1-1 úrslitin eftir hörkuleik. Þessi leikur var eiginlega skólabókardæmi um það hvernig á að spila gegn liðum undir Pep Guardiola. Byrja af krafti, spila svo hörkuvörn á meðan andstæðingurinn spilar boltanum á milli sín og reynir að finna glufur. Reyna svo eftir fremsta megni að sækja hratt og ná marki. Þetta gekk næstum því allt eftir. Næstum því.
Það er ýmislegt sem stendur upp úr í þessum leik.
Í fyrsta lagi: Danny Welbeck skoraði fullkomlega magnað mark á þriðju mínútu. Það var fullkomlega löglegt en dómarinn ákvað af einhverjum ástæðum að dæma það af vegna þess að varnarmaður Bayern setti andlitið á sjálfum sér í svona 1 metra hæð yfir jörðina. Það var ekki Danny Welbeck að kenna, langt í frá og við því rændir fullkomnri byrjun
Í öðru lagi: Danny Welbeck, sem spilaði þennar leik reyndar alveg frábærlega, komst í algjört dauðafæri gegn Neuer, eiginlega eins mikið einn á einn og hægt er að fá í fótboltanum. Hann reyndi hinsvegar að vippa yfir Neuer í staðinn fyrir að fylgja bara gömlu reglunni: Hægri fótur, hægra horn. Neuer er frábær markmaður og lætur ekki plata sig svona auðveldlega.
Í þriðja lagi: Hversu góður voru Jones og Büttner í þessum leik? Þeir gjörsamlega lokuðu á kantmenn Bayern í leiknum. Vidic og Rio stóðu sig einnig mjög vel. Þessi varnarlína reyndist mun betur en allir þorðu að vona.
Í fjórða lagi: Nemanja Vidic! Hversu fáranlega gott mark var þetta. Hann tók þennan skalla eins og Michael Jordan hefði verið með boltann og 4 sekúndur eftir í körfuboltaleik. Fyrirliðamark frá fyrirliðanum okkar og gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið.
Í fimmta lagi: Augnabliks einbeitingarleysi í vörninni og Bayern náði í dýrkeypt útivallarmark. Sending barst fyrir, Mandzukicið skallað boltann út í teiginn þar sem Fellaini hafði ekki nennt að elta sinn mann. Bastian Schweinsteiger mætti á svæðið og hamraði hann upp í þaknetið.
Í sjötta lagi: Javi Martinez fékk gult spjald og er þar af leiðandi kominn í bann. Schweinsteiger fékk einnig rautt spjald á lokamínútunum og verður einnig í banni. Nú, þetta Bayern lið er auðvitað stútfullt af gæðum, það sást best þegar Götze kom inn á á meðan við settum Young inn á, en þessir leikmenn eru lykilmenn í liðinu og fínt að vera laus við þá í seinni leiknum eftir viku.
Eftir rúma viku höldum við því til München til að spila seinni leikinn með mun betri stöðu en nokkur maður þorði að vona. Menn afskrifa aldrei Manchester United og ef við náum að pota inn einu marki á Allinz-Arena er allt hægt. Meistaradeildar-Moyes sér um þetta fyrir okkur.
Liðin voru svona:
United
De Gea
Jones Rio Vidic Büttner
Valencia Carrick Fellaini Giggs Welbeck
Rooney
Bekkur:Lindegaard, Hernandez, Nani, Young, Fletcher, Januzaj, Kagawa.
Bayern
Neuer
Rafinha Javí Martinez Boateng Alaba
Lahm
Schweinsteiger
Robben Kroos Riberý
Müller
Bekkur: Starke – van Buyten, Mandzukić, Shaqiri, Pizarro, Götze, Højbjerg
ellioman says
Óboj…. þetta verður eitthvað… :/
Mjög sérstök uppstilling hjá Bayern. Verður fróðlegt að sjá hvernig það spilar (vonandi illa fyrir þá!).
diddiutd says
AFHVERJUERKAGAWAALLTAFREFSAÐFYRIRAÐSPILAVEL.!!!!!!!!!!!!!!!!
?
Hanni says
Byrjunarliðið hjá Moyes er alveg nákvæmlega eins og ég óttaðist. Framlínan hjá Bayern verður í stöðugum stöðuskiptum og við verðum togaðir út og suður.
Hálf óttast gjörsamlega niðurlægingu en á sama tíma þá er það kannski ekki svo slæmt því að þá verða menn að fara að skoða sín mál betur.
Tryggvi Páll says
Ég verð að játa það að ég sé ekki hvernig Moyes átti að stilla þessu liði upp mikið öðruvísi. Meiðsli og bönn gera það að verkum að þetta er eina varnarlínan sem hægt var að stilla upp. Carrick er sjálfkjörinn. Giggs var frábær gegn Olympiakos, besti maður vallarins gegn Real Madrid í fyrra og hentar fullkomnlega í þessa leiki. Hvar á að spila Kagawa? Á vinstri kantinum? Og láta Büttner glíma einn síns liðs við Robben. Nei takk.
