Þetta hefur nú þegar verið betri gluggi en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona enda nældum við okkur í besta leikmann Chelsea síðustu tveggja tímabila í stærstu kaupum gluggans til þessa þegar Juan Mata gekk til liðs við félagið fyrir metfé. Við reiknum ekkert sérstaklega með að fleiri leikmenn bættist við en verðum á vaktinni og reynum að greina frá því helsta sem gerist.
Skömmu eftir miðnætti – Vaktaplan ritstjórnar fór eilítið úr skorðum… en það kom ekki að sök, afskaplega lítið gerðist. Helstu fréttir voru þær að Larnell Cole var á endanum seldur til Fulham. Nokkuð efnilegur drengur þar sem sumir sjá eftir, en líklega erfið leið í aðalliðið. Sala Ryan Tunnicliffe til Fulham var líka staðfest, sem og lán Michael Keane til QPR. Síðan var Tom Lawrence lánaður til Championship deildar liðs Yeovil.
Og að lokum var það loksins staðfest endanlega í dag að Fábio hefur verið seldur og Zaha lánaður til Cardiff.
16:15 – Unglingarnir Charni Ekangamene og Sam Byrne eru báðir á leið til Carlisle á láni. Síðan er búið er að staðfesta kaup Fulham á Kostas Mitroglu sem mætir okkur þar af leiðandi ekki í liðið Olympiakos í meistaradeildinni.
12:35 – David Moyes:
„You can stand your cameras down. I don’t think they will be required. We have done our business.“
Þá vitum við það.
12:30 – Lánamálin: QPR er á höttunum eftir Michael Keane á láni og Fulham virðist vera við það að kaupa Ryan Tunnicliffe. Fréttir um kaup Fulham á Larnell Cole virðast beggja blands. Nýjustu fréttir herma að United hafi skipt um skoðun og vilji ekki selja heldur lána Cole. Fulham er hins vegar búið að fullnýta leikmannalán í vetur þannig að lán til Fulham gengur ekki. Tyler Blackett og Tom Thorpe eru síðan á leiðinni til Birmingham á láni.
10.25 – United á að hafa boðið 12,3m punda í Nicolás Otamendi hjá Porto sem fyrr segir. Trikkið í þessu er að City er á eftir Eliaquim Mangala sem er líka varnarmaður hjá Porto og Porto myndi aldrei láta báða fara.
09:00 – Umboðsmaður Javier Hernandez segir að sex félög í Evrópu vilji fá Mexíkóann knáa til liðs við sig en hann sé hinsvegar ekki á leiðinni frá Old Trafford. Fulham og West Ham eru að berjast um Kostas Mitroglou sem er framherji Olympiakos og þeirra besti leikmaður. Við mættum einmitt Olympiakos í næstu umferð Meistaradeildarinnar.
08:30 – Twitter slúður morgunsins segir okkur á höttunum eftir Andros Townsend hjá Tottenham. Og þá að Nani fari í hina áttina. Það er þumalputtaregla í slúðri að trúa aldrei þegar slúðrið snýst um leikmannaskipti, enda gerast þau nær aldrei.
07:20 – David Moyes hefur verið að leita sér að miðjumanni og hefur verið þrálátur orðrómur um að Toni Kroos, leikmaður Bayern sé á leiðinni til félagsins. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum nema það að Moyes og njósnateymi hans virðast vera á fullu að finna mannskap til að bæta hópinn, hvort sem að það ber ávöxt núna eða í næsta glugga.
Seint í gær Twitter fylltist af orðrómi um United hefði boðið 12 milljónir í miðvörð Porto, Nicolas Otamendi. Liðið hefur einnig áhuga á Fernando, miðjumanni sama liðs. Nani gæti einnig verið á förum en Inter hefur verið að spyrjast fyrir um hann.
Sjáum hvað setur.
Magnús Þ Friðriksson says
Nú hefur nafn Andros Townsend hjá Tottenham dúkkað upp sem target hjá okkar mönnum! Kantmaður!? REALLY!!
Björn Friðgeir says
Ef þú segir Andros Townsend tíu sinnum hratt þá hljómar það nákvæmlega eins og Ashley Young.
Kristjan Birnir says
Þegar United hefur tekið þátt í „leikmanna skiptum“ þá hafa báðir endað hjá United.
Irwin fyrir Cantona
Rooney fyrir Mata
Ingvar says
Takk David fyrir að skemma DeadlineDay fyrir okkur:(
Jón G says
Gott að þið erum með svona „live feed“ í gangi hahahahha allt að gerast
ætlar maðurinn í alvöru ekki að laga þessa hripleku vörn og hræðilegu miðju?
Keane says
Það breytir örugglega ekki miklu hvort leikmenn komi eða ekki núna í janúar. Mata nýtist kannski eitthvað.. ef hann endar ekki sem „hreinræktaður kantmaður“ eins og venjan er hjá ManUtd.. en þessi taktík hans Moyes er ekki upp á marga fiska. Heildarmyndin er einhvernveginn svo vond…
Alexander says
Stuðullinn á því að Ander Herrera sé leiðinni til okkar var að lækka hjá Sky…
http://fotbolti.net/news/31-01-2014/sky-telur-ander-herrera-a-leid-til-man-utd