Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út
United setti mikla pressu á Swansea frá fyrstu mínútu sem Swansea menn voru bara sáttir við að leyfa. Boltinn var miklu meira hægra megin, Lingard fékk nóg að gera en veruleg færi voru ekki að láta sjá sig. Swansea hins vegar beittu skyndisóknum og Routledge hefði getað tvisvar komist í færi. Langskot Gylfa var hins vegar fyrsta skot þeirra á mark. Þetta hleypti smá fjöri í Swansea, og í nokkrar mínútur beittu þeir hápressu sem virkaði nokkuð vel.
Það voru ekki 20 mínútur liðnar þegar leit út fyrir að frumraun Lingard væri á enda, hann fór í bjartsýna tæklingu á Ashley Williams. Hnéð snerist illa og hann lá lengi, en stóð þó á endanum upp og hélt áfram. En það dugði ekki og á 24. mínútu kom Adnan Januzaj inn á fyrir hann.
Í fyrstu sókn á eftir kom Phil Jones af öllum mönnum á fleygiferð upp hægra megin, Fabianski varði skotið en Ashley Williams hafði komið í of glannalega tæklingu og United fékk aukaspyrnu hægra megin sem Mata setti beint á markvörðinn.
Fyrsta gula spjaldið kom auðvitað fyrir brot á Januzaj sem var ekki búinn að vera inná nema í 3 mínútur, eigum eftir að sjá mörg slík í vetur.
En það var Swansea sem skoraði. Flott sókn þeirra upp kantinn, þeir drógu til sín Blackett og Smalling og fyrir miðjum teig var Phil Jones of lengi að komast í Ki Sung-Yueng sem skoraði með öruggu skoti í markhornið.
Þarna var það án efa varnarlína United sem klikkaði og Swansea kunni að spila á hana. Að auki var miðjan ekki að standa sig í að koma til baka, Ki var svoleiðis á auðum sjó í aðdragandanum að hálfa væri of mikið.
Eins við var að búast þyngdist sókn United verulega við þetta. Januzaj var bestur en Swansea braut verulega oft af sér. Vörn Swansea var þó þétt fyrir og engin færi litu dagsins ljós sem ræða þarf það sem eftir var hálfleiks.
Þetta kallaði á breytingar og Louis van gaal var ekki hræddur við að gera þær. Nani kom inn á fyrir Hernandez í hálfleik og stillt var upp í 4-4-1-1. Jones og Young fóru í bakverðina og Nani og Januzaj á kantana.
Breyting hafði góð áhrif. United sótti stíft og markið kom á innan við átta mínútum. Undirbúningurinn var frábær. Tyler Blackett átti 50 metra sendingu fram á Januzaj sem fór framhjá varnarmönnum og inn í teig þar sem hreinsað var í horn. Mata tók hornið, Jones framlengdi og Rooney skoraði með hjólhestaspyrnu í markteig í verulega þröngum aðstæðum. Glæsilegt.
United voru áfram miklu betri en það voru enn 25 mínútur eftir þegar Van Gaal gerði síðustu breytinguna. Herrera útaf, Fellaini inná. Herrera hafði ekki verið svo slakur, líklega skárri en Fletcher en þetta var samt sú breyting sem Van Gaal kaus að gera.
En það var Gylfi Sigurðsson sem skoraði næsta mark. Snögg sókn Swansea eftir að þeir fengu aukaspyrnu á miðjunni. Blackett gerði þeim stóran greiða, sendi boltann beint á Bony sem tók snögga aukaspyrnu, Montero kom upp kantinn, gaf fyrir, Blackett missti af skallanum og þó Routledge rynni illa til þegar hann reyndi að skjóta varð bara úr fín sending á Gylfa frían í teignum. Engum kemur á óvart að Fellaini var ekki á tánum og hefði með alvöru dekkningu getað hindrað skot Gylfa. De Gea var of seinn niður og náði ekki nema að koma hönd á boltann en ekki stoppa hann. Skelfilegt mark.
