Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.
- Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
- Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
- Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
- Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
- Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
- Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
- Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
- David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
- Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.
Maður leiksins að mínu mati var:
Liðið sem hóf leikinn í dag
1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
18
Young
7
Di Maria
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
10
Rooney
20
van Persie
Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos
Næsti leikur er gegn QPR þann 14.september og er ekki ólíklegt að byrjunariðið verði talsvert breytt.
silli says
Mér líst ákaflega vel á Di Maria, en óskaplega sakna ég Herrera og vinstri „væng-bak“… Hvenær er von á Shaw?
DMS says
Ég er farinn að halda að þetta kerfi hjá LvG muni ekkert ganga upp nema að vera með 3x heimsklassa varnarmenn ásamt mönnum sem kunna að spila wing back, eitthvað sem Valencia og Young hafa ekki gert áður. Það er alltof mikið pláss á milli varnarmanna í þessu kerfi og þegar okkar varnarmenn eru duglegir við feilsendingar úr vörninni þá erum við bara í virkilega slæmum málum.
Vonast til að sjá 4-3-3 í seinni hálfleik. Hitt kerfið á helst ekki að sjást í alvöru leik fyrr en menn geta farið að spila það eins og á að gera. Þangað til á það bara heima á æfingum.
silli says
Mér finnst Jones vera mikið að koma til, enda fær hann að spila sína stöðu.. En eins og LVG sagði á blaðamannafundi í vikunni eru vandræðin helst þegar „við“ erum með boltann – þ.e.a.s. varnarmennirnir okkar..
Young er svo dottinn aftur í meðalmennskuna, eins og hann leit vel út í undirbúningsleikjunum.
@ DMS:
DMS says
Get tekið undir Jones, finnst hann hafa verið fínn. En það gengur lítið ef hinir eru ekki að spila vel. Vonandi bara að Jones haldist heill. Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar hann er að komast á skrið í leikformi og frammistöðum þá meiðist hann og þarf að byrja upp á nýtt.
silli says
Þessi skipting sýnir miðjumannavandræðin – úff!!!
Bjarni says
Slappur leikur, er ekki ad horfa á hann en fylgist med tolfrædinni. Segir allt sem segja þarf, enginn sóknarþungi né færi. Miðlungslið.
silli says
Hefði auðveldlega verið hægt að dæma 2 víti á Burnley –
jóhann says
djövull lelegt þeir spila eins og miðlungs 3 deildar lið
Emil says
hvað þarf til svo að United fái vítaspyrnu … algjörlega fáránlegt.
er samt ekki að halda fram að það sé eina ástæða niðurstöðunnar í dag.
Bjarni says
Slappasti sóknatdúett sem utd hefur átt, meiðslapésar sem hafa hægst með árunum. Enginn hraði i liðinu, ekki leikkerfinu um að kenna. Henda rooney á miðjuna í djöflaganginn, hann er búinn með sóknarkvótann, henda inn ungu strikerunum þeir eru ekki verri. LVG er stíflaður þverhaus, en er þó ekki með ritstíflu.
Nonni says
Johann #8
Þetta er óvirðing við miðlungs þriðjudeildarliðið sem rasskellti liðið í liðinni viku!
silli says
Mata líklega meiddur, sem gæti orsakað að kallinn setji WR í holuna og Welbeck fram.. Welbeck er líklega eini framherjinn sem hefur hraða í að taka stungurnar frá DiMaria…
En – Herrera fyrir Fletcher, Blind á vinstri, Rafael á hægri og bara einhvern annan en Evans.. þá gæti eitthvað dottið í gang.
Einar says
Vörnin og varnasinnaðair miðjumenn eru hræddir og óöruggir á boltanum. Sakna Evra sem hafði öryggið í að skjótast fram með boltann úr vörninni (skildi þó vörnina stundum eftir í bobba) og skila honum fram á við. Vantar alvöru varnarmenn og afturliggjandi miðjumenn.
Afar slakt að uppskera tvö stig frá þessum fyrstu þremur viðureignum sem á blaði eru ekki það erfiðar, 7-9 stig er eitthvað sem maður hefði átt von á.
Bjarti punkturinn – DiMaria – var flottur.
Meistarasæti er ekki í sjónmáli.
DMS says
Erum núna búnir að missa af 2x vítaspyrnum í lok leikja. Í leiknum gegn Swansea hefðum við getað fengið víti undir lok leiks vegna hendi í vítateig, ekkert dæmt. Í dag var þetta enn augljósara, maðurinn bókstaflega grípur/ver skotið frá Young og dómarinn í kjörstöðu en dæmir ekkert. En það er auðvitað virkilega pirrandi að þurfa að stóla á svona til að fá eitthvað meira út úr leikjunum en maður vill auðvitað að dómgæslan sé rétt og sanngjörn.
