Síðasti leikur Manchester United í Meistardeild Evrópu a.m.k. næsta árið var leikinn á Allianz Arena í kvöld
De Gea
Jones Smalling Vidić Evra
Fletcher Carrick
Valencia Kagawa Welbeck
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Giggs, Januzaj, Young, Hernandez
Bayern leit svona út
Neuer
Lahm Dante Boateng Alaba
Robben Götze Kroos Müller Ribéry
Mandžukić
Frá fyrstu mínútu sóttu Bayern án afláts. Alaba og Lahm sem að nafninu til voru bakverðir oru komnir á miðjuna til að byggja upp sóknir og halda pressunni á United. Skyndisóknir voru málið fyrir United og á 8. mínútu átti Rooney að gera betur en reyndi að komast í skotstöðu frekar að gefa á Kagawa óvaldaðan. Þetta gaf forsmekkinn að því sem síðar varð, Rooney var hreinlega ekki nógu góður í kvöld. Hvort sem það var meiðslum að kenna eða því að 300 þúsund punda vikulaunin eru honum of þung byrði.
Þegar þessi spenningur var úti voru United fljótlega aftur orðnir 10 inni í eigin teig og Bayern þurfti að reyna hvað þeir gátu til að opna handboltavörnina eins og Robben kallaði hana réttilega eftir siðasta leik. Það gekk þó ekkert mjög vel hjá þeim og næsta skyndisókn United endaði með boltanum í netinu en bara af þvi að varnarlina Bayern hafði skilið Kagawa og Valencia snyrtilega eftir fyrir innan og rangstaðan var augljós.
Þannig gekk þetta áfram. Vörn United var verulega þétt og þó varist væri á mörgum mönnum voru Jones, Smalling og Evra sérlega góðir og voru að hirða maður á mann þegar við átti. Bayern menn náðu helst að taka langskot en þau voru yfirleitt langt uppí stúku. Ekki fyrr en Toni Kroos átti skot á 37. mínútu að eitthvað þeirra var innan við fimm metra frá marki.
Dómarinn var slakur og Bayern í hag. Vidic fékk gult fyrir að vinna skalla og Philip Lahm straujaði Evra rétt utan við teig án þess að dæmt væri svo dæmi séu tekin. Rétt á eftir sleppti hann reyndar Valencia eftir klaufalegt brot rétt utan teigs þannig að það var smá sárabót.
Besta færi Bayern í hálfleiknum var síðan undir lokin þegar Robben fékk að sóla inn í teig og ‘kötta inn’ eins og hann elskar, en skotið fór í bakið á Phil Jones og í horn
Seinni hálfleikurinn byrjaði á tveim hornum United og var það smá fordæmi, United var meira með boltann en í fyrri hálfleik og lá ekki eins á þeim. Kagawa átti fyrsta skotið á rammann í leiknum, Neuer þurfti að vera á tánum að verja skot hans af svona 25 metra færi. Ágæt tilraun þar og United hélt boltanum nokkuð vel áfram. Örskömmu síðar kom sending upp á Valencia. Hann kom upp að endamörkum gaf fyrir, boltinn fór gegnum teiginn og rétt utan teigs hinu megin þar sem Patrice Evra kom á fljúgandi ferð og hamraði boltanum í vinkilinn. 1-0 fyrir United og von vaknaði
En við vorum ekki lengi í Paradís því það tók Bayern 22 sekúndur frá því þeir hófu leik aftur þangað til boltinn lá í neti United. Sókn upp vinstra megin, boltinn inn á teiginn og Mario Mandžukić stakk sér fram fyrir Evra af öllum mönnum og skoraði með skalla.
Eftir þetta opnaðist leikurinn verulega. Rooney var á auðum sjó í teignum en gaufaði og átti að lokum slakt skot. Strax í næstu sókn Bayern þurfti svo De Gea að verja vel. Bayern ákvað að þétta aðeins hjá sér og sendi Rafinha inná fyrir Götze til að færa Lahm framar. Svo komst Bayern yfir á skelfilega klaufalegan hátt. Ribéry var uppi við endamörk vinstra megin, gaf yfir á hinn kantinn þar sem Robben var einn í teignum, Evra á móti honum. Sending Robben fór milli fóta Evra og beint á Müller á markteignum sem hafði komist fram fyrir Vidic og slakt innanfótarskot hans fór inn án þess að De Gea næði að bregðast við.
