Undirritaður mætir í útvarpsþátt fotbolta.net á X-inu í hádeginu á morgun þar sem farið verður rækilega yfir gang mála hjá Manchester United.
Þá er landsleikjahléið aaaalveg að verða búið. Það er alltaf jafn pirrandi að menn skulu skera í sundur byrjunina á tímabilinu svona, sérstaklega þegar liðið manns hefur keypt alveg heilan helling af nýjum leikmönnum sem hafa ekki enn spilað fyrir liðið. Blessunarlega tókst þó strákunum okkar að gera þetta landsleikjahlé skemmtilegt með því að rúlla yfir Tyrki á þriðjudaginn.
En hvað um það. Okkar menn eiga leik á sunnudaginn þegar Harry Redknapp rúllar í bæinn með QPR-liðið sitt. Þar fer fremstur í flokki Rio nokkur Ferdinand.
QPR
Queens Park Rangers eru nýliðar í deildinni. Þeir féllu auðvitað eftirminnilega tímabilið 2012/2013 en Harry töfraði liðið beint upp í Úrvalsdeildinni með smá viðkomu í umspilinu þar sem liðið lagði Derby í verðmætasta leik allra tíma. Það verður að segjast eins og er að QPR styrkti sig bara nokkuð skynsamlega fyrir leiktíðina. Í fyrsta lagi losnaði félagið við þónokkuð marga leikmenn og í öðru lagi komu sterkir leikmenn inn í staðinn. Helsta blóðtakan var ef til vill að missa Löic Remy sem fór til Chelsea en í staðinn fengu þeir Eduardo Vargas frá Napoli. Á miðjuna eru mættir leikmenn eins og Sandro, Leroy Fer, Jordon Mutch og sálufélagi Harry Redknapp, Niko Krankjar. Fyrir utan Niko eru þetta allt mjög frambærilegir leikmenn. Í vörnina komu svo Steven Caulker, Mauricio Isla frá Juventus og auðvitað Rio Ferdinand. Þetta allt og meira til gat Harry fengið á um 40 milljónir punda. Þokkalegt.
Líkt og Louis van Gaal hefur Harry verið að notast við 3-5-2 kerfið. Það hefur ekki verið að gefa sig vel enda hægt að setja spurningamerki við að vera með þá báða, Rio Ferdinand og Richard Dunne, inn á í einu. Fínustu varnarmenn svosem en þeir eru hægari en allt sem hægt er. Fyrstu tveir leikirnir töpuðust, sá fyrri gegn Hull og sá seinni gegn Tottenham. Gegn Tottenham leit QPR liðið út eins og höfuðlaus her, enginn vissi neitt og ekkert gekk upp. Harry var því fljótur að átta sig á því að þetta 3-5-2 kerfi væri drasl og skipti því fyrir í 4-5-1 kerfið sem hann spilaði með ágætis árangri í 1.deildinni. Hvað uppskar hann með því? 1-0 sigur gegn Sunderland. QPR er því merkilegt nokk í 12. sæti deildarinnar, einu stigi og tveimur sætum fyrir ofan okkar menn í United!
Það eru flest allir heilir í liði QPR. Alejandro Faurlín sleit krossbönd um daginn og er frá í langan tíma. Joey Barton er svo eitthvað tæpur í heilanum löppunum og það er óvíst með þáttöku hans. Annars eru menn bara frískir þarna í London.
Án þess að vera mikill sérfræðingur um hvernig QPR stillir upp á morgun myndi ég giska á þetta:
Það verður gaman að sjá Rio á Old Trafford á nýjan leik. Það var kominn tími á að hann færi frá Manchester United en hann var frábær leikmaður fyrir félagið og leiðinlegt að aðstæðurnar hafi verið þannig að ekki væri hægt að kveðja hann almennilega. Honum verður án efa vel tekið á Old Trafford enda hefur maður varla séð betri varnarmann en þegar hann var upp á sitt besta.
United
Jafnvel þótt þetta landsleikjahlé hafi verið alveg sérstaklega leiðinlegt fyrir okkur sem erum að bíða eftir að sjá Falcao, Rojo, Blind, Di María og alla hina spila á Old Trafford í fyrsta skipti var það í raun ágætt því að það náðist aðeins að hreinsa af meiðslalistanum. United er ennþá toppi meiðslalistadeildarinnar með 9 meiðsli en Ander Herrera, Rafael, Evans og Shaw eru allir búnir að ná sér af meiðslunum. Að vísu bættist aðeins á hann einnig, Jones verður frá í þrjár vikur, Ashley Young er enn að jafna sig eftir fuglaskítinn auk þess sem að nokkrir af yngri leikmönnunum á borð við Wilson og Lingard eru enn meiddir. Svo styttist alltaf í Carrick sem er byrjaður að æfa á nýjan leik. Það eru gleðifregnir og sérstaklega það að Ander Herrera sé kominn aftur enda var hans sárt saknað gegn Sunderland og Burnley.
