Á morgun fer general-prufan fyrir tímabilið fram. Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford. Andstæðingurinn er Valencia. Hingað til hefur undirbúningstímabilið gengið vonum framar, 5 leikir, 5 sigrar og 2 „bikarar“, 16 mörk skoruð og eina markið sem liðið hefur fengið á sig úr opnu spili var af 50 metra færi. Það hefur því verið blússandi gleði á mannskapnum enda allir að stefna að sama marki.
Kannski er sú gleði á enda. Daily Mail telur sig hafa verið með algjört skúbb þegar blaðið greindi frá því í gærkvöldi að Louis van Gaal hefði nýtt laugardaginn í það að setjast niður með þeim leikmönnum sem hann vill losna við frá félaginu. Listinn er eftirfarandi:
- Nani
- Wilfried Zaha
- Anderson
- Maraoune Fellaini
- Chicharito
- Rafael
Shinji Kagawa fær að vera áfram og leikmenn eins og Michael Keane og Will Keane fara mögulega á láni. Flest af þessu meikar fullkomið sens. Nani, Anderson og Chicharito hafa verið sterklega orðaðir við brottför, Fellaini virðist ekki eiga að fá sénsinn hjá Van Gaal enda kannski ekki sú týpa af leikmanni sem hann vill nota. Wilfried Zaha virðis svo vera með hausinn skrúfaðan kolvitlaust á. Ágætis dæmi um það er þegar leikmennirnir sem ekki voru á HM voru að mæta fyrst til æfinga var þeim sagt að þeir mættu fá frí á föstudeginum, ef þeir vildu. Allir leikmennirnir skildu að þetta var ákveðið próf og auðvitað mættu þeir allir á föstudeginum til æfinga, nema Zaha sem var sá eini sem mætti ekki.
Það kemur þó á óvart að Rafael sé á þessum lista enda ekki eins og liðið syndi í hægri bakvörðum. Hann meiddist auðvitað snemma á undirbúningstímabilinu en ef þetta er satt, að hann fari er morgunljóst að félagið er í viðræðum við að kaupa einhvern sem getur leyst þessa kantarvarðarstöðu hægra megin. Það getur bara ekki verið að félagið sé að fara inn í tímabilið með Luke Shaw vinstra megin og Ashley Young og Antonio Valencia hægra megin. Það eru bara þrjár vikur eftir af þessum glugga og ljóst að nú þurfa menn að fara að spíta í lófana ef það á að fylla upp í þær stöður sem vantar.
Við þetta má bæta að Mats Hummels var gerður að fyrirliða Dortmund í gær, það þýðir væntanlega að hann sé ekki á förum eitt né neitt.
Hummels is the new @bvb captain, Reus vice-captain (via @Matthias_aus_do)
— Raphael Honigstein (@honigstein) August 10, 2014
Leikurinn á morgun
Það er auðvitað stutt í fyrsta leikdag ensku úrvalsdeildarinnar og því svolítið skrýtið að setja þennan leik á svona nálægt fyrsta leikdegi, flest liðanna í úrvalsdeildinni luku sínum undirbúning nú um helgina. Í síðustu leikjum höfum við nokkurn veginn séð hvernig byrjunarliðið verður gegn Swansea á laugardaginn en vonandi fáum við að sjá Januzaj spreyta sig, en hann hefur verið að æfa stíft undanfarna daga eftir að hafa komið heim til Manchester eftir HM-frí sitt.
Valencia er auðvitað lið sem allir þekkja enda eitt af toppliðinum á Spáni, undanfarin ár hefur það verið um og við toppinn án þess þó að ná að velgja stóru fiskunum undir ugga. Síðustu ár hefur liðið verið í talsverðum vandræðum utan vallar vegna skuldamála og hefur liðið því þurft að losa sig við sína bestu menn, það er t.d. ekki langt síðan Valencia liðið var afskaplega spennandi með þá félaga David Villa, David Silva og Juan Mata innanborðs. Liðið átti ekkert sérstakt tímabil á síðasta tímabili og endaði í 8. sæti. Fjárhagsvandræðin gætu þó verið hluti af fortíðinni hjá liðinu enda keypti kaupahéðinn að nafninu Peter Lim félagið undir lok síðasta tímabils. Hann á fullt af pening og hefur það líklega að markmiði að byggja liðið upp þannig að nái sínum gömlu hæðum.
