Loksins jákvæð knattspyrnuhelgi fyrir okkur United-stuðningsmenn. Það var alveg frábært að að sjá Ryan Giggs stýra liðinu til sigurs í leiknum gegn Norwich og í kjölfarið hefur maður séð álitsgjafa tala og skrifa um að hann ætti að taka við liðinu til frambúðar. Eins og það væri nú alveg gjörsamlega fullkomið að hafa sigursælasta, leikjahæsta og besta leikmann í sögu félagsins stýra skipinu þá er auðvitað það of snemmt. Við vitum ekkert um hann sem stjóra og það verður erfitt að dæma hann af þessum þremur leikjum sem eftir eru, þeir skipta jú auðvitað engu máli og pressan er engin.
Nú virðist allt benda til þess að Louis van Gaal verði næsti stjóri United og muni semja til þriggja ára. Ég er á því að það sé ágætis ráðning og hann sé akkúrat það sem félagið vanti um þessar mundir. Hann er stórt nafn í þjálfaraheiminum, hann spilar sóknarbolta og leggur áherslu á að byggja upp liðin sín til framtíðar með því að nýta sér unga leikmenn og kannski það mikilvægasta, hann lætur engann komast upp með neitt kjaftæði. Það er akkúrat sem þessi leikmannahópur þarf á að halda. Ég sé ekki fyrir mér að hann verði mikið lengur en þessi þrjú ár en á þessum þremur árum tekst honum vonandi að búa til eitthvað sem næsti stjóri getur haldið áfram að vinna með.
Í því skyni er algjörlega nauðsynlegt að Louis van Gaal fái Ryan Giggs og fleiri úr the Class of 92′ til að vinna með sér. Þeir geta lært af þessum reynslumikla stjóra og smám saman getur Ryan Giggs tekið á sig meiri og meiri ábyrgð þangað til hann er tilbúinn til þess að taka við stjórnartaumunum. Enginn skilur og þekkir félagið betur en Ryan Giggs, Paul Scholes og félagar. David Moyes virðist aldrei hafa náð að átta sig á því hvað Manchester United snýst um og það er stór hluti af ástæðunni fyrir því að hann sé atvinnulaus í dag. Nýr stjóri verður einfaldlega að vinna með þeim félögum, þeir eru Manchester United.
Svo eru að berast fregnir af nýjum treyjusamning. Félagið á í viðræðum við Nike, Adidas, Puma og Warrior og er talið að samningsupphæðin muni nema í kringum 600 milljónum punda fyrir samningstímabilið og er talað um að liðið fái 65 milljónir á ári, takk fyrir takk! Þá er tapið sem nemur því að komast ekki í Meistaradeildina á næsta tímabili koverað á einu bretti! Reyndar hefst samningstímabilið ekki fyrr en að loknu næsta tímabili, en hvað um það. Til samanburðar má geta þess að glænýr samningur Arsenal við Puma er upp á 30 milljónir á ári og Real Madrid fær 31 milljón frá Adidas og er það stærsti samningur sem nokkurt lið er með í dag.
Það er því ljóst að United stefnir í að tvöfalda þessar upphæðir. Búast má við hreyfingum í þessu máli fljótlega. Rétt er að minna á að frá og með næsta tímabili mun Chevrolet auglýsa á búningnum, samingurinn við fyrirtækið er talinn vera upp á 357 milljónir til ársins 2021. Reiknivélin mín segir mér því að frá og með tímabilinu 2015/2016 muni treyjan ein og sér færa félaginu rúmlega 110 milljónir punda ári í auglýsingatekjur! Það er einn Ronaldo á ári og það er ekkert sérstaklega slæmt.
Annars gefum orðið laust og ég ætla að varpa fram einni spurningu:
Ef valið stæði á milli Jürgen Klopp núna eða Louis van Gaal í þrjú ár og svo Giggs eftir það, hvað myndirðu velja?
Roy says
Þvert á allar spár þá segi ég að Ancelotti muni taka við liðinu. Ekki hægt að útiloka hann vegna þessa viðtals á
föstudaginn, átti hann að segja „ég vil starfið“ á blaðamannafundi fyrir leik liðsins ? hann sagði my plaze at the moment is here. Svo fellur Real út á mrg. á móti Bayern og A. madrid vinnur deildina = Hann verður á lausu….
Keane says
Báðir flottir. Sammála höfundi, væri flott að fá van Gaal, Giggs í teymið og tæki mögulega við eftir nokkur ár. drífa í að semja við hann bara.. ekkert að bíða með það mikið lengur.
Valdi Á says
Ég segi Giggs eftir þrjú ár. Það sem ég vona er bara að þetta sumar gangi vel fyrir sig og menn þurfi ekki að velta því fyrir sér hvaða leikmenn eru orðaðir við félagið og hverjir koma.
Atli says
Lítur allt út fyrir að Van Gaal taki við og ég er mjög sáttur við það, hinsvegar er ég svo smeikur við þetta sumar, leikmenn á fullu á HM og okkur vantar eithvern sem byrjar strax eða helst í gær að fá leikmenn. Van Gaal kemur seint og það gæti hugsanlega gert hlutina erfiða og þessi gluggi endar eins og seinasti sumargluggi.
Karl Garðars says
Góður pistill.
Van Gaal strax. Giggs sem aðstoðarstjóri þar til hann tekur við eftir 3-5 ár.
Menn eru byrjaðir að huga að næsta sumri fyrir margt löngu og þó svo að Woodward hafi klúðrað síðasta sumri hrikalega þá er þetta enginn apaköttur. Hann er pjúra bisniss maður og nokkuð lunkinn við það. Hann lætur ekki grípa sig í bólinu aftur í náinni framtíð, það er ég viss um.
Ég er glettilega bjartsýnn á framhaldið, það er bara svo. :)
Bósi says
Gaman að honum á youtube að lata menn heyra það ! Maður með skap og virðingu.
Hann skilar dollu, eg er alveg viss um það.
En með HM, verða ekki allir umbar í Brazil að plotta ?
Elvar says
Klopp var náttúrulega draumurinn ekkert lítið spennandi þjálfari og ég hef verið frekar ástfanginn af Dortmund liðinu síðan hann tók við. En tel Van Gaal líka fínan kost reynslumikill ,og núna þarf á því að halda eftir eyðileggingarnar sem hafa átt sér stað á theatre of the dreams. Að Giggs taki einn daginn við félaginu hljómar alltof vel því hvað er meira United en hann, fáir þekkja félagið jafn vel og eru jafn sigursælir. Það var allaveganna fallegt að sjá hann á hliðarlínunni um helgina en ekki karlgreyið hann Moyes með uppgjafarsvipinn og vonleysið í augunum.
siggi utd maður says
Klopp næstu 23 ár, eða Van Gaal og þá Giggs eftir 3 ár.
Fleiri sem ég væri til í að sjá:
Simeone virðist geta kreist blóð úr steini eins og Fergie. Margfaldur „winner“
Ryan Giggs aðal og Neville (Gary) með honum. Af hverju ekki?
Keane says
Gary Neville ? Nei takk…