Framundan er slagurinn um Manchester-borg. Á morgun mætast sigurvegarar siðustu tveggja tímabila Úrvalsdeildarinnar á Old Trafford. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að svona leikur sé settur á þriðjudag en upphaflega átti hann að fara fram 1. mars en finna þurfti nýja dagsetningu eftir að City komst í úrslitaleik deildarbikarsins. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta lykilleikur í titilbaráttunni en það er ekkert venjulegt við þetta tímabil fyrir okkur sem halda með Manchester United.
Smá sagnfræði
Síðan að Sheikh Mansour og Sameinuðu arabísku furstadæmin keyptu City árið og liðið fór að blanda sér í toppbaráttuna af einhverju viti hafa liðin skipt stigunum úr þessum viðureignum nokkuð bróðurlega á milli sín eins og sést á þessari mynd:
Bæði lið hafa unnið 2 leiki, tapað 2 og svo slæddist inn eitt jafntefli árið 2010 þegar Mancini hélt að hann gæti unnið titilinn með því að leggja rútunni fyrir framan markið sitt í stórleikjunum og vinna bara öll hin liðin. Ágætis plan en til þess að það virki þarftu auðvitað að ná úrslitum gegn öllum hinum liðunum. Eins og sést hefur City unnið tvo síðustu leiki á Old Trafford sem er betri árangur en liði náði frá árunum 1976-2011 en á því árabili vann City aðeins einn leik gegn United á Old Trafford. Money talks, bullshit walks og það er ekki lengur hægt að hlæja að litla liðinu í Manchester sem flakkaði á milli deilda á meðan titlarnir rúlluðu inn til okkar. Það sést einna best á peningunum sem eigendur City hafa dælt í þetta City-lið. Ég þreytist aldrei á að benda á þennan samanburð hérna að neðan:
Áhugamenn jafnt sem atvinnumenn (og aðrir!) um hvernig saga þessara liða samtvinnast geta svo kíkt á þennan lauflétta pistil sem ég tók saman fyrir leik liðanna í desember 2012
En hvað um það.
Möguleikar United í deildinni
Áður en að við kíkjum á leikinn á morgun skulum við aðeins pæla í stöðunni í deildinni nú þegar 8-9 umferðir eru eftir. Hverjir eru möguleikar United í deildinni?
Þó að tölfræðilega sé ennþá möguleiki á að United endurheimti titilinn er það auðvitað ekki að fara að gerast. Fjórða sætið er fjarlægur draumur og til þess að hægt sé að ná því er ekki óraunhæft að ætla að United þurfi að vinna alla þá 8 leiki sem eftir eru. Þessir 8 leikir eru gegn eftirfarandi liðum:
- 25. mars – Manchester City (H)
- 29. mars – Aston Villa (H)
- 5. apríl – Newcastle (Ú)
- 20. apríl – Everton (Ú)
- 26. apríl – Norwich (H)
- 3. maí – Sunderland (H)
- 6. maí – Hull (H)
- 11. maí – Southampton (Ú)
Af þessum leikjum ættu leikirnir gegn City og Everton að teljast strembnir, í öðrum leikjum er eðlilegt að gera kröfu um þrjú stig. Inn í þetta fléttast auðvitað Meistaradeildin. United spilar 1. og 9. apríl gegn Bayern München og ef við skyldum sigra þá viðureign og fara áfram eru undanúrslitin spiluð í lok apríl. Ef við gefum okkur að United nái að sigra alla þessa leiki endum við með 75 stig sem er auðvitað skammarleg stigatala fyrir félag eins og Manchester United. Stigin sem töpuðust á lokamínútunum gegn Southampton og Cardiff hefðu komið sér vel um þetta leyti. En hvað hafa liðin sem hafa endað í 4. sæti í gegnum tíðina endað með mörg stig? Tímabilið 2001/2002 var fyrsta tímabilið þar sem fjögur efstu lið deildarinnar fengu þáttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Síðan enska deildin fékk fjögur sæti í Meistaradeildinni hefur það aðeins gerst einu sinni að lið í 4. sæti endar með meira en 75 stig, Liverpool, meistari meta sem skipta engu máli, náði þeim árangri árið 2008 með 76 stig. Við erum ansi hinsvegar ansi langt á eftir liðinu í 4. sæti. Þar situr Arsenal með sín 62 stig, aðeins 6 stigum frá meðaltals-stigafjölda 4. sætisins síðustu árin. Það er ansi krefjandi verkefni að ætla að vinna upp 11 stig í 8 leikjum. Til þess þarf Arsenal að tapa 4 leikjum af þessum 8 sem eftir eru á meðan við vinnum alla okkar leiki.