Lim þessi hefur þó ekkert verið sérstaklega í því að taka upp veskið fyrir komandi tímabil, liðið hefur keypt fjóra leikmenn og eytt samtals 15 milljónum evra í það, á móti hafa þeir selt tvo leikmenn og fengið um 20 milljónir evra fyrir það. Þeirra helstu spámenn eru miðjumaðurinn spræki Soufiane Feghouli sem leiddi lið Alsír á HM og svo argentínski miðjumaðurinn Ever Banega. Fletcher og Herrera munu því væntanlega fá ágætis prufukeyrslu fyrir mót þegar þeir mæta þessum tveimur fínu miðjumönnum.
Mér finnst líklegt að Van Gaal stilli upp liðinu svipað og hingað til með þá leikmenn í huga sem munu byrja gegn Swansea. Svo fljótlega munum við fá að sjá skiptingar svo að menn verði alveg eldferskir í hádeginu á laugardaginn.
Skýt á þetta byrjunarlið svo lengi sem allir séu heilir:
De Gea
Smalling Evans Jones
Young Fletcher Herrera Shaw
Mata
Rooney Welbeck
Leikurinn er í beinni á MUTV og hefst klukkan 18.30.
Sigurður says
Ég vona að Chicharito verði ekki seldur. Hann olli auðvitað vonbrigðum á síðasta tímabili eins og allt liðið en hann hefur alveg sýnt það að hann getur skorað mikilvæg mörk fyrir okkur þegar á þarf að halda.
Óskar Óskarsson says
ef það á ekki kaupa nýjann striker, þá leyfi eg mer að efast um að hernandez verði seldur…annars skil ég vel að rafael sé undir fallöxinni…hefur ekki náð að verða sá leikmaður sem maður vonaðist eftir, ekki nógu stabíll og líklega passar hann ekki inní þetta leikkerfi
bjarki says
Eins leiðinlegt og mér finnst að segja það þá er Rafael svolítið einsog Anderson, hrekkur í gang og meiðist jafnóðum
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mér líkar það vel við Chicharito og ég veit að hann er ekki að fara að fá marga leiki hjá United, þannig að ég er smá að vona að hann komist að hjá liði þar sem hann spili meira.
Ottó says
Er leikurinn í opinni dagskrá á MUTV?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ottó skrifaði:
Veit ekki þar sem ég er ekki með MUTV en getur keypt leikinn hérna á 2$, ég gerði það fyrir Real og Liverpool leikina og var algjör snilld
http://unitedlive.manutd.com/
Folinn says
Væri flott ef einhver gæti hent inn áræðanlegum straum á þetta þegar nær dregur.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
@ Folinn:
Mig grunar að þú sért að tala um frían straum en ef þú átt 2$ (230kr sirka) að þá er þetta sem ég benti á fyrir ofan mjög flottur straumur, flottir UNITED lýsendur (ekki hlutlausir) gott spjall fyrir leikinn, í hálfleik og eftir leikinn. Síðan geturu horft aftur á leikinn seinna, ég var til dæmis að kíkja áðan betur á Real Madrid leikinn aðeins
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Jæja, Rojo búin að biðja um sölu til að koma til okkar. Las að hann spilar vinstri CB, hvað segja menn sem þekkja hann?
Folinn says
@ Hjörvar Ingi Haraldsson:
Sá bara ekki þitt komment áður en ég skrifaði :)
Ljóst að þetta verður verslað á manutd.com.
Rúnar Þór says
vona innilega að slúðrið um að Januzaj fá treyja nr. 11 sé bara bull, það á bara að taka frá þessa treyju sem tákn um virðingu því Giggs á það svo skilið. Ef ekki núna, ef ekki þessi treyja þá hvenær? Stærsta legend klúbbsins á þetta skilið!!!!