Ef einhver var ekki búinn að hoppa á #MoyesOut vagninn fyrir gærdaginn fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða enda vagninn að verða pakkfullur eftir að David Moyes sat aðgerðarlaus þegar erkifjendurnir í Liverpool mættu á Old Trafford og rasskelltu Mancheser United. Á Old Trafford.
Það var athyglisvert að hlusta á Gary Neville lýsa leiknum á Sky. Það var ekki liðið korter af leiknum þegar hann fór að tala um að Moyes yrði að gera einhverjar breytingar á leikskipulaginu því að leikur liðsins væri ekki að virka. Hann endurtók þetta aftur og aftur og varð verulega hissa þegar engu var breytt í hálfleik. Undir lok leiksins var kominn algjör uppgjafatónn í Neville og maður sá hann bara fyrir sér hrista hausinn yfir aðgerðarleysi Moyes. Við treystum því að Neville hafi bjallað á Sir Alex eftir leikinn og gefið honum sitt álit á Moyes. Ég legg jafnframt til að næsti stjóri geri allt sem hann geti til þess að fá Gary Neville í þjálfarateymið.
Sir Alex Ferguson sagði í byrjun mánaðarins að Moyes þyrfti tíma og við höfum öll heyrt þessa skýringu áður, sérstaklega í ljósi gengi United á tímabilinu. Knattspyrnustjórar þurfa bara tíma og frið til þess að vinna sína vinnu. Ferguson fékk sinn tíma, Moyes á að fá sinn tíma. Rory Smith, blaðamaður á The Times, skrifaði ágætis grein fyrir skömmu þar sem hann fer yfir þessa goðsögn. Það sem gleymist oft er að Ferguson fékk tíma vegna þess að liðið sýndi skýr merki um framfarir. Wenger fékk tíma vegna þess að hann vann FA-bikarinn og deildina á sínu fyrsta heila tímabili. Menn þurfa nefnilega að vinna sér inn tíma. Knattspyrnustjórar þurfa ekki endilega að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili en þeir þurfa að sýna einhver merki um að liðið muni taka framförum undir stjórn þeirra. Við sem höfum fylgst grannt með gangi mála hjá félaginu undanfarin ár vitum að Moyes tók ekki við liðinu í fullkomnu ástandi en það óraði engum fyrir því hversu mörg skref afturábak liðið mundi taka undir hans stjórn.
Þið afsakið að ég vitni í Liverpool-penna á þessari síðu en Paul Tomkins er bloggari sem hefur skrifaði ansi margt um fótbolta, sumt mjög gott, annað, tjahh ekki enda Liverpool-gleraugun oft á tíðum pikkföst á nefinu á honum. Gests augað á þó það til að vera glöggt og Tomkins skrifaði grein um knattspyrnustjóra í janúar. Á köflum er þetta ágætis grein og í henni segir hann m.a. eftirfarandi:
Like long-ball football, “crossing football” seems to have a glass ceiling, and Everton tended to hit it under Moyes. Passing football, with mobile forwards (/attacking midfielders) and exceptional movement between the lines, is how teams usually succeed higher up the table. Now that Everton pass the ball and move better, they’ve improved. Now that United look to cross all the time, they’ve regressed.
Mikið til í þessu?
Michael Cox á Zonal Marking leikgreindi leikinn í gær og miðað við þá lesningu er það frekar kaldhæðnislegt að United hefði ef til vill gengið betur með þá félaga Young og Valencia á köntunum.
101greatgoals birtir svo áhugaverð skjáskot úr nýjasta tölublaði Red Issue sem er tímarit haldið út af stuðningsmönnum United sem eru þekktir fyrir frekar litla hæfileika í Photoshop, gríðarlega óheflaðan húmor og að stunda það að pirra blaðamanninn Henry Winter. Ég veit ekki hversu áreiðanlegir þeir eru en ég veit að þeir hafa aldrei verið hræddir við að rugga bátnum.
Fergie already „considering“ a possible return to Utd management – full story in today’s new RI. Buy your copy here: https://t.co/LRHH1clPwO
— Red Issue (@RedIssue) March 16, 2014
Major dressing room bust-up post-match yesterday. Full details coming soon at http://t.co/9iFd45iQjN
— Red Issue (@RedIssue) March 17, 2014
Senior player ripped into Moyes ("clueless") and the coaching staff ("useless") before storming out. Full details at http://t.co/9iFd45iQjN
— Red Issue (@RedIssue) March 17, 2014
Jafnframt kemur fram að Ryan Giggs sé verulega ósáttur við David Moyes og æfingarnar sem hann setur upp fyrir leikmenn liðsins en það fer þó tvennum sögum af því.
Excl: Giggs fuming at #MUFC rift rumours: http://t.co/N2XM555UbW
— Mike Keegan (@mikekeeganmen) March 17, 2014
Í það minnsta blússandi hamingja á The AON Training Complex og það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála næstu daga.
