Þegar United vann Crystal Palace í síðustu umferð þá kveiknaði von hjá stuðningsmönnum um það væri vendipunktur á tímabilinu. Svo kom leikurinn gegn Olympiakos. En sigurgangan í deildinni hélt áfram í dag.
Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur tímabilsins og maðurinn með flautuna stóð sig ekki jafnvel og hann myndi vilja. Heimamenn komust upp með ansi margt, hóst, Amalfitano, hóst. En fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 34. mínútu þegar Phil Jones skallaði laglega inn aukaspyrnu Robin van Persie. Staðan 0-1 fyrir United og þannig stóðu leikar í hálfleik.
West Brom hefðu getað jafnað þegar Zoltan Gera misnotaði kjörið tækifæri. Robin van Persie var augljóslega orðinn mjög pirraður þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik og nældi sér í gult spjald og var á mörkunum með að fá annað en slapp sem betur fer. Hann var svo að lokum tekinn af velli og inná hans stað kom Danny Welbeck. Þessi skipting breytti spilinu töluvert til hins betra og er það mikið áhyggjuefni hversu illa van Persie og Rooney eru að ná saman. Skyndilega er miklu meira tempó frammi við og liðið hreinlega líktist Manchester United á köflum.
Á 64. mínútu átti Rafael fína fyrirgjöf á Rooney sem skallaði boltann snyrtilega í netið. 2-0 og liðið að spila fínan sóknarbolta. Það var svo á 82. mínútu að Wayne Rooney stingur boltanum inn fyrir vörn Albion á Danny Welbeck sem afgreiddi boltann mjög snyrtilega í markið. 3-0 sigur staðreynd. Shinji Kagawa kom inná fyrir Januzaj og leit ágætlega út, átti marka fína takta sem meira hefði mátt koma úr. Svo þarf ég að minnast á að Fellaini virðist vera að smella betur og betur í liðið og það er vel.
Maður leiksins að mínu mati er Wayne Rooney.
Byrjunarliðið
De Gea
Rafael Jones Smalling Evra
Fellaini Carrick
Mata Rooney Januzaj
van Persie
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Vidic, Young, Fletcher, Kagawa, Welbeck.
Keane says
Lítur vel út, þurfum e-ð jákvætt í dag fyrir næstu helgi.
Bjarki says
Þrátt fyrir að mikið sé talað um nauðsyn tiltektar í mannskap Utd, þá horfi ég á þetta lineup og finnst eins og þeir ættu að slátra WestBrom
Sveinbjorn says
Er (olikt held eg olum odrum i heimi haha) daldid spenntur fyrir thessum leik. Ef hann tapast tha held eg ad eg verdi ad lata undan og hoppa af Moyes-lestinni. Mer finnst thetta vera sexy line-up. Serstaklega vornin. Held ad Smalling og jones verdi sexy saman og ef ad Evra verdur lika sexy tha verdur thetta held eg sma kynthokkafullur leikur. Eg spai sexy 4-0 sigri.
Gísli G says
Þetta lítur vel út á pappírnum. Við hljótum að taka þetta… annars verð ég brjálaður !
Keane says
3 mörk og haldið hreinu í dag, akkúrat það sem þurfti !
Haha says
Við Liverpool menn höfum alltaf sagt ykkur að Moyes sé undrabarn síns tíma! #Moyesin #ÁframMoyes
Atli says
Ef þetta væri tap væru kominn 40 ummæli í stadin fyrir 6… er folki bara sama þegar United tapar og hefur eithvad ad segja þá?
Djemba djemba says
Fyrsta skiptið í langan tíma sem að maður getur labbað í burtu frá united leik með bros á vör. Fínt flæði á boltanum, þá sérstaklega þegar Kagawa kom inná. Ef þeir halda svona áfram, er hægt að búast við hækkandi sól og blóm í haga, á Old Trafford á næstu misserum :)
Keane says
skulum ekki sleppa okkur alveg..
flott að taka 3 stig í dag, en tímabilið er samt sem áður ónýtt, sjáum til með CL….
Það er líka gaman að sjá og heyra hvað Liverpool menn hafa gríðarlega mikinn áhuga á ManUtd, áhuginn er alltaf meiri en á þeirra eigin liði.
