Það styttist í upphafið á tímabilinu, fyrsti leikurinn á undirbúningstímabilinu er í nótt á þeim kristilega tíma 03.06. Enn hefur ekki fundist skýring á þessum 6 mínútum Skýringin er komin, sjá athugasemdir. Louis van Gaal hélt blaðamannafund í nótt og talaði um hvað hann væri svakalega ánægður með leikmenn sína:
I have to say that it has been fantastic. Maybe you think every trainer coach will say that when they are new, but I mean it. The players are very anxious to do what I say and follow the instructions of my assistants. The focus of what I have seen in training sessions is top level, but we have to see if the performances are also top level.
Menn hafa verið að æfa nokkuð stíft undanfarna daga í undirbúningi fyrir leikinn og það virðist almennt vera gaman hjá leikmönnum liðsins og ekki síst hjá nýja stjóranum. Van Gaal var t.d. svo ánægður með þessa hornspyrnu frá Wayne Rooney að hann gaf stórt og mikið knús. Jákvæð styrking og allt það:
Gamli var jafnframt ánægður með Chris Smalling og Phil Jones þegar þeir settu boltann í netið á skotæfingu og öskraði kallinn „Defenders who score, Defenders who score!“ Hann virðist bara almennt vera í mjög góðu skapi og ánægður en þetta hafði hann að segja um Ryan Giggs:
First of all, we have my assistant manager Ryan Giggs and I’m very pleased with him. I talked with him before I signed. Your first impression is always important and that was very good, and now the impression is still improving because I know him better.
Hann var þó minna ánægður með allt þetta ferðalag sem liðið er á en í þessar æfingarferð ferðast liðið um öll Bandaríkin. Leikið er í Los Angeles, Denver, Detroit, Washington og mögulega Miami. Van Gaal sagði það á blaðamannafundinum að hann hefði fengið það í gegn að næsta ferð yrði styttri og með minni ferðalögum. Gaman að sjá að hann er að hrista aðeins upp í félaginu en hann hefur líka fengið það í gegn að tveir vellir á æfingarsvæði United verði lagðir með sama undirlagi og er á Old Trafford og að eitthvað verði gert til þess að hefta vindinn sem leikur um æfingarsvæði United.
Leikurinn í kvöld er gegn La Galaxy og til þess að segja liðinu frá andstæðingum í nótt mætti David Beckham á svæðið og heilsaði upp á mannskapinn:
Skyndilega breyttust allar stjörnunar í United í smástráka, sérstaklega þeir spænsku:
With a Legend!! #DavidBeckham pic.twitter.com/b4E5ani2qR
— David De Gea (@D_DeGea) July 22, 2014
Hoy nos ha visitado una leyenda #Beckham // David Beckham came to visit us today pic.twitter.com/P6XGYFffwW — Ander Herrera (@anderherrera8) July 22, 2014
Sir David Beckham. pic.twitter.com/rVDXw1SsfF
— Juan Mata García (@juanmata8) July 22, 2014
Hvað um það, aðeins um leikinn í nótt. Van Gaal sagði að leikmenn væru að venjast því að taka tvær æfingar á dag og að sumir væru greinilega ekki vanir því:
It might not be what they’re used to but double sessions are normal for me. I have the impression that, for some players, it’s very difficult.
Það virðist þó allt snúast um æfingar með boltann skv. blaðamanni Guardian sem er ágætis tilbreyting frá síðasta þjálfara:
@N8Sutcliffe it was all pass pass move shoot etc, before we were turfed out. Had a good half hour to watch… — jamie jackson (@JamieJackson___) July 23, 2014
Það er svosem ekki skrýtið að menn séu ekki alveg í fullu formi nýkomnir úr sumarfríi. Jafnframt má reikna með að menn séu að taka vel á því enda ættu menn að vera ólmir í sanna sig fyrir nýjum stjóra. Van Gaal er væntanlega ekki með fullmótað lið í huga fyrir veturinn og því tækifæri fyrir leikmenn til að vinna sig inn í myndina hjá Van Gaal. Manni finnst þó líklegt að þjálfararnir róteri hópnum vel í þessum leik og margir fái tækifæri.
Aðeins um andstæðingana í nótt. MLS-deildin er rétt rúmlega hálfnuð og liðsmenn Galaxy því væntanlega í hörkuformi, liðið er ágætis róli í Vesturdeildnni en MLS-deildin skiptist í Vestur- og Austurdeild og fara fimm efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina. Svolítill NBA-bragur yfir þessu hjá Kananum. Galaxy situr 4. sæti vesturdeildarinnar og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni við liðin fyrir neðan:
Maður kannast ekki við marga leikmenn LA Galaxy, Robbie Keane er ennþá þarna og Landon Donovan finnst best að vera stóri laxinn í litlu tjörninni. Bruce Arena, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna heldur svo um stjórnartaumana. Bandaríkjamönnum þykir fátt skemmtilegra en POWER RANKINGS og þar sitja Los Angeles-menn í 7. sæti eftir 5-1 sigur á New England og 2-1 tap gegn Kansas City. Þetta er því ágætis lið sem við erum að fara að mæta og það verður gaman að sjá hvernig leikmenn okkar, verandi nýbyrjaður á undirbúningstímabili spila gegn fullfrísku liði LA Galaxy.