Eftir þetta fór leikurinn í gríðarlega kunnuglegt far frá því í fyrra enda sömu leikmenn að gera sömu vitleysurnar. Spilamennska datt niður og ekkert var að gerast. Það vantaði allan hraða í leikinn og það var aðeins björgun á síðustu stundu frá Phil Jones sem hindraði varamanninn Bafétimbi Gomis að komast í gegn og tryggja sigurinn.
Eitthvað reyndi United að sækja undir lokin en allt kom fyrir ekki og tímabilið byrjar alveg eins og allt tímabilið í fyrra gekk fyrir sig.
„Gerið það sem við samþykktum að gera, þá vinnum við“ sagði Louis van Gaal fyrir leikinn. Það er ljóst að leikmennirnir geta ekki gert það sem þeir lofuðu að gera og gátu ekki gert. Van Gaal hefur alltaf sagt hann ætli að meta hópinn áður en hann fer að kaupa og nú hlýtur hann að sjá að þetta gengur ekki. Kaupin verða að koma. Eftir leikinn vildi hann nú ekki samþykkja að einn leikur væri nóg til að kaupa, ítrekaði að það vantaði varnarmenn en vildi að öðru leyti fyrst og fremst skella skuldinni á að liðið hefði ekki spilað sem ein heild.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Vá hvað það kemur á óvart að sjá Lingard þarna, þetta verður spennandi
DMS says
Butterflies…butterflies! Mætti stundum halda að maður væri sjálfur að spila…
Elvar says
Ég er með hnút í maganum. Óttast að vörnin muni ekki standa sig en vonast að sjálfsögðu eftir sigri!! ;)
Björn Friðgeir says
Gríðar. Hann var á fjær kantinum frá mér á þriðjudaginn þannig að moldvörpusjónin mín dugði ekki til að sjá nógu vel hvað hann var að gera. James var hins vegar að spila beint upp að mér þannig að ég gat alveg séð að það vantaði svolítið uppá hjá honum.
Lingard er svaka talent og það verður í það minnsta ekki hægt að kvarta undan honum sóknarlega. Blackett verður bara að vera á tánum :)
Gísli G. says
Athyglisvert ! Segjum við ekki bara; sókn er besta vörnin ?!
Björn Friðgeir says
Með þessa vörn þá er sókn eina vörnin?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Fyrir þá sem eru í sömu vandræðum og ég (aldrei fyrir framan TV þegar leikir eru spilaðir) að þá er hægt að hlusta á þá hérna: https://itunes.apple.com/is/app/tunein-radio/id418987775?mt=8
Notaði þetta mikið í fyrra
Björn Friðgeir says
Lingard er hægra megin, og Young vinstra megin. Þetta er að byrja vel.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Lingard útaf
Januzaj inn
Hjörvar Ingi Haraldsson says
„Here is the change – Nani on for Javier Hernandez. That will mean a change to 4-?, er, 3-?, nope, no idea…“
DMS says
Við verðum að vona að þetta verði til þess að sparka í rassinn á Woodward og félögum. Man eftir á síðasta tímabili þegar Arsenal áttu skelfilegan fyrsta leik, aðdáendur brjálaðir og allt í háaloft meðal stuðningsmanna þeirra vegna skorts á styrkingu á hópnum. Þá fór allt af stað, Özil keyptur í hvelli sem virtist lyfta andanum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum.
En varðandi leikinn þá fannst mér vanta ansi mikið upp á að flæðið í spilinu kæmist almennilega í gang, náðum aldrei að skapa okkur opin dauðafæri þannig. Varnarlega vorum við shaky og mér fannst Swansea ekkert ógna að ráði en tókst samt að skora 2 mörk. Það segir eitthvað. Það er klárt að það þarf að tryggja traustan varnarmann sem fyrst. Held við getum ekki spilað þetta 3-5-2 kerfi nema að vera með trausta varnarmenn og trausta kantverði í öllum stöðum.
Þó það sé leiðinlegt að falla í þennan pakka þá áttum við samt klárlega að fá víti í uppbótartíma þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni Swansea. Hann stöðvar fyrirgjöfina með hendinni.
