Munið þið eftir þeim tíma þegar ykkur hlakkaði til að horfa á United leiki? Munið þið eftir því þegar þið fylltust ekki af tregablendnum ótta fyrir leiki gegn liðum á borð við Stoke, West Brom eða Fulham? Þetta hefur verið okkar veruleiki sem stuðningsfólk Manchester United á þessu tímabili. Síðasti leikur okkar var útileikur gegn Stoke þar sem verður að viðurkennast að hvorugt liðið spilaði vel en Stoke skoraði fleiri mörk. Það að byrja með 3 miðverði inná en enda fyrri hálfleikinn með 1 gæti hafa sitt að segja og skiptingarnar hjá Moyes voru ekki réttar. Hann ætlaði að henda í sókn en hefði kannski átt henda miðjumanni inná. En það er búið og gert.
Á morgun er næsti kafli tímabilsins, en þá koma Rene Meulensteen og læirsveinar hans hjá Fuham í heimsókn. Moyes hefur sagt að hvorki Jonny Evans né Marouane Fellaini verði með á morgun, Fellaini náði að meiða sig eitthvað í nára á meðan Evans hefur ekki jafnað sig eftir meiðslin sem hann hlaut gegn Stoke. Phil Jones gæti mögulega leikið á morgun. Rio Ferdinand gæti sennilega spilað eitthvað á morgun en ég veit ekki alveg hvort hann muni byrja.
Fulham hafa átt martraðartímabil og hafa meira segja tapað fyrir okkur. Ég vil ekki tala um hversu langt er síðan að Fulham vann United því það hefur verið algjört jinx í vetur en segi bara að United eigi að vinna og vinna örugglega.
Líklegt byrjunarlið
Ég ætla að giska á/vona að liðið verði svona uppstillt:
De Gea
Rafael Jones Vidic Evra
Carrick Fletcher
Januzaj Rooney Mata
van Persie
DMS says
Ég tek engu sem gefnu þessa stundina. Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á að ná meistaradeildarsæti. Miðað við spilamennsku Liverpool þá virðast þeir ætla að taka það, nema ef Suarez eða Sturridge lenda í meiðslum.
Varðandi Fulham leikinn þá þurfum við svo sannarlega á upplyftingu að halda. Ég vonast til að sjá leikmennina brjálaða frá byrjun. Mér líst gríðarlega vel á byrjunarliðið sem er stillt upp í póstinum. Þetta lið á að taka Fulham á Old Trafford – no doubt. En maður hefur nú sagt það um marga leiki í vetur líka…
Keane says
Flott uppstilling, akkúrat eins og maður myndi vilja sjá það. En ansi hræddur um að Valencia og Young byrji.. allavega annar þeirra ásamt Cleverley..
að maður skuli vera að vona það besta og búast við því versta á móti liði einsog Fulham er náttúrulega alveg galið..úffffffff
máserinn says
Vinnum þetta 7-0.
Mata leggur nokkur upp og skorar eitt. Rio byrjar og skorar.
Vilhelm says
Fint byrjunarlid,nema arfasløk midja.
úlli says
Ef við vinnum ekki þennan leik þá hugsa ég að baráttunni um fjórða sætið sé nánast lokið af okkar hálfu. Eigum við svo ekki Arsenal næstu helgi? Heldur óheppilegt.
máserinn says
@ úlli:
Arsenal leikurinn er á miðvikudaginn. Næsta helgi er bikarhelgi.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Held að þetta verði öruggur sigur og nokkuð mikið um mörk. Mata mun leggja upp mark, RvP og Rooney skora.