Á 74. mínútu kom svo fyrsta skipting United, Chicharito kom inn á fyrir Fletcher, enda þurftu United, sem fyrr, mark sem myndi þá nægja til að senda liðið áfram. United átti eina þokkalega sókn en síðan kom Arjen Robben, fékk að spila þvert á vörnina og spila upp á skotið með vinstri eins og hann hefur gert í 99,99% marka sinna á ferlinum. Boltinn lá i netinu og draumurinn var úti. Það var hreinlega viðbjóðslegt að sjá vörnina leyfa þetta. Evra átti að gera miklu miklu betur sem og Vidić
Næstu mínútur voru frekar daprar en svo kom Januzaj inná fyrir Welbeck. Hann fékk litlu breytt og þó United sæktu síðustu mínúturnar kom lítið úr þeim. Rooney var mjög dapur og meiðslin greinilega að hrjá hann. Óskiljanlegt að hann hafi ekki verið tekinn útaf, en Moyes hafði augljóslega ekki kjark í það.
Bayern hélt boltanum síðustu mínútu leiksins og fögnuðu að lokum verðskulduðum sigri.
Áður en þessar viðureignir fóru fram hefðu fáir verið hissa þó að Bayern hefði rústað báðum leikjum þannig að væntingarnar voru litilar. Þess vegna fögnuðum við 1-1 jafntefli á heimavelli og tókum vel við stöðunni 0-0 í hálfleik. Þá hafði Bayern átt tvö skot á rammann í þrem hálfleikjum. En ef við horfum blákalt á þetta þá er niðurstaðan einföld: Það nægði ekki að spila gríðarstífan varnarleik gegn einu besta liði álfunnar. Liðið náði, ef frá eru skildar fyrstu mínútur seinni hálfleiksins í kvöld, aldrei að halda boltanum og spila á milli sín en gekkst í þess stað vel upp í hlutverki lítilmagnans.
Það er hlutverk sem við getum ekki sætt okkur við. Nú taka við nokkrir auðveldir deildarleikir og Everton og þá verðum við að sjá liðið reyna að spila almennilegan fótbolta þegar pressan er ekki á þeim.
Það er svo annarra að ákveða það hvort David Moyes fær að spreyta sig næsta tímabil og reyna þá að standa undir nafni Manchester United og þora kannske að segja eitthvað grimmara fyrir leiki en
We’ll hopefully maybe do something tonight
diddiutd says
Oooooog ég er hræddur um ad evra eigi eftir ad gleyma ser og robben eigi greida leid i gegn….
Héðinn says
Ég á nú von á því að Welbeck verði uppá topp og Rooney fyrir aftan eins og í fyrri leiknum. Valencia og Kagawa svo á köntunum.
Bayern hins vegar með mjög sókndjarft lið, enginn varnarsinnaður miðjumaður. Kroos og Götze væntanlega á miðjunni með Muller fyrir aftan Mandzukic og síðan Robben og Ribery á köntunum.
Björn Friðgeir says
Já, það er svona uppa vanann að setja Rooney fremst. Welbeck a örugglega eftir að detta út á kantinn samt, þegar líður á.
Kroos verður liklega aftasti miðjumaður þarna.
Sveinbjorn says
Hef ahyggjur af thvi ad hafa Evra og Vidic i vorninni (tho Vidic var vægast sagt godur i sidasta leik).
Og fyrst Bayern eru ekki med varnarsinnadan midjumann tha hefdi eg haldid ad soknin se besta vornin i thessum leik.
Come on you Reds!!
ellioman says
Jæja, mér fannst liðið mun betra í þessari rimmu en ég bjóst við áður en dómarinn flautaði til leiks á Old Trafford. Það má gagnrýna Moyes og liðið töluvert á þessu tímabili en frammistaða þeirra í meistaradeildinni hefur verið mjög góð.
Það versta sem gerðist var að maður upplifði von í báðum leikjunum, þegar Vidic skoraði í heimaleikjum og svo þetta glæsilega mark Evra sem verðskuldaði að vera sigurmark leiksins. En svona er þetta bara.
Nú er það eina í stöðunni að njóta þess að horfa á liðið spila þessa síðustu deildarleiki og þá byrjar alvaran. Hvaða leikmenn verða keyptir og hverjir yfirgefa liðið.
Ingvar says
David Moyes: Það tekur vonandi bara eitt ár að komast aftur í Meistaradeildina.
Gæti gubbað hvað hann er kjánalegur. Sýndu smá kúlur, hættu að gera lítið úr liðinu eða farðu eitthvað annað.
