Þetta var ekki flókið.
Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:
Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.
Það var ekki hægt að sjá að United væri að byrja undirbúningstímabilið sitt og að LA Galaxy væri á miðju tímabili. United menn stjórnuðu fyrri hálfleik frá A-Ö og uppskáru þrjú mörk gegn slöku liði Galaxy. United hefur sjaldan eða aldrei stillt upp í 3-5-2 áður en sannleikurinn er sá að sú uppstilling hentar þeim mannskap sem er til staðar hjá liðinu akkúrat núna. Herrera og Fletcher voru flottir á miðjunni, unnu boltann í návígum og héldu flæðinu gangandi. Herrera og Mata voru að ná einkar vel saman. Mata fékk ágætis pláss í holunni vegna þess að með Rooney og Welbeck frammi voru varnarmenn Galaxy fastir í glímu við þá. Það var eftir ágætis undirbúning frá Mata sem fyrsta markið kom strax á 13. mínútu. Mata vann boltann á miðjum vellinum, lagði hann fyrir Welbeck sem tók laglegt skot af löngu færi sem hafnaði í netinu stöngin inn.
Okkar menn réðu gangi leiksins eftir þetta. Varnarmennirnir þrír sáu við flestum sóknaraðgerðum Galaxy-manna og Valencia og Shaw í vængbakverðinum fengu ágætis tíma og tækifæri á því að taka þátt í sóknarleiknum. Liðið sótti oftar upp hægra megin og eftir tveir slíkar sóknir í röð undir lok hálfleiksins gerði liðið út um leikinn. Valencia gaf boltann fyrir, boltinn fór í hönd varnarmanns Galaxy og dómarinn dæmdi víti. Rooney steig á punktinn og skoraði af öryggi:
Örfáum mínútum síðar var sóknin endurtekin, Herrera gaf á Valencia, Valencia gaf fyrir en í þetta skipti rann varnarmaður Galaxy og boltinn fór beint á Rooney semm reyndi að vippa yfir markmann Galaxy, nema hvað. Hann varði en Rooney fékk þó frákastið og labbaði með boltann í netið.
3-0 í hálfleik og yfirburður United algerir. Van Gaal gerði miklar breytingar í hálfleik, 9 leikmenn komu inn á og voru Herrera og Fletcher þeir einu sem fóru ekki útaf, Fletcher fór í miðvörðinn. Liðið í byrjun seinni hálfleiks leit svona út: Það tók smá tíma fyrir liðið að aðlagast leiknum á nýjan leik en það borgaði sig að hafa Herrera á sínum stað því í seinni hálfleik fór allt í gegnum hann. Þegar korter var liðið af hálfleiknum skoraði Reece James laglegt mark eftir undirbúning frá Ashley Young, hann gaf boltann fyrir og þar mætti James og setti hann innanfótar, alveg eins og menn höfðu verið að æfa. Van Gaal hefur verið ánægður með það.
James var ekki hættur og aftur var það Young sem sá um undirbúninginn, hann slapp í gegn en lét verja frá sér, boltinn hrökk út fyrir teiginn þar sem James var mættur á svæðið og hann setti boltann í autt netið. 5-0.
Galaxy menn gerðu margar breytingar á liðinu eftir þetta og við það riðlaðist það litla skipulag sem var á liðinu og okkar menn gengu á lagið. Ashley Young átti rosalega innkomu í framlínuna og skoraði tvö mörk undir lokin, bæði mörkin eftir laglegar sendingar frá Ander Herrera, nema hvað:
7-0 sigur á afskaplega döpru liði LA Galaxy staðreynd. Chevrolet-bikarinn komin í hús! Það má þó ekki taka það af okkar mönnum að þeir spiluðu afskaplega vel allan leikinn. Menn voru hreyfanlegir, vörnin stóð sína vakt, það var gott spil í gangi og miðjan var virkur þáttakandi í leiknum, aldrei þessu vant.
Hérna má finna öll mörkin á einum stað.
Það var þó einn ljós punktur af mörgum sem stóð áberandi uppúr og það var Ander Herrera. Hann var klárlega maður leiksins og var alveg gjörsamlega frábær. Hann vissi allan tímann hvar menn voru staddir í kringum sig, lét leikinn fljóta með snöggum einnar snertingar sendingum, var duglegur að vinna til baka, var ávallt mættur fram til að styðja við sóknarlínuna og undir lokin var hann hreinlega að leika sér að vörn LA Galaxy með glæsilegum stungusendingum. Herrera átti lykilsendingu eða stoðsendingu í 5 af 7 mörkum United í leiknum nótt, hann lagði upp tvo og átti sendinguna á manninn sem gaf stoðsendinguna í hinum þremur. Hann var allt í öllu. Ef hann heldur þessu áfram er ljóst að við erum með frábæran leikmann í liðinu í Ander Herrera. Endum þetta á nokkrum tístum:
Vá, hvað það er gaman að horfa á United spila beinskeittan bolta þar sem leikmenn vita sín hlutverk #TheVanGaalEffect #djöflarnir
— Halldór Marteinsson (@halldorm) July 24, 2014
25 mín liðnar og Herrera er að verða uppáhalds leikmaðurinn minn! #fotbolti #djöflarnir
— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) July 24, 2014
First impression af Herrera, quality! #djöflarnir
— Daði Már Sigurðsson (@dadimarsig) July 24, 2014
Yeah, yeah only pre-season but… ANDER HERRERA!
— Doron Salomon (@DoronSalomon) July 24, 2014
Only one game, but United’s performance tonight is a world apart from the 1-0 defeat in Bangkok in David Moyes’s first game..
— Mark Ogden (@MOgdenTelegraph) July 24, 2014
Van Gaal confirms 3-4-3 is the way #mufc will play this season. Says also squad lacks „balance“. Says „we have four number tens“.
