Hér er það helsta sem við lásum í síðustu viku…
- Gary Neville hitti Louis Van Gaal og út úr því kom þetta fína viðtal í The Telegraph.
- Ian Herbert hjá The Independent sýnir okkur hvernig aðstæðurnar hafa breyst hjá United og City.
- Jason Burt hjá The Telegraph gagnrýnir strategíu United í þessum leikmannaglugga.
- UnitedRant gagnrýnir einnig þennan leikmannaglugga.
- Tryggvi datt í rannsóknarstuð og ákvað að fara í smá stigapælingar til að sjá hvað United þarf að gera til að ná t.d. meistaradeildarsæti.
- Glazer fjölskyldan hefur engan áhuga á að selja United í náinni framtíð.
- David Conn sýnir okkur hvernig Glazers græða og græða á sama tíma og United tapar.
- Thomas Muller segist hafa fengið tilboð frá United en hafnað því.
- Einnig sagðist Marco Reus hafa fengið tilboð sem hann hafnaði.
- Rob Smyth birtir grein þar sem hann fer yfir feril Nani og gefur ástæður fyrir því að hann verðskuldi meiri virðingu.
- Nani fór svo á lán til Sporting þar sem hann fékk gult spjald, klúðraði vítaspyrnu og var skipt út af á 77’mín.
- Eftir fréttir um að United ætli að selja Welbeck, ákvað Scott hjá ROM að skoða tölfræðina hjá honum og bera hana saman við aðra þekkta sóknarmenn þegar þeir voru á sama aldri.
- Grein frá 2009 á Four Four Two sem sýnir okkur flott kvót frá Di Maria um United.
- Barry Glendenning hjá The Guardian ræðir við Gary Neville og Jamie Carragher og sýnir okkur af hverju Neville er að brillera sem í sjónarpinu þessa dagana.
- Scott hjá ROM fer yfir kaupin á Rojo og hvað hann þarf að gera til að sanna sig fyrir Van Gaal og stuðningsmönnum liðsins.
Finnst þér eitthvað lesefni vanta hingað inn? Bættu því hér fyrir neðan í athugasemdirnar!
Bjarni says
Það er af nógu að taka, allt meira og minna bull í blaðamönnum, hægt að hafa gaman af þessu í smá tíma og ekki batnar það næstu daga, silly season framundan :) Renni nokkrum sinnum inn á þessa síðu http://www.newsnow.co.uk/h/Sport/Football/Premier+League/Manchester+United, þar sem samtíningur á UTD fréttum frá netmiðlum og blöðum og þetta getur gert mann gráhærðan.
Vona hins vegar að við löndum einum til tveimur nú á næstu dögum.
DMS says
Cleverley til A. Villa
Hernandez til Juve/Valencia
Zaha á láni til Crystal Palace
Kagawa til Dortmund
Þetta er ágætis hreinsun og líka tiltekt í launakostnaði. Fáum vonandi inn einhverja á móti núna á lokametrunum…
En hvernig er það, vill enginn Anderson?
Valdemar Karl says
Hvernig er þetta, vill enginn hirða Anderson? Vil hann út á undan öllum öðrum…
Krummi says
Græt ekki brottför neinna þessara manna. Þó alltaf sé leiðinlegt að sjá á eftir uppöldum leikmönnum þá er orðið alveg ljóst að Cleverley er ekki að verða sá leikmaður sem vonast var eftir. Ég viðurkenni þó að ég vil helst hafa Welbeck áfram en aðeins í þannig hlutverki sem ég held að hann sætti sig ekki við, þ.e. sem varamaður fyrir betri leikmenn.
Hreinsunin gengur loksins ágætlega og má í raun alveg losa fleiri.
Hingað til erum við að tala um: Rio (frítt), Vidic (frítt), Evra (1,5 m), Buttner (5 m), Nani (lán), og Zaha (lán/10 m).
Svo líklega einnig: Cleverley (8 m), Kagawa (ca 10 m), Chicarito (12 m) og jafnvel Welbeck (lán/16 m).
Hér erum við samtals að tala um mikinn launakostnað og amk 45-50 milljónir punda. Það opnar klárlega möguleika.
Ég sleppti því meðvitað að telja upp Anderson og Fellaini, enda nánast útséð með að við losnum við þá fyrir fullt og allt. Þvílíkir haugar.