið og sama tuggan aftur og aftur – það vantar creativity í sóknarspil United. Núna erum við að kaupa leikmann sem getur spilað framarlega á miðjunni og líka út á vængjunum. Hann var valinn bestur hjá Chelsea undanfarin tvö tímabil og er með fáránlega góða tölfræði yfir stoðsendingar og sköpuð færi. Þekkt nafn í heimsklassa sem hefur reynslu af ensku deildinni á hæsta leveli.
Að mínu mati tel ég þetta vera akkúrat þá lyftistöng sem við þurfum, bæði fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Jákvæðnin og trúin er að koma aftur. Vonandi passa þeir sig á að hlusta ekki á svartsýnisspámennina – þeir sjá svart í öllu sem við gerum. You’re damned if you do and you’re damned if you don’t.
————– De Gea ———–
Rafael – Vidic – Jones – Evra
—– Carrick – Fletcher ——-
— Mata – Rooney – Januzaj
————- RvP —————–
Ég er spenntur fyrir þessu…
siggi utd maður says
vá drullugóð uppsetning á liði DMS, en ég vil frekar sjá mótiveraðan Evans en Vidic, að mínu mati er Vidic (eitt mitt mesta idol) kominn á endastöð hjá United. Nú þarf bara að kaupa alvöru b-t-b miðjumann (lesist Vidal, eða einhvern sem getur buffað Toure Yaya)
siggi utd maður says
og sry líka Evra (United legend) þarf að fá einhvern ferskari inn þar. Ætli Bayern vilji selja Alaba…djók.
sammi says
Rooney out!!! orðinn þreyttur á þessari græðgi í óheiðarlegum leikmanni