Í dag sáum við United spila gegn Aston Villa á Old Trafford. United vann leikinn með fjórum mörkum gegn einu með mörkum frá Rooney(2), Mata og Chicharito.
Fyrir leik var fólk smeykt fyrir því að leiknum yrði seinkað vegna umferðartafa nálægt Old Trafford. En sem betur kom ekki til þess og leikurinn hófst á eðlilegum tíma. Moyes ákvað að stilla liðinu upp á þennan máta:
De Gea
Rafael Jones Vidic Buttner
Fletcher Fellaini
Young Mata Kagawa
Rooney
og á bekknum voru þeir Amos, Giggs, Chicharito, Carrick, Nani, Welbeck, Januzaj. Með öðrum orðum, sama miðja og framlína sem hann notaði í tvö núll sigri United gegn West Ham fyrir viku síðan. Stuttu síðar sá maður þessa tölfræði á Twitter:
47 – David Moyes has continued his run of naming a unique starting XI in each of his matches as Man Utd boss. Rotate.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 29, 2014
Fyrri hálfleikurinn byrjaði illa fyrir okkar menn. Ekkert spil að ganga upp, sendingar sífellt að klikka, vörðumst ágætlega en lítið spennandi að gerast. Þetta er til dæmis mjög lýsandi fyrir fyrstu tíu mínúturnar:
Man United have completed just 64% of their passes in the opening 10 minutes – sloppy start by the home side. pic.twitter.com/9Qha6Wl8RX
— Squawka Football (@Squawka) March 29, 2014
Svo til að kóróna þessa vondu byrjun þá brýtur Rafael klaufalega af sér á tólftu mínútu , rétt fyrir utan vítateig United og fær gult spjald. Aukaspyrnuna tekur Westmann sem á þessa flottu spyrnu sem De Gea rétt nær að snerta og verja inn í markið. Staðan núll eitt eftir þrettán mínútur. (vídeó).
Eins og við sáum allmikið á síðustu leiktíð, þá þurfti United að lenda undir til þess að vakna og byrja að berjast. Á tuttugustu mínútu fær Kagawa boltann vinstra megin við vítateig Villa, kemur með þessa gullfallegu fyrirgjöf á Wayne Rooney, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var aleinn og yfirgefinn inn í vítateig Villa og skallaði hann boltann hnitmiðað inn í mark Villa (Vídeó). Staðan eitt eitt eftir tuttugu mínútur og fyrsta mark Rooney á Old Trafford síðan í október 2013.
Eftir þetta lullaðist leikurinn áfram án þess í raun að eitthvað markvert hafi gerst. Eitt var þó áberandi, Kagawa var að spila sinn besta leik í langan tíma og var svo sannarlega að sýna Moyes að hann á skilið fleiri tækifæri með liðinu. Virkilega sprækur.
Á 44′ mínútu á Kagawa frábæra sendingu á Mata inn í teig sem í kjölfarið var felldur klaufalega af Bacuna. Rooney var maðurinn til að taka spyrnuna og verður að segjast að þetta var alveg frábær vítaspyrna hjá drengnum sem hefur klúðrað allnokkrum fyrir liðið. Algjörlega óverjandi fyrir Guzan. (Vídeó)
Í hálfleik ákvað Moyes að taka Rafael af velli og setja Carrick inn á. Ekki veit ég hvort Rafael hafi verið að glíma við einhver meiðsl en hann var slappur í dag eins og því miður oft á þessu tímabili. Jones tók stöðu Rafael í hægri bak og Carrick stöðu Jones.
Villa byrjaði seinni hálfleik betur og á 49′ mín kemst Benteke í algjört dauðafæri en nær einhvernveginn að hitta ekki boltan þegar hann var kominn einn á móti De Gea. Átta mínútum síðar átti United ágætis sókn sem endaði í miklum darraðadansi inn í teig og boltinn rataði til Mata sem kom honum snyrtilega inn í mark Villa. Fyrsta mark Mata fyrir United og staðan orðin 3-1 fyrir United. (Vídeó)
Eins og kom fram á fréttamannafundinum í gær þá er Moyes búinn að vera hvíla Januzaj síðustu vikur. Drengurinn víst dauðþreyttur og ekki vanur þessu álagi. Það var því gaman að sjá hann koma inn á fyrir Kagawa á 68′ mínútu og spila nákvæmlega eins og áður, óhræddur að taka menn á og ógna. Verður svo gaman að sjá drenginn spila fyrir liðið næstu ár. Stuttu síðar átti Rooney svo dauðafæri sem Guzan varði vel og þá ákvað Moyes að taka hann af velli á 75′ mínútu og setja Chicharito inn í staðinn. Flott frammistaða hjá Rooney í dag og tvö mörk, meira svoleiðis gegn Bayern.
