Nú streyma inn á alnetið greinar um hitt og þetta tengt stjóraleitinni hjá United. Við tókum saman þær helstu:
Traustvekjandi fréttir frá Manchester Evening News. Þó að þjálfarar eins og Klopp og Guardiola hafi sagt að þeir ætli að vera áfram hjá sínum félögum ætli stjórn United ekki að gefast upp á þeim þrátt fyrir það. Jafnframt mun Sir Alex Ferguson taka virkan þátt í því að finna næsta stjóra Manchester United ásamt því að Glazerarnir virðast vera að fara að mæta á svæðið til þess að taka þátt í stjóraleitinni. Er ekki hægt að gera einhvern raunveruleikaþátt úr þessu?
Írski blaðamaðurinn Miguel Delaney veltir fyrir sér 10 spurningum sem stjórn United þarf að spyrja þá knattspyrnustjóra sem hún hyggst ræða við.
Gabriel Marcotti er á því að United þurfi að ráða til starfa Director of Football. Ekki svo galin hugmynd, sérstaklega ef ráðinn verður stjóri sem kemur ekki frá Bretlandseyjum eins og allt lítur út fyrir. Það er ekki jafn sterk hefð fyrir því fyrir utan Bretland að knattspyrnustjórar sjái um leikmannakaup, Sir Alex Ferguson style. Réttur maður sem Director of Football myndi líklega létta starf nýs knattspyrnustjóra til muna.
Samkvæmt fregnum virðist Louis van Gaal vera einn af líklegustu kandídötunum. Írskir miðlar segja frá því að hann vilji fá Roy Keane til liðs við sig sem aðstoðarþjálfari. Það er eiginlega of fyndin tilhugsun og ég hugsa að ef leikmennirnir sjái þessa frétt verði viðbrögðin eitthvað á þessa leið:
Þó það væri auðvitað algjör draumur að Ryan Giggs gæti tekið við liðinu til frambúðar er það auðvitað ekki að fara að gerast. Ryan Giggs var þó ekki lengi að taka sína fyrstu ákvörðun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Paul Scholes er kominn í þjálfaraliðið! Class of 92′ is in session! Það er afskaplega mikilvægt að meðlimir Class of 92′, gullkynslóðar þessa félags fái hlutverk hjá nýjum stjóra, þeir eru verndarar félagsins.
Giggs var líka ekkert að skafa af því fyrst þegar hann hitti leikmennina eftir að hafa verið skipaður tímabundinn knattspyrnustjóri United:
Spurningin bara hvort hann meinar eins og United áður en Ronaldo fór eða eins og Sir Alex spilaði stundum síðustu árin!
Við hér á síðunni birtum yfirferð yfir helstu kandídata í starfið í gær. Hér eru nokkrar greinar um þá félaga Klopp, Simeone og Louis van Gaal:
Louis van Gaal: Almennt um kappann og svo grein um hvernig fótbolta hann vill að liðin sín spili
Jürgen Klopp: Klopp á það til að reiðast, hér eru 7 reiðustu augnablikin hans og viðtal við kappann þar sem hann útskýrir hugsunina á bak við Dortmund-liðið hans
Diego Simeone: Andy Mitten útskýrir hvernig Diego Simeone hefur náð árangri með Atletico Madrid.
Það er er rétt að enda þetta á fréttum af leikmannakaupum. Eitt af því jákvæða sem stjóratíð David Moyes hafði í för með sér er að allt njósnakerfi United var nútímavædd og fært úr kollunum á Sir Alex Ferguson og yfirnjósnaranum og gert aðgengilegra fyrir þá sem þurfa að nýta sér þetta kerfi. Það er ljóst að frá því í janúar unnu Moyes, þjálfarar, njósnarar og stjórn félagsins hörðum höndum að því að finna og skoða leikmenn fyrir komandi félagsskiptaglugga. Það er möguleiki að nýr stjóri taki ekki til starfa fyrr en eftir HM og því er frábært að búið sé að vinna þessa grunnvinnu.
Árangurinn af þessu virðist vera að koma í ljós því að í gær bárust fregnir um að United telur sig vera búið að tryggja sér hinn 18 ára gamla Luke Shaw, vinstri bakvörð Southampton og einn efnilegasta bakvörðinn í boltanum í dag. Það er ljóst að óháð því hvaða stjóri tekur við að sá maður ætti alltaf að geta nýtt sér þennan leikmann. Önnur skotmörk eru jafnframt að koma í myndina, Edinson Cavani og Cesc Fabregas virðast vera á radarnum fyrir sumarið.
