Það er af ýmsu að taka hjá United þessa dagana. Hér er það helsta:
Ný treyja var kynnt til leiks í gær. Þetta er fyrsta tímabilið þar sem Chevrolet auglýsir framan á búningum Manchester United:
Maður hefur séð þær verri. Eitthvað hefur borið á því að menn séu að kvarta undan því að Chevrolet-merkið sé fyrirferðamikið en fyrir 60 milljónir punda á ári held ég að þeir hafi rétt á smá aukaplássi á treyjunni.
Í gær kom slúður um að Nike hefði dregið sig úr samkeppninni um nýjan treyjusamning sem tekur gildi á næsta ári. Það var staðfest í dag þegar Nike gaf út tilkynningu þess efnis. Þá eru eftir Adidas og Warrior en fregnir herma að Adidas hafi komið með svo gott tilboð í búningana að Nike telji það ekki borga sig að halda áfram samningaviðræðum. Talað er um að tilboð Adidas hljóði upp á 60-75 milljónir punda á ári sem er í samræmi við tölur sem nefndar hafa verið í þessu samhengi síðasta árið. Það getur varla verið langt í að samningar náist og á meðan biðjum við til heilags Cantona að Warrior fái ekki þennan samning.
Way is now clear for Adidas to be new ManU kit supplier. Its offer – could be in region of £750m over 10 years
— Roger Blitz (@rogerblitz) July 8, 2014
United’s new shirt contract will bring in more money than 17 of 20 Premier League clubs make in gate receipts for an entire season.
— tariq panja (@tariqpanja) July 8, 2014
Þetta yrði langstærsti treyjusamningur í fótboltanum í dag. Sem dæmi má nefna að Liverpool fær 25 milljónir á ári og Arsenal og Chelsea fá 30 milljónir. Við erum því að tala um tvö- til þrefalt hærri upphæð en okkar helstu keppinautar eru að fá.
Þeir leikmenn United sem ekki tóku þátt á HM eru mættir til æfinga hjá United undir stjórn Ryan Giggs og Albert Stuivenberg sem er ný viðbót við þjálfaraliðið. Áhugasamir geta kynnt sér þann ágæta mann betur en hann var þjálfari u-17 ára liðs Hollendinga og náði frábærum árangri með það lið.
Það er einnig komið á hreint hverjir verða um borð í flugvélinni sem fer frá Manchester til Bandaríkjanna þann 18. júlí. Louis van Gaal er sagður hafa farið fram á að þeir leikmenn sem spiluðu með landsliðum sem duttu snemma út verði um borð í þeirri flugvél og honum virðist hafa orðið að ósk sinni.
Hópurinn lítur svona út:
Þetta er sterkur hópur og það verður að teljast gott að Louis van Gaal fái að vinna með stærsta kjarna liðsins. Ekki veitir af. Athygli vekur að Bebé og Anderson fara með. Endanlegur hópur verður tilkynntur þann 18. júlí og við þann hóp geta bæst leikmenn úr yngri-liðunum auk þess sem að síðar meir munu þeir leikmenn sem náðu langt á HM bætast við hópinn.
Þetta eru þeir leikir sem komnir eru á dagskránna á undirbúningstímabilinu en mögulega munu einhverjir leikir bætast við:
Í dag var jafnframt staðfest að Louis van Gaal mun fljúga með liðinu út þann 18. júlí og taka þar með fullan þátt í undirbúningi liðsins fyrir komandi tímabil. Hann fær því ekki mikið sumarfrí, kallgreyið, enda ljóst að HM lýkur ekki fyrr en á síðasta lagi laugardaginn næstkomandi fyrir Hollendinga.
