Ja hérna hér.
Tveir dagar, tveir leikmenn, 56 milljónir.
Það var alveg kominn tími á að eyða peningunum sem streyma inn í klúbbinn í eitthvað annað en að greiða skuldir eigandanna. Woodward er greinilega búinn að læra eitthvað af síðasta sumri og vonandi hjálpar að vera kominn með stjóra sem þorir, og lætur hvorki Woodward né Glazera komast upp með neitt múður um peninga.
Þessi spreðveisla hefur auðvitað sett allar slúðurmaskínur af stað og Vidal á að vera næstur, ítölsk blöð segja Juve vera að búa sig undir tilboð frá United og svo er verið að tala um 55 milljónir fyrir Paul Pogba, stemmingin er bara svona.
James Ducker á The Times, einn af áreiðanlegri blaðamönnunum í Manchester, kom sterkur inn á Twitter í gær:
I wrote this morning that Shaw fee was £27m rising to £31m. Was subsequently told today it is £27m rising to £29m #mufc
— James Ducker (@TelegraphDucker) June 27, 2014
I reckon #mufc will sign at least two more players, a centre half and another midfielder, from the conversations I've had today
— James Ducker (@TelegraphDucker) June 27, 2014
Það er auðvitað bara frábært ef þetta reynist rétt. Höfum borgað ríflega en ekki fáránlega mikið fyrir Shaw, og enn verið að vinna í málunum.
De Gea
Rafael Evans NÝIMANN Shaw
Herrera NÝIMANN
Januzaj Mata Rooney
Van Persie
Þetta lítur ekkert svo illa út? Svo gætu einhverjir af kantmönnunum okkar vaknað af dvalanum, Lingard komið sterkur inn eða Saidi Janko, varaliðsleikmaður síðasta vetrar, fengið tækifærið á hægri kantinum.
Við munum líkt og í fyrra koma með uppstillingarpælingar þegar nær dregur tímabilinu og fleiri milljónum verið spreðað og þá auðvitað skoða nánar hvernig Van Gaal og hans fílósófía kemur inn í þetta.
En í millitíðinni getum við farið inn í sextán liða úrslitin á HM með bros á vör!
Bónus fyrir búningaáhugamenn
Það eru fyrir löngu búnar að leka myndir af búningum næsta tímabils, en @SAKR666MUFC rakst á treyjurnar í Nike búð í Saudi Arabíu. Gæti svo sem verið feik, en allt bendir til þess að þetta verði málið, þessar líta eins út og myndir hafa bent til:
DMS says
Sá viðtal við Herrera í dag. Talaði fullkomna ensku, kom mér pínu á óvart. Hélt almennt að Spánverjar væru ekkert að hafa fyrir því að læra enskuna nema þeir virkilega þyrftu þess. De Gea var nú ekkert sleipur í henni þegar hann kom minnir mig. En þetta er bara gott mál, hjálpar honum að aðlagast fyrr. Virkar mjög vel á mig þessi strákur, held hann gæti fittað vel inn í enska boltann.
Svo er spurning hvenær tiltektin hefst. Trúi ekki öðru en einhverjir muni yfirgefa skútuna líka.
Fridrik says
Vil frekar pogba en vidal, otruleg mistok hja sir alex að lata hann fara. Það mun koma allavegana 1 hafsent með jones,þvi við hofum misst rio og vidic. Smalling og evans til vara. Ef að rafael spilar eins og 12-13 timabilið þa þarf ekki nyjan right back. Okkur vantar ad minu mati 1 kantmann þar sem young og valencia voru hormulegir og eru bara ekki i utd klassa. Væri til i james rodriguez en hann er væntanlega price locked hja monaco.
Björn Friðgeir says
Nefnum það hér í framhjáhlaupi að búið er að ganga frá sölu Alexander Büttner til Dynamo Moskvu fyrir 4,4m punda sem getur hækkað í 5,6m. Büttner var keyptur á 3,9m þannig að United hefur hagnast á þessu (fyrir utan laun auðvitað…)
Bless bless Alex!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://www.433.is/enski-boltinn/de-vrij-sagdur-vera-leidinni-til-united/
Heimir Logi Guðbjörnsson says
Miðað við leikinn hjá Chile í gær þá verð ég að segja að ég er mjög spenntur fyrir Vidal. Virkar á mig sem mikill naggli, einmitt eitthvað sem okkur vantar á miðjuna.