Við erum þó ekki bara að keppa við Arsenal heldur eru bæði Tottenham og Everton fyrir ofan okkur. Tottenham með 56 stig og 7 leiki eftir, Everton með 54 stig og 9 leiki eftir. Tottenham á eftir að spila við Liverpool en aðrir leikir eru þeim í hag, á pappírnum að minnsta kosti. Everton á leik til góða á en eiga hinsvegar eftir að spila við okkur, City og Arsenal.
Við eigum fína möguleika á 5. sætinu en við þurfum að treysta á stórkostlegt klúður hjá Arsenal til þess að stela 4. sætinu af þeim á meðan við megum helst ekki misstíga okkur á neinn hátt. Það er spurning hvernig stórtapið gegn Chelsea um helgina fer í menn og það er alltaf hægt að treysta á einhverskonar Arsenal-klúður á vormánuðunum. Þeir eru mjög líklega búnir að klúðra möguleikum sínum á titlinum, við skulum vona að þeir brotni endanlega saman á endasprettinum.
Leikurinn á morgun
City sýndi muninn á þessum liðum í fyrri viðureign liðanna í september. Sá leikur fór 4-1 fyrir City þar sem þeir sýndu alhliða frammistöðu á móti virkilega dapri frammistöðu okkar manna þar sem Wayne Rooney virtist vera sá eini sem hafði áhuga á leiknum. Þessi leikur var táknrænn fyrir tímabil þessara liða. City hefur spilað gríðarlega vel og skorað ógrynni af mörkum á meðan við erum í sífelldum eltingarleik við andstæðinginn. City er í ágætu færi á að vinna titilinn, liðið er 6 stigum á eftir toppliði Chelsea með 3 leiki til góða og er leikurinn á morgun einn af þeim. Þeir munu því væntanlega mæta mjög ákveðnir til leiks í kjölfar 5-0 sigurs á botnliði Fulham. City-liðinu hefur verið óstöðvandi á heimavelli en hefur hikstað nokkrum sinnum á útivelli á tímabilinu. Af þeim liðum sem eru í efstu fimm sætunum eru þeir með slakasta árangurinn á útivelli. Það kom mér reyndar mjög á óvart að liðið sem er með besta árangurinn á útivelli á tímabilinu heitir Manchester United.
Það hjálpar þó ekki á morgun enda spilað á Old Trafford. United-liðið hefur verið dapurt á heimavelli á tímabilinu og lið eins og Norwich og Hull hafa tekið fleiri stig á heimavelli í vetur. Það er auðvitað langt frá því að vera boðlegt og það er ekki mögulegt að ná árangri í þessari deild án þess að vera með sterkan heimavöll.
Í síðasta leik brenndi Moyes sig illlega á því að láta United-miðjuna vera undirmannaða gegn þessum vélum sem eru á miðjunni hjá City. Yaya Touré, Fernardinho og David Silva munu einfaldlega leika sér að miðjunni hjá United ef þeir munu mæta tveimur miðjumönnum. Þriggja manna miðja á morgun er því lykilatriði. Fellaini hefur allur verið að koma til að undanförnu og getur vonandi þjarmað að Yaya Touré á morgun. Fletcher og Carrick verða væntanlega við hliðina á honum þó að gott hefði verið að nýta sér Phil Jones á miðjunni í þessum leik en það er ekki í boði vegna meiðsla varnarmannana hjá okkur.
Smalling og Evans eru meiddir, Vidic er í banni og Rio er tæpur en ætti þó að ná leiknum. Rafael og Evra verða í bakverðinum og ætti annar þeirra að gegna mikilvægu hlutverki í sóknarleiknum vegna þess að Samir Nasri dregur sig alltaf mikið inn á miðju vallarins. Það ætti að opna pláss fyrir bakvörðin þeim megin eins og við sáum í leik City og Chelsea fyrr á tímabilinu þar sem Branislav Ivanovic var með áætlunarferðir upp og niður hægri vænginn og uppskar mark.