Hanni says
Nema kannski…….. ef Utd snýr þessu upp í antifótbolta…. brot, kýlingar, route one bolti, olbogar, horn og aukaspyrnur og De Gea á leik lífs síns þá kannski……kannski gætum við stolið þessu 1-0
ellioman says
@ Tryggvi Páll:
Agreed!
Hanni says
@ Tryggvi Páll:
Ég hefði kosið De Gea; Valencia, Jones, Vidic, Büttner; Welbeck, Carrick, Kagawa, Giggs, Januzaj; Rooney.
Held bara að þessi Everton-bolti henti ekki þessum mönnum
Keane says
Þetta er nú meiri álfurinn sem við höfum sem stjóra…
Ég gat nú ekki annað en hlegið um daginn þegar ég sá sýnt frá æfingu liðsins… Moyes eins og fífl í reitabolta með strákunum… ég er ekki hissa á genginu
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Jæja, ennþá 0-0. Lofar góðu :)
Alexander says
Ég get varla verið sá eini sem var byrjaður að fagna þegar boltinn fór inn hjá Welbeck…
Valdi Á says
AF HVERJU SKAUT HANN EKKI!!!!!!?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
JaaaaaaaAaaaaaa :D
Hanni says
Ja hérna……… en hvað veit ég? Greinilega ekki neitt.
Krummi says
Fellaini þarf að fara í hopp kennslu. Hann lyftist ekki frá jörðinni allan leikinn.
1-1 samt. Tek því
ellioman says
Í sjöunda lagi: Djöfull er De Gea góður markmaður!
Hannes says
Er Moyes hetja núna ?
sá þetta á Reddit :
this is the type of game Moyes is used to making tactics for. A heavy underdog who will be happy to escape with a 0-0 draw and trying to get a lucky victory. His problem this year has been the expectations, but he knows how to pull a surprise win. All his years at Everton trained him for this.
kjartantr says
Betri leikur en ég átti von á. Ég er sammála um að mér fannast Welbeck vera að skora löglegt mark á þriðju mínútunni en einnig að hann hefði átt að getað gert betur einn á móti Neuer. Ég var á leik fyrir nokkrum árum á Trafford og sá Manutd menn setja nokkur mörk á hann en þá var hann með Schalke 04, hann er frábær markvörður. Við verðum að vera sanngjörn með að þó að Manutd hafi verið að valda okkur tómum vonbrigðum í vetur að þá var þetta ekki alslæmt hjá þeim í kvöld og vonandi er komið að því að liðið nái að rífa sig upp og fái smá lukku með sér í komandi leikjum. Áfram Manutd.
Hjörtur says
Ég held að sumir hér í kommentinu verði að biðja Moyes afsökunar á því að setja út á liðskipunina hjá honum, því allt liðið stóð sig frábærlega á móti ríkandi meisturum, og sigursælu liði í þýsku deildini. Það er langt síðan maður hefur séð þennan kraft í Utd liðinu, og synd að dómarinn skyldi dæma löglegt mark af liðinu. Bæjarar meira með boltann, en komust illa í gegnum vörn okkar manna, sem var frábær. En þetta verður erfitt í næstu viku, en allt getur gerst.
Siggi says
Fáum eitt á hreinu.
Það er talað um einbeitingarleysi í markinu hjá Bayern sem lá í sókn nánast allan leikinn en ég held að þeir ættu frekar að tala um einbeitingarleysi að fá þetta mark á sig.
Það er dálítið sorglegt að hugsa til þess að sjá Man utd pakka í vörn í nánast 90 mín á heimavelli og menn tala um að Moyes hafi verið að standa sig.
Þetta væri flott ef þetta væri Everton en er liðið virkilega komið á þennan stað að á heimavelli þá er bara pakkað.
Var barátta í liðinu? Já en er það ekki sjálfsagt í 8.liða úrslitum meistaradeildar.
Bayern hafa undirtökinn í þessu einvígi með útivallarmarkinu og verður Man utd að skora úti til þess að komast áfram .
Er það hægt? já klárlega en ef ykkur fannst þessi leikur erfiður þá get ég lofað ykkur að leikurinn í þýskalandi verður miklu erfiðari.
Ég veit að Bayern eru frábært lið en á heimavelli Englandsmeistarana þá fannst mér þetta hálf vængbrotið en kannski er staðan í dag sú að þetta lið í ár með þetta drasl sem framkvæmdarstjóra sú að jafntefli 1-1 á heimavelli í 8.liða úrslitum séu frábær úrslit.
Runólfur says
Að spila gegn ríkjandi Evrópumeisturum án hvað, 4 byrjunarliðsmanna? (Rafael, Evans, Smalling (samtekki), Evra og Van Persie og gera 1-1 jafntefli er fjandi gott. Hvað þá þegar þú ert farinn að henda réttfætta hafsentnum þínum (sem spilaði í hægri bak) yfir í vinstir bak og einfætta kantmanninum þínum í hægri bak og endar með Ashley Young inn á. Þá mætti í rauninni bara flokka þetta sem sigur.
Annars kom Moyes loksins vel út taktískt séð – sammála reddit commentinu samt, hann er vanari þessu.
