Ensku blöðin bjóða okkur nóg lesefni í dag og leikmenn United eru að komast að því hvort þeir fá að fara á HM
Ryan Giggs mun eiga fund með Edward Woodward og Louis van Gaal um framtíð sína hjá félaginu. Nú lítur út fyrir að búið sé að greina Chris Woods og Phil Neville hafi verið greint frá því að þeirra sé ekki lengur þörf hjá félaginu og ekki er búist við að Butt og Scholes haldi áfram. Giggs mun hins vegar líklega vera boðin staða í teymi Van Gaal
Roy Keane kom fram á HM kynningu ITV í gær og tjáði sig á gagnrýninn hátt um United, þó sérstaklega Edward Woodward, Chris Smalling og Phil Jones.
[Moyes] had one transfer window, and it’s not always down to the manager when players don’t come in.
I think Ed Woodward needs to look at himself. He’s got to get deals done. I think he should have been given more time. I was happy with David Moyes. I think Van Gaal is a good choice. Only time will tell. He’s managed big clubs.
…
We were told two or three years ago Jones was going to be the new Duncan Edwards, Smalling was this … I’ve watched United live nine, 10 times this year and they have been none of those things. If anything I think they have gone backwards
Telegraph er með fleiri tilvitanir í Keane, m.a. um Rio
He didn’t have a chance to say goodbye? You can say goodbye on Twitter, can’t you? If you look after the last few months and you’re at a club like United and it’s quiet on the contract talks then you’re going to be leaving.
Þetta er svo sem ekkert sem við vitum ekki en Guardian tekst samt að kalla þetta „scathing attack“… ojæja
Síðast en ekki síst er Nemanja Vidic í stóru viðtali við Daily Telegraph.
Hann gengur ekki langt í að gagnrýna Moyes, en það má lesa milli línanna að leikstíllinn hafi verið vandamál númer eitt, tvö og þrjú.
You get someone who sees football in a different way and he will want to put his stamp on the team and the way he wants to play.
I am not saying that the David Moyes way was bad, but these players feel more comfortable playing a certain way of football.
The best answer I can say is that he [Moyes] tried really hard, he was professional. He was really committed to the job and desperately wanted to do well. But unfortunately, it didn’t happen and we are all sad.
You need time to adapt to a certain style and we didn’t adapt quickly enough. After the results started to be a bit bad, everyone started to get more nervous, then we lost confidence. That is why it was going wrong, and it rolls up and you can’t stop it.
We argued amongst ourselves. This year more than any other, because when you have bad times, people show they care. We are still friends, but we were arguing to get better. We wanted to improve. We could say those things to each other because we have been together for so long, but it hurt. If you didn’t argue, it would not be right. We had some hard moments in the dressing room between ourselves.
HM hópar eru að detta inn og fátt sem kemur á óvart þar.
- Chris Smalling, Phil Jones, Wayne Rooney og Danny Welbeck eru allir á leiðinni til Brasilíu í sumar fyrir England. Carrick og Cleverley eru á biðlista.
- David de Gea og Juan Mata eru báðir í 30 manna hóp Spánverja fyrir HM í sumar.
- Adnan Januzaj er í hópnum hjá Belgíu
- Patrice Evra er í 23 manna hóp Frakka
- Nani er í 30 manna hóp Portúgal, en það er ekkert pláss fyrir The Bebémachine!!
- Antonio Valencia er í 30 manna hóp Ekvador
- Og öllum að óvörum er Robin van Persie í hóp hjá Hollandi… fyrirliðinn sjálfur.
Tilkynna þarf staðfesta 23 manna hópa fyrir 2. júní.
Siggi P says
Gleymir sjálfum Fellaini ;)
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Football-News/2014/May/adnan-januzaj-and-marouane-fellani-in-provisional-24-man-belgium-squad-for-world-cup-2014-in-brazil.aspx
Ingvar says
Henda Woodward, er með allt niðrum sig. Ömurlegur félagsskiptagluggi fyrra vor, fàrànlega staðið að uppsögn Moyes og núna ótrúlega leiðinleg framkoma við Rio.
#woodwardout
DMS says
Ég held að Ed Woodward sé góður markaðs- og bissnessmaður, en hann höndlar þetta nýja starf sitt mjög undarlega. Finnst hann bæði óvarkár og oft á tíðum unprofessional í kommentum um leikmannamál. Hvernig var staðið að uppsögn Moyes var líka lélegt og unprofessional.
Hvernig var svo staðið að málum Rio var skandall. Til hvers að bíða með að tilkynna honum að hann fengi ekki nýjan samning fram á síðasta dag? Var ekki hægt að gefa honum færi á að kveðja í næst síðasta leiknum á OT? Það ætlar enginn að segja mér að það hafi ekki verið vitað fyrir þann tíma að Rio myndi ekki fá nýjan samning. Skiptir kannski ekki máli ef maður hugsar eins og bissness maður, en United er meira en bara stórfyrirtæki og tölur á pappír. Held að Woodward þurfi að átta sig á því sem fyrst, starfið hans hefur breyst frá því að vera bara aðal markaðskallinn að landa stórum styrktarsamningum.
Væri líka mjög gott ef hann myndi hætta að blaðra endalaust um að United séu að klára hin og þessi stórkaup. Less talk, more action. Þú getur talað þegar dílarnir eru klárir herra Woodward. Nenni ekki öðru sumri eins og í fyrra.
Bottom line, Ed Woodward, hysjaðu upp um þig!
Auðunn Atli Sigurðsson says
Ed Woodward er bara strengjabrúða eiganda liðsins, held að hann sé nákvæmlega sú týpa sem þeir vilja í þessa stöðu, þeir stýra honum eins og þeir vilja.
Það er samt rangt að Moyes hafi aðeins fengið einn glugga, hann fékk tvo og eyddi uþb 80m punda, það er alveg slatti sko.
Finnst mjög skrítið að maður eins og Roy Keane hafi ekki séð vandamál United undir stjórn Moyes og vildi að hann fengi lengri tíma.
Vandamál United undir stjórn Moyes var Moyes sjálfur og ekkert annað. Leikstíllinn var vandamál no 1,2 og 3 svo var það líka neikvæðni hans í fjölmiðlum ofl ofl sem àtti ekki heima hjá United, hann var er og verður aldrei stjóri til að stýra svona klúbbi, ótrúlegt að Keane skuli ekki sjá það.
Er ekki heldur sammála því að það hafi verið staðið ílla að hans uppsögn.
Maðurinn var rekinn fyrir ömurlegt gengi liðsins og stöðu liðsins innan sem utan vallar, hann bar àbyrgðina og varð að fara.
DMS says
Það efast enginn um uppsögnina sem slíka, hún átti fyllilega rétt á sér enda var Moyes búinn að skíta upp á bak fyrir löngu. Hinsvegar fannst mér lélegt að þetta hafi lekið út úr stjórninni sólarhring áður en það var svo staðfest og að kallinn hafi þurft að lesa um þetta í fjölmiðlum áður en hann var svo kallaður á teppið.
En það kannski breytir ekki öllu, hann hlýtur nú að hafa haft þetta á tilfinningunni – hann vissi sennilega af ákvæðinu í samningnum um meistaradeildarsætið. United enduðu á að þurfa bara að borga upp 1 ár af samningnum í staðinn fyrir 5 eða 6.