— Ian Ladyman (@Ian_Ladyman_DM) July 24, 2014
Van Gaal: „we can switch to 4-3-3 when the other system doesn’t work. But if we play that we have 3 strikers on the bench. That’s not good“
— Ian Ladyman (@Ian_Ladyman_DM) July 24, 2014
[Picture] Louis van Gaal happy with Manchester United’s performance against LA Galaxy. #MUFC pic.twitter.com/F9rOTieDkU
— RedMancunian (@RedMancunian) July 24, 2014
Louis van Gaal getur svo sannarlega verið ánægður með sína menn í nótt. Næsti leikur er svo gegn Roma á laugardagskvöldið, hann er á aðeins skárri tíma eða klukkan 20.06.
Sindri Sigurjónsson says
Það verður víst hægt að horfa á leikinn hér: http://www.chevroletfc.com/en-gl/?utm_source=twitter&utm_medium=post&utm_campaign=ManUtd/#!/
gaal says
hvernig veistu að þetta er ekki
degea
smalling jones evans shaw
herrera fletcher
valencia rooney mata
welbeck
?? er það bara óskhyggja eða hefur eitthvað fyrir þér í því?
Tryggvi Páll says
Svona var þetta sett upp á MUTV sbr. https://twitter.com/AdamMcKola/status/492136111050092545/photo/1
DMS says
Virkilega spennandi uppstilling. Ég held að Van Gaal muni eflaust nýta þessa leiki til að prófa ýmsa taktíska hluti og ýmis kerfi. Ég held að hann sé töluvert hugmyndaríkari heldur en hinn svarthvíti David Moyes.
Tryggvi Páll says
Gaman að fylgjast með þessum leik. Það eru búnar 45 mínútur af stjóratíð Louis van Gaal og þetta er strax svo miklu betra en hjá David Moyes. Að vísu er þetta LA Galaxy lið frekar dapurt.
Sindri Sigurjónsson says
@ Tryggvi Páll:
Við getum samt sem áður borið þetta við undirbúningstímabilið í fyrra sem var virkilega lélegt áttu þeir varla einn góðan leik. Gaman líka að sjá smá nýjar áherslur hjá MUFC
DMS says
Frábært að sjá boltann flæða vel. Herrera er að stjórna miðjuspilinu og er mikið í boltanum. Mér fannst þeir hjá MUTV vera voða varkárir í upphituninni, töluðu stöðugt um hvað LA Galaxy væru á góðu runni í deildinni og væru í toppformi líkamlega þar sem deildin er enn í gangi þar. En þeir hreinlega réðu ekki við spilið og flæðið í leik United þessar fyrstu 45 mínútur.
En sjáum til hvað gerist í seinni hálfleik. Báðir stjórar munu eflaust nánast skipta um lið þannig að leikurinn gæti tekið aðra stefnu.
Lurgurinn says
Til hvers að hafa Hames þegar við höfum James? ;)
jonny says
er zaha í hópnum ???
DMS says
Herrera má alveg halda þessum assistum gangandi í allan vetur. Pure class!
Hrikalega gaman að sjá United svona beitta. Ég minnist þess ekki að hafa séð þá svona einbeitta áður í fyrsta leik á pre-season. Við vitum auðvitað að getumunurinn á LA Galaxy og United er töluverður, en það má ekki gleyma því að leikmenn LA Galaxy ættu að vera í toppformi og hafa verið að standa sig vel í USA deildinni.
MoM: Ander Herrera – klárt mál! Allt uppspil annað hvort byrjaði eða endaði á honum. Hrikalega öflugur og stýrði góðu flæði í spili United út allan leikinn.
Trausti says
Djöfull get ég ekki beðið eftir að deildin byrji aftur! GGMU
Halldór Marteinsson says
Það má alveg endilega minna á að í báðum mörkunum sem Reece James skoraði þá átti Herrera key pass á Young sem setti allt í gang.
Þvílíkur leikmaður. Allt vesenið sem fylgdi því að fá hann til félagsins er löngu gleymt. Hann þess virði að bíða eftir honum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Þetta virkar vel á mann og kemur manni í gott skap í byrjun dags :D
Cantona no 7 says
Vonandi er þetta það sem koma skal.
LVG þarf samt að styrkja liðið með ca 4 nýjum mönnum.
GGMU
Gunnar says
Er Januzaj ennþá í fríi eftir HM?
Tryggvi Páll says
Já, hann og Fellaini ásamt Robin van Persie fengu lengra frí. Robin fékk þrjár vikur og verður því ekkert með í þessari Bandaríkjaferð. Maður hefur ekkert heyrt af því hvenær Fellaini og Januzaj mæti á svæðið en ég reikna ekki með öðru en að þeir komi til móts við liðið í Bandaríkjunum á einhverjum timapunkti. Nick Powell er svo lagður af stað til að hitta hópinn enda hópurinn frekar þunnskipaðir á miðvallarsvæðinu.
Runólfur says
Áttu Bebe, Lawrence og Wilson ekki að fara með í þessa ferð eða er ég að rugla eitthvað? Væri talsvert glaðari að sjá Lawrence/Wilson þarna í staðinn fyrir Young :)
DMS says
Ég held að Wilson sé meiddur. Er ekki Bebe í söluferli, eða er búið að ganga frá því? Sennilega á leið til Portúgal.
Runólfur says
Wilson, Lawrence og Henriquez (sem átti nú að vera ágætis efni þegar við keyptum hann) spiluðu allir með varaliðinu í gær. Finnst skrýtið að þeir hafi ekki farið með í þessa blessuðu ferð. Sérstaklega þegar Nani og Young spila hálfleik frammi í gær.