Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum/horfðum á í síðustu viku…
Lesefni vikunnar:
- Frábær grein (að venju) frá Daniel Taylor þar sem hann fer yfir leikmannakaup/sölur United í gegnum tíðina.
- Husmukh Kerai hjá Squawka með stórgott viðtal við Januzaj.
- Blöðin hafa verið að birta hluta úr ævisögu Rio Ferdinand þar sem hann meðan annars vandar John Terry og Ashley Cole ekki kveðjurnar, gagnrýnir David Moyes harkalega og lýsir atviki þar sem hann og Ferguson voru ósammála.
- Paul Hayward hjá The Telegraph gagnrýnir það sem Rio sagði í ævisögunni um Moyes.
- Tom Hopkinson hjá The Mirror segir United íhuga að bjóða Roma Mata fyrir Strootman.
- Van Gaal var óánægður með markaskorunina hjá Welbeck og var það ástæða fyrir sölunni. Á sama tíma segist hann stefna á meistaradeildarsæti og vill sjá liðið skora flest mörk í deildinni.
- Fyrst sá maður John Richardson hjá Sunday Express og Rob Shepherd hjá Daily Mail orða United (enn og aftur) við Ronaldo en svo kom Ramón Calderón og ýjaði að því sama.
- Voru nokkrar greinar um Kagawa í vikunni. Fyrst sá ég þessa fínu grein frá Sportwitness um Kagawa, United og Dortmund. Svo kom þessi grein frá Jeremy Wilson um kappann og að lokum heyrðum við frá Jurgen Klopp sem sagði fréttamönnum að Ferguson hafði komið til sín og játað að honum hafði mistekist að fá það besta út úr Kagawa.
- Red Rants skrifaði um Di Maria og Falcao og hvar þeir passa inn í liðið.
- Red Mancunian skrifaði um Falcao og hvort þetta hafi verið lúxuskaup eða nauðsynleg.
- Paul Ansorge hjá Bleacher Report kemur með fimm spurningar sem hann vill spyrja Van Gaal.
- Di Maria var aðalmaðurinn í sigri United á QPR að mati Adam Bate hjá Sky Sports og Oliver Hold hjá Mirror.
- Beautifully Red mætti á svæðið með böns af GIF hreyfimyndum úr leiknum gegn QPR.
Myndbönd vikunnar:
Frábær fyrirlestur hjá Van Gaal. Möst sí fyrir þá sem vilja vita meira um hvernig kallinn hugsar.
Januzaj átti stórleik með undir 21árs liði United gegn Sunderland þar sem hann skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri United.
https://www.youtube.com/watch?v=mCsxvTfHafk
Viðtal við Falcao
http://www.youtube.com/watch?v=8Eyt8toDaGA
Mynd vikunnar:
Lag vikunnar:
Sampo með Amorphis
https://www.youtube.com/watch?v=WgzruKAdafs
Skildu eftir svar