Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.
En það er ekkert þannig að Swansea muni gefa leikinn á morgun. Wilfried Bony er enn hjá liðinu og mun án efa hugsa sér gott til glóðarinnar gegn meintri slakri vörn United. Bafétimbi Gomez er síðan nýr senter sem mun að öllum líkindum þurfa að leysa Bony af, meðalmarkaskorari frá Frakklandi. Lukasz Fabianski er kominn í markið og einhver lítt þekktur eyjarskeggi norðan úr Ballarhafi er kominn á miðjuna til að rifja upp gamla takta frá besta tímabili sínu á ferlinum. Rétt er að minna þá á sem verða á vellinum á morgun að það getur leitt til brottvísunar fyrir aðra en þá sem eru í Swansea stúkunni að fagna Swansea mörkum, og mætti vera brottrekstrarsök úr stuðningsmannaklúbbnum að auki.
Í vörn Swansea eru Chico Flores og Ben Davies horfnir á braut þannig að hugsanlega er vörnin þeirra brothætt.
Miðað við meiðslavandræði og skort á leikæfingu Januzaj og Van Persie ætla ég að gera ráð fyrir að liðið verði eins og það var á móti Valencia. Ef Alexander Büttner væri enn hjá liðinu myndi hann án efa byrja vinstra megin, en það er ekki í boði, þannig að Reece James fær enn tækifæri. Rafael er orðinn heill, en hann er aldrei að fara að byrja, virðist sem Van Gaal treysti honum ekki. Fellaini gæti fengið sénsinn í stað Fletcher, en gerum samt ráð fyrir að varafyrirliðinn byrji.
Danny Welbeck er eins og fleiri meiddur þannnig þó Chicharito hafi ekki beinlínis spilað sig inn í liðið á þriðjudaginn þá verður hann frammi, nema Januzaj sé kominn í leikæfingu.Van Persie verður ekki einu sinni á bekknum skv. Van Gaal í dag, er ekki kominn i leikæfingu. Þá væri hægt að vonast eftir að sjá James Wilson á bekknum, en nei, hann er líka meiddur.
Þessi leikur verður markaleikur, tel ég víst. Spái 3-2 og það verður annað hvort Rooney eða Januzaj sem bjargar málunum á lokametrunum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Hef það á tilfinningunni að Fellaini komi inná og bjargi sigur með rosa spilamennsku og allt í einu förum við að heimta hann í byrjunarliðið
Grímur Már Þórólfsson says
Ashley Young er alltaf að fara að byrja sem vinstri vængbakk.
Björn Friðgeir says
@ Grímur Már: Rétt. Þetta voru leyfar af tilraunum með þennan nýja liðsuppstillingarfídus.
Elvar says
Lýst ekkert á þessi meiðsli strax í byrjun tímabilsins og vona svo innilega að þetta verði ekki raunin í allan vetur. Siðan er maður farinn að efast að það gerist eitthvað meir í leikmannamálum hjá okkar mönnum, lentum í 7 sæti og höfum aðeins keypt 2 leikmenn.
Ég er spenntur fyrir tímabilinu en það verður virkilega erfitt að komast í top 4 og held ég að baráttan hafi aldrei verið jafn spennandi og ég býst við að hún verði :)
Héðinn says
Herrera er númer 21, ekki 6 eins og á myndinni. En ég vona að þetta verði liðið nema ég vil sjá Rafael hægra megin og Young þá vinstra megin
Sigurjón says
@ Héðinn: Rétt, þið verðið að afsaka Bjössa, hann er svolítið ringlaður í dag af ferðaþreytu. Annars er ég búinn að lagfæra þetta.
Ingi Rúnar says
Fyrsta og eina krafan er topp 4 á þessu tímabili, annað er bónus.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
@ Ingi Rúnar:
Ég geri reyndar líka kröfu á skemmtilegan fótbolta
Ingi Rúnar says
Á ekki von á öðru, verður varla verra en síðasta tímabil
DMS says
Nú er búið að vera að orða okkar við Angel Di Maria reglulega. Hvernig myndi hann passa inn í þetta 3-5-1-2 kerfi? Þyrfti ekki að spila honum í 4-3-3 kerfinu frekar?
Í mínum draumaheimi myndu Vidal, Di Maria og Daley Blind detta inn í hópinn fyrir mánaðarmót. En eins og staðan er núna, þá myndi ég sætta mig við einn af þeim. Er svo ekkert að frétta af sölum úr okkar röðum? Ætlum við að halda farþegum eins og Anderson á launaskrá mikið lengur?
Hvað varðar leikinn, þá náum við vonandi að láta þetta kerfi ganga upp í alvöru leik. Gæti einnig trúað því að þetta yrði markaleikur, maður hefur pínu áhyggjur af vörninni. Reece James var ekkert að heilla mig sérstaklega mikið gegn Valencia. Væri eiginlega frekar til í að hafa Young og Valencia í sitt hvorri kantvarðarstöðunni. En ég ætla að spá þessu 4-2 fyrir okkur.
DMS says
Smá ritvilla. Átti að vera 3-5-2 kerfi….já eða 3-4-1-2 kerfi. Allavega ekki 3-5-1-2 þar sem það væri nú ekki leyfilegt nema dómarinn kynni ekki að telja :)
Björn Friðgeir says
Valencia er auðvitað meiddur eins og allir hinir, þannig að James fær annan séns.
4-3-3 er alveg örugglega lokamarkmið Van Gaal sem skýrir Di María áhugann. Sýnist af fréttum að Di María hafi eitthvað verið að spila inni á miðjunni þannig að það gæti verið pláss fyrir hann, ef hann er ekki kantvarðarmatur.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mikið er ég samt hræddur við þennan leik. Nenni ekki að hlusta á alla Liverpool félagamína tuða
Hjörvar Ingi Haraldsson says
UNITED: De Gea; Jones, Smalling, Blackett; Lingard, Fletcher, Herrera, Young; Mata; Rooney (c), Hernandez