Hinsvegar var spilamennskan auðvitað ekki nógu góð. Ég vona bara að þetta batni þegar menn koma úr meiðslum og nýju mennirnir aðlagast. Það voru glefsur frá Di Maria sem lofuðu mjög góðu. En ég hef samt sjaldan séð Mata, Rooney og RvP svona hrikalega slaka. Valencia heldur áfram að reyna að gefa fyrir með því að sparka boltanum í gegnum andstæðinginn.
——————- De Gea —————–
—– Evans —- Jones —— Rojo ——
Rafael ——————————- Shaw
———– Blind —— Herrera ———-
—————— Mata ———————
—– Rooney ———- RvP —————
—————— Dea Gea —————–
Rafael —– Jones —– Rojo —– Shaw
—— Mata —- Herrera — Blind ——
Di Maria ———————— Rooney
——————- RvP ———————–
—————— De Gea ——————-
Rafael —- Jones —– Rojo —— Shaw
Di Maria — Herrera — Blind — Januzaj
————— Rvp —— Rooney ————
Það eru margir möguleikar í boði. Held að LvG þurfi að finna réttu formúluna. Þetta kemur vonandi með tíð og tíma, vonandi að seasonið verði bara ekki búið þegar við dettum inn á réttu uppstillinguna/kerfið.
Krummi says
https://twitter.com/unitedrant/status/505711328175349760/photo/1
Kristjans says
Þakka fyrir að næsti leikur er ekki fyrr en um miðjan september!
Vonandi að liðið endurheimti leikmenn úr meiðslum og ný andlit bætist við!
Þrennt sem vakti athygli mína í þessum leik við Burnley:
a)
Vörnin er enn mjög óörugg og það virðist vanta leiðtoga þar, karakter á borð við Vidic, Rio eða Evra. Hef áhyggjur af Jonny Evans, hann er búinn að vera mjög dapur að undanförnu. Virðist vera svo langt á milli miðvarða og fyrir mikið myndast svo mikið pláss.
(Vidic væri frábær í svona þriggja manna vörn og Evra myndi virkilega njóta sín sem wingback. – Af hverju var ekki fyrsta mál á dagskrá í sumar að kaupa miðvörð og vera með plan b ef plan a klikkaði?)
b)
Að mínu mati spila Van Persie, Rooney og Mata alltof þétt, eru nánast á sama svæðinu. Mættu dreifa meira úr sér. Það er ekkert að gerast í sóknarleiknum… Vantar allt bit.
c)
Það gerist tvisvar eða þrisvar í fyrri hálfleik að Di Maria setti sóknir af stað sem krafti og hraða – þá fór loksins eitthvað að gerast! Frábær sókn sem Di Maria hóf í fyrri hálfleik, flott spil en því miður þá hitti Mata ekki boltann…
Trúi ekki öðru en að Van Gaal fari í einhvers konar 4-3-3:
Rafael – Jones – Rojo/Evans – Shaw
Di Maria – Blind/Carrick – Herrera
Mata
Rooney – Van Persie
úlli says
Já þetta er nú meira fíaskóið. Ég get ekki alveg útskýrt hvernig en mér finnst ég vera að missa eilítið sambandið við félagið sem ég hef elskað í yfir tvo áratugi. Í fyrra fannst mér óþolandi að hlusta á nánast alla stuðningsmenn félagsins væla yfir Moyes frá upphafi og er kannski sá eini sem vildi gefa honum annað tímabil. Fólk var endalaust að finna einhverjar ‘eftirá’-ástæður eins og til dæmis að hann skildi ekki hversu stórt félag Manchester United væri. Það er auðvelt að búa til alls kyns svona ástæður þegar á móti blæs. Staðreyndin er að hann var í þúsund sinnum erfiðari stöðu en Van Gaal. Það var jafn mikið talað um Ferguson og liðið sjálft, leikmannakaupum var klúðrað trekk í trekk, að mínu mati brugðust algjörlega menn eins og Ferdinand og Evra sem áttu að hjálpa til við umskiptin, og það kom einfaldlega í ljós að leikmannahópur félagsins var ekki mjög burðugur. Núna virðast svo menn eins og Welbeck á leið frá félaginu. Menn sem eru vel nothæfir í 23 manna hópi og eru alvöru United-menn. Svo einfaldlega neita ég að trúa að einhverjum finnist Van Gaal heillandi eða flottur. Ég hef áhyggjur af því að hann sé of upptekinn af því að vera Van Gaal og halda uppi einhverju orðspori. Kemur afskaplega lítið á óvart að menn hafi orðið þreyttir á honum hjá Bayern. Og ekki þarf hann að hlusta á samanburð við Ferguson og spurningar um hann, ég held þeir hafi ekki einu sinni hist. Ég er eiginlega bara sár að Moyes skuli ekki hafa fengið amk eitt tímabil í viðbót því ég trúi því enn að hann hefði getað stýrt þessu félagi næstu fimmtán árin. Ég hef mínar efasemdir um Van Gaal og ég ætla að spá því að Giggs verði aldrei knattspyrnustjóri Manchester United. Hann á einn merkilegasta feril knattspyrnumanns sem til er, en mér finnst augljóst að hann er ekki neinn eldflaugaverkfræðingur og skortir ýmis einkenni góðs knattspyrnustjóra.