DMS says
Fyrir þessa rimmu þá vonaðist ég eftir líflínu fyrir seinni leikinn. Hún var svo sannarlega til staðar og við vorum lengi vel inn í þessu. En gæðin og spilið í þessu Bayern liði er bara of gott. Að sama skapi þá eru menn eins og Vidic og Evra búnir að gefa alltof mörg mörk í vetur eftir slakan varnarleik. Planið hefði mögulega gengið upp ef menn hefðu ekki misst haus strax eftir markið. Hversu oft hefur Evra gleymt manninum sínum í vetur eða verið skrefi á eftir? Tek samt ekkert af honum varðandi markið sem hann skoraði, þvílík negla!
En þá er bara að bíða eftir sumrinu…og vonast eftir því að Moyes og Woodward hætti þessu endalausa tali í fjölmiðlum varðandi hugsanleg stórkaup og komi einhverju í verk.
Runólfur says
Ef ekki væri fyrir mörk Vidic og Evra í þessari rimmu myndi ég kjósa þá slökustu menn liðsis ásamt Rooney í þessum tveimur leikjum.
Kannski hart á Vidic þar sem hann var flottur í fyrri leiknum en hann var týndur í kvöld – öll þrjú mörkin fara beint í gegnum svæðið í vörninni þar sem þeir tveir eru. Verður ágætt að fá nýtt blóð þarna á næsta tímabili. Ég er samt bara ekki viss hvort Moyes sé að fara kaupa tvo tilbúna leikmenn eða hvort hann kaupi unga leikmenn og noti svo afsökunina að hann sé að „búa til lið“ til að fá auka 3-4 ár með liðið – það lifi ég ekki af.
Siggi P says
United virðist hafa komið vel út úr þessu miðað við það sem maður átti von á. En ekki er allt sem sýnist. Báðir leikir byrja rólega, hvorugt liðið virðist sýna mikinn ákafa til að vinna. Í báðum leikjum skorar United fyrst. Þá er eins og Beyern bæti í að villd, jafna, og í kvöld bæta við. Hafði það á tilfinningunni þeir hefðu getað sett mun meira trukk í þetta. Varkárt leikkerfi Beyern lét United líta betur út en þeir voru. Mögulega með RvP kláran hefðu einhver þessi færi legið inni. En bæði Welbeck og Rooney glundruðu ævintýrlega í leikjunum tveimur.
Nú erum við út úr CL næsta ár. Það er fyrir utan mínar vonir. Ég var tilbúinn að taka 4. sæti í deildinni, en nú er ég bara að vona að það verði 7. (frekar það versta en næstversta) Svo er bara að sjá hvað gerist eftir það, og hvernig næsta ár spilast framanaf. Þetta eru skrýtnir tímar.
Siggi P says
Siggi P skrifaði:
**næstbesta**
Kristjans says
Tóku þið eftir viðbrögðum Guardiola og Moyes eftir að Bayern komst í 2-1?
Guardiola öskraði til sinna manna, eflaust að koma áleiðis skilaboðum um breytt skipulag og gerði strax skiptingu.
Hvað gerði Moyes? Var frosinn á bekknum og sýndi engin svipbrigði.
Keane says
Ég horfði ekki á þetta og ætla ekki að horfa á fleiri leiki meðan Moyes situr þarna eins og bjáni og þiggur ofurlaun fyrir að gera liðið sem ég hef stutt alla ævi að meðalliði. Ég myndi skila ársmiðanum ef ég gæti eins og einhver stuðningsmaðurinn um daginn, en ég slekk bara á tv inu og geri e-ð annað.
Hafið það sem allra best félagar.
Auðunn Sigurðsson says
Átti svo sem ekki von á að United færi áfram því í dag er Bayern miklu betra lið, er ekki viss um að Ferguson hefði getað breytt því.
En þessi úrslit eða þetta tap er ekki það sem angrar mig mest, það er no 1, 2, 3, 4 og 5 þessu hræðilegi 80´s fótbolti sem þetta lið er að spila undir stjórn Moyes!
