Þá er nýtt tímabil hafið og ákvað ritstjórnin að endurvekja „djöflalestursgreinarnar“ eftir fjöldamargar beiðnir frá lesendum síðunnar (Skál til ykkar!). Eins og áður verða þetta vikulegar greinar sem sýna ykkur það helsta sem ritstjórn síðunnar las síðastliðna viku. Nóg um það. Hér kemur lesefni vikunnar:
- Hver er Louis Van Gaal? Jonathan Liew hjá Telegraph svarar þeirri spurningu er hann lítur yfir feril mannsins, afrek, kosti, galla ofl ofl.
- David Moyes hætti loksins að fela sig í Bandaríkjunum og ákvað að veita Matt Lawton hjá Dail Mail viðtal. Þar kemur hann með sína hlið á því sem gerðist á síðasta tímabili.
- Stuttu síðar birti Scott the Red, á republikofmancunia.com, pistil þar sem hann fer yfir viðtalið við Moyes og hans útskýringum.
- Sid Lowe hjá Guardian fékk tækifæri til að tala við Ander Herrera og verður ekki sagt annað en að drengurinn sé að plumma sig vel hjá United.
- Scott the Red birti svo annan fróðlegan pistil um ákvörðun Van Gaal að gefa Wayne Rooney fyrirliðabandið.
- Fyrir tæpu ári síðan birtum við grein á síðunni um leikmannagluggann síðasta sumar. Skiptið út ártali og helstu nöfnum og hún gæti alveg eins átt við stöðuna í dag.
- Miguel Delaney hjá ESPN fer yfir það helsta sem hefur verið í gangi í þessum leikmannaglugga og hvað United þarf að gera til að bæta sig.
- Jamie Jackson hjá Guardian veltir fyrir sér hvað er sé eiginlega í gangi með United og Vidal.
- Fletcher er fullviss um að United muni spila vel á þessu tímabili þrátt fyrir hræðilega byrjun.
- Jim White hjá The Telegraph skrifar um mikilvægi Ed Woodward fyrir þetta tímabil.
Finnst þér eitthvað lesefni vanta hingað inn? Bættu því hér fyrir neðan í athugasemdirnar!
Kristjans says
Áhugaðverð grein Miguel Delaney hjá ESPN, ég tók sérstaklega eftir þessu hér:
„United are not yet willing to do what Bayern, Chelsea or the Spanish duo do and simply pay the premium if it means getting crucial business done. There is also a slickness to the way those rivals go about business, with the abilities of their personnel enhancing the effect of the money. With United, one player deal that was at a tentative stage this summer is said to have never got off the ground because of a difference of about 2 million pounds.“
Er eitthvað vitað hvaða leikmaður þetta var?
Og Woodward hlýtur að vera orðinn valtur í sessi, einkum ef hann nær ekki að klára neina samninga fyrir lok gluggans.
Vil svo endurtaka fyrri orð frá öðrum þræði þar sem ég vitnaði í Gary Neville, þetta er sláandi!
I like to go back and look at things. We were sat here 12 months ago and as a Manchester United fan if you’d said to me the champions of England, who’d just beaten Swansea away from home, were going to spend £140million in the next 12 months and be where they are today I’d say you’re mad.
They’ve spent £140million in the last 12 months and they’ve got Zaha, Herrera, Shaw, Fellaini and Mata. Last season I’d argue that some of those buys were panic buys, who didn’t fit the philosophy – and they’re paying for it now.
For that money, or a bit more money, you could have got Gareth Bale, Toni Kroos, Cesc Fàbregas and Filipe Luis. For the same level of money that they’ve spent you could have got those four players into that squad
Í MNF þætti SKY var bent á þá staðreynd að í seinustu 5 félagaskiptagluggum er einungis PSG með hærra netspend en Man Utd.
Tryggvi Páll says
Greinin hjá Miguel Delaney er einmitt ‘must-read’ og varpar mjög skæru ljósi á vandræðaganginn bakvið tjöldin hjá United. Mæli einnig með að menn fylgi honum á Twitter, hann er einn af betri greinarskríbentum í boltaumfjöllun í dag.