Hvað varðar leikmannaslúður er lítið að gerast hjá okkar mönnum eftir að gengið var frá kaupunum á Ander Herrera og Luke Shaw. Eitthvað tíst hefur heyrst um Angel dí María, Arturo Vidal, Mats Hummels og Juan Cuadrado en ekki neitt sem getur talist skothelt auk þess sem að Everton á að hafa spurst fyrir um Tom Cleverley. Jafnframt hefur því verið hvíslað að Patrice Evra sé á leiðinni til Juventus en um það voru háværir orðrómar í vetur. Sjáum hvað setur. Við treystum því að Ed Woodward og co séu að vinna hörðum höndum bakvið tjöldin þangað til Louis van Gaal mætir á svæðið.
Í dag og á morgun eru svo auðvitað undanúrslit á Heimsmeistaramótinu, þar eigum við að sjálfsögðu okkar tvo fulltrúa, Louis van Gaal og Robin van Persie. Hversu geðveikt væru ef Louis van Gaal mætir í ensku úrvalsdeildinna sem heimsmeistari?
Pétur says
Ein pæling. Er Jesse Lingard ekki lengur í ManU eða? Er hann kannski bara einhverstaðar á láni. En allavegana afhvejru er hann ekki í þessum æfingahóp?
Sæmundur says
Vona að það sé verið að vinna í því að losa aðeins um dauðviðinn sem er ennþá til staðar inn á milli, s.s. menn eins og Young (spilum í raun einum færri frá upphafi þegar hann byrjar), Cleverly (Quote „Some people have made me a scapegoat for Man Utd bad form this season“ Mitt svar „I have seen goats with better ball skills and distribution“), Bebé (Error : sarcasm scale too high), Young (ef maður er að drulla yfir menn á annað borð, þá má alveg drulla tvisvar yfir þetta dauðyfli.“
Annars líst mér vel á tímabilið, vona að Van Gaal taki líka upp stráka úr yngra starfinu, s.s. Wilson og fleiri sem eiga það svo sannarlega skilið. Tel einmitt að Stuiverberg hafi komið með til að efla bara það góða starf sem Utd er að vinna í yngri liðunum.
Björn Friðgeir says
Einhver hringi á lækni…
Ég er bara í alvöru farinn að búast við Hummels, Di María og Vidal.
Og ef við fáum ekki Vidal í sumar, kemur Strootman í janúar.
Held ég þurfi að íhuga lyfjaskammtinn…
DMS says
Varð pínu sorgmæddur þegar ég sá nýjasta slúðrið í dag varðandi að United væru ekki að fara að kaupa Arturo Vidal. En ég get vonandi tekið gleði mína á ný á morgun þegar slúðrið fer í hring og við verðum aftur áhugasamir um að kaupa hann.
Björn Friðgeir says
Það er nú bara strax komið slúður frá Síle um að við séum að tala við Juve þannig þú þarft ekkert að bíða til morguns með að snúast í hring!
DMS says
Jibbí! Ég er heldur ekkert að hata Angel Di Maria slúðrið.
Hljótum að vera í fínni stöðu til að gera einhvern díl við Juve um Vidal. Þeir vilja Evra og svo hafa þeir líka eitthvað verið að sniffa af Nani skv. götublöðunum. En ætli þetta snúist ekki líka um hvort þeir nái að halda Pogba hjá sér eða ekki.
Björn Friðgeir says
DiMaría „samkomulagið“ er uppdiktað slúður af verstu gerð, sjá tímalínuna hér https://twitter.com/thcoast
Einar B says
held því miður að United geti ekki kept við pening og meistaradeildina hjá PSG, Di Maria endar líklegast þar skv. nýjust fréttum.
Væntingar:
Di Maria til United
Hummels til United
Vidal til United
Grátlegur raunveruleikinn verður líklegast:
Di Maria til PSG
Hummels til Barcelona
Vidal áfram hjá Juventus
Miðað við Sanchez til Arsenal, Fabregas og Costa til Chelsea, Caballero, Fernando og Sagna til City þá þarf United að fara setja í næsta gír í þessum glugga.