Í fyrra unnum við fyrsta leik gegn Swansea örugglega og restina vitum við. Eigum við ekki bara að vona að þetta verði öfugt núna, við töpum fyrsta leik gegn Swansea og vinnum svo meira og minna rest? Samgleðst þó með Gylfa sem átti fínan leik.
Guðjón Ingi Eiríksson says
Hvenær ætla menn á Old Trafford að átta sig á því að það vantar nokkra heimsklassa leikmenn til að lyfta þessu liði aftur á þann stall sem það var á? Ég set spurningarmerki við De Gea, finnst hann alls ekki nógu afgerandi í teignum. Mér fannst hann eiga að gera betur í seinna markinu og jafnvel átti hann að verja það fyrra. Þá eiga Nani og Young alls ekki að vera þarna og ekki heldur Hernandez. Fletcher og Herrera eru báðir miðlungsleikmenn og ekki líklegir til að afreka og svo er vörnin áhyggjuefni. Vantar leiðtoga þar.
Vil fara að sjá þarna leikmenn á borð við Hummels, Di Maria og Progba (hann er örugglega falur fyrir „rétt“ verð.
Sigurjón Arthur says
Algjörlega ömurlegt. … helgin eyðilögð enn einu sinni. Ég spyr enn og aftur, hversu margir úr okkar hóp í dag myndu komast í hóp hjá Chelsea, City og Arsenal, mitt svar = 2 !!!! Ef við kaupum ekki að lágmarki 3 klassa leikmenn þá verður þessi vetur ALGJÖR MARTRÖÐ !!!!
Fellaini inn fyrir Herrera ?? Nani yfir höfuð í hóp ?? Fletcher, hvert er hans hlutverk ?? Blackett virkaði á köflum töluvert öruggari en bæði Jones og Smalling ?? Young, hvað er það ?? Hernandez, er hann ekki búin að fá nægan séns ??
Já, ég veit að ég er neikvæður og pirraður en ég elska þetta lið og hreinlega þoli ekki að horfa upp á alla þessa farþega !!
Robbi says
Vá hvað þetta var frábær leikur hjá Man Utd þið eruð greinilega betri núna með louis van gaal :)
Siggi says
Þetta var ekki nógu gott í dag.
Liðið fékk varla færi í 90 mín á heimavelli gegn Swansea. Liðið virkaði bitlaust og þótt að Swansea lá aftarlega og Man utd mikið með boltan þá gerðist eiginlega aldrei neitt.
Miðverðirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir.
Vantar skapandi miðjumann. Herrera átti ekki góðan leik og virkar meira sem leikmaður sem lætur finna fyrir sér en skapandi( liðið á nóg af svoleiðis).
Skelfileg byrjun á tímabilinu og allt tal um að byrja tímabilið á fljúgandi ferð eru einfaldlega farnar.
DMS says
Louis van Gaal viðurkennir að hann vilji nýja leikmenn í ákveðnar stöður. Come on Woodward, girða sig í brók og drífa í þessu.
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/van-gaal-need-new-players-7626538
Asked if he needed new faces, the Dutchman replied: „Yes, but I have thought that before this match, so it is no different. When we were playing in the US, I thought the same.“
Ísak Agnarsson says
Lélegur leikur en þetta er ennþá mjög snemma leiks, margt eftir að koma í ljós.
Fyndið hvað margir fara að væla strax :p
Runólfur says
Miðað við spilamennski dagsins þá er nú ljóst að margir Moyes-haters þurfa að éta sokk. Þýðir ekkert að vinna pointless æfingaleiki ef það á að vera út á túni í alvöru leikjum. Sem betur fer er mikið eftir af mótinu og United á nóg af mönnum inni.
Gæti samt verið blóðugt að hafa ekki fengið víti þarna í lokin, eins slæm úrslit og 2-2 hefðu verið þá eru þau skömminni skárri en að tapa. Vonandi að LvG geti rifið menn upp, eitthvað sem Moyes virtist alls ekki geta.
