Fyrir fólk á besta aldri þýðir Mjólkurbikarinn deildarbikarkeppnina sem eitt sinn var, en um áratugaskeið hefur The Milk Cup verið keppni unglingaliða á Norður Írlandi. United hefur alltaf sent unglingalið sitt til keppni þar og í ár unnu þeir keppnina sem þeir voru í. BBC á Norður Írlandi fylgdist með og birti fréttir og öll mörk.
Í fyrsta leik burstuðu þeir ástralska liðið Gold Coast Academy 11-0, í næsta leik unnu þeir Norður-Írana í County Armagh 3-0 og síðasta leiknum í riðlinum var jafntefli nóg gegn CSKA Moskvu, 2-2.
Úrslitaleikurinn var gegn Vendée frá Frakklandi og þar dugði eitt mark til sigurs.
Væri gaman ef einhver þessara ungu manna fari alla leið. Mér skilst að unglingaliðið í ár sé frekar lítill hópur, en nokkuð vel mannaður.
Skildu eftir svar