Hvaða vit er í því að De Gea sparki boltanum alltaf fram völlinn þegar við höfum einn sóknarmann gegn 3-5 varnarmönnum? Þessi taktík er áberandi ný hjá United undir Moyes, De Gea gerði þetta ekki svona oft þegar Ferguson var þarna, sóknin hófst miklu oftar á að hann sendi stuttar sendingar á varnar eða miðjumenn, núna er þessu alltaf þrumað eitthvað og vonað það besta….alveg óþolandi taktík sem gegnur EKKI upp gegn alvöru fótboltaliðum, það er engin tilviljun að Moyes hefur alltaf gengið ílla gegn góðum liðum, hans taktík virkar einfaldlega ekki.. hún er gamaldags og löngu löngu úreld.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég vildi hann aldrei og vill hann ekki enn þann dag í dag, fótboltinn sem United spilar er ekki boðlegur. algjörlega ömurlegur.
Fæ ekki skilið fyrir mitt litla líf að það séu ennþá til stuðningsmenn liðsins sem ennþá styðja hann í þetta starf, liðið hefur ekki bætt sig eitt hænufet síðan hann tók við, það er ekkert nýtt undir sólinni hjá Moyes, hann er fastur í kick and run boltanum sínum.
Það er best að sjá þessa staðreynd á Everton liðinu, það lið hefur heldur betur tekið RISA skref framávið þegar kemur að því að spila fótbolta sem skilar sér í betri úrslitum og meiri áhuga á liðinu, Moyes hefði aldrei unnið Arsenal 3-0 með Everton í dag, bara aldrei!!!!
Með þessu áframhaldi undir stjórn Moyes þá verður United svipað og Stoke knattspyrnulega séð, er bara að vonast til þess að eigendur liðsins fari að opna augun fyrir þessu sem allra allra fyrst…
Sigurjón Arthur says
Verð bara að vera sammála þér Auðunn eins sárt og það er !!! Moyes kemur hvergi vel fyrir, hvorki á hliðarlínunni og alls ekki í viðtölum. Ef þú átt alls engan möguleika á að koma vel fyrir í viðtölum og sýna að þú sért vinner með hlutina á hreinu þá getur þú það heldur ekki í klefanum, svo mikið er víst !@ Auðunn Sigurðsson:
Hjörtur says
Alveg hárrétt það sem Auðunn ritar hér að ofan. Með nýjum stjóra er Everton að gera góða hluti, og er jafnvel að taka fjórða sætið af Arsenal, en á meðan er fyrverandi stjóri Everton að stefna í þá átt að gera eitt sigursælasta lið heims að miðlungsliði. Ég hef áður ritað hér að þau ár sem Moyes var stjóri hjá Everton, þá döndulust þeir svona rétt ofan miðja deild, og það eru miklar líkur á því að Utd skipti um hlutverk við Everton hvað það varðar, ef þessi maður verður stjóri liðsins næstu árin.
Auðunn Sigurðsson says
Annað sem hræðir mig svoldið og það er að það eru margir sem halda það að kaup á 3-6 klassa mönnum muni gera gæfumuninn, ekki það að ég ætli svo sem að útiloka það alveg, það verður bara að koma í ljós en ég er langt því frá að vera sannfærður um að það sé einhver töfralausn.
Að styrkja liðið er alltaf gott mál en þegar taktík stjórans þróast ekki neitt og hann er fastur í úreldri taktík þá hefur það lítið upp á sig að eyða stórum upphæðum í leikmenn.
Maðurinn verður að fara að átta sig á því að núna er 2014 og hann verður að nútímavæðast strax!
Það er ekkert vit í því að kaupa Mercedes undir lélegan ökumann, hann verður að læra að keyra áður en af því kemur.
Snobb says
Er þreyttur MU maður eftir árangur tímabilsins ….
Við erum svo langt frá því að vera á stalli með þeim stóru eins og er.
Leikurinn í gær var þó spennandi til að byrja með .. þar sem BUSinum var vel lagt
það sem fór hins vegar alveg rosalega í taugarnar á mér var hve miklir underdogs við vorum skrifaðir
Við erum ríkjandi Englands meistarar og í lýsingu (og umfjöllun) á Sky var ekki rætt um annað en hve vel við værum að standa í hárinu á þeim .. og hve vel leikplanið væri að virka… þegar við áttum ekki neitt í þessum blessaða leik. Þetta hljómaði eins og Skallagrímur væri að ná að halda hreinu á móti Barca.
