Með tapinu gegn MK Dons í gær datt United út úr Meistaradeildinni og er einnig útséð með það að liðið geti unnið deildina enda aðeins 36 leikir og 108 stig eftir í pottinum. Eftir þessa útreið fer ritstjórn þessarar síðu fram á það að Louis van Gaal verði reki…
Þetta sagði Louis van Gaal í júlí:
Every club where I have been, I’ve struggled for the first three months. After that, they [the players] know what I want—how I am as a human being and also a manager, because I am very direct. I say things as they are, so you have to adapt to that way of coaching. It’s not so easy.
Gáfnaljósin töluðu um að með þessu væri Louis van Gaal að næla sér olnbogarými til þess að geta afsakað sjálfan sig.
Púllum Benitez á þetta og lítum aðeins á staðreyndirnar:
- Þegar Louis van Gaal tók við Ajax fyrir 100 árum síðan vann hann ekki hollenska titilinn fyrr en á þriðja tímabil. Eftir það fór hann með þetta Ajax-lið m.a. taplaust í gegnum deildina auk þess sem hann vann Meistaradeildina með leikmönnum sem voru mestmegnis aldir upp af félaginu. Þetta er eitt mesta afrek í knattspyrnusögunni. En það tók sinn tíma.
- Þegar Louis van Gaal vann titilinn með AZ tapaði liðið fyrstu tveim leikjum tímabilsins gegn NAC og Ado den Haag.
- Undir stjórn Louis van Gaal var Bayern í sjöunda sæti eftir 13 leiki með aðeins 5 sigurleiki. Jafnframt tapaði liðið fyrstu þremur leikjunum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið vann bæði titilinn og tapaði naumlega gegn Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þetta tímabil.
- Hann tekur við félagi sem hefur verið mergsogið að innan í tæpan áratug af blóðsugunum sem eiga þetta félag. Kostnaður við yfirtöku Glazerana fer að nálgast 1 milljarð punda. Athugið það að ekki eyrir af þessum kostnaði hefur verið greiddur úr vasa þeirra, þetta hefur allt komið úr peningakössum United. 1 milljarður punda. Það hefði verið hægt að gera ýmislegt við það.
- Hann tekur við félagi þar sem leikmannahópur félagsins hefur verið vanræktur á nánast kerfisbundin hátt vegna þess að allur kraftur félagsins fór í það að greiða niður lán og borga vexti. Kaupstefnu United má best lýsa með þessum hætti undanfarin ár: Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez út, Michael Owen og Antonio Valencia inn. Þetta segir allt sem segja þarf.
- Það er fyrst núna sem félagið er að eyða einhverjum af þessum peningum sem félagið prentar af einhverju vit í annað en afborganir og lán og ráðgjafagjöld og FIT-kostnað. Það er gott. Andstæðingar okkar geta tuðað eins og þeir vilja um að United sé að eyða fáranlega háum upphæðum. Þetta eru peningar sem United vinnur sér inn fyrir eigin verðleika. Manchester United er ekki leikfang einhverja vafasama mannréttindaþrjóta frá Rússlandi eða Abú Dhabi.
#Facths
Nú er ég ekki að halda því fram að LvG stýri United til sigurs í þessari deild. Eigum við samt að ekki gefa honum a.m.k. þessa þrjá mánuði sem hann biður um áður en við förum að búa okkur undir THE #ARMAGEDDON
Allt félagið var byggt upp af Sir Alex Ferguson fyrir Sir Alex Ferguson. Það virkaði fáranlega vel fyrir hann en það virkar ekki fyrir neinn annan en hann. Það kaffærði David Moyes og mun kaffæra öðrum stjórum ef það heldur áfram. Louis van Gaal þarf að byggja félagið upp á þann hátt að einhver annar geti tekið við af honum og haldið áfram með kyndilinn. Það er verkefnið. Og það er enginn hæfari í starfið en Louis van Gaal.
Það mun hinsvegar taka meira en 2 leiki í deild og einn í bikarkeppni.
— Nooruddean (@BeardedGenius) August 27, 2014
Ekki missa móðinn.
Pillinn says
Alveg sammála þessum ágæta pistli. Þetta hefur vægast sagt litið hræðilega út. Stundum eru menn einn og fiskar á þurru landi. En ég hef trú á LvG, ekki það að ég hafði líka trú fyrst á Moyes.
Munurinn finnst mér samt á þeim að LvG talar ekki eins og Moyes sem var alltaf að tala liðið niður, þeir voru alltaf litla liðið. Einnig voru þeir alltaf óheppnir. LvG talar ekki um þessa óheppni og ég er ánægður með það. Þetta mun taka tíma en hann hefur sýnt sig og sannað og unnið titla. Megum ekki gleyma því og ekki missa móðinn.
