Manchester United hefur staðfest kaup á Ángel di María fyrir 59,7 milljónir punda. Ofan á það munu síðan bætast aukagreiðslur tengdar árangri félagsins. Samningur hans er til fimm ára.
Þetta er hæsta verð sem enskt lið hefur greitt fyrir leikmann og á United því þetta met í fyrsta skipti í 14 ár, frá því Rio Ferdinand var keyptur. Þar áður höfðu kaup á Juan Sebastían Verón, Andy Cole, Roy Keane og Bryan Robson slegið met. United er því loksins farið að eyða peningunum sem félagið aflar og það svo um munar.
I am absolutely delighted to be joining Manchester United. I have thoroughly enjoyed my time in Spain and there were a lot of clubs interested in me, but United is the only club that I would have left Real Madrid for.
Louis van Gaal is a fantastic coach with a proven track record of success and I am impressed by the vision and determination everyone has to get this club back to the top – where it belongs. I now just cannot wait to get started.
Ángel di María er 26 ára gamall Argentínumaður sem leikið hefur með þrem liðum á ferlinum. Hann byrjaði með Rosario Central í heimalandinu, fór 19 ára að aldri til Benfica í Portúgal, og árið 2010 keypti Real Madrid hann fyrir 25 milljónir evra.
Di María hefur löngum verið kantmaður, aðallega vinstra megin, enda einfættur og örvfættur með afbrigðum, en síðasta vetur lék hann vinstra megin í þriggja manna miðju Real Madrid og stóð sig frábærlega. Hann kórónaði Real Madrid ferilinn með að vera maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og það eftir skot hans sem Gareth Bale skoraði sigurmarkið.
Á HM í sumar var hann einn af lykilmönnum Argentínu þangað til hann meiddist í fjórðungsúrslitunum gegn Belgíu. Þrátt fyrir það var hann á lista FIFA yfir 10 kandídata fyrir mann mótsins.
Slúðrið sem hefur verið að segja síðasta mánuð að United hafi áhuga á Di María er því orðið að veruleika. Síðustu daga hefur mikið blek farið í að segja frá því að Di María sé ekki maðurinn sem vanti, að það þurfi fyrst og fremst járnkarl á miðjuna og Di María sé hreinlega óþarfur leikmaður. Ekki síður hefur umfjöllunin snúist um að hann henti ekki í 3-5-2 leikkerfið sem Louis van Gaal vilji spila. Ég ætla ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því.
Fyrir það fyrsta er alveg ljóst að það á ekki að láta staðar numið hér. Di María er ekki keyptur í staðinn fyrir Vidal eða Strootman eða Blind. Di María er keyptur til að auka hraðann í liðinu, auka sköpun og fjölbreytileika á miðju og köntum. Slúðrið segir að við séum enn á eftir Vidal, Blind og De Jong, þó væntanlega verði aldrei allir þrír keyptir. Þeir munu sjá um stálið á miðjuna, Di María þarf þess ekki.
Hvað leikkerfi varðar er alveg víst að 3-5-2 er ekki uppáhalds leikkerfi Louis van Gaal, heldur 4-3-3. Hann lætur liðið spila 3-5-2 af tveimur ástæðum: vörnin er ekki nógu traust, og hann er að reyna að koma öllum þrem sóknarstjörnunum, Mata Rooney og Van Persie fyrir. Þetta mun ekki vara lengi. Ef keyptur verður maður á miðjuna verður hægt að hætta við varnarástæðuna, og þegar það er kominn 60 milljón punda maður í liðið þá verður auðveldara að segja við einn af þessum þrem leikmönnum: Sorrí, en þú passar bara ekki inn í bestu liðsuppstillinguna. Ángel getur þá spilað vinstra megin, hvort sem er á miðjunni eða frammi. Hvort tveggja er staða sem hann mun skila frábærlega. Menn geta lesið sér betur til um hvað koma Angel Di María til United þýðir taktíst séð.
Það er ástæða til að fagna komu Ángel di María. Loksins erum við að sjá að peningar sem félagið er að sjúga inn eins og ólöglega kröftug ryksuga eru að fara í liðið, ekki í vasa eigandanna. Og það er von til að áður en mánuðurinn er úti, þá bætist enn við. Enda ekki vanþörf á.
Magnús says
Frábær kaup og þetta á eftir að hjálpa liðinu mikið.
Hjörtur says
Jú vissulega hjálpar hann liðinu eitthvað, en ekki nóg til þess að við verðum í einu af fjórum efstu, miðað við það sem maður hefur verið að sjá til liðsins. Það virðist vera sama hvaða leikmenn eru notaðir, liðin virðast valta yfir okkur, samanber leikinn sem er í gangi núna 3-0 undir gegn c-deildar liði, og 20 mín. eftir. Nei við þurfum fleiri leikmenn toppleikmenn.
Hjörtur says
Þarna var prentvillu púki hjá mér, átti auðvitað að vera já við þurfum fleiri leikmenn.
Bjarni says
Angel velkominn I medalmennskuna
Atli says
Fap fap fap…