Ef ekki þá held ég bara áfram að dást að Juan Mata í United treyjunni og þessu fallega skeggi hans.
Hannes says
Tókuð þið eftir því að leikplanið í lokin var að senda háa bolta fram á Fellaini !! Það skilaði nákvæmlega ENGU. Tók einnig eftir því að fólk var farið að fara af vellinum á 89 min. Það hefði aldrei gerst undir stjórn Ferguson því fólk vissi að Man Utd var að fara skora í uppbótartíma, sú trú er horfin og líka meðal leikmanna virðist vera því miður. Myndi segja að það væru 4 leikmenn í okkar röðum sem eiga heima í stórliði : Rooney , Jones , Mata og RVP ( í þau fáu skipti sem hann er heill). Trúi ekki öðru en að það verða kominn 2-3 signings fyrir næsta leik, Vidal , Di Maria , og svo Benatia eða Hummels takk fyrir. Ef að Woodward getur ekki klárað þessi kaup þá má endilega gefa honum stígvélið.
Rúnar Þór says
hahahhah SHIT hvað þetta er fyndið :)
http://www.433.is/enski-boltinn/myndband-fugl-kukadi-beint-upp-ashley-young/
Krummi says
„Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“.
– Guðjón Þórðarson
Óskar Óskarsson says
oft sá maður nu ágætis spil…enn maður sá það lika í dag að það vantar sárlega gæði i liðið…ALLTOF margir miðlungsleikmenn og svo komu pappakassar eins og nani og fellaini inná, veit ekki alveg hverju þeir áttu að breyta…nu vill maður sjá van gaal og woodward klára allaveganna 2 kaup i næstu viku,,það er algjört must !! ef að woodward ætlar að klúðra öðrum félagsskiptaglugga, þá verður hann vonandi sendur á árabát útá haf og sem lengst frá manchester
Óskar Óskarsson says
svo vantaði reyndar lika marga leikmenn i dag útaf meiðslum
Hjörtur says
Það þarf leikmenn sem sýna baráttu, en ekki leikmenn sem hugsa bara um peninga, og heimta hærri og hærri laun. Ætli þessir 11 leikmenn Svansea séu ekki að verðgildi svona eins og kanski 3 leikmenn Utd, en samt tókst þeim að leggja Utd og það á OT. Mergur málsins er nefnilega sá, að dýrir leikmenn þurfa ekki að vera neitt betri en ódýrir, það er bara hversu sigurviljin og baráttan er mikil hjá mönnum. Það sást t.a.m. í þesum leik hvað leikmenn Svansea voru fljótir að bakka allir sem einn, þegar sókn þeirra fór út um þúfur, en Utd menn voru aftur á móti andskotanum latari að hafa sig til baka og hjálpa bitlausri vörn. Þegar leið á leikinn var þetta orðið svona DM bolti hjá liðinu, fara upp kantana og gefa háar sendingar fyrir markið, sem mislukkuðustu æ ofan í æ, þar sem Svansea menn náðu yfirleitt öllum þessum háu boltum, en samt skyldi halda áfram þó vitað væri að það mislukkaðist. Í þetta Utd lið þarf að finna 2 miðverði þurfa ekkert frekar að vera dýrir, bara góðir og töluvert betri en þeir sem fyrir eru. Svo finnst mér fyrirliðinn þurfa að hvetja sína menn áfram samanber RK sem var alveg topp fyrirliði. En þetta var jú fyrsti leikurinn í deild, svo það er nú ekki dauði og djöfull þó hann hafi tapast, en samt sárt. Góðar stundir.
Keano says
Guð minn góður hvað ég hringi mig inn veikan á mánudaginn, er búinn að vera með þvílíkar yfirlýsingar því okkur gekk svo vel á undirbúningstímabilinu. poolararnir eiga eftir að jarða mig. Það er klárt mál að okkur vantar alvöru varnarmenn og það strax. Vill sjá 3-4 kaup á leikmannamarkaðnum áður en tímabilið hefst.
