Tuttugasta og fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð um helgina og vonum við til eiga jafn fína umferð og þá síðustu. Í síðasta leik fengum við í fyrsta skipti að sjá nýja leikmanninn, Juan Mata, spila með United er United sigraði Cardiff á Old Trafford með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma fengu liðin næstu tveimur sætum fyrir ofan United algjöra rasskellingu í sínum leikjum, Spurs tapaði 1-5 gegn Man City og Everton 4-0 gegn Liverpool, sem hleypti United þremur stigum nær þeim og munar nú einungis þremur stigum á milli United og Spurs í fimmta sæti deildarinnar.
En betur má ef duga skal því stefnan á þessu tímabili er að ná meistaradeildarsæti. Ekkert flóknara en það. Staðreyndin er sú að þetta tímabil þurfum við í hverri umferð vona að United sigri sína leiki og komist á almennilegt skrið á meðan Everton, Spurs og Liverpool misstígi sig. Erkifjendurnir í Liverpool verða okkur án efa erfiðastir viðureignar en munurinn er einungis sex stig og það er aldeilis nóg eftir, þar á meðal leikur á milli liðanna á Old Trafford 16. mars. Skemmtilegt að hugsa til þess að tímabilið þar sem Liverpool er að spila stórkostlega og United ömurlega, þá er munurinn á liðunum ekki meiri en sex stig.
Þó að við vitum að það þurfi að stokka upp í mannskapnum þá erum við samt með feikinógu gott lið til að ná í meistaradeildarsæti. Moyes er búinn að gefa tóninn, loksins byrjaður að hljóma eins og knattspyrnustjóri Manchester United þegar hann sagði að þeir leikmenn sem ekki leggja sig 100% fram og spila eins og leikmenn United, verður skipt út fyrir leikmenn sem eru tilbúnir til þess. Ekkert bull frá Moyes sem er vel tímabært og þetta ætti að vera fín vítamínsprauta fyrir drengina. Á sama tíma hjálpar það svo óneitanlega að tveir af okkar bestu mönnum, Rooney og Van Persie, séu komnir til baka ásamt Fellaini sem er svo sannarlega betri leikmaður en hann hefur sýnt á þessu tímabili. Nú þarf bara að fara varlega og passa að þeir haldist heilir.
Liðið sem við mætum á morgun, Stoke City, situr í sextánda sæti deildarinnar með 22 stig og eru búnir eiga erfitt uppdráttar í síðustu leikjum. Fjórir tapleikir í röð, og aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex deildarleikjum. Það þarf ekki mikið að kynna þetta lið fyrir lesendum síðunnar. Það vita allir hvernig fótbolta Stoke City spilar, það hefur enginn gaman því að horfa á Stoke spila fótbolta. En þrátt fyrir hörmulegt gengi í síðustu leikjum þá hefur þeim gengið ágætlega á Brittania vellinum, í síðustu sex heimaleikjum hafa þeir tekið ellefu stig (þrír sigrar, tvö jafntefli og eitt tap) og eru fá lið sem njóta þess að heimsækja Stoke á Brittania. Síðasti heimaleikur þeirra var mikill markaleikur og voru átta mörk voru skoruð í leik þar sem Liverpool sigraði Stoke með fimm mörkum gegn þremur. Vonandi nær United að nýta sér veika vörn Stoke manna án þess að hleypa þeim of mikið yfir á sinn vallarhelming.
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um veikleika United á þessu tímabili, miðjan, vörnin, sóknin, þjálfarinn, o.s.frv. Eitt af því sem hefur farið mest í taugarnar á mér er hversu illa liðið nær að halda boltanum sín á milli (undantekning að maður sjái United með þá tölfræði sér í vil) og hversu staðnað liðið getur verið sóknarlega. Mér þykir ólíklegt að United muni á morgun allt í einu ná að halda boltanum meira en vanalega en ég hef grun um að United nái að skapa sér fleiri og betri færi en í undanförnum leikjum. Það skiptir engu máli hvaða lið um ræðir, það myndi hvaða lið sem er styrkjast gífurlega við að fá þrjá sóknarmenn af kaliberi Rooney, Van Persie og Mata inn í liðið sitt. Þess vegna ætla ég að vera bjartsýnn í dag og spá United 0-3 sigri á Brittania vellinum með mörkum frá sóknarmönnunum okkar.
Hér er liðið sem ég býst við að sjá spila í dag:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Jones Fletcher
Valencia Mata Young
Rooney
Moyes mun líklega vera varkár með framherjana tvo og láta annan þeirra byrja á bekknum eins og var gert í síðasta leik. Mín spá er að það verði Van Persie í dag. Samkvæmt Moyes þá eru Carrick og Ferdinand líklegir til að vera með á morgun en mér þykir ólíklegt að þeir fari í byrjunarliðið. Einnig sagði Moyes að Fellaini yrði líklega í hópnum á morgun en vondu fréttirnar eru að það er líklega mánuður í að við fáum að sjá Nani spila þar sem hann er enn að glíma við meiðsli.
Að öðru leyti trúi ég ekki öðru en að Mata haldi sínu sæti í byrjunarliðinu. Það verður nú ekki sagt annað en að það verður hriiikalega spennandi að sjá hvernig hann stimplar sig inn í liðið á næstu vikum. Ég á satt að segja ennþá erfitt með að trúa því að hann sé leikmaður United, svipað og þegar við keyptum Van Persie af Arsenal. Þessi kaup hafa svo sannarlega vakið upp spennu fyrir seinni hluta tímabilsins og verður að hrósa Moyes fyrir að stökkva á þetta tækifæri. Meira svona í sumar takk (Plís Plís Plís kaupa Kroos!).