Varðandi Moyes .. og að Einhverjir stuðningsmenn séu ekki búnir að gefast upp á honum
Ég er ekki viss um að það sé rétt .. held að allir alvöru MU menn sé löngu búnir að gefast upp á honum …. þó að einhverjir pappakassar og stuðningsmenn annara liða séu að pósta jákvæðum kommentum um greyið
.. það er ekkert að marka það þó að hann fái einhvern stuðning á OT á meðan leik stendur .. þar stendur maður á bak við sitt lið .. og í þeim fáu ferðum sem ég hef farið þangað hef ég tekið eftir því að það er klappað fyrir ÖLLU og ÖLLUM sem tengjast klúbbnum .. meina fólk er að reyna að stela sér grasi af vellinum, svo langt nær rúnkið :)
Þeir leikir sem eftir eru ættu að vera sigrar (fyrir utan Everton kannski ??) .. fyrir mér þarf ekki bara að vinna þessa leiki .. heldur einnig bjóða upp á knattspyrnu sem maður getur verið stoltur af .. það er bara hægt að bjóða upp á svona sora ef titlum er skilað inn í stórum stíl… það er eina leiðin til þess að fá mig til að fyrirgefa
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Var að lesa viðtal við Darren Fletcher og var ekkert smá ánægður með hvernig hann kom inná umræðuna um að komast aftur í meistaradeildina:
„Next year, we won’t just think about getting into the Champions League. We will think about winning the league and getting into Europe that way.
Ég tek undir þetta, við eigum ekki að hugsa um að komast aftur í meistaradeildina (þá er hugsað um 4.sætið) heldur eigum við að hugsa um að vinna deildina og þá sjálfkrafa erum við komnir líka í meistaradeildina.
Ingvar says
Já mikill hugsanamunur á meistara og amatör
Fletcher: Next year we will think about winning the league.
Moyes: My focus is to get a side that gets us back in the Champions League.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ingvar skrifaði:
Er mikið sammála þér þarna, eins og þegar Moyes talaði um 1-1 jafntefli á heimavelli sem góð úrslit. Einu góðu úrslitin á heimavelli hjá United eru sigur, stundum er hægt að sætta sig við jafntefli en það er aldrei góð úrslit.
Ég er einn af vitleysingunum sem ennþá vil gefa Moyes séns en sæll hvað hann þarf að laga hugsunarganginn strax
Keane says
Hann fékk rúman áratug hjá Everton… Halda menn virkilega að þankagangurinn breytist e-ð hjá ManUtd???
Auðunn says
Það er ekki bara hvað er að gerast á stóra sviðinu og fyrir framan tjöldin heldur líka hvað hann er að gera bakvið tjöldin.
Nú veit ég t.d að þegar menn/hópar/fyrirtæki kaupa sér box á Old Trafford þá er hellingur innifalið eins og þriggja rétta máltíðir, hellingur að víni osfr.
Fólk mætir gjarnar í þessi box svona 2-3 tímum fyrir leiki og það var alltaf þannig í tíð Sir Alex að það komu frægir uppistandarar, frægir og góðir töframenn og stundum tónlistarmenn sem skemmtu og skemmtu fólki.
Af einhverjum mjög svo undarlegum ástæðum tók herra Moyes þetta af dagsskrá og í staðinn koma fyrrum leikmenn Man.Utd eins og Irwing, Robson, Parker, Schmeichel ofl ofl og heilsa upp á fólk og tala um gamla tíma og eitthvað.
Ég hef fréttir af því að fólk sé mjög óánægt með þessar breytingar því fólk er að koma og skemmta sér en ekki hlusta á einhverjar „ræður“ eða fyrirlestur fyrir leiki..
Þannig að það er ýmislegt sem þessi maður hefur breytt innan sem utan vallar og því miður virðast allar hans breytingar vera neikvæðar…
Ingi Ernir says
Ég get ekki Moyes, vona að hann verði rekinn sem fyrst. Það gleður mig að lesa aftur skrif eftir þig Auðunn, tók eftir að þú ert ekki lengur á grúbbunni á fb (vona ég sé að tala við rétta manninn) :) skil mjög vel ef þú ákvaðst að hætta þar. Það eru rosalega margir já stuðningsmenn þarna inni sem taka orðum Ferguson sem lögum og ekkert megi gagnrýni þrátt fyrir niðurlægjandi töp fyrir Liverpool og City á heimavelli.
Keane says
http://www.redcafe.net/threads/welbeck-and-cleverley-dancing-in-the-street.388515/
Atvinnumenn…
Runólfur says
Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé á miðvikudaginn … það bara gengur ekki upp tímalega séð held ég.
Annars mega menn nú alveg skemmta sér, fátt betra eftir tapleik að fá sér nokkra og hrista upp í mannskapnum – hvað þá þegar það eru 11 dagar í næsta leik :)
Keane says
Runólfur þú átt verðlaun skilið fyrir jákvæðni.