Doremí says
@ Keano:
Tímabilið er hafið og ég skal lofa þér því að vinnufélagar þínir verða ekki búnir að gleyma þessu á þriðjudaginn.
Tek það strax fram að ég er Liverpool-maður. Ég tel að van Gaal sé strax búinn að gera sín fyrstu stóru mistök, þ.e. að prófa liðið áður en hann keypti meira. Eftir þessa framistöðu í dag sjá leikmenn á borð við Di María og Vidal að liðið þarf fleiri en 1-2 leikmenn til þess að liðið eigi séns á að spila í CL á næstu leiktíð og hafa þess vegna ótrúlega lítinn vilja til að ganga í raðir félagsins.
Ef Gaal nær Rojo er það strax betra, þó svo að hann er með heilabú á við Pennant. Gæti þó orðið til þess að fleiri leikmenn vilja koma til félagsins.
Þá er United rey ndar komnir með mjög marga byrjunarliðsmenn sem eru að spila sitt fyrsta tímabil á Englandi, svo það er spurning hvort það sé eitthvað betra. Gaal þarf að gera eitthvað meistarastykki á næstu 2 vikum ef hann vill ekki að allt fari til fjandans.
DMS says
Lúmsk skot frá Moyes á Woodward í þessu viðtali.
http://www.433.is/enski-boltinn/moyes-eg-vildi-fa-bale-og-ronaldo-til-united/
Elvar says
Það sem maður lætur fótbolta á ENGLANDI hafa áhrif á sig. Vildi stundum að mér væri meira sama en gærdagurinn var svona semi ónýtur í gær afþví að við töpuðum. En hvað um það finnst einhvernveginn liðið sjaldan líklegt til að skora og sömuleiðis finnst mér alltaf eins og andstæðingurinn sé að fara skora þegar hann nálgast okkar mark. Ömurleg tilfinning.
Veit að margir eru mér ósammála en ég saknaði Welbeck mér þykir hann bæta sóknarleik United þó að hann sé ekki góður markaskorari þá kemur hann oft með sendingar sem gera mikið fyrir spilið og vinnslan í honum er frábær. Hernandez hlýtur að verða seldur alltaf líkað við hann en ég tel að hann sé maður nr 4 í framherjastöðuna hjá okkur. Fellaini læt ég fara óstjórnlega í taugarnar á mér hann er klaufskur, brýtur alltof oft að sér og vona ég innilega að hann verði seldur. Síðan er það varnarlínan Evans er 26 ára gamall, smalling 25 ára, Jones 22 ára og Blackett og Keane tvítugir þeir hafa ekki mikla reynslu þar sem þeir hafa verið í skugganum á vidic/rio síðustu ár. Hver á að stýra vörninni af þeim og Evans sem mér finnst bestur af þeim er alltaf meiddur t.a.m núna og hann var ekki mikið með á síðustu leiktíð. Hef alltaf talið að Jones sé kandídat til að verða heimsklassa varnarmaður en meiðsli hafa sett strik í reikninginn en hann er bara ennþá 22 ára. Ég var mjög ánægður þegar ég sá að Benatia væri orðaður við okkur á sky sports en það stóð ekki lengur því í morgun var hann allt í einu orðaður við Bayern. Þannig mitt aðal áhyggjuefni er að við fáum ekki alvöru varnarmenn því ég minni á að eftir áramót á síðustu leiktíð voru Jones, smalling og Evans allir meiddir á sama tíma í mánuð eða svo.
En annars er það að sjálfsögðu alltaf United í blíðu og stríðu og ætla ég ekki að vera að hrauna yfir ákveðna leikmenn eða félagið sem ég styð!!
Bósi says
Það sem summerar þennan fyrsta leik best saman er að stærsta fréttin eftir leik var að það var kúkað uppí okkar leikmann. Sem hefði verið mun fyndnara hefðum við unnið leikinn.
Annars kom það mér töluvert á óvart hversu illa gekk að sækja, var vitað mál að vörninn yrði „shakey“.