1 ónýtt tímabil er ekki endastöð hjá ManUtd.. meira en Lpool getur sagt..
Elías Kristjánsson says
Í stöðunni 0-1 var alltaf stór hætta á að þeir væru að fara að jafna. En sem betur fór þá tókst okkur að skora og þar með var björninn unninn. Já, það var töluvert annar bragur á sóknarleik liðsins í dag. Boltanum leikið mun meira stuttar sendingar á milli manna ekki þessar kýlingar út í loftið svo tók bara drottinn og lukkan við boltanum, ýmist samherji eða mótherji. Enn og aftur vil ég undirstrika skoðun mína á mikilvægi þess að tefla Kakawa, Januzaj og Fellaini fram í byrjunarliðið það sem eftir er leiktíðar, gefa þeim tækifæri á að öðlast spilatímann sem þeir þarfnast til þess að springa út með liðinu. Svo er það Liverpool næstu helgi á Old trafford. Áfram Manutd.
DMS says
Þetta var jákvæður leikur, engin spurning. Það er alltaf mun auðveldara að argast yfir slæmu úrslitunum, það er bara þannig. Það útskýrir muninn fjölda kommenta.
En Robin van Persie var ekki alveg eins og hann á að vera. Pirraður og lítið gekk upp hjá honum. Kannski finnst honum hann svikinn af Sir Alex að hafa hætt eftir fyrsta seasonið sitt með liðinu.
Það er flott að sjá Fellaini komast betur í takt við leik liðsins. Þetta er flottur leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Stór og sterkur og getur hent sér í teiginn í háu boltana þegar tækifæri gefast. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig.
Mér finnst vera allt önnur stemning í liðinu þegar við erum ekki með Valencia og Young á köntunum. Ef að Januzaj/Kagawa/Mata eru notaðir þarna sitt hvorum megin með Rooney á milli þeirra þá finnst mér spilið flæða mun betur.
Mér finnst einnig jákvætt að henda út Rio og Vidic. Þetta tímabil er hvort sem er farið í súginn, spilum okkar framtíðarmönnum sem verða áfram til staðar eftir næsta season. Það er mín skoðun. Jones, Smalling og Evans ættu að vera fyrstu menn í miðvörðinn núna, verst hvað þeir eru meiðslagjarnir. Við ættum samt að geta spilað nokkuð svipuðu liði það sem eftir er án teljandi vandræða ef við lendum ekki í miklum meiðslum.
Runólfur says
Þetta tal um RVP er fásinna. Maðurinn er með 11 mörk og 3 stoðsendingar í 14 byrjunarliðsleikjum í vetur. Værum í 100x betri málum ef hann hefði verið heill í allan vetur.
Fellaini sýndi beint framhald af leiknum gegn Palace. Hann er alltaf tilbúinn að detta í dirty gírinn þegar á þarf að halda, gefur hæð í föstum leikatriðum er duglegur að koma sér í átt að boxinu meðan Carrick situr fyrir framan hafsentana.
Ps. Rafael er MOM fyrir mér, fiskaði aukaspyrnuna sem fyrsta markið kom upp úr (með alvöru skemmtilegu hlaupi sem innihélt tvö Ronaldo hæl flikk) og svo átti hann þessa stórkostlegu sendingu á Rooney.
Ps2. Liðið er búið að halda hreinu í þremur deildarleikjum í röð – vonandi að það haldi áfram í næstu 4 leikjum, guð veit að við þurfum á því að halda.
Ps3. Djöfull er fyndið að það commenta undir 10 manns þegar liðið vinnur þægilegan leik en eftir hvert tap eru 40 comment um að heimurinn sé að farast og allir séu aumingjar með hor í nös – sýnir manni kannski hverjir eru Alvöru stuðningsmenn og hverjir eru Glory k*ntur.
Keane says
@ Runólfur:
Neikvæður endir á annars ágætum pósti.
Við stuðningsmenn erum ólíkir og höfum hvern okkar hátt á…
Einar Tönsberg says
Mjög gott! Meira svona!
KPE says
Flottur sigur, þrjú mörk og clean sheet. Höldum áfram svona og vinnum fokkin Liverpool. Ég neyta að gefa upp vonina á 4. sætinu. Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki þá er von, það er bara þannig.