En á móti kemur að United hefur alver verið yfirspilað á heimavelli í CL áður. Real Madrid í fyrra t.d. – og svo Barcelona 2008, Scholes skoraði mark aldarinnar og United nánast lá í vörn það sem lifði leiks.
Meistaradeildin er unnin á skipulagi og aga (og smá heppni) nema þú sért með yyyyyfirburðalið eins og Barcelona voru með (sem töpuðu samt fyrir skipulagi og aga Inter) og svo Bayern í dag.
Vonum að við séum þetta Interlið 2010 :)
Tryggvi Páll says
Fáum eitt á hreint.
Hvernig í ósköpunum átti United að nálgast þennan leik öðruvísi? Það er alveg hægt að lofa því að ef lagt hefði verið upp með að sækja á mörgum mönnum hefði þetta Bayern lið rifið þessa varnarlínu í sig. Ef Sir Alex væri ennþá við stjórn hefði það komið mér mikið á óvart ef leikplanið hefði verið eitthvað mikið öðruvísi. Þetta er bara einfaldlega besta leiðin til þess að glíma við liðin hans Pep, pressa á fyrstu mínútunum, leggjast svo til baka og þola það að andstæðingurinn haldi boltanum og sæki meira. Reyna svo að sækja hratt þegar tækifæri gefst. Allt annað er einfaldlega knattspyrnulegt Harakiri.
Þetta voru fín úrslit og vel gert hjá Moyes, en þetta bjargar ekkert tímabilinu hjá honum. Eftir allt saman var þetta leikur eins og hann sérhæfir sig í. Að vera underdog. Hann þarf að breyta sér og sínum aðferðum nánast algjörlega ef hann ætlar að halda þessu starfi sínu. Það er hinsvegar ekki rétti tíminn til þess að gera það gegn liði eins og Bayern München.
Friðrik says
Sammála Tryggva, eina leikkerfið sem virkar gegn svona liðum er 9-0-1 og við sáum Chelsea gera þetta gegn Barca fyrir 2 árum. Þar lögðu þeir rútunni bæði úti og heima og fóru áfram. Inter gerði þetta líka 2010 gegn Barca. Í seinni leiknum verðum að leggja rútunni og treysta á skyndisóknir og reyna ná þessu 1 marki sem við þurfum.
kjartantr says
Það er alveg á hreinu að úrslit kvöldsins eru góð miðað við hvernig liðið hefur verið í vetur og allt tal um annað er tóm þvæla. Allir hljóta þó að hafa orðið fyrir ótrúlega miklum vonbrigðum með þetta tímabil og vonandi þurfum við ekki að horfa upp á annað eins á næstu leiktíð. Auðvitað hefði ég viljað sjá liðið mun meir skapandi og sókndjarfara. En miðað við það að í kvöld þegar ég settist niður til að horfa á liðið mitt sem ég hef fylgt síðan 1966 og átti alveg eins von á algjjöru bursti þá eru þessi úrslit ekki sem verst og hefðu alveg eins með smá heppni getað orðið betri.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Þó að úrslitin séu flott þá fer í taugarnar á mér að þjálfari United tali um 1-1 jafntefli á heimavelli sem flott úrslit.
Púlari says
Þetta er ágætur séns hjá ykkur! Flott upplegg í gær, klókt hjá Moyes. Mikið getur samt verið leiðinlegt að horfa á þennan tiki-taka dvergafótbolta (í sinni verstu mynd a.m.k.). Possession, endalausar sendingar en oft ekki rassgat að gerast. Má ég þá frekar biðja um þá þeysireið sem mínir menn hafa boðið upp á í vetur!
Ég væri alveg til í að sjá ykkur gera það sama og LFC vorið 2005. E.t.v. er það ekki líklegt á pappírnum, en í útsláttarkeppnum getur allt gerst. Það er ekki eins og þið séuð með lélegt lið í neinum skilningi þess orðs, vantar bara stemmningu, motivation og slíkt! Með RVP heilan er ég fullviss um að þið hefðuð landað sigri í gær.
En bottom line, þetta voru góð úrslit gegn sennilega besta liði heims. 1-0 hefði verið ideal, en þið eruð alveg inni í samtalinu með 1-1!
DMS says
Fyrir þennan leik vonaðist ég til þess að við yrðum enn í séns fyrir seinni leikinn. Ekki annað hægt en að vera mjög sáttur með úrslitin. Ég var eiginlega pínu svekktur með að liðið hafi ekki náð að skora fleiri mörk, Welbeck markið átti að standa í byrjun og svo fékk kauði aaalgjört dauðafæri þegar hann reyndi vippuna.
Verð þó að viðurkenna að Fellaini var ansi slakur að mínu mati. Eins og það vantaði alla grimmd og ákefð í hann, kom svolítið út eins og hann gerði allt með hálfum hug.
En seinni leikurinn verður virkilega erfiður. Það er samt klárt mál að við vorum að pirra Bayern ansi mikið. Þið sjáið það í viðtölum við stjórann og leikmenn eftir leik, þetta fer í taugarnar á þeim. Nú er bara að vona að við mætum jafn einbeittir til leiks í Þýskalandi, þá eigum við séns. Miði er möguleiki…