Það er við þó hæfi að enda þetta á jákvæðum nótum. Jürgen Klopp fór í viðtal við Football Focus fyrir ári síðan. Þar sagði hann m.a.:
I’m sure i’m not Alex Ferguson of Borussia Dortmund. I don’t want to sit on the bench when i’m 69 here. I want to see something else.
Mjög skemmtilegt og stutt viðtal við þennan meistara sem er mjög sleipur í enskunni.
Runólfur says
Kemur fram hvað Giggs er ósáttur með og eru þetta solid heimildir?
Allir leikmenn (augljóslega) segjast sáttir með erfiðar æfingar og Van Persie kom sjálfur fram og sagði að allir orðrómar væru vitleysa. Það er samt nokkuð ljóst að menn eru ekki að ná saman í leikjum og því er spurning hvort þeir séu þá ekki að ná saman á æfingum. Mér finnst samt mjög undarlegt ef þjálfari / leikmaður gagnrýnir Moyes opinberlega á svona tímum, frekar en að tala við Moyes undir fjögur augu.
Og að lokum: Liðið réði vitlausan Neville bróður í þjálfarateymið, það er á kristaltæru.
Ísak Agnarsson says
Væri ekki leiðinlegt að fá kauða.
Tryggvi Páll says
Ég veit ekki hversu áreiðanlegt þetta Red Issue blað er en ég veit að þeir þrífast á neikvæðri umræðu. Þeir eru meira fyrir að rífa niður en að byggja upp. Ég held að það sé alveg ljóst að Ryan Giggs er ekki að fara með þessar tilvitnanir í einn né neinn. Þetta er einhver lægra settur heimildarmaður.
Friðrik says
Ég er sammála um að skipta Phil út og fá Gary inn. Held að Klopp + G.Neville væri flott teymi og svo Giggs þeim til aðstoðar. Einnig sammála um að menn þurfa að vinna sér inn tíma, þetta fer versnandi hjá Moyes og nú þarf að fara grípa í taumana því það stefnir í stórslys. Hvort vilja menn henda 100 millum í Moyes í sumar eða fá Klopp sem gæti tekið með sér Reus og Gundogan ?
Svipurinn á Ferguson í gær sagði allt sem segja þarf, hvort vill hann viðurkenna mistök sín með að mæla með Moyes eða horfa á á stórslys í aðsigi ?
Ísak Agnarsson says
Já nkl, væri sjúkt að fá Klopp sem myndi nota Kagawa í United og eins og Friðrik sagði, tæki mér svona nokkra líka :D
Ísak Agnarsson says
erm tæki með sér nokkra líka, þ.e Gundogan og Reus
Kristjans says
Flott samantekt!
Gefum okkur það að Moyes verði látinn fara.
Er ekki ólíklegt að Klopp komi? Hann var í byrjun þessa tímabils að endurnýja samning sinn við Dortmund og er samningsbundinn þeim út tímabilið 2017-18. Myndi þó glaður bjóða hann velkominn á Old Trafford.
Væri nær að horfa til Louis van Gaal sem hættir með Holland eftir HM í sumar eða Frank de Boer?
Stefán says
Hrein hörmung að fylgjast með liðinu molna niður í höndunum á Moyes. Það allra versta er þó hvernig hann svarar fyrir sig og hversu augljóst það er að hann veit ekkert hvað hann er að gera eða hvert hann stefnir með liðið. Það eru nákvæmlega engin merki um það að hann muni ná að snúa þessu við. Það er hinn blákaldi veruleiki.
Ég held hins vegar að það sé mjög rangt mat hjá mörgum stuðningsmönnum sem tjá sig hér að Moyes haldist lengur í starfi af því að Fergie vildi að hann tæki við… og Fergie muni aldrei vilja láta hann fara strax því þá væri hann að viðurkenna einhver mistök eða eitthvað slíkt. Þetta er í engu samræmi við það sem Fergie hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. Ef það er eitthvað sem Fergie verður aldrei sakaður um, þá er það að hann hefur aldrei verið hræddur við að taka stórar ákvarðanir. Hann hefur hvað eftir annað sparkað stórum nöfnum í burtu ef hann telur það þjóna félaginu betur til lengri tíma litið. Ekki trúa því í eina mínútu að Moyes fái einhverja aðra meðhöndlun ef stjórnin/Fergie missa trú á verkefninu. Ég held að Fergie verði ruthless í þessum efnum um leið og hann þarf.
Moyes verður þó ekki rekinn fyrr en í fyrsta lagi þegar hann er dottinn út úr öllum keppnum (á miðvikudaginn). Svo eigum við tricky leik um næstu helgi (úti gegn West Ham) og svo ansi líklegt tap heima gegn City þar á eftir. Kæmi ekkert rosalega á óvart ef stjóraskipti yrðu strax þá, líklega með Giggs sem skammtímalausn.
Ég held honestly að stærsta spurningin sé hver á að taka við til frambúðar.
Björn Friðgeir says
Varðandi Red Issue þá líta þeir á sig sem sjálfskipaða samvisku félagsins. Þetta eru stuðningsmenn af gamla skólanum, fyrstu blöðin komu út 1989… og það var sko ekki legið á skoðunum um fánýti sumra leikmanna.
