Eftir langar og strangar samningaviðræður sem hafa án efa staðið yfir í að minnsta kosti ár, ef ekki tvö er kominn sigurvegari í kapphlaupinu mikla um að fá að sníða treyjur á besta félagslið Englands.
Eftir að núverandi klæðskeri Manchester United, Nike, tilkynnti í síðustu viku að þeir hefðu ekki áhuga á að semja við United um þær upphæðir sem United krefðist lá fyrir að tvö fyrirtæki væru um hituna. Bandaríski nýgræðingurinn Warrior sem er þekkt fyrir… nýstárlegar… treyjur sem þeir hafa verið að hanna fyrir Liverpool, og adidas.
Það var því mörgum ánægjuefni að á mánudag var tilkynnt að það væri adidas sem hefði hlotið hnossið. Það hefur verið ljóst í langan tíma, allt frá því að samningurinn við Nike var ekki framlengdur í fyrra að Edward Woodward ætlaði sér stóra hluti í þessum málum og tölurnar sem slúðrað hefur verið um hafa verið stjarnfræðilegar.
Lokaniðurstaðan er samt þannig að án þess að hafa haldið utan um allt slúðrið þá er varla að hún hafi verið nefnd í alvöru hingað til. Adidas mun næstu tíu árin borga Manchester United að lágmarki 75 milljónir punda á ári fyrir réttinn til að framleiða keppnis og æfingabúninga liðsins. Það er þreföld sú upphæð sem Nike hefur verið að borga fyrir samninginn sem nú er á síðasta ári.
Taflan yfir hæstu búningasamninga heims lítur þá svona út
Lið | Upphæð á ári | Gildir til |
---|---|---|
Manchester United | 75m | 2025 |
Real Madrid | 31m | 2020 |
Arsenal | 30m | 2019 |
Barcelona | 26,3m | ? |
Liverpool | 25m | 2015 |
Bayern München | 22m | 2020 |
Chelsea | 20m | 2018 |
Manchester City | 12m |
Eitthvað tillit þarf að taka til þess að mismunandi er hvað samningarnir fela í sér í aukagreiðslum fyrir sölu eða réttindi til markaðssetningar og eru einhverjar raddir um að með samningnum við adidas sé United að gefa frá sér tekjuþáttöku og markaðssetningarmöguleika en samningar annarra félaga en það hef ég þó hvergi séð frá traustum heimildum.
Þegar litið er til þess að samningurinn við Chevrolet sem við erum að sjá fyrstu merkin um núna gefur félaginu 53 milljónir punda á ári og 17 milljón punda samningurinn við AON um auglýsingar á æfingabúningum og nafnið á Carrington, þá er klúbburinn að fá litlar 145 milljónir punda á ári.
Fyrir utan þetta eru svo ótal litlir samningar við fyrirtæki hér og þar í heiminum sem hver um sig gefur allt að 2 milljónum punda á ári, svo sem eins og við núðlufyrirækið Nissin sem var einmitt tilkynntur í dag. Allir að kaupa Nissin núðlur!
Þetta sýnir enn og sannar að frá markaðssjónarhorni er Manchester United óumdeilanlega stærsta knattspyrnufélag heims. Það má hugsa til þess hvort að samningur þessi hefði verið gerður ef David Moyes væri enn við stjórnvölinn og ég efast ekki um að líkurnar væru ansi minni. Ráðning Louis van Gaal hefur nefnilega ekki bara hresst skap stuðningsmanna heldur og annarra!
Það sem er hvað gleðilegast við þennan samning er að nú er framtíð félagsins loksins tryggð eftir níu ár af óvissu um áhrif skuldanna sem Glazer-fjölskyldan hlóð á félagið. Vaxtagreiðslur hafa farið frá því að vera um 75 milljónir punda á ári niður í 20 milljónir punda og eru vel viðráðanlegar. Það breytir þó aldrei því að félaginu hefur blætt síðustu níu ár sem sást í því sem gerðist síðasta ár.
Nú er hins vegar þetta fjárhagslega öflugasta félag heims loksins farinn að njóta þess en ekki eigendurnir og veskið farið á loft. Það er hins vegar of seint fyrir Meistaradeild næsta árs.
Önnur skemmtileg afleiðing þessa samnings er sú að United mun á ný fara að spila í adidas búningum. Það fór ekki milli mála að viðbrögð margra eldri stuðningsmanna var gleði enda þykir þeim mörgum að adidas búningar níunda áratugarins hafi verið mun flottari en Nike búningar síðustu ára.
Ísak Agnarsson says
good news !!
Robbi Mich says
Blendnar tilfinningar. Ég segi já takk við þessum búningadíl, því smá klink í kassann er af hinu góða, en ég geri það með óbragð í munni því ég GJÖRSAMLEGA HATA adidas. Ég er fanatískur Nike aðdáandi og þetta er því hálfgerð martröð fyrir mig. Liggur við að ég biðji um Warrior …. ;)
DMS says
Nei guð minn góður, ekki Warrior.
Ég fíla Adidas….svona fyrir utan spítt-einkennisgallana sem annar hver low life, handrukkari og dópisti klæðist.
Krummi says
Drullusama hvaða merki er á búningunum, bara „take the money and run“!
Ingvar says
Frábærar fréttir, Love adidas :)
All
Day
I
Dream
About
Sex
jonny says
er ekki leikur í dag strákar? ??
20 júlí ???
http://www.braywanderers.ie/
endilega svara
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Nokkuð viss að næsti leikur sé gegn LA Galaxy og að hann sé 23.júlí
jonny says
hjörvar kíktu á síðuna hjá þeim þar stendur að þeir seu ða fara keppa við united
??
Atli says
Er þetta ekki bara leikur hjá varaliðinu eða eithvað álika?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://www.braywanderers.ie/home/latest-news/united-youngsters-must-be-extra-special-for-van-gall-starting-against-bray/
Varaliðið
Björn Friðgeir says
21 leikmaður fékk að spreyta sig í 0-1 tapi gegn Bray, Offisjal síðan er með stutta frétt:
http://www.manutd.com/en/Players-And-Staff/Reserves/Reserves-News/2014/Jul/bray-wanderers-v-manchester-united-reserves-friendly.aspx