Eftir spennandi tvo daga með Ander Herrera eru önnur kaupin á jafnmörgum dögum gengin í gegn. Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw hefur skrifað undir 4 ára samning við Manchester United.
Fréttirnar voru löngu leknar út, Shaw búinn að breyta Twitter upplýsingum um sig í „Leikmaður Manchester United“ áður en hann breytti til baka, en loksins kom staðfestingin frá United:
.@LukeShaw3 joins @AnderHerrera8 as an #mufc player. Welcome to the club! Full story: http://t.co/xCBqiqNPmI pic.twitter.com/NR4acNQuNS
— Manchester United (@ManUtd) June 27, 2014
More from @LukeShaw3: "I'm looking forward to this new chapter in my life & learning from the world-class players & management at the club."
— Manchester United (@ManUtd) June 27, 2014
Shaw, sem verður 19 ára þann 12. júlí næst komandi, hefur verið orðaður við United meira eða minna allt síðasta tímabil en hann fór á kostum með Southampton á sínu öðru tímabili með félaginu. Hann lék 35 deildarleiki með Southampton í vetur og 3 leiki í bikarkeppnum og var með eina stoðsendingu. Einungis Adam Lallana spilaði fleiri leiki fyrir Southampton. Að auki var hann einn af sex efstu í kjöri um Unga leikmann deildarinnar, og var í úrvalsliði deildarinnar, hvort tveggja valið af leikmönnum.
Á fyrsta tímabili sínu í byrjunarliði, 2012-13, lék hann 25 deildarleiki og er yngsti byrjunarliðsleikmaður í úrvalsdeildarleik fyrir Southampton. Magnaðar tölur fyrir jafn ungan leikmann og nú fær hann tækifæri til að læra af Evra.
Shaw fór með enska landsliðinu til Brasilíu og lék einn leik, allan leikinn á móti Kosta Ríka eftir að England var dottið úr leik og Hodgson gaf öllum séns.
Kaupverðið er 27 milljónir punda, en getur hækkað í allt að 34 milljónir 29 milljónir, skv nýjustu upplýsingum James Ducker blaðamanns á The Times, með viðbótum, sem eru venjulega tengdar árangri United, leikjafjölda Shaw og leikjum hans með enska landsliðinu. Verðið er vissulega hátt, dýrasti táningur sögunnar, en við erum að kaupa vinstri bakvörð næstu 10-15 ára ef allt fer að óskum. Launin eru verulega ríkuleg, 100 þúsund pund á viku á fjögurra ára samningi.
Eins og með Ander Herrera munum við skoða Shaw nánar á næstu dögum.
Karl Gardars says
Þessi gluggi er nú þegar búinn að gleðja lítið hjarta all verulega. Nú vantar bara De Jong eða sambærilegan miðvörð, Arturo Vidal, James Rodrigues/Alexis Sanches og Ronaldo heim. Og kannski Messi líka í kaupbæti fyrst við erum byrjaðir á þessu kynórum! ;)
Hjörtur says
Tveir ungir og efnilegir leikmenn komnir í hópinn, en stóra spurningin verða þeir notaðir í aðalliðið, eða verða þeir látnir spreyta sig með varaliðinu, verða hundleiðir, og vilja svo fara e.h. annað. Þetta hefur nefnilega tíðkast svolítið með þessa ungu leikmenn sem komið hafa til liðsins. En vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Þórhallur Helgason says
Nei, LvG er vanur að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig þannig að ég held að það sé lítil hætta á því. Sjáðu bara hollenska landsliðið sem er núna á HM, fullt af ungum og sprækum strákum þar í byrjunarliðinu eða fyrstu menn inn af bekknum (de Vrij [22], Depay [20], Wijnaldum [23], Martins Indi [22], Kongolo [20]), svo eru fastamennirnir Daley Blind og Janmaat báðir 24 ára. Þannig að, nei, ég hef engar áhyggjur af því að þeim verði ekki spilað, sérstaklega svona miðað við verðmiðann á þeim báðum… ;)