Ég ætla ekki að nefna niðurlæginguna sem við upplifðum í vikunni. Ég ætla ekki að nefna hluti eins og að byrjunarlið United kostaði £184m á móti £161m hjá City. Ætla ekki að nefna það að United hefur núna tapað tíu leikjum á þessu tímabili og stefnir í lægsta stigafjölda í meira en 22 ár. Ég ætla ekki að nefna það að Fellaini gæti farið í bann fyrir að hrækja á Zabaleta.
Ef þið viljið sökkva ykkur inn í leiðindi þessarar viku þá getið þið til dæmi lesið þetta hér… eða þetta… kannski þetta… jafnvel þetta hér… eða grátið yfir þessu… máski þetta… ef til vill þetta… þetta hér… grátið enn meira yfir þessu… eða þetta… eða horft á þetta… eða liðið illa yfir þessari mynd… eða hlustað á Neville… eða farið að hágráta yfir þessu… eða bara sleppt því?
Nó sörrí bob! Í dag ætlum við að setja slíkar umræður í frystinn. Eða nei, leyfið mér að segja eitt áður en við frystum þetta. Þessi *BEEEEP* fáni og þessi *BEEEEEEEP* flugvél. Ég veit að flest ef ekki allir eru komnir með nóg af hr.Moyes núna og verður sumarið verður eflaust pakkfullt af ömurlegum umræðum um kallinn. En þessi flugvél og þessi fáni er eitthvað kjánalegasta sem ég hef séð í langan tíma! Ef þetta væri einhver annar klúbbur þá væri svo gaman hjá okkur núna að gera grín að þessum stuðningsmönnum. En nei, í þetta skiptið erum við aðhlátursefnið.
Sorrí, þetta er ekkert nema kjánahrollur og er einfaldlega sorglegt að sjá. Enda er fleira fólk en ég að furða sig á þessu. Djöfull erum við illa stödd þegar í hverri viku er gert grín að okkur og það er enn verra þegar grínið snýst að okkur stuðningsmönnum liðsins.
En jæja, lok lok og læs. Þessi umræða komin í frystinn og bíður betri daga (eða verri?). Kemur mér bara í vont skap. Nú hlustar maður bara á það sem MUFC Ticket Exchange skrifaði á twitter:
[VILLA] Have we paid to watch football or an air show tomorrow? What ever your feelings on David Moyes, get behind the team. #MUFC
— MUFC Ticket Exchange (@mufc_tickets) March 28, 2014
Upphitunin
Sjáum nú til, Aston Villa mætir til leiks á Old Trafford á morgun, sem þeir hafa gert sjötíu og átta sinnum. Í þeim viðureignum hafa þeir unnið níu sinnum, gert sautján jafntefli og tapað fimmtíu og tvisvar sinnum. United hefur semsagt unnið tvo þriðju af öllum viðureignum sínum gegn Villa á Old Trafford. Nú vonum við einfaldlega að við náum að auka þá tölfræði okkur í vil á morgun. United hefur tapað einungis einu sinni í síðustu þrjátíu og sex deildarleikjum gegn Villa þannig að tölfræðin er okkur í hag (Ekki að hún hafi hjálpað okkur í vetur, en við tölum ekki um það í dag).
Aston Villa situr þessa stundina í tólfta sæti, sautján stigum á eftir United en með leik til góða. Í síðustu sex deildarleikjum hafa þeir unnið tvo, gert eitt jafntefli, tapað þremur og fengið sjö stig. Hinsvegar hafa þeir í síðustu sex útileikjum unnið einu sinni, gert tvö jafntefli, tapað þrisvar og fengið fimm stig. Á sama tíma hefur United í síðustu sex deildarleikjum unnið þrjá, gert eitt jafntefli, tapað tveimur og fengið tíu stig. Því miður hefur liðið spilað alveg hræðilega á Old Trafford á þessu tímabili, einungis fengið tuttug og eitt stig af fjörtíu og fimm mögulegum. Hull City er með betri árangur á heimavelli en United (en við tölum ekki um það í dag).
Hjá Aston villa eru Weimann, El Ahmadi, Kozák, Okore og N’Zogbia á meiðslalista en hjá United vitum við að Van Persie mun alls ekki spila og litlar líkur eru á að Vidic, Evans og Smalling mæti til leiks.
Með þá vitneskju að leiðarljósi ætla ég að spá byrjunarliðinu svona:
De Gea
Rafael Ferdinand Jones Evra
Valencia Carrick Fellaini Welbeck
Mata
Rooney
Ég veit þið viljið hakka mig fyrir þetta byrjunarlið en í alvöru, hvernig haldið þið að hann stilli liðinu upp? Chicharito og Kagawa fá aldrei sjensa, Januzaj er búinn að vera dauðþreyttur og því hvíldur, verðum helst að nota Ferdinand, o.s.frv. Frekar ömurleg staða hjá okkur þessa stundina með leikmenn (en við tölum ekki um það í dag).