Wayne Rooney, Juan Mata og Kagawa náðu vel saman í fjarveru Robin van Persie gegn West Ham um helgina og þó að Ashley Young sé ekki uppáhald stuðningsmannana stóð hann sig vel í að teygja á varnarlínunni með því að halda sig alveg úti á hægri vængnum á meðan tríóið leitaði meira inná við. Moyes þarf að fórna einum af þessum stöðum fyrir auka mann á miðjuna en við munum væntanlega sjá annan kantmanninn draga sig inn á miðjuna á meðan hinn reynir að teygja á spilinu. Það er algjört lykilatriði að Danny Welbeck spili þennan leik og verði annar þessara kantmanna. Hann var frábær gegn Olympiakos, hann leggur sig alltaf 100% fram, hann er aðdáandi United frá blautu barnsbeini og ætti því að elska það að spila gegn City. Hann er gríðarlega hraður, góður að koma boltanum frá sér og sífellt að reyna að hlaupa á bakvið varnarmennina. Ég vil að hann verði fyrsti maður á blað það sem eftir er tímabilsins Wayne Rooney mun leiða sóknina og ætli Juan Mata verði ekki settur á kantinn, þó að skynsami kosturinn væri ef til vill Antonio Valencia. Ég myndi giska á að liðið verði svona á morgun:
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Mata Fletcher Carrick Fellaini Welbeck
Rooney
Pellegrini staðfesti á blaðamannafundi áðan að Aguero og Nastasic væru meiddir en aðrir leikmenn liðsins væru klárir í leikinn. Gegn Fulham stillti Manuel Pellegrini upp eftirfarandi liði:
Hart
Zabaleta Lescott Demichelis Kolarov
Fernardinho Yaya Touré
Milner Silva Nasri
Negredo
Kompany var í banni, Jesus Navas var hvíldur og má gera fastlega ráð fyrir því að þeir komi inn ásamt því að mögulega muni Clichy koma í vinstri bakvörðinn. Demichelis heldur eflaust sæti sínu enda staðið sig vel í síðustu tveimur deildarleikjum en hann er þó óumdeilanlega veikasti hlekkurinn í þessu City-liði ásamt vinstri bakvarðarstöðunni og þar liggja tækifærin hjá United. Það þýðir þó lítið að blása til sóknar gegn þessu City-liði sem getur refsað grimmt. Þó að viljum sjá Moyes fara að taka smá sénsa verður að spila þessa leiki varfærnislega. Það þýðir þó ekki að liðið eigi bara að liggja í vörn heldur þarf að hugsa um hvernig eigi að skora mörkin. Við sáum það undir stjórn Ferguson að þegar hann lagði liðið upp til að spila varnarsinnaðan bolta, eins og í leikjunum gegn Arsenal og oft gegn City var samt sem áður alveg á hreinu hvernig liðið ætlaði sér að skora og það var augljóslega vel æft á æfingarsvæðinu. Það má ekki bara leggja liðið upp til þess að hindra það að það fái á sig mark, lið eins og Manchester United verður alltaf að huga að sóknarleiknum.
Stuðningsmenn United eru að öskra á það að Moyes fari að sýna eitthvað af viti með þetta United-lið og það eru tvo risapróf framundan, leikurinn gegn City og viðureignin við Bayern. Við eigum mjög veika von á 4. sætinu en það þýðir samt ekki að ekki eigi að gera harða atlögu að því. David Moyes segist eiga margt ógert í þessu starfi og ætli sér að vera í því í langan tíma. Nú er tíminn, hann er að berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu og ef það virkar ekki eins og spark í rassinn á honum á hann ekkert erindi áfram á Old Trafford.
Það eru 24 stig í pottinum. Við viljum fá þrjú af þeim á morgun, takk fyrir.
Moyes á blaðamannafundi
Moyes says "Carrick was great at centre-back. He's done it before so it wasn't a problem. We considered Fellaini, Evra can play there too."
— Manchester United (@ManUtd) March 24, 2014
The boss says @JuanMata8 "came here to play in 2 or 3 positions. He was close to scoring on Saturday and has done well in all the games."