Ísak Agnarsson says
Já algjörlega, Moyes var með mindset of Everton, svo kemur Martinez með way higher vision og Everton gengur mikið betur, Moyes var samt búinn að gera góða hluti en það vantaði stærra vision.
Hann hafði ekki rétt vision-ið með United en það hefði kannski hækkað hjá honum með tímanum en það voru of miklir peningar að tapast á meðan.
Van Gaal er hinsvegar með þetta og er ekki að læra á stórlið, hann veit alveg hvernig á að gera þetta og það tekur tíma.
Rúnar Þór says
@ Pillinn:
duttum úr deildarbikarnum ekki meistaradeildinni
eeeinar says
Vel mælt!
Að öðru, silly season fer að nálgast hámark – næsta helgi verður óbærileg af rugli. Nýjasta slúðrið er að við séum í raun ekki á eftir Vidal eða Blind heldur.. wait for it.. JOE ALLEN. lol
Hannes says
Hef fulla trú á Van Gaal en veit bara ekki með þetta leikkerfi, allavegana það sem ég hef séð þá er lítið jafnvægi milli vængbakvarðar og hafsentsins sem spilar við hlið á vængbakverðinum, þeir vita ekki hvor á að taka kantmanninn og mér fannst vængbakverðirnar skila sér ílla tilbaka í gær en það getur líka verið útaf við vorum undir gegn MK Dons og vorum með marga í sókn. Leikurinn í gær er varla dómbær en þar sönnuðu allavegana að Evans, Anderson, Chicharito og Welbeck eiga ekkert erindi í liðið og það kom í ljós að þeir hafa verið farþegar þegar velgegnin var mikil hjá United á síðustu árum. En allavegana ef Di Maria getur spilað CM þá er ansi freistandi að stilla upp í 4-2-3-1 : De Gea , Rafael , Jones, Rojo , Shaw , Di Maria, Herrera, Rooney,Mata, Januzaj, RVP.
Ef við fáum ekki Vidal þá finnst mér að við ættum að prófa að hafa Rooney á miðjunni með Herrara því hann er sá eini sem virðist geta spilað boltanum almennilega á miðjunni þ.e.a.s tekið 40 m sendingu uppá kantinn, sent boltann gegnum vörnina af miðjunni, tæklað, og hefur það framyfir Carrick, Cleverley Fletcher að hann eyðileggur ekki sóknarfæri með því að senda tilbaka á hafsenta, getur leyst úr pressu, og er ekki hægur eins og þeir allir. Það gefur okkur möguleika að hafa Januzaj og DiMaria á köntunum , Mata í holunni og RVP frammi.
En einhvað sem segir mér að Van Gaal ætli að halda sig við þetta 5-3-2. Og því sem meira sem vælt verður undan því, því ólíklegra er það að hann breyti.
Kristján Birnir Ívansson says
Menn virðast ekki taka það meiri hlutinn af þeim leikmönnum sem spilaði vs MKD eru unglingaliðs leikmenn og margir þeira virðast annað hvort ekki vera nægilega tilbunir i þetta eða hreinlega ekki nógu góðir til þess að taka skrefið up á við. Þá voru nokkrir leikmenn þarna sem ekki eru nógu góðir og/eða flokkast sem deadwood*, Herandez, Welbeck, Evans, Kagawa og Anderson*, De Gea.
Friðrik says
Það er nú bara þannig að þegar þú ætlar að gefa unglingaliðsmönnum séns þá læra þeir mest á því að spila með 10 byrjunarliðsmönnum úr aðalliðinu. Þú getur ekki gefið 5-6 leikmönnum öllum í einu séns ásamt verstu leikmönnunum úr aðalliðinu. En aðalliðið var reyndar að spila 48 klst áður. Tökum bara sem dæmi ef hægri bak úr varaliðinu myndi fá séns með aðallinu hvort myndi hann læra meira ef hann hefði spilað með Rio, Vidic og Evra í varnarlínni eða eins og í gær Evans, M.Keane og Vermijl ?
Bjarni says
Sammála með Rooney, mér finnst hann alltaf vera að sækja boltann hvort sem er langt niður á miðju og bera hann upp. SAF notaði hann oft þar, sennilega í tilgangi einum að losna við hann, hver veit.@ Hannes:
Thorleifur Gestsson says
Ég hef alla trú a VGaal hann sagði strax að þetta tæki tima, var samt hrikalegt í gær :D vonandi að við fáum að sjá einn og einn flottann leik á næstu vikum á meðan kallinn er að byggja upp liðið og umgjörðina. Eg verð órólegur í nov ef litið breytist hjá okkur .
