Ef það er eitthvað að gerast hjá United þessa daga fer það fram bak við tjöldin. Louis van Gaal er auðvitað á fullu að vinna með Hollendingum fyrir HM og við reiknum fastlega með að Ed Woodward sé að vinna á fullu í leikmannamálum.
Það er rétt að benda á að það að undirritaður tók þátt í sérstakri hringborðsumræðu í podkasti hjá kollegum okkar á kop.is. Þar var, aldrei þessu vant, lítið sem ekkert talað um Liverpool og fókusinn aðallega á United og önnur lið í deildinni. Þess virði að kíkja á það fyrir þá sem eru í algjöru svelti hvað varðar umræðu um enska boltann.
Það er líklega helst að frétta af United að Malcolm Glazer, faðir Glazer-fjölskyldunnar, lést í gær, 85 ára að aldri. Hann fékk heilablóðfall fyrir nokkru. Ólíklegt er að þetta hafi mikil áhrif á eignarhald United eða starfsemi félagsins þar sem synir hans Avram og Joel hafa að mestu séð um eignarhald Glazeranna á Manchester United. Menn hafa tekið þessum fregnum misvel, eigandi Derby telur að Glazerarnir hafi rutt brautina fyrir aðra erlenda eigendur á meðan Twitter var ekkert sérlega fallegur staður svona rétt á meðan fregnir af fráfalli Malcolm Glazer voru að brjótast út.
Það er lítið kjöt á beinunum hvað varðar leikmannamál, að minnsta kosti opinberlega. Louis van Gaal endaði auðvitað áhuga United á Toni Kroos og við gerum fastlega ráð fyrir því að eltingarleikurinn við Luke Shaw haldi áfram en fregnir hafa borist af því að það verði klárað eftir Heimsmeistarakeppnina. Eitthvað hefur verið hvíslað um að United hafi áhuga á Fabregas og Marca greindi frá því í gær að David de Gea sé á fullu að sannfæra Fabregas um að ganga til liðs við United. De Gea var auðvitað virkur í því að fá Mata til liðs við félagið í janúar, ekki slæmt að hafa svona markmann sem moonlightar sem umboðsmaður. Í vikunni var Twitter fullt af sögusögnum að United ætli sér að kaupa Miranda, miðvörð Atletico Madrid, en svo hefur ekkert heyrst meira af því.
Það verður líka þess virði að fylgjast með hollenska landsliðinu á HM, ekki bara til þess að sjá Louis van Gaal að störfum heldur einnig til að fylgjast með mögulegum leikmönnum United. Slúðrið á Englandi segir að van Gaal vilji fá miðvörðinn Bruno Martins Indi og Jordan Clasie frá Feyenoord en þeir munu báðir taka þátt í HM. Það eru þá hæg heimatökin fyrir van Gaal ef hann hefur áhuga á þessum leikmönnum.
Það hafa margir orðið til að spá í hvað við þurfum í sumar. Michael Cox frá Zonal Marking er ansi naskur sérfræðingur og greinir hvað United gæti þurft.
Við vonum auðvitað að hægt verði að klára eitthvað fyrir HM en við verðum þó ef til vill að sætta okkur við það að HM muni líklega koma í veg fyrir það.
DMS says
Það er bara ekkert mark takandi á þessum ensku blöðum með slúðurfréttirnar. Einn miðill startar einhverju bullshitti, hinir éta það upp og pósta því líka. Þá er þetta allt í einu orðinn nokkuð „solid rumour“ því það eru svo mörg blöð að birta þetta. Svo daginn eftir kemur í ljós að þetta er load of shit, þá er bara rinse and repeat á einhverja aðra vitleysu.
En Ed Woodward má samt alveg sleppa því að opinbera það að þeir séu alveg við það að fá einhverjar stjörnur til sín….bara svona til að forðast það að líta út eins og hálfviti þegar það gengur svo ekki eftir. Plús að ég held að forráðamenn liðanna sem hann er að semja við taka sennilega ekkert alltof vel í það þegar hann segir að þetta sé svo gott sem í höfn þegar í raun á eftir að ganga frá hinu og þessu í viðræðunum.
Hjörtur says
Hvað er að frétta? Ja mér finnst það bara nánast ekkert. Það koma hinar og þessar sögusagnir, um að Utd væri að kaupa hinn eða þennan leikmanninn. Allan seinni part vetrar átti þessi Kroos að vera að ganga í raðir Utd, meir að segja var haft eftir bróður hans að hann vildi ganga til liðs við Utd, en svo nú á vordögum þá segir sjálfu Kroos að hann hafi engan áhuga á því. Maður fer bara að óttast það að þetta fari allt í sama farið og á síðasta ári. Eða getur verið að það sé feluleikur í þessu öllu saman, og það verði ekki opinberað hvaða leikmenn munu koma til liðsins fyrr en seint og síðar meir?
Hannes says
Heimskulegt ef við klárum ekki nokkur kaup áður en HM byrjar. Því ef þeir standa sig vel á HM þá tvöfaldast verðið pottþétt.
Einar says
Woodward virðist ætla spila út sömu taktík og hann notaði síðasta sumar, enda reyndist það einstaklega vel. Það hefur sannað sig í gegnum árin að það margborgar sig að bíða fram á allra síðustu stundu með að ganga frá öllum hugsanlega kaupum.
Ég botna ekkert í liðum einsog Chelsea og Liverpool. Chelsea er nú þegar búin að kaupa Costa og nánast komin með Fabregas – hvað er málið með þennan asa?! Og Liverpool, hmrpff, Emre Can, Lambert og svo 99% Lallana. Af hverju bíða þessir desperate klúbbar ekki fram í lok september með þetta!? Þá verðu r undirbúningstímabilið loks búið og nokkrir leikir byrjaðir á tímabilinu, besti tíminn fyrir kaup! Mourinho og Rodgers eru í ruglinu!
Er ekki woodward örugglega með ótímabundin samning? Lengi lifi Woodward
#fml
Sigurjón Arthur says
Heyr heyr Einar og svo eru ótal snillingar að halda því fram að ekkert gerist í leikmanna málum almennt fyrrr en eftir HM….þvílikt kjaftæði !!!@ Einar:
Sjonni says
Sælir, vill bendar ykkur á bestu síðuna til að tippa á leikina á HM http://sparkspeki.is/.