Það er óþarfi að vera að halda því fram að það sé ALLT AÐ GERAST!!! hjá United. En það er hægt að taka saman smá pistil og tengja á helsta slúður.
Nýjast! Luke Shaw sagði forráðamönnum Southampton eftir síðasta leik í deildinni að hann vilji til United. BBC greinir frá þannig þetta er solid.
Andy Mitten fer rækilega í saumana á hvernig hlutirnir virka á ‘silly season’ Í annarri grein skrifar Mitten um hversu nálægt United var því að kaupa Fabregas í fyrra og hvar hann muni mögulega spila sína knattspyrnu á komandi tímabili.
Viðskiptatímaritið Forbes finnur tíu lexíur í ráðningu og brottrekstri David Moyes
MEN birtir lista yfir þá eitthundrað landsliðsmenn sem unglingastarf United hefur skilað af sér
Telegraph fjallar um Glazer systkinin þrjú sem við vitum minnst um. Þau vilja líklega selja sinn hlut í United
Á Ítalíu er því haldið fram að United hafi áhuga á Alexis Sanchez sem virðist vera á leið frá Barcelona.
Þrátt fyrir að fregnir hafi borist af því að Louis van Gaal hafi ekki áhuga á Toni Kroos heldur spænska blaðið Sport því fram að United hafi boðið 24 milljónir evra í Kroos. Annað spænskt blað, El Confidencial heldur því fram að Louis van Gaal hafi sjálfur rætt við Toni Kroos til þess að sannfæra hann um að ganga til liðs við United. Athyglisverðar fréttir.
Louis van Gaal virðist svo vera áfjáður í að fá Bastian Schweinsteiger til liðs við United og Bayern gæti haft áhuga á því að selja hann, samkvæmt blaðamanninum Graham Hunter, sem segir að Pep Guardiola vilji losna við Bastian. Hann yrði velkominn á Old Trafford.
Slúður gærdagsins var að Juventus hefði svarað fyrirspurn United um Pogba með „60 milljónir punda takk“. Hljómar eins og Woodward sé að koma því á framfæri að hann sé að reyna en það séu bara allir svo dýrir.
Shinji Kagawa er á skotskónum fyrir Japan. Hann skoraði gegn Zambíu fyrir skömmu:
Einhvernveginn finnst manni eins og allt fari í frost á meðan HM stendur þannig að ef United nær ekki að klára neitt fyrir HM er líklegt að við fáum ekki að sjá nýja leikmenn á Old Trafford fyrr en um miðjan júlí, í allra fyrsta lagi. Ef við þekkjum Woodward rétt mun þó ekkert gerast fyrr en það er korter eftir að félagsskiptaglugginn lokar.
Ljósu punktarnir við það væru: Ímyndið ykkur fund Van Gaal og Woodward daginn eftir. Það yrði hárþurrkun í lagi. Eða þvottur og bón m.v. að kollvikin á Edda. Og svo yrði Eddi rekinn. En það eru þrír mánuðir í það.
David Moyes hefur farið víða í blaðaskrifum undanfarið og finnst hafa verið farið óskaplega illa með sig. Hann er t.d. eitthvað sár yfir að Van Gaal vilji ekki Kroos og segist hafa verið kominn langt með að klára þetta. Nennum við nokkuð Moyes lengur? Nei. Enginn tengill fyrir Moyes.
Excel spáskjal fyrir HM
En talandi um HM: Fyrir þau sem vilja spá og fylgjast með úrslitum á HM, þá er hér besta HM Excel skjalið: Heldur utan um rétta riðlastöðu og ef kemur til uppkasts þá er hægt að setja þær niðurstöður inn þannig að allt komi rétt út. Í útsláttarkeppninni sjást svo liðin sem munu lenda saman allt fram að úrslitaleik. Semsé: Fullkomið. (Vonandi)
Og allt í boði Rauðu djöflanna.
DMS says
Fyrsti díllinn dottinn í hús (staðfest) !!!!
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Club-News/2014/Jun/manchester-united-announces-sponsorship-agreement-with-cho-a-pharm.aspx?newsid=7935B2C6-32C5-47EB-A61E-F7D6B1416788&utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
Björn Friðgeir says
Fyrir og eftir myndir af Anderson verða flottar í auglýsingarnar þegar hann er búinn að nýta sér þessi fæðubótarefni…
Robbi Mich says
Sko, þetta er orðið frekar vandræðalegt ástand á Old Trafford. Ed Woodward þarf að fara að girða sig hressilega í brók. Chelsea og Liverpool eru að styrkjast óskaplega og það er nákvæmlega ekkert um að vera hjá United. Ekki baun. Nada.
úlli says
Pínu glatað að sjá Fabregas fara til Chelsea. Eitthvað segir mér að hluti af þessu öllu saman á síðasta ári hafi verið tregi hans til að fara til borgar eins og Manchester. Þessar nútímaprímadonnur vilja vera í London, París, Róm!
Krummi says
Það er eins gott að okkar menn séu með eitthvað í gangi bakvið tjöldin. Fabregas fyrir 27 kúlur er virkilega góður díll hjá Chel$ki. Hann er frábær miðjumaður. Hugsa sér, hann er keyptur fyrir er minna fé en við borguðum fyrir Fellaini! Það er hreint ótrúlegt.
Að mínu mati þurfa okkar menn að kaupa 2 mjög góða central midfielders (og reyndar fleiri stöður líka), annars verður þetta bara áframhaldandi ströggl. Orðum þetta bara eins og Gaui Þórðar gerði þegar hann var rekinn frá ÍA, „þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“.
úlli says
Samt eitt varðandi Fabregas, mér finnst einhvern veginn eins og allur eldmóður sé úr honum. Barcelona-draumurinn misheppnaðist, hann er varamaður hjá Spáni, og ég er bara ekki jafn spenntur fyrir honum og ég var í fyrra.