Fyrir leikinn var Rooney með þessa tölfræði:
Wayne Rooney has been involved in 47.9% of Man Utd’s goals this campaign, a higher % than any player in the EPL. pic.twitter.com/jTB5peImN1
— Squawka Football (@Squawka) March 29, 2014
Tvö mörk í viðbót í dag sýna okkur að hann er langmikilvægasti leikmaður liðsins hvað varðar markaskorun á þessu tímabili. Þótt maður hafi gríðarlega gaman af því að sjá leikmann United vera skora mörg mörk og standa sig vel þá er þetta skelfileg tölfræði fyrir liðið. Það á enginn leikmaður að vera með 50% markahlutfall liðsins á einu tímabili (nema hann heitir Ronaldo eða Messi og skori yfir 50 mörk á tímabili).
Á 91′ mínútu á Januzaj alveg frábært hlaup inn í vítateig Aston Villa og sendir þessa laglegu sendingu á Chicharito sem kemur boltanum í netið (Vídeó). Frábært mark en skemmdi smá fyrir mér að sjá Chicharito fagna. Maður fékk þá tilfinningu að hann væri í raun að kveðja liðið (svipað og maður sá þegar Fabio skoraði sitt síðasta mark fyrir United). Tveimur mínútum síðar flautaði dómari leiksins til leiksloka og 4-1 sigur niðurstaðan.
Flott þrjú stig í dag, United tveimur stigum á eftir Tottenham sem á leik til góða og þremur stigum á eftir Everton sem á tvo leiki til góða. Næst sjáum við liðið mæta Bayern Munich (Sem mætir Hoffenheim í dag ef einhver hefur áhuga) á Old Trafford næsta þriðjudag í meistaradeildinni. sá leikur verður svakalegur… úff…
Ísak Agnarsson says
Vá Young again :(
En vonandi nýtir Buttner sér tækifærin og gott að sjá Kagawa í byrjunarliðinu.
Vona svo innilega að Hernandez komi inná early.
Egill says
Þetta er flott lið, þessir þrír fyrir aftan Rooney geta svo skipt um stöður á vellinum án vandræða og allir geta spilað beint fyrir aftan framherja. Það er ýmislegt hægt að segja um Moyes en ég er að gúddera það hvernig hann er að breyta liðsuppstillingunni úr 4-4-1-1 og yfir í 4-2-3-1, og virðist ætla að hætta men gömlu týpísku kanntmennina og nota í staðin kanntmenn sem „inside forwards“ eins og flest stórlið eru farin að gera.
Gunnar Helga says
Af hverju í fokkanum er ekki Carrick á miðjunni???
ellioman says
Gunnar Helga skrifaði:
Hvíla fyrir leikinn gegn Bayern?
Pétur says
Sammála Agli, stóru liðin eru mörg farin að hætta með kantara til að fá breiddina, inside forwards nýtast vel fyrir 1-2 snertinga fótbolta þar sem menn eru nær hvor öðrum, sem reynist líka vel í varnarleik þegar liðið þarf að vera þétt. Bakverðir sjá um að veita breiddina til að teygja á andstæðingnum.
Ef Moyes(eða næsti manager) ætlar að koma þeirri hugmyndafræði inn í ManUtd myndi Fabio Coentrao nýtast vel þar sem hann er mjóg sóknarsinnaður bakvörður með reynslu af því að spila á kantinum.
Annars sáttur með liði, nema Young út Januzaj/Welbeck/Nani inn.
Ingvar says
Shit hvað okkur verður slátrað svakalega á þriðjudaginn!!!
diddiutd says
Það mátti alveg minnast á stunguna hja kagawa sem bjo til vítið… Hun var gott stöff…
ellioman says
diddiutd skrifaði:
Rétt hjá þér! Bætti aðeins úr því. Þarf samt að leggjast í smá rannsóknarvinnu og finna vídeó sem sýnir mér sendinguna.
Karl Garðars says
Ljósir punktar:
– 4-1 á OT.
– Rooney, Kagawa og Mata mjög fínir. Meira svona takk.
– Mata skorar.
– Fellaini að skána.
– Young skeit ekki upp á þak.
– Adnan Januzaj.
Raunveruleikinn. (Því að veruleikafirringin tíðkast í Merseyside ekki OT):
– Þrátt fyrir 4-1 þá var þetta ósannfærandi.
– Þetta var A. Villa.
– Lendum 0-1 undir á 12 mín.
– Bakverðirnir okkar báðir komnir með gult eftir c.a 20mín og kjánaleg brot.
– Olnboginn á Fellaini.