Keano says
Málið bara með vítaspyrnurnar er það að við höfum ekki þessa sérstöðu ennþá eins og þegar Ferguson var með liðið, Ef að við hefðum ekki fengið þessar spyrnur fyrir nokkrum árum þá hefði Ferguson gert allt vitlaust og líklegast þessir dómarar fengið að hvíla flautuna í tvo til þrjá leiki. Ferguson kunni að tala við fjölmiðla og þeir voru nánast hræddir við hann. En breska pressan hefur aldrei haft dálæti á þjálfurum sem eru ekki breskir og við munum kynnast því mjög fljótlega. Enda eina sem að maður hefur heyrt Van Gaal segja í fjölmiðlum eftir að hann tók við liðinu eru afsakanir. Ekki nógu góður hópur og svo framvegis. Jæja nú er hann búinn að kaupa fyrir metupphæð og fjandinn hafi það ef að þetta heldur svona áfram þá munu ekki bara breskir fjölmiðlar fá nóg heldur ég líka.
KPE says
Veit enhver hvað er langt í Carrick og Herrera???
Björn Friðgeir says
Eigum við ekki að leyfa nýju mönnunum að spila nokkra leiki áður en við dæmum þá af getu þeirra og Van Gaal af kaupunum?
Björn Friðgeir says
Ulli: Gef þér einn séns að pósta með réttu netfangi þínu áður en ég tek út kommentið þitt. Og það bara af því það er þokkalega skynsamlegt komment.
Nú, eða senda mér póst, bjorn@undo.com frá netfanginu sem þú gafst upp, ef vera skyldi að það sé alvöru.
Það er alveg ófrávíkjanleg regla hér að nota réttan email.
Pillinn says
Þetta hefur ekki verið nógu gott hingað til. Til að byrja með er ótrúlegt að hafa ekki fengið vítaspyrnu ennþá á tímabilinu þrátt fyrir að í öllum deildarleikjunum höfum við átt að fá. Það er þó ekki því um að kenna hvernig okkur gengur. Við höfum hingað til ekki spilað nógu vel og þar er margt sem spilar inní. Auðvitað er það erfitt þegar þú ert með Carrick, Herrera, Shaw, Rafael og svo alltaf einn miðvörð meiddan. Ég myndi halda að allir þessir leikmenn væru í byrjunarliðinu.
Ég hef þó trú á að þetta verði betra þegar fram líður. Leikmenn fara að skilja leikkerfið sem LvG er með. Það mun koma til með að virka, svo mun hann einnig geta skipt um leikkerfi eftir andstæðingum og það tel ég vera kost sem muni nýtast of og þegar við komumst í meistaradeild. :)
Þetta veðrur betra og eins og ég hef áður sagt að munurinn núna og síðast er að LvG virðist skilja hvað klúbburinn er stór og eigi að vera að vinna en Moyes náði því aldrei. Auðvitað klikkaði Woodward gagnvart Moyes en hann varð að koma grimmari til leiks og mér finnst LvG einmitt koma þannig til leiks. Búinn að segja að taki 3 mánuði fyrir menn að skilja kerfið.
Biggi says
Ég fékk æluna upp í háls í hvert skipti sem Valencia fékk boltann! maðurinn getur ekki einusinni notað vinstir fótinn!!! hvað er svona lélegur leikmaður að gera í ManUtd?
Keane says
Ég er sáttur, Moyes var rekinn.
silli says
Skemmtilegur dagur framundan! :
http://thepeoplesperson.com/2014/08/31/manchester-united-interested-signing-radamel-falcao-contacted-agent-report-52238/