Alex Ferguson í stjórasætinu eða ekki, maður afskrifar Man Utd ALDREI.
Hjörtur says
Loksins fór liðið að spila fótbolta, boltinn gekk ágætlega milli manna, í stað þessara kílinga fram völlinn sem hefur verið meir og minna í vetur, og mislukkast oftar en hitt. En mér finnst samt alltaf vanta svona endahnút á þetta hjá liðinu, í raun áttu þeir að skora fleiri en þessi þrjú mörk, því tækifærin voru mímörg, en stundum ræður klaufaskapur fö. En hvað um það þrjú stig í dag gott mál.
Már Ingólfur Másson says
sá fyrstu 25 og þurfti að rjúka. Skilst að leikurinn hafi verið rökrétt framhald af því jákvæða úr leiknum við Palace. spurningin er núna hvort næsti leikur verði í takt við þennan leik eða Olympiakos leikinn. En 3 mörk og haldið hreinu er fínn laugardagur og í raun með þeim betri í vetur.
siggi utd maður says
Varðandi fjölda kommenta tap vs sigur: það er í mannlegu eðli að tjá sig þegar illa gengur til að fá hjálp, samúð og samstöðu, það er auðveldara að vera einn þegar vel gengur. Plús að við erum Íslendingar, við elskum að kvarta. Okkur finnst það skemmtilegt.
DMS says
Vonandi fáum við ekki Young eða Valencia inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Liverpool.
Ef við erum að spila með sóknarsinnaða bakverði, sem Evra og Rafael eru klárlega, þá opnast pláss á vængjunum fyrir þá þegar við erum með stillt upp í 4-2-3-1 eins og gegn WBA. Sást t.d. klárlega í markinu hjá Rooney.
Hinsvegar þegar kantmenn eins og Young og Valencia koma inn í þessa uppstillingu (í stað Mata, Kagawa eða Januzaj) þá draga þeir sig svo mikið út í kantinn að mér finnst spilið riðlast á miðjunni og við dettum í sama gírinn, ótímabærar kýlingar inn í teig af kantinum sem rata ekki á nokkurn mann.
Ingi Rúnar says
Flottur leikur. Loksins sá ég Fellaini sem rústadi okkur á sídustu leiktíd. Valencia og Young fá sér bara gott og langt frí núna. Persie má alveg fara ad hætta á túr og einbeita sér ad tví ad spila fótbolta.
Snobb says
Góð niðurstaða .. en samt einn af þessum leikjum sem fyrirfram átti að vinnast
Í vetur hafa þeir reyndar ekki verið að vinnast svo þetta er flott
margt sem hægt var að brosa yfir í þessum leik þó hann hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur
Fellaini átti bara nokkuð góðan leik .. Var einmitt að ræða það í vikunni að bestu leikir tímabilsins (úrslit og gæði) hefðu verið C. Palace og leverkusen .. báðir leikir þar sem Fellaini spilaði vel
segir kannski eitthvað um hvaða stöðu á vellinum þarf að bæta
Kristjans says
Virkilega ánægjulegt að sjá Jones að spila sína stöðu sem miðvörður og gott mark hjá honum. Flottur kross hjá Rafael í markinu hjá Rooney og frábært spil og vel slúttað hjá Welbeck í þriðja markinu.
Hef miklar áhyggjur af Van Persie. Maður er farinn að trúa þessari umfjöllun í fjölmiðlum um meinta óánægju hans, virkar ekki kátur inn á velli. Að mínu mati hefði mátt reka hann útaf fyrir tæklinguna sem hann fékk svo gult spjald fyrir og í raun var hann heppinn að hanga inn á eftir það, dómarinn hefði hæglega getað spjaldað hann aftur fyrir seinni brot.
Horfði á leikinn á BT Sport og Steve McManaman var sérfræðingur í setti. Hann kom með góðan punkt en að hans mati virkar ekki spilið hjá Utd með allar þrjár skytturnar inn á; Van Persie, Rooney og Mata. Um leið og einn af þeim er ekki inn á þá spilar liðið betur. Tek undir þetta hjá McManaman, fannst liðið allt annað eftir að Persie fór út af.
Vonandi tekst Moyes að leysa þetta, finni lausn svo þetta gangi með alla þessa þrjá inn á.