Leikurinn fer fram á Rose Bowl, risastór völlur sem er þekktastur fyrir það að þar var spilaður úrslitaleikur HM 1994. Eitthvað sem Roberto Baggio vill líklega gleyma sem fyrst.
Fyrir leikinn eru tvær spurningar sem brenna á flestum. Hver fær að bera fyrirliðabandið í fyrsta leiknum og hvernig mun Louis van Gaal stilla upp liðinu?
Þessi hér giskar á Darren Fletcher og ég held að Van Gaal komi mönnum á óvart með því að stilla up 3-5-2. Ef svo er gæti liðið litið svona út:
De Gea
Evans Jones Smalling
Rafael Shaw
Herrera Fletcher(c)
Mata
Rooney Welbeck
Við fylgjumst með leiknum og vonum að sem flestir geri það. Hann hefst eins og áður sagði klukkan 03.06 í nótt og er í beinni á MUTV og líklega víðsvegar á netinu. Sjáumst í nótt!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mikið var maður spenntur fyrir Zaha fyrir ári, ætli hann muni springa út núna loksins :)
Héðinn says
Ég geri ráð fyrir því að myndin hafi eitthvað afmyndast hjá ykkur og að Rafael og Shaw hafi átt að vera vængmenn/bakverðir…
en mér skilst að leiktíminn (6 mínútur yfir) sé sérstaklega hannaður af einhverjum sérfræðingum til þess að fá sem mest áhorf á auglýsingar… Semsagt að auglýsingarnar byrji kl. 3
Héðinn says
ok sé að þið eruð búnir að laga myndina…
Björn Friðgeir says
@ Hjörvar Ingi Haraldsson:
Nei.
Ef það er eitthvað sem síðasta ár sýndi, þá er það að það er afskaplega ólíklegt að piltur hafi hausinn rétt skrúfaðan á til að ná langt.
Tryggvi Páll says
Louis van Gaal getur vonandi skrúfað hausinn rétt á hann, þetta er hæfileikaríkur strákur og hefur vonandi lært eitthvað af síðasta tímabili.
Björn Friðgeir says
Það er ekki eins og það sé þrítugan hamarinn að klífa að hirða kantmannssæti í þessum hóp þannig að það má alveg vona. Ég skal glaður éta orð mín ef þarf. En…
Ísak Agnarsson says
Young á náttúrulega að fara, Anderson er að fara pottþétt. Bebe fer aftur á lán eða bara endanlega.
Nani virðist líklegur til að fara en vængmenn til taks eru Januzaj,Zaha og Valencia ásamt Mata og Kagawa ef þeir eru ekki í holunni útaf Rooney. Tæknilega séð þurfum við ekki annan winger en væri gaman ef Nani vill vera áfram og hann byrjar aftur að komast í liðið, frábær leikmaður sem ég fæ ekki nóg af.
Væri gaman kannski að fá Quintero einnig í winger hópinn :)
Birkir says
Hrikalegar fréttir að berast að liverpool sé komið í bílstjóra sætið um Vidal ? Er eitthvað til í því?
Tryggvi Páll says
Það eru Metro og Mirror sem eru með þessar fregnir af Vidal og Liverpool og vitna í miðla í Chile, þessi blöð eru ekki áreiðanlegustu pappírarnir á Englandi þannig að það er erfitt að segja. Það er hinsvegar vitað að Liverpool á nógan pening eftir söluna á Suarez og mér þætti það afskaplega skrýtið ef United væri eina liðið sem væri að reyna að kaupa Vidal.
Hvað varðar áhuga United þá hefur félagið sagt í allt sumar að það hafi ekki haft neitt samband við Juve þannig að hvað það varðar vita breskir miðlar í raun ekki neitt um áhuga United á Vidal. Annaðhvort hefur United einfaldega ekki áhuga á Vidal eða ætlar ekki að láta neitt leika út um að það sé að reyna að kaupa Vidal.
Karl Gardars says
Sælir félagar,
Veit einhver um Slóð eða einhverja leið til að horfa á leikina í svona æpöddum? Fartölvan liggur niðri hjà mér sem stendur.
Björn says
Verd ad segja ad ég sprakk nú eiginlega bara úr hlátri thegar ég sá thetta med Vidal og Liverpool, svona svipad og med Isco… Ef their ættu séns í svona leikmenn thá hefdu their væntanlega ekki verid ad punga út 30 mills í Lallana!