Liðið er komið og lítur svona út
De Gea
Michael Keane Jones Evans
Valencia Herrera Fletcher(C) Young
Mata
Rooney Welbeck
Lið Real Madrid: Casillas; Carvajal, Nacho, Ramos, Arbeloa; Bale, Xabi Alonso, Modric, Pepe, Illaramendi, Isco.
Nei, ég hef ekki heldur hugmynd um hvernig þetta raðast. Bale frammi? þrír varnarmiðjumenn?
Ævar Þór says
þetta verður Sexy þegar Vidal og Hummels eru komnir þarna inn :D
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Get lifað við það að Vidal komi ekki en Hummels, það væri draumu í dós :D
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Þar sem ég er ekki fyrir framan TV en ætla að kíkja á leikinn, að þá keypti ég aðgang að leiknum á 2$ hérna: http://unitedlive.manutd.com/
Sindri Sigurjónsson says
@ Hjörvar Ingi Haraldsson:
Var einmitt að gera það sama
Björn Friðgeir says
Það kemur ekkert video upp hjá mer þegar ég vel að sjá ‘Test Player’ hja þeim eftir að hafa skráð mig þannig ég ætla ekki a borga þeim. Virkaði þessi testplayer hjá ykkur?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Test player virkaði hjá mér, er í iPhone5
En núna ætla ég að segja eitt sem ég sagði held ég aldrei seinasta tímabil: „Djöfull erum við að spila skemmtilegan fótbolta“
Boas says
Ja ja ja jaaaaaaaa !!
Djofull lyta okkar menn vel ut.
Tek ad ofan fyrir Fletcher, hann er ad syna og sanna svo mikid med thessu come backi
#louis-ermedthetttttaaaaa!!!!!
DMS says
Enn og aftur erum við að sjá skemmtilegt samspil í þessari æfingaferð. Þetta er nákvæmlega það sem vantaði á síðustu leiktíð, að færa boltann hratt á milli manna, auka tempóið og vera beinskeyttari í spilinu. Ekki þennan Moyes göngubolta þar sem menn sendu boltann í rólegheitum á næsta mann eða til baka, svo út á kant sem endaði með blindri fyrirgjöf á teiginn sem endaði yfirleitt beint á varnarmanni andstæðinganna eða í fangi markmannsins.
…og fjandinn hafi það, Ashley Young er allt í einu ekki svo slæmur kostur í vængbakvörðinn! Er hann réttfættur? Tók eftir að hann skaut með hægri í markinu sem hann skoraði.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
@ DMS:
Sammála með Ashley Young, hann virðist ætla að blómstra í þessu leikkerfi. Djöfull verður gaman að horfa á næsta leik, UNITED vs liverpool, alltaf skemmtilegir leikir :D