Sjö leikir eftir að þessum meðtöldum:
- 29. mars – Aston Villa (H)
- 5. apríl – Newcastle (Ú)
- 20. apríl – Everton (Ú)
- 26. apríl – Norwich (H)
- 3. maí – Sunderland (H)
- 6. maí – Hull (H)
- 11. maí – Southampton (Ú)
sem þýðir að United hefur möguleika á að krækja sér í tuttugu og eitt stig gegn liðum sem það á í raun alltaf að sigra (Everton skiljanlega erfiðasti leikurinn af þessu sjö). Nú vonar maður bara að liðið komist á smá gott ról hérna í lokin svo við förum ekki hágrátandi inn í sumarið. Og þá getum við farið að tala um hlutina!
Moyes á blaðamannafundi
David Moyes seeks a reaction to the derby defeat: “We didn’t play well. The players are hurting like me and want to show it vs Villa.“ #mufc
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2014
David Moyes seeks a reaction to the derby defeat: “We didn’t play well. The players are hurting like me and want to show it vs Villa.“ #mufc
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2014
More from Moyes: “I’m more driven than ever to succeed. I want the team to turn around and I want to change the position we’re in.” #mufc
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2014
Leikurinn hefst kl 12:45 á morgun, laugardag.
Auðunn says
Ég styð þennan borða og flugvél 100%.
Finnst bara allt í lagi að stuðningsmenn tjài skoðanir sínar hvernig svo sem þeir fara að því.
Persónulega finnst mér þessi borði ekkert asnalegri en þessi The Chosen one sem er à Old Trafford.
Verður àhuga verður leikur á morgun.
Hljótum nú að klára þetta Villa lið, trúi ekki öðru.
Runólfur says
Ef ég persónulega mætti stilla upp liðinu væri það líklega : De Gea. Rafael – Carrick – Jones – Búttner. Cleverley-Fletcher. Mata. Rooney – Hernandez – Welbeck. Einstaklega sóknarsinnað 4-3-3 (4-2-1-3). Mata væri í holunni á bakvið framherjana tvö. Rooney – Welbeck gefa breidd ásamt því að bakverðirnir eru upp og niður eins og ofvirkir krakka í nammibúð. En þar sem David Moyes er þjálfari þá verður þetta líklega 4-4-2 með Valencia og Young á köntunum og fleira skemmtilegt.
En hey, maður getur alltaf vonað :)
Bjarni says
Ég hef alltaf haldið því fram að hér séu húmoristar á ferð from day one, með þennan „chosen one“ borða. Þeir byrjuðu með grínið. Annars fer leikurinn 4-1 og öll mörkin skoruð i fyrri hálfleik, algjör sýning. Fellaini með 2, Rooney 1 og Mata 1.
Suarez says
Hvað átti hann Moyes við eiginlega þegar hann sagði fyrir nokkrum vikum að Kagawa myndi fá að spila fullt af leikjum út tímabilið en kauði hefur svo eins og svo oft áður fengið að sitja á tréverkinu.
Moyes á að hætta að nota Vidic og Rio, annar getur ekkert lengur og hinn er kominn í annað lið í hausnum.
Reyndar ætti Evra ekki heldur að koma nálægt þessu byrjunarliði miðað við frammistöðuna í vetur en það er kannski fátt um fína vinstri bakverði hjá ykkur eins og fleiri liðum.
——————-De Gea————
Rafael—Carrick– Jones—Buttner
————Fellaini—–Mata——–
Valencia——Kagawa—-Welbeck
—————–Rooney—————
Prófa svo að spila sóknarbolta og pressa pressa og pressa allan leikinn.
Már Ingólfur Másson says
Væri til í að sjá menn hvílda fyrir Bayern leikinn. Hann er mun mikilvægari.
DDG – Rafael – Carrick- Jones- Buttner / Fellaini – Fletcher/ Young- Valencia – Kagawa – CHica.
FLugvélin er hallærislegt gimmick þó ég vilji Mouyes út þá er þetta einstaklega aulalegt.
Hannes says
ég skil ekki alveg þá stuðningsmenn sem segjast ekki vilja fara í evrópudeildina. Ég held að það gæti verið okkar eini möguleiki á að ná meistaradeildarsæti á næsta tímabil með að vinna evrópudeildina. Og afhverju ekki bara að spila á varaliðinu í riðlakeppninni og 32 og 16 liða úrslitum ? ég tel þetta ekki vera neitt auka álag. Að spila á fimmtudegi og sunnudegi er það nákvæmlega það sama og að spila á miðvikudgi og laugardegi. Ekki voru margir að kvarta þegar við mættum west ham á útivelli eftir að hafa mætt olympiakos á miðvikudeginum á undan. Ætla ekki að hlusta á að þetta fimmtudag-sunnudag fyrirkomulag sé vonlaust.
Björn Friðgeir says
Evrópudeildar/UEFA bikarinn er eini Evrópubikarinn sem United hefur ekki unnið. Ég væri meira en til í að bæta honum í safnið.
Hannes says
Mikið finnst mér gaman að lesa þessa upphitunar pisla hjà ykkur. Búinn að lesa flesta og dáist í hvert skipti að það sé til fólk sem nennir þessu, því ekki eru þetta búnir að vera auðveld skrif. Vildi bara þakka ykkur fyrir þetta og vonum að manutd nái að klára „restina“ með sæmd.