– Benteke klúðraði 2x dauðafærum sem er mjög ólíkt honum.
– Við héldum illa boltanum og vorum síst betri aðilinn í leiknum.
– Villa áttu mun fleiri skot að marki.
– Spilið er oft á tíðum í einstöku klúðri vegna þess að menn fría sig ekki og opna fyrir sendingar fram völlinn heldur hlaupa að manninum með boltann. Eins og það hjálpi að koma boltanum 3 metrum lengra á mann sem snýr frá markinu og er á leiðinni til baka. Þetta gerist alltof oft og endar yfirleitt með klaufalegri sendingu aftur eða því að boltinn er slitinn af okkur á agalegum stað og allt í stórhættu.
– Sammála greinarhöfundi með Chicarito og hvernig hann fagnaði. Ég er ansi hræddur um að hann verði notaður sem ódýr skiptimynt í kaupum á einni tíu í viðbót á morðfé.
Niðurstaðan: Keisarinn er ekki í neinum fötum og við verðum stjaksettir af B. Munchen. FML!
Kristjans says
Fannst Kagawa flottur í dag; lagði upp fyrsta markið, laglegt hlaup hjá Mata inn í teig, varnarmenn Villa elta hann og Rooney einn á auðum sjó. Góð stungusending svo hjá Kagawa þegar brotið var á Mata og víti dæmt.
Hefði viljað sjá Nani fá einhverjar mínútur í dag. Gæti Nani ekki reynst vel í leikjunum gegn Bayern? Janujaz var flottur eftir að hann kom inn á og hefur greinilega haft gott af hvíldinni. Leikurinn hefði án efa þróast á annan máta ef Benteke hefði hitt boltann og skorað í upphafi seinni hálfleiks. Spurning svo hvort Benteke hefði átt að fá víti.
Horfði á leikinn á BT Sport. Þulirnir gerðu mikið úr því að Moyes skildi fara á undan liðinu út á völl, nokkru áður en liðið gekk út á völluinn. Hrósuðu Moyes fyrir það. Fékk klapp frá áhorfendum og virtist fá stuðning. Eftir að leikurinn byrjaði þá heyrðist smá baul þegar borðinn birtist í háloftunum.
Mæli svo með þessari grein hér, frábær lesning:
http://therepublikofmancunia.com/would-moyes-get-more-time-at-another-club/
Ingvar says
Flesta aðra daga hefðum við tapað þessum leik sannfærandi. Þessi úrslit gefa alls ekki rétta mynd af leiknum og Villa mega vera svektir að hafa tapað honum svona. Þetta er sami söngurinn hjá manni leik eftir leik, ósannfærandi spilamennska og um leið leiðinlegur fótbolti, stundum falla úrslitin með okkur en aldrei gegn betri andstæðingum. Veit að hópurinn er ekki sá sterkasti en Moyes er akkúrat ekki neitt að styrkja hann með hugmyndafræði sinni.
Keane says
@ Ingvar:
Það er akkúrat málið Ingvar, hugmyndafræði Moyes er engin hugmyndafræði.
Þetta var langt í frá öruggt í dag.
DMS says
“ Á tuttugustu mínútu fær Kagawa boltann vinstra megin við vítateig Villa, kemur með þessa gullfallegu fyrirgjöf á Wayne Rooney, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var aleinn og yfirgefinn inn í vítateig Villa…“ – Ástæðan fyrir því að Rooney var alveg óvaldaður var hlaupið frá Mata inn í teiginn, dró varnarmanninn til sín :)
Flottur leikur í dag hjá Kagawa. En þetta byrjaði nú alls ekki vel, ég hélt við værum að fara að sjá enn einn svona skítaleikinn. Það er mikið verk fyrir höndum, sigur gegn A.Villa er hænuskref í rétta átt en ekki mikið meira en það.
Varðandi Chicharito, þá fékk ég sömu tilfinningu og þið – þ.e.a.s. að hann væri hálfpartinn að kveðja með fagninu sínu. Ég veit ekki með ykkur en ég á eftir að sjá á eftir honum. Hef alltaf haldið upp á hans persónu, kemur vel fyrir í viðtölum og ber greinilega mikla virðingu fyrir Man Utd. En skiljanlega vill hann spila meira.
Hanni says
Tvær góðar greinar sem skrifaðar eru af Liverpool-mönnum. Þeir benda á sitthvorn hlutinn sem að mínu mati eru stærstu ástæðurnar fyrir því hvernig hefur farið hjá okkur í vetur.
http://www.theguardian.com/football/blog/2014/mar/29/david-moyes-everton-ways-manchester-united
og
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/10730540/Manchester-United-manager-David-Moyes-has-only-himself-to-blame-the-champions-are-still-top-four-quality.html