Við þetta bætast svo auðvitað nýju mennirnir sem eiga ennþá eftir að spila. Falcao. Blind. Rojo. Það má fastlega búast við því að þeir fái að hefja Manchester United-feril sinn á sunnudaginn. Aðalmálið er því hvernig í ósköpunum mun Louis van Gaal stilla upp liðinu og mun hann halda sig við 3-5-2/3-4-1-2 kerfið?
Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja en það má velta þessu fyrir sér. Ef til vill er líklegast að hann haldi sig við 3-4-2-1 kerfið einfaldlega vegna þess að leikmennirnir hafi ekki haft tíma til þess að æfa nýtt kerfi vegna landsleikjahlésins?
Ef við gefum okkur að hann noti það kerfi gæti möguleg uppstilling á sunnudaginn litið svona út:
Í þessu eru þó endalausir möguleikar. Mata gæti dottið út, Rooney dottið niður og Robin van Persie komið inn. Blind gæti farið inn á miðjuna eða í vörnina og Rojo í vængbakvörðinn. Fletcher gæti farið á miðjuna og Valencia í vængbakvörðinn.
Kannski ákveður Louis van Gaal að vegna þess að Smalling og Jones eru meiddir, vegna þess að liðið hefur ekki verið að spila vel undanfarið að 4-3-1-2 eða 4-3-3 séu betri uppstillingar. Þá gæti hann stillt liðinu upp svona:
Eða svona:
Svona væri hægt að halda áfram endalaust til þess að finna lausnir til þess að koma öllum sem best fyrir. Það lítur þó allt út fyrir það að einhver af súperstjörnunum í liðinu þurfi að lúffa. Undirritaður telur mestar líkur á að Mata þurfi að víkja. Rooney er fyrirliði, Robin van Persier er óskabarnið hans og Falcao og Di Maria eru leikmenn sem Louis van Gaal kom með til félagsins. Hvar er plássið fyrir Mata? Ekki misskilja mig, mér finnst hann frábær leikmaður en miðað við staðreyndir málsins lítur allt út fyrir að hann Juan Mata verði fórnarlamb ofureyðsu þessa sumars, því miður.
Hvað um það, Louis van Gaal er sá eini sem veit hvernig hann ætlar að pússla þessu púsluspili saman. Við hin fáum smá innsýn í það klukkan 3 á sunnudaginn.
stefan says
Hahaha tvilik snillingur thessi gaeji sem gerdi thessa grein. Eg hlo mig mattlausan. Ashley young og barton. Virkilega vel skrifad lika og skemmtilegt ad lesa. Verdur spennandI ad sja tetta a morgun
DMS says
Flottur í þættinum í dag Tryggvi, vel gert.
Ari says
Eins og þú minntist á þá er Jones meiddur .. þú ert með hann í 2 seinni uppstillingunum
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Strákar og stelpur, eru þið að fatta það að núna eftir nokkra klukkkutíma er loksins aftur United leikur :D :D :D :D
Oli says
Skil ekki af hverju svona margir halda ad Mata detti ur lidinu og enntha faranlegra ad segja ad hann verdi seldur I januar. Hann hefur adeins spilad halft timabil og var bestur a theim tima. Mer finnst lika ad folk gleymi thvi ad thad eru alltaf endalaus meidsli I thessum hop, vid erum ekkert ad fara keyra a sama byrjunarlidinu allan timann. Thad er mikilvaegt ad vera med storan og sterkan hop og thess vegna er alveg nogu mikid plass fyrir Mata I thessu lidi.
Tony says
Ég er sammála Óla um að Mata sé alveg nógu góður til að halda sætinu en hann þarf að sanna það fyrir Van Gaal. En nú er pressa á mönnum að standa undir nafni því samkeppnin er hörð. Enga farþega takk. En nú er það bara að slátra QPR og koma tímabilinu í gang.
Þvílík snilld að hafa svona skemmtilega penna sem skrifa á síðuna okkar. Takk fyrir mig strákar og haldið svona áfram :-)