Woowdard skal fá að fjúka ef það koma ekki 2-3 klassa menn inn áður en glugginn lokar.
Karl Gardars says
Þessi fugl er náttúrulega BARA legend!! Alveg sama hvernig tímabilið fer þá verður þetta alltaf einn af hápunktum þess.
Að liðinu, þetta var fyrsti leikur og ég er sáttur. Ég væri líka nokkuð sáttur við að tapa næsta leik, glugginn er ennþá opinn. Ég varð skíthræddur þegar fletcher var gerður að vara fyrirliða og cleverley var orðinn burðarás í liðinu. Það er ekki að fara að skila okkur neinu. Tek undir með öllum hinum, það vantar miðjumann, 2 vængverði og reynslu bolta / jaxl í miðvörðinn.
Hjörtur says
Daglega eru orðaðir nýjir og nýjir leikmenn við liðið, en ekkert gerist EKKERT óþolandi.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Kemur mér á óvart líka hvað það gengur illa að losa menn í burtu
Krummi says
mjög góð grein um fíaskóið varðandi leikmannakaup hjá klúbbnum okkar…
http://www.espnfc.com/blog/espn-fc-united-blog/68/post/1991460/manchester-uniteds-transfer-window-travails-under-louis-van-gaal-and-ed-woodward
Sammála flestu sem kemur fram þarna og vona að rétt sé að LvG láti heyra í sér að hann sé ekki sáttur.
Sigurjón Arthur says
Var að setja þetta inn á facebook og ákvað að setja þetta inn einnig hér….er ekki hægt að stofna alþjóðlega ákalls síðu þar sem allir geti skráð sig fyrir einhverskonar ákalli um að styrkja liðið með öllum tiltækum ráðum ??
„Haugur og hellingur af virtum knattspyrnuspekingum hjá virtustu fjölmiðlum heimsins keppast við að segja okkur að ef ManUtd ætlar sér eitthvað í vetur þá þurfi að styrkja hópinn verulega…er engin heima á Old Trafford ?? Öll liðin sem ætla sér eitthvað í vetur byrjuðu að styrkja hópinn í maí síðastliðnum og eru búin að versla fullt af KLASSA leikmönnum en eina sem gerist hjá okkur er að við básúnum það um víðan völl að við eigum nóg af peningum en EKKERT GERIST. Það er farin að læðast að mér illur grunur um að eitthvað VERULEGA mikið sé að hjá okkar ástkæra liði !! Síðast leikur okkar var algjör hörmung og það er mín skoðun að ekki einu sinni LVG eigi séns á að blanda sér í topp 5 með þennan hóp !!
Koma svo Woodward, koma svo Glazers, koma svo LVG og jafnvel SAF….please geriði eitthvað !! „
Kristjans says
Góð grein sem Krummi nr. 33 bendir á hér að ofan.
Annars var ég að rekst á þetta og finnst Gary Neville hitta naglann á höfuðið:
I like to go back and look at things. We were sat here 12 months ago and as a Manchester United fan if you’d said to me the champions of England, who’d just beaten Swansea away from home, were going to spend £140million in the next 12 months and be where they are today I’d say you’re mad.
Of course they need to spend because they have to; they have to bring more players in. There’s no doubt about that. But it’s critical they bring the right players in.
They’ve spent £140million in the last 12 months and they’ve got Zaha, Herrera, Shaw, Fellaini and Mata. Last season I’d argue that some of those buys were panic buys, who didn’t fit the philosophy – and they’re paying for it now.
For that money, or a bit more money, you could have got Gareth Bale, Toni Kroos, Cesc Fàbregas and Filipe Luis. For the same level of money that they’ve spent you could have got those four players into that squad.
Svo var bent á það í gærkvöldi á SKY að ef mið er tekið af seinustu 5 transfer gluggum þá einungis PSG með hærra net spend en Man Utd.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ætli koma Rojo auki líkurnar að Di Maria komi, myndi ekki kvarta ef þeir tveir kæmu :D