Þórhallur Helgason says
Þetta er fínn pistill og ég er sammála því sem kemur fram í honum. Hef fylgst með United það lengi að ég man vel eftir þeim tíma þar sem United hafði ekki unnið deildina í áratugi og held að það sé óþarfi að örvænta eftir þrjá slaka leiki.
Menn kenna leikkerfinu um, gott og vel. Sama leikkerfi kom nú samt Hollendingum í þriðja sætið á HM í sumar þannig að það virkar vel ef leikmenn eru komnir inn í það. Ætla að gefa mér að LvG viti meira um þetta en ég og að hann viti hvað hann er að gera. Svona breytingar gerast ekki, eins og hann sagði réttilega, á einni nóttu og þetta er maraþon en ekki spretthlaup.
Varðandi leikinn í gær þá var hann auðvitað hörmung en það má ekki gleyma því að inni á vellinum var allavega einn leikmaður sem ætti að vera löngu farinn eitthvað annað (Anderson), einn sem í huganum er greinilega farinn eitthvað annað (Hernandez), miðvörður að koma til baka eftir meiðsli og ekki í formi (Evans) auk allskonar ‘unglinga’ sem eru flestir númeri of litlir fyrir þetta level ennþá (fyrir utan Januzaj sem er greinilega ekki heldur kominn í form). Reynar alveg óþarfi að skíttapa þessum leik en MK Dons spiluðu vel og vildu þetta greinilega meira. Verst var þó að sjá andleysið og uppgjöfina eftir mark númer tvö, það á ekki að gerast.
Jákvæði hlutinn er að James Wilson kom sterkur inn og var óheppinn að skora, vil hreinlega sjá LvG smella honum í 9-una og svo bara henda honum út í djúpu laugina, er gríðarlegt efni. Einnig var Pereira að heilla mig, var allavega að reyna að senda boltann framávið og búa eitthvað til sem er gríðarlega góð tilbreyting frá Sunderland leiknum þar sem allar sendingar miðjumanna voru afturábak eða til hliðar. En hetjur kvöldsins voru hinsvegar stuðningsmenn United á vellinum, voru til fyrirmyndar og sungu einna mest og hæst þegar staðan var orðin 4-0.
Er sammála Hjörvari Hafliða um að LvG ætti að prófa Rooney á miðjunni með Herrera (þ.e. ef ekki er keyptur miðjumaður), held að hann yrði fullkominn þar með sinn ákafa, pínu Keane í honum. Bíð svo spenntur að sjá hvað gerist á laugardag með di Maria í byrjunarliðinu, held að leiðin hér eftir geti aldrei legið annað en uppávið… :)
DMS says
Eini ljósi punkturinn við þennan MK Dons leik var Wilson og mögulega Perreira. Restin var bara sorgleg.
En já, þetta er auðvitað vatn á myllu andstæðinga okkar sem þreytast ekki á því að hlæja að óförum okkar. En ég er handviss um að eftir 2-3 mánuði munum við jafnt og þétt sjá breytingu til hins betra. Við þurfum að endurheimta menn úr meiðslum og nýju mennirnir munu svo vonandi hjálpa okkur.
Ég væri samt alveg til í að sjá menn eins og Anderson og Hernandez, yfirgefa skútuna fyrir lokun gluggans, eða nota þá sem skiptimynt upp í betri leikmenn. Finnst hreinlega ekki taka því að borga Anderson laun fyrir ekki neitt. Verst að í hvert skipti sem honum er spilað þá eiginlega lækkar hann í verði…
Karl Gardars says
Af hverju getur maður ekki lækað á greinina??!!
Verð að láta commentið hans Þórhalls hér að ofan duga.
Mjög sammála ykkur.
Gísli G. says
Ég er mjög slakur yfir stöðunni. Við erum bara 2 stigum á eftir Liverpool :-)
Deildin byrjar hjá okkur á laugardaginn… frá og með þeim degi rjúkum við upp töfluna og ég yrði ekkert rosalega hissa þó við enduðum ofar en í 2. sæti.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ég fór að fá skilaboð með MoyesINN og VanGaalOUT eftir seinasta leik en ég hef svarað öllum með því sama. Mér líst betur á hvað er að gerast núna þrátt fyrir töpin heldur en með Moyes í fyrra þó að hann hafi byrjað betur.
Skiptir mig engu máli hver byrjar betur það er hver endar betur sem skiptir máli