Tölfræði
- Stoke hefur aldrei unnið United í ensku úrvalsdeildinni – Ellefu leikir í röð.
- Mark Hughes hefur átján sinnum stjórnað liði gegn United og aðeins unnið tvo af þeim.
- United hafa aðeins tvisvar sinnum náð að halda hreinu á útivelli í deildinni á þessari leiktíð.
- Van Persie hefur skorað í síðustu sex leikjum sem hann hefur spilað gegn Stoke.
- Í síðustu fimm leikjum á Brittania hefur United unnið fjórum sinnum og gert eitt jafntefli. Í þessum fimm leikjum hefur United skorað átta mörk gegn tveimur hjá Stoke.
- í síðustu tuttugu leikjum á útivelli hefur United fjórtán sinnum skorað fyrsta mark leiksins.
- í síðustu tuttugu leikjum gegn liðum neðar í deildinni hefur United skorað að meðaltali 2.35 mörk en fengið á sig 1.2 mörk.
Tilvitnanir
Mata um Stoke
„It has always been difficult to play against Stoke. But if you try to play quickly, you can get chances to score and put yourself in a good position, They like to play long balls and they are a physical team, but we just need to play our own game with the quality players we have. No, we won’t be intimidated, the thing I like the most is to play. No matter what the stadium. I like to play in a stadium like this because it helps me to improve and I hope I can play a great game.“
Moyes um að fá Persie, Rooney og Fellaini til baka
„I’ve got them back and it’s great to have them. We’re mindful they’re both coming back from injuries and we have to make sure they’re ready [before we give them 90 minutes]. We’re a little bit more concerned about Robin because he’s been out longer; Wayne’s been out for a shorter period. We have to keep managing them and do things right. When you want to win you need people like Robin van Persie, who will get you the winning goal. The other night, we started well and Robin got us a goal after six minutes.“
Moyes um janúargluggann, Mata og Zaha
„There’s no disappointment [that there will be no more transfers]. I said at the start that we wouldn’t do much business in January. There’s no one reason for that.“
„[Um Mata] He’s everything I thought he was. He’s a terrific footballer, a good lad to work with and he’s settled in quickly. He played well in the game, which was important because we wanted him to make a difference straight away. I’m wary that we need to give him time to settle in and not expect too much too soon, but I was impressed with his first game.“
„[Um Zaha] We felt Cardiff was the right choice for him. Hopefully he will go and get those games, show what he can do in the Premier League and be ready to come back to us at the end of the season.“
Lesefni
- The Guardian: „Juan Mata can do for David Moyes what Eric Cantona did for Sir Alex“
- Manchester Evening News: „Fellaini could be big winner from Mata arrival“
- ROM: „Will Mata force a formation change at United?“
- The New York Times: „As Manchester United Flails, Its New ‘Chosen’ Manager Is Feeling the Strain“
- Unitedrant: „Mind over Mata for Moyes’ United“
- The Busby Babe: „Lack of deadline day action means David Moyes must deliver this summer“
- The Telegraph: „Manchester United could play Manchester City, Liverpool and Real Madrid in pre-season tournament in USA“
Gísli G says
Smá tuð í byrjun ; Í mínum huga er Jones miðvörður en ekki miðjumaður og Fletcher ekki nógu góður í dag fyrir United. Vörnin er brothætt og eiginlega enginn í því liði sem þú setur upp nógu góður í dag þó allir hafi þeir átt sitt blómaskeið hjá United og verið frábærir hver á sinn hátt.
En á jákvæðum nótum þá erum þó góðir fram á við (sókn er besta vörnin) og eitthvað sem segir mér að Young sé að vakna… líklega markið hans glæsilega í síðasta leik. Vonandi er sigurviljinn að koma aftur en hann hefur skort hingað til. Bíð eftir deginum þegar við rústum andstæðingnum – kannski er hann í dag :-)
ellioman says
@ Gísli G:
Það er alveg rétt hjá þér að Jones á að spila sem miðvörður fyrir liðið en þetta byrjunarlið mitt er gert með það í huga að Fellaini og Carrick séu ekki tilbúnir í byrjunarliðið. Sem gefur Moyes eftirfarandi leikmenn til að velja á miðjuna: Fletcher, Jones, Cleverley, Giggs.
Þannig að þetta er varla eitthvað absúrd val hjá mér :)
En ég er alveg sammála þér með Young. Það væri hrikalega gaman að sjá komast á skrið og spila vel með liðinu. Hann á að geta spilað mun betur en hann hefur gert hingað til, amk komið með fínar fyrirgjafir inn í teig og ógnað fyrir utan.
Sigurjón Arthur says
Get ekki sagt að ég sé eitthvað yfir mig ánægður með þennan glugga hjá okkur og hvaða mannskap við höfum til þess að stilla upp í þessum leik. Hér tala ég á sérstaklega um varnarmenn og varnarsinnaðan miðjumann ! en Jones nýtist að mínu mati betur sem djúpur á miðjunni eins og staðan á hópnum er núna. En mér finnst menn hér gleyma einu ! Smalling átti að mínu mati sinn besta leik á ferlinum á móti Cardiff og verður örugglega í byrjunarliðinu (nema að hann sé meiddur ?? )
Tek það sérstaklega fram að auðvitað er ég í skýunum með Mata og okkar taktík í dag hlýtur að ganga út á að drekkja andstæðingunum með SÓKNARBOLTA :-)