Það er auðvitað ekki hægt að segja til um sannleiksgildi þessara frétta þeirra með vissu, en þeir hafa oftar en einu sinni verið með fréttir úr innsta hring sem virst hafa fásinna, en svo verið réttar.
Þannig að ég hef frekar trú á því að þetta sé rétt en ekki, án þess þó að slá nokkru föstu.
Skv MEN nú í eftirmiddaginn á Giggs að vera fokvondur yfir þessum „röngu fréttum“
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/ryan-giggs-fuming-david-moyes-6842397
Björn Friðgeir says
og meira: http://soccerlens.com/manchester-united-senior-player-stunning-dressing-room-bust/129806/
Þetta segir auðvitað ekkert annað en að einhver orðaskipti hafi átt sér stað og er ekkert skrýtið. Það gæti þess vegna bara verið til góðs.
Kristjans says
Mér fannst Björn Friðgeir koma með áhugaverða liðsuppstillingu í upphituninni fyrir leikinn gegn Liverpool. Tryggvi vísar hér að ofan til greinar Micheal Cox hjá Zonal Marking og þar má sjá skýringarmynd af liðsuppstillingum liðanna í leiknum.
Gæti Moyes ekki stuðst við uppstillinguna sem Rodgers notaði? Svipar til þess sem Björn varpaði fram í upphituninni.
Persie og Rooney saman frammi; Mata/Kagawa í holunni; og svo þrír á miðjunni þar sem einn er djúpur, einhverjir 3 af þessum 5: Carrick/Fellaini/Cleverly/Fletcher/Giggs.
Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig liðið verður á miðvikudaginn. Myndi vilja sjá Kagawa byrja þann leik.
Keane says
@ Kristjans:
Þú átt alla virðingu skilið og allir aðrir sem nenna að hugsa um þennan leik af einhverju viti..
ég sé bara fyrir mér Moyes gólandi útá hliðarlínu með vonlaust leikplan að baslast við að vinna Olympiakos 2-0.. svo eitthvað vonalust viðtal eftir leik tuðandi um óheppni..
Runólfur says
Random spurning dagsins. Ég hef nú átt í „rifrildum“ á Twitter um eina skoðun (sem ég veit að ég er ekki einn um) en hvað finnst mönnum um Rooney?
Ég veit að hann skilar góðri tölfræði en fyrir mér er hann ein af aðalástæðum fyrir því hvað við erum gagnslausir oft á tíðum.
Ef einhver vill rökin mín skal ég glaður koma með þau – ef ekki þá skal ég halda kjafti.
Það sem ég skil bara alls ekki (og tiltar mig út í hið óendanlega) er af hverju Fergie var ekki búinn að klára þetta Rooney mál áður en Moyes kom. Hann gaf í skyn að Rooney vildi fara og Fergie var augljóslega búinn að missa vissa trú á honum – sem sást best þegar hann setti hann á bekkinn gegn Real (Halló Beckham vs Real 2003 ?). Hvernig Rooney fer úr þessu yfir í það að vera AÐAL maðurinn hans Moyes, fær nýjan samning og sendiherra hlutverk eftir að ferillinn er búinn skil ég bara alls ekki – ég hefði haldið að Fergie hefði rúllað við á skrifstofunni hjá Moyes (eða hringt eða eitthvað) og sagt honum að sleppa því að gefa honum nýjan samning og selja hann til Chelsea (eða PSG eða what ever) eftir season-ið.
Kristjans says
@Runólfur
Ég veit ekki hvað skal segja varðandi Rooney. Var þetta ekki að virka betur í fyrra með Rooney á miðjunni og Persie frammi? En Rooney sætti sig ekki við það, var fúll með það og vill spila frammi. Ef einhver hefði getað komist með tærnar þar sem Scholes var með hælana á miðjunni, þá held ég að það hafi verið Rooney. Held að Ferguson hafi hugsað sér að reyna að gera Rooney að næsta Scholes eða því sem næst, alla vega að áhrifamiklum miðjumanni.
Mjög áhugavert að lesa þetta hér:
http://therepublikofmancunia.com/rooney-i-signed-new-contract-because-of-moyes/
“David Moyes’ influence on me signing the new contract was absolutely massive. Certain issues did arise last season that I wasn’t happy about. But out of respect to Sir Alex Ferguson I won’t talk about what went on because as far as I’m concerned it’s all in the past.“
Custom WordPress developer says
An uρdated form of Word – Preses caled Word – Press
mᥙlti-user allows for those promoting a website too
host their very own blogɡing community, in aⅾdition to
manage and moderate aⅼl incoming blogs from just
one dashboard. One in the most popular blogɡiong platforms ԝһich miɡht be
being useed Ьy many different individuals around the globe is Word – Pгess.
An individual is usually less costly to egage when compared tо a professional development
firm, but might require some upfront costs to post
wwork request, read designer portfߋⅼiߋs, or to hiure a deѕigner
that is ideal to take care of unique requiremеnts of
an specіfic website when doing so via a freеlancing agency.