Vika er langur tími í fótbolta. Fyrir viku var ég gríðarspenntur fyrir leik helgarinnar og það fór eins og það fór. Vörn United fór í fri og síðan þá hafa þrír United varnarmenn helst úr lestinni og allt hefur snúist um það hversu vitleysisleg innkaupastefnan var í sumar og jafnvel hvenær reka eigi Van Gaal.
Bull og vitleysa segi ég og skrifa og nóg af þessari vitleysu. Skoðum liðið á morgun:
Jú, þarna er einn nýliði sem mun halda fána uniglingastarfs United á lofti (Ef ekki Tom Thorpe, þá Paddy McNair). Að öðru leyti eru þarna menn á borð við besta enska unglinginn í fyrra, tvo leikmenn úr næst besta landsliði heims, einn af þrem bestu framherjum heims, tvo bestu framherja í Englandi síðustu tíu ár.
Eigum við að fara að hafa einhverjar risaáhyggjur?
Nei, andskotinn hafi það, nei.
Þetta var slæmur dagur um síðustu helgi, en liðið hefur haft viku til að undirbúa sig og það er full ástæða til að krefjast góðrar frammistöðu á morgun og engin ástæða til að vænta annars.
Að því sögðu hafa West Ham menn staðið sig mjjög vel það sem af er hausti og unnu síðast Liverpool. Nýjir framherjar þeirra, Enner Valencia og Diafra Sakho hafa staðið sig vel og West Ham er ekki að sakna Andy Carroll sem er meiddur. Á miðjunni er Alex Song í láni frá Barcelona og ætti hann að vera þyrnir í síðu miðjumanna United sem þurfa að sýna meira stál en þeir gerðu um síðustu helgi. Með honum er Mark Noble, ekki síður baráttumaður og Stewart Downing er farinn að spila betur en áður, hugsanlegana fyrst hann er kominn í jafnara lið.
Vörnin eru reyndir strákar að viðbættum Carl Jenkinson sem er kominn frá Arsenal. Í markinu er Ádrian, sem kom frá Betís í fyrra og var valinn næstbestur leikmanna West Ham í fyrra.
Eins og svo oft áður síðustu 13 mánuðina er United því að taka á móti liði sem undir öllum venjulegum kringumstæðum síðustu 20 árin hefði ekki valdið nokkrum áhyggjum.. Ég kýs að hugsa á þann hátt. Di María og Falcao voru báðir teknir útaf á sunnudaginn vegna þreytu, vika í viðbót af góðum æfingum ætti að vera búinn að hressa þá við og þó ekki sé annað þá eiga þessir tveir að geta klárað svona leik, þó þeir þurfi að skora sex mörk. Ég spái 4-2 á morgun í fjörugum leik sem byrjar kl 2
(Umræðan um formið sem Van Persie er í og hvort Rooney eigi að vera númer 10 má alveg bíða, held að við séum ekki að fara að sjá breytingu á liðinu þar, og ég vil ekkert vera að hafa ánægjuna af Runólfi að ræða það siðarnefnda þegar við hleypum honum loksins í upphitun)
Grímur Már Þórólfsson says
Vel hugsanlega er Darren Fletcher að fara að byrja með Rojo í hafcent.
silli says
Hvað með Shaw – Rojo – Blind – Rafael og Fletsarinn í DM?
Bósi says
Er Carrick kominn úr meiðslum ? Er hann ekki mögulegur canditat í miðvörðinn ?
Björn Friðgeir says
Carrick er enn meiddur. Jú það er alveg möguleiki á að Fletcher fari í miðvörðinn, en ég vil frekar sjá Thorpe fá sénsinn.
Barði Páll says
Van Gaal er búinn að gefa það út að Blind muni ekki verða spilaður sem miðvörður í þessum leik og sagði það einnig að núna muni einhver ungur leikmaður fá sjéns þar sem vörnin er hálf lömuð vegna meiðsla og banna.
Gísli G. says
Ég held það væri best að nota Carrick í miðvörðinn þegar hann er kominn úr meiðslum og þangað til við kaupum nýjan mann/menn í þá stöðu. En Carrick er ekki valkostur í dag, þannig að líklega er besta uppstillingin eins og Björn Friðgeir setur upp hér.
Við hljótum eitthvað að hafa lært af klaufaskapnum frá síðustu helgi, svo auðvitað tökum við þetta í dag.
Annars skal ég hundur heita og éta sparihattin minn !
En við þurfum líka að fá nýjan hægri bakvörð í janúar. Rafael er bara ekki nógu góður, punktur.
DMS says
Ég hélt alltaf að Rafael myndi þroskast aðeins og róast, en hann er enn sami kjáninn og hann var þegar hann var 18 ára þegar kemur að varnarmistökum. Oft er hann að brjóta klaufalega af sér og virðist ekki læra af reynslunni. Hann er mjög fínn fram á við en varnarlega er hann of villtur. Það er líka engin alvöru samkeppni um hægri bakvörðinn hjá okkur.
En varðandi leikinn þá líst mér ágætlega á þetta byrjunarlið. Er þó ansi stressaður fyrir vörninni. Thorpe og Rojo saman. Annar ungur að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og hinn talar ekki ensku og er sennilega enn að aðlagast nýju landi og liði. Tel ansi litlar líkur á því að við höldum hreinu, en vonandi náum við að skora fleiri en West Ham. Við erum allavega með mennina í það verkefni fram á við.