Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum/horfðum á í síðustu viku…
- Við hér hjá Rauðu Djöflunum tókum upp okkar fyrsta podcast.
- Jason Burt hjá The Telegraph segir að United sé rétt að byrja og muni fjárfesta í fleiri toppleikmönnum á næstunni.
- Scott Patterson hjá ESPN skrifar um sölu leikmanna frá United.
- Scott hjá ROM skrifar einnig um sölu leikmanna og veltir fyrir sér hvort United sé að breyta um strategíu.
- Jonathan Wilson hjá The Guardian fer yfir það helsta sem Falcao hefur gert á sínum ferli.
- Wilson skrifar einnig um fjármál United og hvaða afleiðingar síðasta tímabil mun hafa.
- Peningarnir halda hinsvegar áfram að rúlla inn hjá United.
- Jamie Jackson hjá The Guardian fullyrðir að Herrera er búinn að jafna sig á meiðslum og að hann geti spilað fyrir United næstkomandi sunnudag.
- Rafael er einnig orðinn heill ef marka má þessa mynd sem hann setti inn á Instagram.
- Demetri Mitchell skoraði á dögunum þetta laglega mark fyrir U18 ára landslið Englands.
- Fellaini segist ætla að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
- Ed Woodward segir United stefna á þriðja sætið á þessu tímabili og útilokar ekki leikmannakaup í janúar.
- Hvað getur James Wilson gert? Þetta vídeó sýnir það besta frá honum á þessu ári.
Lag vikunnar er La Curandera með Clutch.
Heiðar says
Það eru líka sögusagnir víða um að Mata sé á útleið. Ég er ekki ánægður með það og hvað þá ef það á að selja hann á brunaútsölu eins og var með Welbeck. Fínasta tölfræði hjá Mata hjá MUFC og engin ástæða til að losa sig við hann.
DMS says
Skulum nú taka slúðrinu með fyrirvara. Geðveikin minnkar ekkert í blöðunum þó glugginn hafi lokað. Við liggjum vel við höggi eins og stendur, mikil óvissa með margt og því tilvalið að selja blaðaeintök og vekja athygli á sér með því að fjalla um United.