— Manchester United (@ManUtd) March 24, 2014
David Moyes on #mufc's form in general: "We’re not as far away as many people would have us and I have no doubt we will improve."
— Manchester United (@ManUtd) March 24, 2014
David Moyes says #mufc "want to perform better in the bigger matches" as he prepares for his first home derby against Manchester City.
— Manchester United (@ManUtd) March 24, 2014
The boss is encouraged by Olympiacos and West Ham displays: "In the last two games, a lot of players have stepped up and performed." #mufc
— Manchester United (@ManUtd) March 24, 2014
Leikurinn hefst klukkan 19.45.
Hlynur Freyr Òlafsson says
Frábær grein …. eins og alltaf :-)
Auðunn Sigurðsson says
Skemmtilegur lestur.
Þetta verður vonandi mikil skemmtun á morgun, nú verða leikmenn að bíta verulega frá sér á heimavelli og gefa stuðningsmönnum liðsins eitthvað til að kætast yfir eftir þessar hamfarir sem dundu yfir í síðasta deildarleik á Old Trafford.
Það er líka kominn tími til að Moyes vinni eitthvað af þessum topp liðum, árangur hans gegn topp 5 liðum deildarinnar er vægast sagt alveg ömurlegur og eitthvað sem stuðningsmenn United eiga erfitt með að sætta sig við, vonum það besta.
Er hinsvegar alls ekki sammála þessari liðsuppstillingu.
Í fyrsta lagi er Mata ekki vængmaður og það kemur lítið sem ekkert út úr honum á vængnum.
United getur ekki stillt upp þremur svona hægum leikmönnum inn á miðri miðjunnu, liðið verður að hafa hraða til að sækja á City, er hræddur um að þessir menn verða bara í klukki allan leikinn.
Ég vill sjá djarfa uppstillingu á heimavelli, ég vill sjá liðið þora taka sénsa (enda höfum við engu að tapa) og sækja í þessum leik.
Væri til í að sjá einhversskonar 4-2-3-1 útfærslu með Mata, Kagawa og þá Rooney fyrir aftan Welbeck, eða Kagawa, Mata og Januzaj fyrir aftan Rooney eða eitthvað.
Er reyndar sammála því að Welbeck þyrfti að byrja þennan leik, hann er bæði duglegur og góður í að stinga sér inn fyrir vörnina.
Þótt hann sé ekki mikill markaskorari þá getur hann valdið City vandræðum, hann er oft góður í svona leikjum.
Ég vona að Moyes fari inn í þennan leik með því hugarfari að sókn sé besta vörninn, ef hann ætlar að láta city stjórna leiknum og treysta á hraðupphlaup þá gæti farið ílla.
United verður að hafa sjálfstraust til að reyna að halda boltanum innan liðsins, leikmönnum City finnst ekkert gaman að vera án bolta og alls ekki að verjast mikið.
Sjáum til, ég bíð spenntur..
ellioman says
Þetta er svakaleg upphitun Tryggvi!
KPE says
Frábær upphitun! Fokkin elska þessa síðu :D
Siggi says
Kompany er í banni svo að það sé á hreinu. Fékk beint rautt um daginn sem að ég held þíða þriggja leikja bann.
Tryggvi Páll says
Nei, Kompany fékk bara eins leiks bann fyrir rauða spjaldið gegn Hull.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/manchester-city-skipper-vincent-kompany-3244771
Ingvar says
Fékk reyndar bara einn leik í bann, professional foul.
Ótrúlega skrýtið að fara í þennan leik og eiginlega vona að City vinni.
Get bara ekki hugsað mér að Liverpool verði meistara, mega öll önnur lið vinna deildina frekar en þeir. Ef tap hjá okkur þýðir að Liverpool verði ekki meistari, þá já takk, eitt tap fyrir mig, er orðinn vanur.
Óli Jón Gunnarsson says
Frábær lesning
Ingi Rúnar says
Ég er ansi hræddur um tap í kvöld, og það stórt. Hef vonandi rangt fyrir mér.
kobbi says
Ingvar skrifaði:
Garfield says
Fyrstu 15 min = City
Seinustu 30 min = United
Búið að vera þrusu leikur bara, fyrir utan fyrstu 45 sek! :(