Sjáum hvað setur.
Runólfur says
a) Þessi mynd af Van Gaal er snilld!
b) Þessi Cavani orðrómur hlýtur að vera grín, hvern andskotinn höfum við að gera við hann?
c) Erum við að fara taka Tottenham á þetta og kaupa leikmenn áður en við ráðum manager? Finnst það 0 traustvekjandi.
Björn Friðgeir says
Bendum á nýjustu síðuna hér: http://www.raududjoflarnir.is/sludur/
Tengil á hana líka að finna í hausnum. Verðum þar með uppfærslur ef eitthvað merkilegt gerist í slúðrinu.
Og já, Cavani er víst bara alvöru target. Woodward vill stórstjörnu. Þriðja besta stræker Úrúgvæ…
Roy says
Væri til í eftirfarandi atburðarrás:
1. Real dettur úr CL og vinnur ekki La liga.
2. Real losar sig í kjölfarið við Ancelotti
3. Real prómótar zidane og gerir hann að stjóra.
4. United ræður svo Ancelotti sem stjóra.
Þetta er gott handrit..
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Smá spurning fyrir ykkur sem fylgist meira með þessu en ég.
Með nýjum þjálfara sem nær kannski að nota leikmennina okkar betur, hvar þurfum við þá helst að endurnýja og hverjir haldiði að muni rísa upp og fara að spila eins og United menn?
Er bara að spá hvort aðrir þjálfarar munu ná meira úr Kagawa, Fellaini og öðrum hjá okkur
DMS says
Ég sé enga þörf á Cavani nema einhver sé að yfirgefa skipið.
Mögulega verðum við líka ekki í neinni Evrópukeppni þannig að þörfin fyrir mjög stóran hóp er ekki jafn mikil. Ég væri alveg til í að sjá N.Powell og Lingaard fá sénsa. Við þurfum að styrkja vörnina, miðvörð og bakvörð. Miðjan er áhyggjuefni, væri flott að fá leikmann eins og Kroos eða Vidal. Er búinn að fá nóg af Ashley Young og Nani er á síðasta séns, kannski getur nýr stjóri blásið lífi aftur í Portúgalann. Hann hefur hæfileikana til að vera í heimsklassa, en virðist alltaf detta í algjört rugl inn á milli.
Tryggvi Páll says
Þegar stórt er spurt…
Svörin við spurningunni hvaða leikmenn munu nýtast betur en aðrir fer einfaldlega eftir því hvaða stjóri tekur við og hvaða leikkerfi hann mun leggja áherslu á. Þannig að það er erfitt að segja. Maður myndi þó telja að flestir leikmennirnir munu leggja sig meira fram fyrir næsta stjóra, þar sem stefnir í að sá maður muni standa fyrir ákveðinni hreingerningu á hópnum.
Óháð því er alveg ljóst að vörnin og miðjan ættu vera þær stöður sem þarf að pæla mest í. Vidic er að fara og Rio og Evra eru á síðustu dropunum. Það þarf klárlega einn vinstri bakvörð og líklega einn miðvörð þó að þeir Evans/Smalling/Jones ráði ágætlega við það að vera miðverðir.
Á miðja miðjuna hefur félagið keypt einn leikmann frá því að Owen Hargreaves gekk til liðs við liðið árið 2007. Það er Fellaini. Carrick og Fletcher verða ekkert yngri og þá höfum við þá félaga Fellaini og Cleverley. Þeir eru báðir ágætir leikmenn, ekki næstum því jafn lélegir og haldið er fram. Þeir eru þó ekki leikmenn sem maður treystir til þess að bera uppi miðjuna og því þarf að kaupa miðjumenn, helst 2, jafnvel 3.
Ef það er einhver peningur afgangs má splæsa í kantmenn en ef það er einhver staða sem ekki þarf að styrkja þá er það framlína. Það erum við með 4 mjög frambærilega leikmenn. Þess vegna finnst mér þessi Cavani-orðrómur mjög einkennilegur. Ef við ætlum að eyða 60 milljónum í einn leikmann í sumar, þá á sá peningur klárlega ekki að fara í framherja.
siggi utd maður says
Burt með Rooney, myndi leysa mörg vandamál félagsins.