Ekki vorum við fyrr búnir að setja uppfærslu á Fésbókinni um að Herrera væri búinn að skila inn nauðsynlegum skjölum til spænska knattspyrnusambandsins og nú væru aðeins einhver tæknileg mál að tefja sem myndu leysast í dag eða morgun en þetta kom:
Athletic tilkynnti á heimasíðu sinni að þeir hefðu hafnað boði Manchester United í Ander Herrera.
EIns og gefur að skilja logaði Twitter á eftir og skýringarnar eru ýmsar en þó er ljóst að þarna eru nokkur atriði í gangi:
- Athletic mun aldrei taka beinu boði í leikmann, þeir neyða leikmanninn til að leggja fram klásúlupeninginn.
- Leikmaðurinn þarf að reiða fram greiðsluna, og kaupklúbburinn (United) þarf að greiða leikmanninnum.
- Þetta getur haft ýmisleg skattaleg áhrif og valdið kostnaðarauka fyrir United.
- Þar sem svipað mál kom upp í tengslum við skipti Javi Martínez til Bayern hljóta United menn að hafa séð þetta fyrir og reiknað með þessu. Ef ekki þá þurfa hausar að fjúka.
- Herrera vill koma til United.
Lokaniðurstaðan: Það er enn nær öruggt að Herrara komi til United. Eina spurningin er hvað mikið United þarf að borga.
Robbi Mich says
Ætli Eddi viðarspæta klúðri þessu ekki líka og endar með því að leikmaðurinn rennur úr greipum okkar? Ég hef enga trú á þessum trúð. Sjáum hvað setur en vonandi verður upphæðin ekki hærri en 36 millz, sem er nógu andskoti mikið.
Björn Friðgeir says
36m evrur, einverjar 29m punda.
Ég er alveg til í að fá annan miðjumann í liðið…
Sveinn Þorkelsson says
Er einhver sérfræðingur hérna sem fylgist með spænska (ekki bara Barcelona og Madridarliðunum) og getur sagt hvort að þessi gaur hafi allt til alls til þess að standa sig á stóra sviðinu í leikhúsi draumana?
Krummi says
Hér eru til dæmis ummæli um Ander Herrera frá okkar fyrrverandi leikmanni: http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/manchester-united-transfers-ander-herrera-7326519
Siggi says
Bilbao er aldrei að fá meira en 29 milljónir fyrir hann með því að neyða í gegn þetta buyout. Eina sem þeir geta gert er að auka peningana sem United þarf að blæða. Hversvegna býður United ekki bara 30 milljónir í Herrera, AB fær millu aukalega og málið er dautt. Nema þeir sjái fyrir að aukakostnaðurinn sé það hár að það fæli United frá kaupunum og þá ná þeir sínu fram, að halda leikmanninum.
DMS says
Ætli A.Bilbao séu vísvitandi að reyna að tefja málið fram yfir mánaðarmót svo klásúlan hækki?
En það er alveg á hreinu að leikmaðurinn er búinn að gera upp hug sinn, búinn að tala við fjölskylduna sína, hefur heimsótt æfingasvæðið, staðist læknisskoðun og samið um persónuleg kaup og kjör. Nú þarf bara að klára samningahliðina við Bilbao, en það var nú alveg vitað fyrirfram að það yrði bras. Það er aldrei auðvelt að kaupa af Bilbao og menn hljóta að hafa séð það fyrir eftir að hafa reynt að kaupa þennan leikmann áður.
En ég trúi ekki öðru en þetta klárist. Nokkuð viss um að Herrera yrði ansi fúll við sitt gamla félag ef þeir myndu ganga svo langt að stoppa kaupin með öllu eftir allt þetta.
Elías Kristjánsson says
Er Herrera leikmaðurinn sem MU bráðvantar. Er Herrera að koma til með að verða klassaleikmaður. auðvitað er erfitt um að spá. En þetta er klárlega töluverð áhætta.
Björn Friðgeir says
Held það sé prinsippmál hjá Athletic að selja ekki. Þeir eru jú miklir prinsipp menn með sína heimaalningastefnu og slíkt. Þannig að þetta er alltaf að fara erfiðustu leiðina.
Miðað við að Herrera á að vera svona ‘box-to-box’ spilari og fullt af mönnum þarna úti sem maður ber virðingu fyrir sem rýnendum eru hrifnir, þá held ég að hann sé fínasta viðbót. Þó hann verði dýr.